Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 55
leei T81101 .02 II'JItAOIn/H.'IT JIGAJ'J/U'iLO!/ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 55 Heiðarfiall á Langanesi: Mengnnarrannsókii- ir munu hefjast í dag Formaður Blaðamannafélagsins sakar um- hverfisráðherra um aðför að frelsi fjöhniðla MÆLINGAR sem miða að því að finna hugsanlega mengun á Heiðar- fjalli á Langanesi hefjast á vegum Umhverfisráðuneytisins í dag.1 Rannsóknin fer fram að beiðni landeigenda á Heiðarfjalli og munu þeir Snorri P. Snorrason jarðfræðingur og Agúst S. Sigurðsson efna- fræðingur annast hana. Umhverfisráðherra hefur ritað landeigend- um bréf þar sem hann setur þau skilyrði fyrir því að rannsóknin fari fram, að vinnufriður vísindamanna á fjallinu verði ekki truflað- ur af blaðamönnum. Formaður Blaðamannafélags íslands sendi umhverfisráðherra bréf í gær þar sem hann mótmælir þessum skii- yrðum ráðherrans og kallar þau aðför að frelsi fjölmiðla. Nokkur bréf hafa farið milli Sig- urðar R. Þórðarsonar, annars land- eigenda á Heiðarfjalli, og Umhverf- isráðuneytisins varðandi mæling- arnar. A fimmtudaginn var ritaði Eiður Guðnason, umhverfisráð- herra, landeigendum bréf þar sem fram kemur að nærveru blaða- manna^ við mælingarnar sé ekki óskað. í bréfínu setur umhverfisráð- herra það skilyrði fyrir rannsókn- inni á fjallinu að einungis verði á staðnum vísindamennirnir tveir ásamt einum aðstoðarmanni og full- trúum landeigenda. Þetta bréf ráðherrans varð til þess að Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags íslands, ritaði honum bréf í gær. í bréfinu lýsir Lúðvík yfir furðu sinni á þeim skil- yrðum sem ráðherrann setur fyrir mælingunum á Heiðarfjalii. Jafn- framt segir Lúðvík bréf Eiðs Guðna- sonar vera aðför að frelsi fjölmiðla og óskar eftir frekari skýringum hans. Rannsóknin á Heiðarfjalli beinist að því að finna hvort hættuleg úr- gangsefni leynast þar sem urðaður er úrgangur og leifar eftir starfsemi ratsjárstöðvar Varnarliðsins. Við rannsóknina verður notað jarðgas- leitartæki og héldu vísindamennirn- ir norður í gær með útbúnað sinn. Búast þeir við að rannsóknin taki nokkra daga. Verði vísindamenn- irnir þess varir að hættuleg efni leynist í fjallinu hyggjast þeir taka jarðvegssýni, sem nokkrar vikur mun taka að rannsaka til fulls. Gluggi sem altaristafla Undanfarin ár hefur verið unnið að smíði nýrrar kirkju á Skaga- strönd. Nú er verið að vinna við lokaáfanga hennar og er áætlað að vígja hana í október. Nýlega voru settar steindar rúður í stóran glugga i kirkjunni. Glugginn er þríhyrndur og er á austurgafli kirkjunnar. Á hann jafnframt að vera altaristafla hennar. Það var glerlistamaðurinn Leifur Breiðfjörð sem gerði gluggann en í honum eru ýmis trúarleg tákn. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Flyljendurnir fengu blómvendi að loknum tónleikum. K jg 8L 8 Kammertónlist á M-hátíð á Kirkjubæiarklaustri Kirkjubæjarklaustri. ÞRENNIR kammermúsíktónleikar voru haldnir á Kirkjubæj- arklauStri nú um helgina. Þarna var um að ræða tónleikaröð sem haldin var undir merlqum M-hátíðar á Suðurlandi. Flytjendur voru Edda Erlendsdóttir, píanó, Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, sópran, Pétur Jónasson, gítar, Selma Guðmundsdóttir, pianó, og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla. Jóna Sigurbjartsdóttir formað- ur M-nefndar Skáftárhrepps bauð fólk velkomið á fyrstu tónleikana og þá sérstaklega tónlistarfólkið. Sagði hún frá því að þó nú væru tónleikarnir undir merkjum M- hátíðar væri ekki ætlunin að láta staðar numið. Ætlunin væri að slíkir tónleikar yrðu árlegur at- burður á Klaustri. Frumkvöðull að þessu tónleikahaldi er Edda Erlendsdóttir píanóleikari en und- irbúningur þess hófst raunar fyrir 3 árum þegar farið var af stað með söfnun fyrir konsertflygil í félagsheimilið en hann vígði Edda fyrir ári. Á efnisskrá var aðallega tónlist frá 18. og 19. öld. Föstudagstón- leikarnir hófust á sónötu í a-moll eftir G.Th. Telemann sem Helga Þórarinsdóttir og Pétur Jónasson fluttu. Síðan rak hvert atriðið annað. Mozart, Schubert, Árni Thorsteinsson, Sigvaldi Kaldalóns og Beethoven. Húsfyllir var á tón- leikana og tónlistarfólki frábær- lega vel tekið. Eins og fram hefur komið var efnisskráin mjög fjöl- breytt og skemmtileg blanda allra hljóðfæranna og söngsins. Má ef til vill