Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn ög skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Valdarán í Moskvu Það versta hefur gerzt,“ sagði Shevardnadze, fyrrum ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, við blaðamenn í Moskvu í gær er hann ræddi um valdaránið í Kreml. Undir þau orð er tekið í flestum ríkjum heims. Svo miklar vonir hafa verið bundnar við umbótastefnu Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna. Raunar hefur stefna hans í utanríkis- málum þegar skilað stórkostleg- um árangri frá sjónarhóli Vest- urlandabúa: frelsun Austur-Evr- ópuríkjanna, sameining Þýzka- lands, fall Berlínarmúrsins, endalok kalda stríðsins og samn- ingar um gagnkvæma afvopn- un. Þetta er ótrúleg bylting á 6 árum og mun nægja til þess að halda nafni Gorbatsjovs á lofti um langa framtíð, hver svo sem niðurstaða átakanna, sem nú standa yfir í Kreml, verður. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem leiðtogi Sovétríkjanna er settur af með samsæri. En að þessu sinni gerast atburðir í tengslum við valdaránið, sem aldrei áður hafa gerzt við svip- aðar aðstæður í sögu Sovétríkj- anna. Segir það meira en flest annað um þær breytingar, sem þrátt fyrir allt hafa orðið í Sov- étríkjunum. Þeir, sem tóku völd- in, hafa séð sig knúna til að efna til blaðamannafundar og færa fram rök fyrir gerðum sínum. Það þurftu valdhafar í Kreml ekki að gera'iyrr á árum. Borís Jeltsín gengur laus, a.m.k. þegar þetta er skrifað á mánudagskvöldi. Hann er eini pólitíski forystumaðurinn í Sov- étríkjunum, sem sækir vald sitt til fólksins, þar sem hann var kjörinn forseti Rússlands í fyrstu almennu atkvæðagreiðsl- unni, sem fram hefur farið innan Sovétríkjanna um pólitískt emb- ætti frá valdatöku Kommúnista- flokksins snemma á öldinni. Jeltsín hefur hvatt hermenn til þess að hlýða engum skipunum um valdbeitingu. Jeltsín hefur hvatt verkamenn til þess að leggja niður vinnu og í gær- kvöldi bárust fréttir um, að námamenn í Síberíu og fleiri hefðu þegar hlýtt kalli hans, þótt honum hafi verið meinaður aðgangur að fjölmiðlum. I gærkvöldi gerðist það einn- ig, að skriðdrekar tóku sér stöðu við þinghúsið í Moskvu að því er virðist til þess að verja Jeltsín, ekki til þess að handtaka hann. Þessi atburður veitir vísbend- ingu um, að innan sovézka hers- ins kunni að vera skiptar skoð- anir um valdaránið. Þeir, sem völdin tóku, ráða yfir ijölmiðlum og hersveitum. Þrátt fyrir það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að valdataka þeirra hafi tekizt. Misjöfn viðbrögð berast frá ein- stökum lýðveldum innan Sov- étríkjanna. Forystumenn sumra þeirra styðja valdaránsmennina, forystumenn annarra eru þeim andvígir. Framvinda mála í dag og næstu daga leiðir í ljós, hvort borgarastyijöld er að bijótast út í Sovétríkjunum eða hvort nýrri einræðisstjórn tekst að sölsa undir sig öll völd. En jafnvel þótt hið síðar- nefnda gerist verður ekki séð, að slíkir valdhafar í Moskvu eigi margra kosta völ. Sovétríkin eru enn mikið herveldi en iðnaðar- og efnahagsveldi þeirra er hrun- ið. Það verður ekki byggt upp á einum degi í krafti einræðis- stjórnar, sem almenningur fyrir- lítur og á eftir að fyrirlíta enn meir. Hvað ætla þeir að gera? Hvar ætla þeir að fá peninga til þess að fæða þennnan gífur- lega mannfjölda í vetur? Vara- forsetinn, sem hefur tekið við störfum forseta, kveðst ætla að halda áfram stefnu Gorbatsjovs. Hvers vegna var hann þá settur frá völdum? Á þessari stundu veit enginn hvað gerist'næstu daga í þessu víðfeðma ríki. Hitt vitum við, að innanlands- ófriður í Sovétríkjunum getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla og þá ekki sízt Vesturlönd og alveg sér- staklega Evrópuríkin. Nú er komið í ljós, að sú stefna aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins að fara sér hægt í minnkun varnarviðbúnaðar hefur reynzt rétt. Vesturlönd geta enn