Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAdGUR 20. ÁGÚST 1991
47
á gamla Willysnum, glaðlegur og
heilsaði með hvellum róm. Ég settist
upp í og mér fannst ég væri að fara
til útlanda, svo var þetta framandi
ferðalag. Svo var Peta móðir hans
; sótt til Guðrúnar systur sinnar og
lagt af stað.
Foreldrar Sófusar voru Elínbjörg
Petrea Jónsdóttir og Antoníus Guð-
mundur Pétursson, sem bjuggu fyrst
í Mýrakoti í Laxárdal en flutti síðan
í Skrapatungu. Tvö börn áttu þau,
Helgu Guðrúnu og Sófus.
Eftir lát föður síns bjó Sófus áfram
með móður sinni í Skrapatungu. Það
var gott að vera barn í sveit í Skrap-
atungu. Þar ríkti mikil glaðværð og
mikið var um gesti, enda liggur veg-
urinn fram í dalinn alveg fast við
bæjardyrnar.
Sófus var eðlisglaðvær og glettinn
og skipti sjaldan skapi. Alltaf minn-
ist ég dagsins sem ég fékk að keyra
Deutz-dráttarvélinni hans í fyrsta
skipti og hann sat í hliðarsætinu eins
og útvörður og hafði vakandi auga
með öllu. Það var verið að fara niður
að Sölvabakka að setja niður kartöfl-
ur. Þá fannst mér ég vera orðin full-
orðin, vera farin að prófa að keyra
dráttarvél. En þetta er markmið allra
krakka sem fara í sveit.
En þegar ég flutti aftur í nágrenn-
ið við Sófus 1971 lágu leiðir okkar
aftur saman. Sumarið eftir dó Petrea
: móðir hans, sem var mesta sóma-
kona, harðdugleg og ósérhlífin, þrátt
fyrir hvað hún var ákaflega slæm
fótum og vann verk sín síðustu árin
sitjandi í stól. Petrea og Sófus voru
trúuð og trúðu að líf væri eftir þetta
líf.
Sófus hætti búskap upp úr 1980.
Hann vann í vegavinnu og í slátur-
húsinu á haustin. Eins fór hann á
vertíð í Grindavík. Það þótti honum
ævintýri. Hann kom sér vel í vinnu
enda léttur í lund.
Oft glettumst við. Ég man sér-
staklega eftir að ég ákvað að hrekkja
hann svolítið. Ég var búin að tala
mikið um það við hann að mála hús-
ið hjá sér að utan, en það hafði ekki
verið málað nema annar helmingur-
inn. Hann sagði alltaf, kannski bráð-
um. Svo ég ákvað einn daginn að
drífa mig upp í Skrapatungu þegar
Sófus var í vegagerðinni, keypti
málningu og málaði allt húsið að
utan. Eg beið spennt eftir föstudeg-
inum að Sófus kæmi heim úr vega-
vinnunni. Jú, síminn hringdi, það var
Sófus og hann var óðamála, nærri
búinn að keyra út af í hallinu, þegar
hann sá húsið sitt. Hann sagðist
hafa snarbremsað og ekki þekkt
það. Sófus spurði hvort ég hefði
málað það. Ég kvað nei við, og bar
þetta upp á nágrannana en hann
vissi betur, svo hló hann rosalega
eins og honum var einum lagið.
1987 fiuttist Sófus til Blönduóss
:og keypti sér litla íbúð. Og núna í
haust ætlaði hann í nýja íbúð aldr-
aðra og var fullur tilhlökkunar að
flytja. Síðustu árin hafði hann átt
við heilsuleysi að stríða og var mjög
slæmur af astma. En núna er hann
horfinn yfir móðuna miklu og ég
veit að vel hefur verið tekið á móti
'honum.
Við fjölskylda mín þökkum honum
fyrir allar góðu stundirnar.
Blessuð sé minning hans.
Guðrún Guðmundsdóttir
Þór Guðmunds-
son - Kveðjuorð
Fæddur 10. janúar 1967
Dáinn 30. júní 1991
Hann Þór er dáinn. Fregnin um
slysið kom eins og reiðarslag. Það
var erfitt að trúa því að hann væri
horfinn okkur svona skyndilega,
aðeins 24 ára gamall og lífið rétt
að byija. En vegir guðs eru órann-
sakanlegir þó að alltaf spyrji maður
sig af hveiju svona fljótt.
Ég minnist Þórs frænda míns
sem barns þegar hann dvaldi iðu-
lega á sumrin hjá afa og ömmu í
Bolungarvík og stundum hjá okkur.
Hann fékk snemma mikinn áhuga
á veiðiskap og ég er ekki frá því
að ég hafi átt þátt í því enda vorum
við svo til á árbakkanum og sjórinn
örskammt frá. Eftir að hann lærði
að kasta með veiðistöng var hann
alla daga upptekinn við veiðar,
ýmist í árósnum eða í sjónum. Allir
vita hversu heillandi viðfangsefni
það verður ef það nær tökum á
manni. Seinna meir þurfti hann
ævinlega að leita frétta um veiðar
og aflabrögð hjá stóra frænda og
fylgdist spenntur með. Síðustu árin
fóru þeir feðgar nokkrum sinnum
í laxveiði vestur á Snæfellsnes og
veit ég að veiðigleðin var þá alls
ráðandi. Tilhlökkunin og föndrið við
veiðarfæri og útbúnað er líka partur
af sportinu og var ég oft spurður
ráða hvað heppilegast væri að nota.