segja að á þessum tónleik- um hafi Ólöf Kolbrún og Edda verið í stærstu hlutverkunum a.m.k. í flestum atriðum og fóru hreinlega á kostum eins og einum * áheyranda varð að orði. A laugardag var einnig mjög fjölbreytt efnisskrá sem hófst á sónötu í a-moll eftir G.F. Hándei sem Pétur og Guðný fluttu, þá komu síðan ijóð eftir Dowland, Paisiellor, Giordani og Mozart sem Ólöf og Pétur fluttu. Þá var sónata eftir Paganini og síðan konsertaría K490 eftir Mozart, en tónieikunum lauk með píanó- kvartett í g-moll K478, einnig eftir Mozart, sem Selma, Sigrún, Helga og Gunnar fluttu. Síðustu tónleikarnir voru síðan kl. 17.00 á sunnudag og byijuðu á Der Hirt auf dem Felsen eftir F. Schubert. Þá kom svíta eftir Moskovskíj, siðan gítartónlist eft- ir M. Falia og svo katalónsk þjóð- lög. Síðasta atriðið á efnisskrá fyrir hlé var spænskur dans, Na- varrqa, eftir P. Sarasate. Þessum tónleikum lauk síðan með píanókvintettt í Es-dúr op. 44 eftir Schumann. Vegna ein- dreginna óska áheyrenda söng Ólöf Kolbrún í lokin nokkur ís- lensk lög sem flutt höfðu verið á föstudaginn og að sjálfsögðu aft- ur við undirleik Eddu. í lokin ávarpaði Jón Sigur- bjartsdóttir iistamennina og þakk- aði þeim framlag þeirra til menn- ingarmála í héraðinu. Aðsókn á þessa tónleika sýndi og sannaði að það er sannarlega grundvöllur fyrir slíku tónleikahaldi á lands- byggðinni, því fullt hús var á alla tónleikana og listafólkinu afar vel tekið; má segja að þau hafi sung- ið og leikið sig inn í hjörtu áheyr- enda, en láta mun nærri að 400 manns hafí hlýtt á þau. - H.S.H. Skerjafjörður: Björgnnar- sveit aðstoðar fólk í hafvillu Björgunarsveitarmenn frá Reykjavík og Seltjarnarnesi fóru skömmu eftir miðnætti aðfarar- nótt sunnudagsins til aðstoðar níu manns í báti út af Skerjafirði. Sigldu björgunarsveitarmennirnir bátnum til hafnar í Reylgavík þar sem lögreglumenn tóku á móti fólkinu, en stjórnandi bátsins var grunaður um ölvun. Stjómstöð Slysavarnafélagsins barst tilkynning frá lögreglunni í Kópavogi um að fólkið væri í haf- villu á 7,5 tonna dekkbát á leið frá Viðey til Kópavogs. Samkvæmt upp- lýsingum SVFÍ var sjóflokkur björg- unarsveitarinnar Ingólfs sendur á staðinn, og einnig fór sjóflokkur björgunarsveitarinnar Alberts á Sel- tjarnamesi til aðstoðar. Vonskuveður var þegar komið var að bátnum kl. 2 um nóttina, SA 11 vindstig, og ríkti slæmt ástand þar um borð. Komið var til hafnar í Reykjavík klukkustundu síðar og þar tók lög- reglan á móti bátnum. Búist við frekara Súluhlaupi ÁIN Súla byrjaði að hlaupa á föstudag en klaki stiflaði útfall Græna- lóns og stöðvaðist þá hlaupið, en búist er við framhaldinu þá og þegar. Oddur Sigurðsson, jöklafræðing- ur, sagði í samtali við Morgunbiað- ið að Súluhiaup væri nánast árleg- ur viðburður. Skeiðaráijökull myndaði stöðuvatnið Grænalón en yfirborð þess hækkaði stöðugt og brytist út og niður í ána Súlu. Hann sagði að Súluhlaup væri nán- ast árlegur viðburður. Hlaupið tæki um það bil tvo daga og þann tíma væri oft ófært í Núpsstaðaskóg. Stundum skemmdist brúin á Núps- vötnum við Lómagnúp. Oddur sagði að hlaupið hefði hafist á föstudag en stöðvast vegna klakastíflu í Grænalóni. Hann kvaðst búast við að stíflan losnaði á hverri stundum og áin hlypi. Ferðafólk, sem ætlaði að dvelja í Núpsstaðaskógi um helgina, var beðið um að fara þaðan á laugar- daginn og gerði fólkið það vand- ræðalaust. Ferðafólk hefur verið hvatt til að leggja ekki leið sína í Núpsstaðaskóg. Samvinnuferðir- Landsýn: Þúsund bók- anir í ferð- irtilDublin ' FYRIR hádegi í gær hafði selst upp í sex ferðir af níu til Dublin, sem ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn auglýsti í Morg- unblaðinu á sunnudaginn. Að sögn Helga Jóhannessonar, framkvæmdastjóra, höfðu þá rúmlega þúsund manns bókað sig í ferðirnar. Samvinnuferðir-Landsýn buðu upp á samskonar ferðir til Dublin í fyrrsaumar, og þá seldist upp í þær þijár ferðir sem í boði voru^^, fyrir hádegi. „Við ákváðum því að ^ tvöfalda framboðið nú, en það er ljóst að við verðum að bæta við enn fleiri ferðum. Mér finnst þessi að- sókn með ólíkindum, og man ég ekki eftir öðru eins. Miðað við þessi viðbrögð getum við alls ekki tekið undir þær getgátur sem fram hafa komið um að íslendingar ætluðu W að ferðast minna til útlanda í ár en áður,“ sagði Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.