Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Nýir valdhafar í Sovétríkjunum: Gorbatsjov sagður þurfa á hvild að halda Reuter Mótmæli í Moskvu Mótmælendur velta stórri járnpípu til að byggja vegatálma fyrir framan rússneska þingið í Moskvu í gær eftir að ljóst varð að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta hafði verið steypt af stóli. Dalía Bankauskaite, starfsmaður litháísku sendinefndarinnar í Moskvu: Fólkið gefur hermönnun- um blóm, ís og sígarettur Reynslan frá Vilníus lofar ekki góðu „FÓLKIÐ er vinsamlegt við hermennina í skriðdrekunum og gefur þeim alls konar gjafir, til dæmis blóm, ís og sígarettur. Það talar við þá og spyr: „Ætlið þið virkilega að skjóta okkur, ykkar eigið fólk?“ sagði Dalía Bankauskaite, starfsmaður lit- háísku sendinefndarinnar í Moskvu í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hún hafði þá verið úti á götum Moskvu og fylgzt með atburðum. „Þegar ég opnaði fyrir sjónvarp- ið í gærmorgun og ætlaði að fylgj- ast með morgunfréttum voru engar fréttir, heldur var allt önnur dag- skrá en venjulega. Hún var fljót- lega rofín til að lesa upp tilkynning- ar frá neyðarnefndinni svokölluðu. Þannig hefur það gengið fyrir sig í dag, tilkynningar hafa verið lesn- ar öðru hvoru en allur eðlilegur fréttaflutningur er í lamasessi." Bankauskaite sagði að um klukkan sex eða sjö hefðu skrið- drekar og brynvagnar byrjað að streyma inn í Moskvuborg frá her- búðum í úthverfunum. „Fyrst komu brynvagnar í smáhópum, síðan sá ég langa röð af herbílum streyma eftir Leníngrad-götu. Flestir fóru til þinghúss Rússlands og um- kringdu það, en margir skriðdrekar óku einnig í átt til Kremlar." Bankauskaite sagði að um þrjátíu brynvagnar hefðu ekið inn í Kremlarvirki, aðsetur æðstu stjómvalda Sovétríkjanna. „Mér er sagt að þeirra menn hafi beðið inn- an múranna. Þeir lokuðu öllum hlið- um Kremlar og rýmdu Rauða torg- ið,“ sagði hún. „A hádegi safnaðist fólk saman til fjöldafundar á Manies-torgi, rétt hjá Rauða torginu, þrátt fyrir fundabann neyðarnefndarinnar. Torgið er hefðbundinn fundarstað- ur umbótasinna í Moskvu, þar var morðunum í Vilníus í janúar til dæmis mótmælt. Að fundinum loknum gekk mannfjöldinn fylktu liði eftir Kalinin-götu til þinghúss Rússlands. Á leiðinni talaði fólk við hermennina og reyndi að fá þá til að ganga í lið með sér. Þegar til þinghússins var komið, var þar þegar fjöldi fólks, sem var byijað að reisa götuvígi. Jeltsín hefur komið út á torgið við þinghúsið nokkmm sinnum í dag, og um klukkan átta í kvöld hélt hann ræðu, þar sem hann skoraði á fólk að safnast saman og verja þinghús- ið. Ég ætla út á eftir að fylgjast með — ég á von á að mannfjöldinn verði við þinghúsið í alla nótt,“ sagði Bankauskaite. Hún sagði að á hádegi í dag hefði verið boðaður fjöldafundur á Manies-torgi á hádegi; Lushkov, varaborgarstjóri Moskvu, hefði gef- ið út tilkynningu, þar sem hann hvetti fólk til að leggja niður vinnu og koma á fundinn. Bankauskaite sagði að meðal Moskvubúa ríkti uggur og skelfing, þótt fólk reyndi að sinna sínum daglegu störfum. „Fólk hefur verið hvatt til að sýna nýju valdhöfunum þögla og friðsamlega andspyrnu, en ekki að æsa til átaka. Við vitum ekki hvað mun gerast. Hefur of- beldið náð hámarki eða á þetta Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagisns (EB) hittast á skyndifundi i Haag á Hollandi í dag til þess að ræða sameigin- leg viðbrögð við valdaráninu í Sovétríkjunum. Gert er ráð fyr- ir að utanríkisráðherrar Atl- antshafsbandalagsins (NATO) komi saman til fundar í Brussel innan skamms til að fjalla um sama efni. Samkvæmt heimild- um í Brussel kemur til greina að boðað verði til sérstaks leið- eftir að versna? Þegar sovézki her- inn réðist á almenning í Vilníus í janúar hafði verið kyrrt í nokkra daga og allir héldu að það versta togafundar EB vegna atburð- anna í Sovétríkjunum. í stuttri yfirlýsingu sem Manf- red Wörner, framkvæmdastjóri NATO, sendi frá sér að loknum fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í Brussel í gær segir m.a. að síðustu