Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Hótel Saga: Þýsk matargerðar- list verður í öndvegi ÞÝSKALAND verður í öndvegi á Hótel Sögu vikuna 23.-31. ágúst. Hótel Saga gengst fyrir þýsku vikunni í samvinnu við þýska sendi- ráðið í Reykjavík og Pullman Hotel Mondial í Köln, en í apríl á síðast- liðnu ári var haldin sérstök íslands- vika á því hóteli. Þýskir matreiðslumeistarar munu sjá um eldamennskuna öll kvöld og verða þýskir sérréttir á matseðli Grillsins, en á hlaðborði Skrúðs má fá þýskan hádegis- og kvöldverð alla daga vikunnar. Þýsk- ir ostar verða á boðstólum og drykkjarföng sem borin verða fram eru að sjálfsögðu þýsk að uppruna. Þýski tónlistarmaðurinn Hans Berger leikur á sítar fyrir gesti öll kvöld á þýsku vikunni. í fréttatilkynningu segir, að auk þess sem hér hefur verið greint frá verði fleira gert í þeim tilgangi að skapa hið rétta andrúmsloft á þýskri viku á Hótel Sögu. Keflavík: Morgunblaðið/Björn Blöndal Stórvirk vinnuvél notuð við að bijóta niður húsið við Hafnargötu 53, sem nú hefur verið fjarlægt. Slysagildra fjarlægð Keflavík. HÚS númer 53 við Hafnargötu í Keflavík hefur um nokkurt skeið staðið autt og verið þyrnir í aug- um margra. Það hefur nú verið fjarlægt. Nokkuð hefur verið um að börn og unglingar sæktu í húsið sem talið var mikil slysagildra. Einnig hefur verið talsvert um útköll lög- reglu og slökkviliðs að húsinu. Stór- virkar vinnuvélar voru ekki lengi að bijóta húsið niður og var það síðan fjarlægt. Áður en húsið var rifið fékk Slökkviliðið í Keflavík það til afnota við brunaæfingu sem þó stóð lengur en áætlað var þar sem eldur er kveiktur var blossaði upp aftur eftir að slökkviliðið var farið af vettvangi. -BB Unnið við að koma fyrir sperrum á þak kjötvinnslunnar. Morgunbiaðíð/sigurður Jónsson Selfoss: Endurbygging hafin á kjöt- vinnsluhúsi kaupfélagsins Ingólfur Bárðarson kjötiðnaðarmaður KÁ við kjötskurð ásamt öðrum starfsmönnum. Selfossi. VINNA er hafin við endur- bygginjgu kjötvinnslu Kaupfé- lags Arnesinga sem brann fyrr á þessu ári ásamt brauð- gerð fyrirtækisins. Búið er að hreinsa brunarústirnar og unnið við að koma þaki á hú- sið. Stefnt er að því að starf- semi kjötvinnslunnar hefjist í hinum endurbættu húsakynn- um fyrir jól. Strax eftir brunann var hafíst handa við að koma af stað starf- semi í kjallara kjötvinnslurinar. Þar fer nú fram öll einfaldasta framleiðslan og þaðan er stýrt þjónustunni við útibú og kjöt- verslanir sem eru í viðskiptum við kjötvinnsluna. Ingólfur Bárðarson kjötiðnað- armaður kaupfélagsins sagði að bráðabirgðaaðstaðan í kjallaran- um hefði komið sér mjög vel fyrir þá ellefu starfsmenn sem unnu í kjötvinnslunni. Það hefði tekist að halda störfunum og núna væru 12 manns á launa-' skrá. Einnig hefði með því tek- ist að halda dampi á starfsem- inni og koma í veg fyrir að hún legðist niður á meðan byggt væri upp aftur. Að sögn Sigurðar Kristjáns- sonar kaupfélagsstjóra verður kjötvinnslan í heldur stærra hús- næði en hún var í áður og með betri búnað. Hann sagði málefni brauðgerðarinnar í athugun en starfsemi hennar lagðist alveg niður eftir brunann. Sig. Jóns. Starfsmannafélag ríkisstofnana: Hækkun vaxta mótmælt STJÓRN og launamálaráð Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa ályktað gegn hækkun vaxta á eldri húsnæðislánum og afföllum af húsbréfum sem þau telja að hafi „vegið að þeim stöðugleika sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu komið á með kjarasamningum sín- um“. Jafnframt krefjast þessir aðilar þess að nýjar reglur um greiðslur almannatrygginga á lyfjakostnaði verði afnumdar þegar í stað. í ályktun sem samþykktar voru á fundi stjórnar og launamálaráðs Starfsmannafélags ríkisstofn- ana(SFR) segir að stjórn og launa- málaráð SFR mótmæli „þeirri vaxt- astefnu sem fylgt hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar." Lækkun vaxta hafi verið ein mikilvægasta forsenda núgildandi kjarasamninga og því hafi verið vegið að þeim með hækkun vaxta á eldri húsnæðislán- um og afföllum af húsbréfum ásamt miklum vaxtahækkunum. í ályktuninni er breytingum á greiðslum almannatrygginga á lyfj- akostnaði mótmælt og segir m.a.: „Enginn ágreiningur er um að lyfja- verð er of hátt á íslandi. En í stað þess að snúa sér að rótum van- dans, sem liggur fyrst og fremst í úreltu innflutnings- og dreifingar- kerfilyfja þar sem milliliðir og heild- salar maka krókinn, fer ríkisstjórn- in þá leið að hækka skattaálögur á almenning." UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Helgin 16.