Morgunblaðið - 20.08.1991, Side 54

Morgunblaðið - 20.08.1991, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Hótel Saga: Þýsk matargerðar- list verður í öndvegi ÞÝSKALAND verður í öndvegi á Hótel Sögu vikuna 23.-31. ágúst. Hótel Saga gengst fyrir þýsku vikunni í samvinnu við þýska sendi- ráðið í Reykjavík og Pullman Hotel Mondial í Köln, en í apríl á síðast- liðnu ári var haldin sérstök íslands- vika á því hóteli. Þýskir matreiðslumeistarar munu sjá um eldamennskuna öll kvöld og verða þýskir sérréttir á matseðli Grillsins, en á hlaðborði Skrúðs má fá þýskan hádegis- og kvöldverð alla daga vikunnar. Þýsk- ir ostar verða á boðstólum og drykkjarföng sem borin verða fram eru að sjálfsögðu þýsk að uppruna. Þýski tónlistarmaðurinn Hans Berger leikur á sítar fyrir gesti öll kvöld á þýsku vikunni. í fréttatilkynningu segir, að auk þess sem hér hefur verið greint frá verði fleira gert í þeim tilgangi að skapa hið rétta andrúmsloft á þýskri viku á Hótel Sögu. Keflavík: Morgunblaðið/Björn Blöndal Stórvirk vinnuvél notuð við að bijóta niður húsið við Hafnargötu 53, sem nú hefur verið fjarlægt. Slysagildra fjarlægð Keflavík. HÚS númer 53 við Hafnargötu í Keflavík hefur um nokkurt skeið staðið autt og verið þyrnir í aug- um margra. Það hefur nú verið fjarlægt. Nokkuð hefur verið um að börn og unglingar sæktu í húsið sem talið var mikil slysagildra. Einnig hefur verið talsvert um útköll lög- reglu og slökkviliðs að húsinu. Stór- virkar vinnuvélar voru ekki lengi að bijóta húsið niður og var það síðan fjarlægt. Áður en húsið var rifið fékk Slökkviliðið í Keflavík það til afnota við brunaæfingu sem þó stóð lengur en áætlað var þar sem eldur er kveiktur var blossaði upp aftur eftir að slökkviliðið var farið af vettvangi. -BB Unnið við að koma fyrir sperrum á þak kjötvinnslunnar. Morgunbiaðíð/sigurður Jónsson Selfoss: Endurbygging hafin á kjöt- vinnsluhúsi kaupfélagsins Ingólfur Bárðarson kjötiðnaðarmaður KÁ við kjötskurð ásamt öðrum starfsmönnum. Selfossi. VINNA er hafin við endur- bygginjgu kjötvinnslu Kaupfé- lags Arnesinga sem brann fyrr á þessu ári ásamt brauð- gerð fyrirtækisins. Búið er að hreinsa brunarústirnar og unnið við að koma þaki á hú- sið. Stefnt er að því að starf- semi kjötvinnslunnar hefjist í hinum endurbættu húsakynn- um fyrir jól. Strax eftir brunann var hafíst handa við að koma af stað starf- semi í kjallara kjötvinnslurinar. Þar fer nú fram öll einfaldasta framleiðslan og þaðan er stýrt þjónustunni við útibú og kjöt- verslanir sem eru í viðskiptum við kjötvinnsluna. Ingólfur Bárðarson kjötiðnað- armaður kaupfélagsins sagði að bráðabirgðaaðstaðan í kjallaran- um hefði komið sér mjög vel fyrir þá ellefu starfsmenn sem unnu í kjötvinnslunni. Það hefði tekist að halda störfunum og núna væru 12 manns á launa-' skrá. Einnig hefði með því tek- ist að halda dampi á starfsem- inni og koma í veg fyrir að hún legðist niður á meðan byggt væri upp aftur. Að sögn Sigurðar Kristjáns- sonar kaupfélagsstjóra verður kjötvinnslan í heldur stærra hús- næði en hún var í áður og með betri búnað. Hann sagði málefni brauðgerðarinnar í athugun en starfsemi hennar lagðist alveg niður eftir brunann. Sig. Jóns. Starfsmannafélag ríkisstofnana: Hækkun vaxta mótmælt STJÓRN og launamálaráð Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa ályktað gegn hækkun vaxta á eldri húsnæðislánum og afföllum af húsbréfum sem þau telja að hafi „vegið að þeim stöðugleika sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu komið á með kjarasamningum sín- um“. Jafnframt krefjast þessir aðilar þess að nýjar reglur um greiðslur almannatrygginga á lyfjakostnaði verði afnumdar þegar í stað. í ályktun sem samþykktar voru á fundi stjórnar og launamálaráðs Starfsmannafélags ríkisstofn- ana(SFR) segir að stjórn og launa- málaráð SFR mótmæli „þeirri vaxt- astefnu sem fylgt hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar." Lækkun vaxta hafi verið ein mikilvægasta forsenda