Ekki held ég samt að honum hafi
verið um fugladrápið gefið. Fann
ég það á honum þegar ég tíundaði
nákvæmlega ijúpna- eða gæsaveið-
ar mínar sem tilheyra nú reyndar
að mestu liðinni tíð.
Hann var ekki hár í loftinu þegar
hann fékk að sigla með pabba
sínum, fyrst á ströndina og síðan
til annarra landa og þegar hann
hafði aldur til réðst hann í sumar-
vinnu á skip sem háseti. Nú getur
afi ekki lengur staðið á bijótnum
til að hitta Þór eins og hann reyndi
ævinlega að gera þegar hans var
von og ég veit að gleðin var ævin-
lega mikil að hitta hann þótt hann
ætti annríkt því að stoppin voru
stutt og hraði á afgreiðslu skipa
orðinn mikill með nútímatækni.
Hann var í biðstöðu á námsferlin-
um. Eins og margir var hann óráð-
inn eftir stúdentsprófið úr Flens-
borgarskóla hvað hann skyldi taka
sér fyrir hendur. Á meðan vann
hann hjá Eimskip við höfnina og
hafði þar gert sitt af hverju og var
orðinn svo kunnugur að hægt var
að treysta honum fyrir flestum
verkefnum.
í ljós kom að áhugi hans beindist
nú einkum að myndlist og hugði
hann á nám á því sviði en fór þó
dult með þá löngun sína. Það sem
ég hafði séð eftir hann benti til
ótvíræðra hæfileika á ýmsum list-
rænum sviðum, því trúum við að
stefnt skuli á æðri leiðir.
t
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
EGGERTS ELLERTSSONAR,
Langholtsvegi 56,
Reykjavík.
Sigríður Elisabet Sæmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MARÍÖNNU ELÍASDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn
20. ágúst kl. 13.30.
Jón Björnsson,
Pétrún Pétursdóttir, Ólafur Proppé,
Elsa Jónsdóttir, Finnbogi Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
BLOM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
Blómastofa
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Gjafavörur.
t
Útför litlu dóttur okkar og systur,
ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR,
sem andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 14. ágúst, ferfram
frá kirkjugarðskapellunni í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn
20. ágúst, kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast henn-
ar, er bent á Barnaspítala Hringsins.
Ragnhildur G. Harðardóttir, Sigurður G. Þorláksson,
Hörður Þráinsson, Aldís Sigurðardóttir.
t
Sonur minn, faðir, afi og bróðir,
GUÐMUNDUR INGÓLFSSON
píanóleikari,
sem andaðist í Landspítalanum 12. ágúst, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög.
Oddfríður Sæmundsdóttir,
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
Ingólfur Guðmundsson,
Sigþór Örn Guðmundsson,
Sighvatur Örn Sigþórsson,
Sæmundur lngólfsson.
Elsku bróðir, Rósa og Bryndís,
við hjónin og dæturnar sendum
ykkur dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg
ykkar og söknuði eftir góðan dreng.
Bjarni frændi
t
Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
JÓN TÍMÓTHEUSSON
frá Bolungarvík,
Þórufelli 14,
Reykjavík,
sem lést 9. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 20. ágúst kl. 15.00.
Aðalheiður Sigurðardóttir,
Sverrir Guðmundsson, Þórdís Ingvarsdóttir,
Sigrún Sverrisdóttir, Jón Óskar Sverrisson,
Ingvar Þorsteinn Sverrisson, Aðalsteinn Sverrisson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SVAVAR Þ. PÉTURSSON,
Laugavegi 72,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. ágúst nk.
kl 13.30.
Þórdis Jóhannesdóttir,
Þorgeir P. Svavarsson, Anna Þ. Annesdóttir,
Guðfinna St. Svavarsdóttir, Friðþjófur A. Helgason,
Sigurrós Svavarsdóttir, Guðjón Óskarsson,
Jóhanna Svavarsdóttir, Giovanni Rancitelli,
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Árholti 7, Húsavík,
áðurtil heimiiis á
Hjallavegi 62, Reykjavík,
verður jarðsungin í Fossvogskirkju föstudaginn 23 ágúst kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hennar,
láti líknarfélög njóta þess.
Eíríkur Thorarensen,
Guðlaug Magnúsdóttir,
Helga Magnúsdóttir,
Guðmundur Magnússon,
Sveinbjörn Magnússon,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir,
Magnús Magnússon,
María Magnúsdóttir,
Jón Borgarsson,
Árni Vilhálmsson,
Guðrún Ármannsdóttir,
Anna Mikaelsdóttir,
Baldur Alfreðsson,
Geirfinnur Svavarsson,
Þórdís Þorgilsdóttir,
Sævar Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
VETRARLISTINN FRÁ 3 SUISSES \
er kominn, fallegri en nokkru sinni fyrr. í listanum er landsins
mesta úrval af glæsilegum vörum frá Frakklandi.
Hringdu strax í síma 91- 642100 og pantaðu eintak.
Verð kr. 500.-* + burðargjald.
Listinn fæst einnig í Bókaversluninni Kilju, Miðbæ, Háaleitisbraut.
"Listinn fæst endurgreiddur víð pöntun yfir kr. 5.000, -
ranrancw
Kríunesi 7. Pósthólf 213.
212 Garðabær,.
....j/tf< t>f///<///<y fo/