þurft á sameiginlegum hernaðarstyrk sínum að halda vegna þess ástands, sem er að skapast inn- an Sovétríkjanna. Verði valdaránið að veruleika til frambúðar í. Sovétríkjunum getum við íslendingar búizt við harðari átökum við valdhafana í Kreml vegna þeirrar ákvörðun- ar okkar að viðurkenna sjálf- stæði Litháens en ella hefði orð- ið. Þessi nýju viðhorf breyta ekki afstöðu okkar. Hugur okk- ar er ekki sízt hjá Eystrasalts- þjóðunum nú, þegar harðnar á dalnum. Hins vegar er hyggilegt að sjá hveiju fram vindur næstu daga áður en við göngum endan- lega frá samningum um stjórn- málasamband við Litháen. Þjóðir heims hafa bundið miklar vonir við umbótastefnuna í Sovétríkjunum. Þess vegna er valdaránið í Moskvu gífurlegt áfall. Hins vegar er ljóst, að hinir nýju valdhafar, takist þeim að festa sig í sessi, geta ekki snúið atburðarásinni við. Þeir geta stöðvað hana um skeið en fyrr eða síðar brýzt ný umbóta- hreyfing fram á sjónarsviðið. VALDARANIÐ I KREML - Viðbrögð Ríkisstjórn íslands fordæmir valdaránið: Nauðsynlegt að rHá I verði í viðbrasfðsstö - segir forsætisráðherra RÍKISSTJÓRN íslands fordæmir það valdarán sem átti sér stað í Sov- étríkjunum í fyrrinótt. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir það vekja sér ugg að hópur harðlínukommúnista ráði nú hernaðarstyrk Sovétríkj- anna, sem enn sé hinn sami og fyrr. Nauðsynlegt sé að ríki Atlantshafs- bandalagsins verði í viðbragðsstöðu. Ríkisstjórnin muni hafa samráð við bandalagsríkin, önnur Norðurlönd og ROSE-lönd. Stjórnvöld í hinum fijálsa heimi verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að afleiðingar atburðanna í Sovétríkjunum verði ekki varanlegar. Davíð Oddsson segir að ríkis- stjórnin sé undrándi og hrygg yfir atburðunum í Moskvu. „Sú ró sem komin var á í Sovétríkjunum er ekki lengur fyrir hendi,“ segir Davíð. „Sovétríkin eru sama herveldi og fyrr og það vekur ugg að harðlínu- kommúnistar ráði nú vopnabúnaðin- um. Það er athygli vert að floti lokar höfnum Eystrasaltslanda, hermenn og skriðdrekar eru ekki aðeins í mið- borg Moskvu, heldur við fjölmiðla, háskóla og aðra þá staði sem miklu skipta ef til borgarastyijaldar kem- ur.“ Davíð segir flest benda til að her- inn, öfl jnnan gamla kommúnista- flokksins og KGB hafi sameinast gegn Mikhaíl Gorbatsjov. „En vissu- lega hefur Borís Jeltsín, forseti stærsta lýðveldisins og vinsælasti maður þjóðríkisins, efnt til andófs og skorað á alþýðu manna að fylgja hvergi tilskipunum nýju valdhaf- anna. Á Vesturlöndum hafa menn ímyndað sér að Jeltsín hefði heilmik- il tök innan hersins, en talið æðstu yfirmenn þar áhyggjufulla yfír að Gorbatsjov hafi skaðað hagsmuni hersins með samskiptum við Vestur- lönd. Staða hans virðist því heldur veik gagnvart Sovéther. Menn muna kannski að þegar Níkíta Khrústsjov var steypt á sinum tíma kom herinn honum til bjargar." Davíð kveðst ekki telja að atburð- irnir í Sovétríkjunum hafí áhrif á stöðu Þýskalands þótt þar séu enn um 290 þúsund sovéskir hermenn. „Ég held líka að Pólland, Tékkósló- vakía og Ungveijaland séu komin fyrir horn, en hef miklu meiri áhyggj- ur af stöðu Eystrasaltslandanna,“ segir hann. Er eitthvert sjálfstæði til að viðurkenna? Davíð kveðst óttast mjög að ekki sé um tímabundið ástand að ræða, þar sem hinir nýju valdhafar hafi lýst því yfir að þeir muni einskis virða sjálfstjómarrétt lýðveldanna. „ís- lendingar hafa fyrstir þjóða viður- kennt baráttu þeirra fyrir sjálfstæði, Alþingi fól ríkisstjórn að undirbúa formlegt stjómmálasamband við Lit- háen og að því hefur verið stefnt. En nú þarf að athuga hvort yfirlýs- ing hinnar nýju miðstjórnar merki að ekki sé lengur neitt til að viður- kenna. Sé yfirlýsingin tekin bókstaf- lega hafa stjórnvöld lýðveldanna í Engar ráð- stafanir hjá Vamarliðinu VARNARLIÐIÐ á Keflavíkur- flugvelli greip ekki til neinna sérstakra ráðstafa í gær vegna atburðanna í Sovetríkjunum. Terry