atburðir í Sovétríkjunum séu sérlegt áhyggjuefni. Sagt er að aðildarríkin muni fylgjast grannt með þróuninni og hafa um það náið samráð. Búist er við því Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, sem steypt var af stóli forseta Sovétríkjanna í fyrrinótt, „hvílist" nú á Krímskaga, að sögn Gennadijs Janajevs, varaforseta, sem tók við embætti Gorbatsjovs. Segir Janajev að Gorbatsjov hafi á síðustu þremur árum þreyst mjög og þurfi nú tíma til að ná aftur heilsu sinni. Hann kvaðst vona að Gorbatsjov sneri aftur til skyldu- starfa sinna þegar hann hefði náð heilsu á ný. í fyrstu tilkynningu hinna nýju valdhafa sagði að Gorbatsjov væri ófær um að sinna skyldustörfum sökum heilsubrests. Gorbatsjov hef- ur dvalið á Krímskaga frá 5. ágúst og var ætlunin að hlusta á Chopin, lesa og eyða tíma með bamabömun- um. Ekki var um frí í þess orðs fyllstu merkingu að ræða, sagði Vítalíj Ignatenkó, talsmaður Gorb- atsjovs, um það leyti sem hann hélt væri afstaðið. En við sjáum hvað gerðist þá. Það má segja að reynsl- an lofi ekki góðu,“ sagði Dalía Bankauskaite. að utanríkisráðherrar NATO verðir boðaðir á skyndifund á næstu dög- um til að fjalla um ástandið í Sov- étríkjunum en fastafulltrúar aðild- arríkjanna hafa þegar komið sér- staklega saman til að skiptast á skoðunum um þróunina í Sovétríkj- unum. Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, mun ásamt Frans Andriessen úr fram- kvæmdastjóminni sækja sérstakan fund utanríkisráðherra EB sem haldinn verður í Haag í Hollandi til Krímskagans enda var ætlunin að æðri embættismenn kæmu til fundar við hann þar. Fylgdist Gorb- atsjov grannt með gangi mála í Moskvu og ætlaði að halda þangað 20. ágúst. Þá var ætlunin að undir- rita samkomulag við verkalýðsfélög- in, sem átti að koma í veg fyrir ring- ulreið í landinu. Þegar Ignatenkó var inntur eftir heilsu forsetans þáverandi sagði hann Gorbatsjov hafa gengist undir venjubundna læknisskoðun í upphafí frísins og kvaðst ekki vita betur en heilsa hans væri góð. • • Ongþveiti á fjármagns- mörkuðum London. Reuter. ÖNGÞVEITI ríkti á fjár- magnsmörkuðum víða um heim í gær eftir að fréttir bárust af valdaráninu í Sov- étríkjunum. Mikið verðfall varð á hlutabréfamörkuðum, og verð dollarans og olíu hækkuðu mikið. Dollarinn hækkaði um sex pfenninga gagnvart þýska markinu, þrátt fyrir aðgerðir þýska seðlabankans til að hemja hækkun hans. Verðfall á hlutabréfamörk- uðum varð víðast hvar milli fimm og átta af hundraði, þó mest í Frankfurt og Hong Kong þar sem DAX-vísitalan féll um meira en níu hundraðshluta. „Ástandið er aftur orðið eins og það var á kaldastríðsárun- um. Dollarinn selst, þar sem hann er lengst frá Sovétríkjun- um,“ sagði David Cocker yfir- maður Chemical Bank í Lon- don. Gull, sem jafnan selst vel þegar kreppa ríkir, hækkaði um fjóra dollara um tíma en lækk- aði aftur vegna ótta sem braust út um að Sovétmenn gripu til þess ráðs að selja gull fyrir gjaldeyri. Útgáfabönnuð Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR harðlínumanna bönnuðu i gær útgáfu flestra dagblaða í Sovétríkjunum. Nú er heimilt að gefa út níu blöð sem öll draga taum þeirra sem steyptu Gorbatsjov fyrir utan Izvestiu sem er frjálslyndara. í tilskipun frá harðlínumönnum sagði að einungis væri heimiluð útgáfa níu dagblaða um óákveðinn tíma en útgáfa róttækra og frjáls- lyndra dagblaða var eitt áþreifan- legasta merkið um þær breytingar sem umbótastefna Gorbatsjovs hafði í för með sér. í dag. Á fundinum verður lögð áhersla á að samræma viðbrögð aðildarríkja EB við atburðunum í Sovétríkjunum og hugsanleg áhrif þeirra á samskipti EB við Sovétrík- in. Nokkur aðildarríki EB hafa þegar ákveðið að stöðva efnahags- aðstoð við Sovétríkin þar til ljóst verður hvort hinir nýju valdhafar hyggjast virða skuldbindingar Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta, á alþjóðavettvangi. Sérstakir ráðherrafundir NATO og EB; Fjallað um ástandið í Sovétríkjunum Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Mbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.