núgildandi kjarasamninga og því hafi verið vegið að þeim með hækkun vaxta á eldri húsnæðislán- um og afföllum af húsbréfum ásamt miklum vaxtahækkunum. í ályktuninni er breytingum á greiðslum almannatrygginga á lyfj- akostnaði mótmælt og segir m.a.: „Enginn ágreiningur er um að lyfja- verð er of hátt á íslandi. En í stað þess að snúa sér að rótum van- dans, sem liggur fyrst og fremst í úreltu innflutnings- og dreifingar- kerfilyfja þar sem milliliðir og heild- salar maka krókinn, fer ríkisstjórn- in þá leið að hækka skattaálögur á almenning." UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Helgin 16.-18. ágúst Þessi helgi verður líklega að teljast fremur viðburðalítil og ró- leg á vettvangi lögreglumála. Þó urðu tímasett útköll samtals 487 sem lúta að hinum ýmsu mála- flokkum sem tilheyra lögreglu. Samskipti borgaranna og Bakkus- ar enduðu með því að í 81 tilfeili varð að kalla til lögreglu að skakka leikinn. Allmarga varð að láta gista fangageymslu þar til Bakkus losaði tökin, a.m.k. í bili. í 84 tilfellum þurfti að kæra ökumenn vegna yfirsjóna sem þeir höfðu framið í umferðinni og 10 ökumenn voru staðnir að því alvarlega broti að aka bifreiðum eftir að hafa neytt áfengis. Það skyldu menn aldrei gera og í því sambandi er góð vísa aldrei of oft kveðin. 40 árekstrar urðu þessa sólar- hringa í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. A.m.k. 80 bílar hafa þar skemmst meira eða minna. Dýr tilvik fyrir einstaklinga og þjóðfélag. Umferðarslys urðu fimm sem voru tilkynnt til lögreglu en í einu tilfellinu reyndist_ ekki vera um meiðsli að ræða. Á föstudeginum varð árekstur á mótum Bústaða- vegar og Reykjanesbrautar þar sem ökumaður annarrar bifreiðar- innar var fluttur á slysadeild. Sama dag varð stúlka á hjóli fyr- ir bíl í Grafarvogi. Þar reyndust ekki meiðsli. Á laugardag varð barn fyrir bíl á Kalkofnsvegi við Kolaportið og var barnið flutt til meðferðar á slysadeild. Á sunnu- dag varð bílvelta á Hafravatns- vegi við Miðdal og var ökumaður fluttur á slysadeild og að síðustu var ökumaður fluttur á slysadeild eftir árekstur á Bústaðavegi við Reykjanesbraut. Aðfaranótt sunnudags fannst liggjandi, meðvitundarlaus maður við eitt af samkomuhúsum borg- arinnar. Á honum voru höfuðá- verkar og blóðrennsli úr vitum. Hann var að sjálfsögðu fluttur undir læknishendur en málið að öðru leyti er til rannsóknar hjá RLR. Á föstudagskvöld voru nokkrar annir hjá lögreglu vegna vatnsskemmda sem urðu vegna mikillar rigningar og einnig aðf- aranótt sunnudags þar sem þá var nokkurt hvassviðri og þá ýmislegt lauslegt að fjúka. Morgunblaðið/Óskar Jóhannsson Skemmtibáturinn Harri frá Bolungarvík á strandstað á Hesteyri. Hornstrandir: Bátar losna í hvassviðri Hesteyri. EFTIR besta sumar í manna minnum á Hornströndum gerði smá skot aðfaranótt sunnudags með 8-9 vindstiga suðvestan vindi. Nokkuð var af fólki á Hornströndum um helgina og er ekki vitað annað en því hafi reitt vel af, en plastfiskibátur af Sóma 800 gerð dró akkerið þar sem hann lá á Hornvík og var horf- inn þegar birta tók á sunnudag. • Björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson leitaði bátsins allan sunnudaginn án árangurs, en flug- vél frá flugfélaginu Emir á Isafirði fann bátinn um 11 mílur norður af Hornbjargi um 8 leytið á mánu- dagsmorgni. Hafsteinn Ingólfsson kafari á ísafirði fór á bát sínum Blika norður og fann bátinn eftir nokkra leit, í hádeginu, en hann hafði þá rekið um 5 mílur í norður frá því flugvélin fann hann um morguninn. Hafsteinn var með eiganda bátsins með sér og gat hann siglt honum til hafnar því allt var í lagi um borð. Sömu nótt- ina dró stór skemmtibátur úr Bol- ungarvik legufærin þar sem hann lá á læginu við Hesteyri svo hann stóð á þurru þegar fólk kom á fætur um morguninn. Pétur Run- ólfsson í Bolungarvík kom norður á bát sínum og tókst að ná sport- bátnum út á næsta flóði að mestu óskemmdum. - Úlfar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.