Bamthouse, blaðafull- trúi hjá Vamarliðinu, sagði í gær að engar óvenjulegar aðgerðir væm í gangi. Hún sagði að vita- skuld yrði fylgst náið með hveiju fram yndi í Sovétríkjunum. En ekkert yrði aðhafst af hálfu Bandaríkjahers utan venjulegra eftirlitsstarfa við landið, nema boð bærust frá þar til bærum aðilum. raun verið sett af. Við lítum þó auð- vitað svo á að ríkisstjómir í hveiju þeirra séu enn rétt stjórnvöld." í ályktun ríkisstjórnarinnar, sem birt er sérstaklega í blaðinu, segir Davíð notuð sterk orð, sem stjórn- völd hafi ekki notað áður um valda- skipti í Sovétríkjunum. „Við tölum um valdarán," segir Davíð, „og geP um til kynna að sú stjórn sem nú hefur verið komið á í Kreml sé ólög- leg stjórn. Við vitum að fyrri stjórn var ekki komið á með almennum kosningum Sovétborgara. Við vitum líka að regl- um var búið að breyta þannig að næstu stjórnarskipti hefðu átt að verða með lýðræðishætti. Þess vegna sæta þessir atburðir miklu meiri tíðindum en forðum, til að mynda þegar Khrústsjov va’r settur af 1964. I huga mér er fyrst og síðast samúð með íbúum Sovétríkjanna sem eygt höfðu frelsi og lýðræði og er nú hót- að ofbeldi beygi þeir sig ekki undir ok afturhaldsafla á ný.“ Fundur utanríkisráðherra og sovéska s Sendiherra Sovéti burðina löglega o Jón Baldvin telur líklegra en ekki að „HEFUR þróun undanfarinna mánaða í átt til lýðræðis og réttarríkis stöðvast í Sovétríkjunum? Þetta er sú spurning sem fyrst vaknar eftir valdaránið í Kreml,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra. Hann telur mikla hættu á að til borgarastyrjaldar komi í kjölfar þess. Jón lýsir sérstaklega áhyggjum af framtíð Eystrasalts- þjóðanna. Hann kvaddi Igor Krasavín, sendiherra Sovétríkjanna á Islandi, á sinn fund í gær og afhenti honum yfirlýsingu sína og ríkis- sljórnarinnar um valdaránið. Sendiherrann lýsti því sjónarmiði, að sögn Jóns, að atburðirnir væru innanríkismálefni Sovétríkjanna og farið hefði verið að sovéskum lögum. Jón Baldvin segir að stjórnar- skrá Sovétríkjanna geymi ákvæði um forsetaskipti og að eftir þeim hafi ekki verið farið. Jón Baldvin segist telja líklegra en ekki að til borgarastyijaldar dragi í Sovétríkjunum. „Nýja stjórn- in hefur lýst yfir neyðarástandi en Jeltsín leitað til almennings um að sýna andstöðu við aðgerðirnar með virkum hætti. Þá hljóta menn að spyija: Verður hervaldi beitt? Fari svo getum við orðið vitni að hroða- legu blóðbaði og borgarastyijöld. Það þarf ekki að líta lengra í dæma- skyni en til Júgóslavíu.“ Hvað gildi samninga um afvopn- un varðar segir Jón nauðsynlegt að meta stöðu mála eftir því sem atburðum í Sovétríkjunum vindur fram. Hann segir einungis hægt að benda á að fram komi í yfirlýsingu nýrra valdhafa að þeir hyggist virða alþjóðasamþykktir. Óneitanlega sé ástandið eldfimt. Jón segist hafa áhyggjur af Eyst- rasaltslöndunum. „Þessar þjóðir telja sig með óiögum og valdbeit- ingu hafa verið þvingaðar til að vera innan sovétsamveldisins. Þær hafa lýst því yfir að þær muni ekki skrifa undir hin nýju sambandslög og það er líklega ekki tilviljun að þetta valdarán hafi átt sér stað degi áður en til stóð að undirrita þau lög.“ Yfirlýsing Jóns Baldvins Yfirlýsing utanríkisráðherra vegna atburða í Moskvu er á þessa leið: „Hin válegu tíðindi frá Sovét- ríkjunum um að Gorbatsjov forseta hafi verið velt af valdastóli og lýst hafi verið yfir neyðarástandi, dag- inn fyrir undirritun hins nýja sam- bandslagasamnings, vekur ugg og Ríkisslj dæmir \ HÉR fer á eftir í heild yfirlýs- ing ríkisstjórnar íslands vegna valdaránsins í Kreml: „Ríkisstjórn íslands fordæmir það valdarán sem átti sér stað í Sovétríkjunum í nótt. Þjóðir sem virtust á leið til lýðræðis eru snögglega hnepptar á ný í fjötra afturhalds og harðstjórnar. Mjög áríðandi er að ríkisstjórnir Vestur- landa og alis hins fijálsa heims
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.