-18. ágúst Þessi helgi verður líklega að teljast fremur viðburðalítil og ró- leg á vettvangi lögreglumála. Þó urðu tímasett útköll samtals 487 sem lúta að hinum ýmsu mála- flokkum sem tilheyra lögreglu. Samskipti borgaranna og Bakkus- ar enduðu með því að í 81 tilfeili varð að kalla til lögreglu að skakka leikinn. Allmarga varð að láta gista fangageymslu þar til Bakkus losaði tökin, a.m.k. í bili. í 84 tilfellum þurfti að kæra ökumenn vegna yfirsjóna sem þeir höfðu framið í umferðinni og 10 ökumenn voru staðnir að því alvarlega broti að aka bifreiðum eftir að hafa neytt áfengis. Það skyldu menn aldrei gera og í því sambandi er góð vísa aldrei of oft kveðin. 40 árekstrar urðu þessa sólar- hringa í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. A.m.k. 80 bílar hafa þar skemmst meira eða minna. Dýr tilvik fyrir einstaklinga og þjóðfélag. Umferðarslys urðu fimm sem voru tilkynnt til lögreglu en í einu tilfellinu reyndist_ ekki vera um meiðsli að ræða. Á föstudeginum varð árekstur á mótum Bústaða- vegar og Reykjanesbrautar þar sem ökumaður annarrar bifreiðar- innar var fluttur á slysadeild. Sama dag varð stúlka á hjóli fyr- ir bíl í Grafarvogi. Þar reyndust ekki meiðsli. Á laugardag varð barn fyrir bíl á Kalkofnsvegi við Kolaportið og var barnið flutt til meðferðar á slysadeild. Á sunnu- dag varð bílvelta á Hafravatns- vegi við Miðdal og var ökumaður fluttur á slysadeild og að síðustu var ökumaður fluttur á slysadeild eftir árekstur á Bústaðavegi við Reykjanesbraut. Aðfaranótt sunnudags fannst liggjandi, meðvitundarlaus maður við eitt af samkomuhúsum borg- arinnar. Á honum voru höfuðá- verkar og blóðrennsli úr vitum. Hann var að sjálfsögðu fluttur undir læknishendur en málið að öðru leyti er til rannsóknar hjá RLR. Á föstudagskvöld voru nokkrar annir hjá lögreglu vegna vatnsskemmda sem urðu vegna mikillar rigningar og einnig aðf- aranótt sunnudags þar sem þá var nokkurt hvassviðri og þá ýmislegt lauslegt að fjúka. Morgunblaðið/Óskar Jóhannsson Skemmtibáturinn Harri frá Bolungarvík á strandstað á Hesteyri. Hornstrandir: Bátar losna í hvassviðri Hesteyri. EFTIR besta sumar í manna minnum á Hornströndum gerði smá skot aðfaranótt sunnudags með 8-9 vindstiga suðvestan vindi. Nokkuð var af fólki á Hornströndum um helgina og er ekki vitað annað en því hafi reitt vel af, en plastfiskibátur af Sóma 800 gerð dró akkerið þar sem hann lá á Hornvík og var horf- inn þegar birta tók á sunnudag. • Björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson leitaði bátsins allan sunnudaginn án árangurs, en flug- vél frá flugfélaginu Emir á Isafirði fann bátinn um 11 mílur norður af Hornbjargi um 8 leytið á mánu- dagsmorgni. Hafsteinn Ingólfsson kafari á ísafirði fór á bát sínum Blika norður og fann bátinn eftir nokkra leit, í hádeginu, en hann hafði þá rekið um 5 mílur í norður frá því flugvélin fann hann um morguninn. Hafsteinn var með eiganda bátsins með sér og gat hann siglt honum til hafnar því allt var í lagi um borð. Sömu nótt- ina dró stór skemmtibátur úr Bol- ungarvik legufærin þar sem hann lá á læginu við Hesteyri svo hann stóð á þurru þegar fólk kom á fætur um morguninn. Pétur Run- ólfsson í Bolungarvík kom norður á bát sínum og tókst að ná sport- bátnum út á næsta flóði að mestu óskemmdum. - Úlfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.