Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 25 Alyktun SU S um sjávarútvegsmál eiginfjárstaða vegna stjómvaldsað- gerða um áratugaskeið. Lausnin hlyti að vera sú að opna fyrirtæk- in, auka hlutafjárútboð eða gera þau að almenningsfyrirtækjum en fáir myndu leggja fé sitt í fyrirtæk- in ef áframhaldandi óvissa yrði um eignarhaldið á kvótunum, ef hætta væri á því að það stæði allt í einu uppi fisklaust vegna þess að það hefði verið yfírboðið á veiðileyfa- markaðnum. „Á að hleypa Spán- vetjum inn í þau líka?“ var kallað og var því samsinnt þótt margir hreyfðu mótbárum. Bent var á að kvótaverslunin næmi milljörðum króna á ári nú þegar og sagt að einhveijir útgerðarmenn ættu greinilega nóg af peningum. Svarið var að þarna væri um brot af öllum útgjöldum fyrirtækjanna að ræða, hluta af jaðarkostnaði, og þessi verslun gæti á engan hátt réttlætt að þessi jaðarkostnaður yrði marg- faldaður með því að ríkissjóður fengi gjöld fyrir veiðiheimildir. Væri kvótinn gerður að ævarandi eign myndi smám saman nást jafn- vægi, sterkari fyrirækin keyptu þau veikari, og fyllstu hagkvæmni yrði náð. Markaðslögmál myndu eftir sem áður gilda; menn myndu bjóða hærra verð í hlutabréf fyrir- tækja sem stæðu sig vel. Deilt var um réttlæti í núgild- andi kvótakerfi. „Ég hef verið á sjó frá því ég var níu ára og nú er allt í einu ákveðið að fáeinir menn eigi allan fiskinn í sjónum,“ sagði einn þátttakenda. Hann sagði útilokað fyrir sig að hcfja sjálfur útgerð og mælti með ávísanakerf- inu svonefnda þ.e. að hver þegn fái ávísun á sinn hlut í því fiskmagni sem leyft yrði að veiða og gæti selt ávísunina hæstbjóðanda. Skipaður var sérstakur hópur til að reyna að samræma sjónarmiðin í sjávarútvegsmálum og tókst það svo vel að ályktunin, sem birt er í heild í blaðinu, var samþykkt án frekari umræðna og mótatkvæða- laust á sunnudeginum er ályktanir voru afgreiddar. AðildaðEB Öðru máli gegndi um utanríkis- málin sem afgreidd voru næst á undan. í upphaflegum drögum þingsins var m.a. lýst stuðningi við stefnu ríkisstjómarinnar í viðræð- um Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) við Evrópubandalagið (EB) um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Samband ungra sjálfstæð- ismanna telur mikilvægt að ísland skipi sér á bekk með ríkjum Evrópu á hinu efnahgslega sviði og taki þátt í hinu fjórþætta frelsi án þess að sækja um aðild að Evrópubanda- laginu á næstu árum. Þótt SUS hafni hér með ekki fyrirfram inn- göngu'íslands í EB í framtíðinni telur SUS það ekki samræmast hagsmunum landsins að sækja um inngöngu sem stendur." í umræðu- hóp um utanríkismál var samþykkt með níu atkvæðum gegn átta að breyta þessum hluta ályktunarinn- ar, um EB-aðild, og láta hann hljóða svo: „Fari þær [viðræðurnar um EES] út um þúfur telja ungir sjálfstæðismenn að skoða beri í fullri alvöru að Island sæki um aðild að Evrópubandaiaginu. í við- ræðum myndu kostir og gallar EB-aðildar skýrast. Á grundvelli slíkra viðræðna ber svo að dæma um hvort Island eigi heima í hópi EB-ríkjanna.“ Einnig var bætt við ákvæði þar sem sagði að mörgum þeim málaflokkum sem norrænt samstarf hefði beinst að væri betur borgið í víðtækara samstarfi Evr- ópuríkja. Viðfangsefni Norðurland- aráðs ættu einkum að vera á sviði menningar- og umhverfismála, auk þess sem Norðurlöndin myndu þar samræma afstöðu sína í Evrópu- samstarfi. Að breytingartiliögunni um aðildarumsókn að EB stóðu m.a. Ólafur Stephensen, blaðamað- ur og forseti Samtaka ungra íhalds- manna á Norðurlöndum. Einnig naut hún stuðnings formanns SUS, Davíðs Stefánssonar, og borgar- fulltrúanna Árna Sigfússonar og Sveins Andra Sveinssonar. Árni iýsti stuðningi við hana á þeim for- sendum að ljóst væri að þjóðin myndi úrskurða í málinu þegar Atkvæði greidd í stjórnarkjöri. búið væri að kanna afstöðu EB með þeim hætti sem þarna væri lýst. Er tillagan var rædd á loka- degi þingsins kom fram gagntil- laga, fiutt af Andrési Magnússyni blaðamanni, þar sem sagði að færu EES-viðræðumar út um þúfur teldu ungir sjálfstæðismenn að leita bæri hófanna um tvíhliða viðræður íslands og EB. Aðildarmálið yrði afgreitt með setningunni: „Sam- band ungra sjálfstæðismanna telur mikilvægt að ísland skipi sér á bekk með ríkjum Evrópu á efna- hagssviðinu en útilokar aðildarum- sókn að EB að svo stöddu.“ Svo fór að tillaga Andrésar um að hafna að svo stöddu aðildarumsókn var samþykkt með naumum meirihluta en ákvæðið um norræna samstarfið látið standa. „Evrópuhræðslan“ Er Ólafur Stephensen mælti með tillögu sinni lagði hann áherslu á að með aðildarumsókn væri farin einfaldasta leiðin til að kanna hvað væri í boði fyrir okkur hjá EB. „Ég lít svo á að hér sé gerð ákveðin málamiðlun. Hér erigin afstaða tek- in til þess hvort ísland á' heima í Evrópubandalaginu eða ekki enda væri það líklega of snemmt að ungir sjálfstæðismenn gerðu það upp við sig, miðað við andrúmsloft- ið hér á fundinum. Við erum hins vegar eina ungliðahreyfing hægri- flokks í Evrópu sem ekki hefur tekið afstöðu til Evrópubandalags- ins.“ Ólafur sagði tillöguna miða að því að vinna bug á þeirri „Evr- ópubandalagshræðslu" sem kenndi jafnt í SUS sem annars staðar í þjóðfélaginu. „Menn eiga ekkert að vera hræddir, Evrópubandalagið er ekki stór, ljót kapítalísk ófreskja sem ætlar að koma og gleypa okk- ur eins og þetta er oft sett upp í umræðu hér á landi. Bandalagið er einfaldlega kostur _sem kemur mjög vel til greina.“ Ólafur sagði Evrópubandalagið vilja koma á því lýðræði, mannréttindum og við- skiptafrelsi sem Sjálfstæðismenn hefðu barist fyrir áratugum saman. Jón Lárusson sagði að allir myndu túlka þessa tillögu svo að SUS mælti með aðild lándsins að EB, hvað sem liði þeim fyrirvörum er settir væru. Jón sagðist sam- mála Ólafi um það að EB væri ekki kapítalísk ófreskja. „Að mínu mati er þetta stór sósíalísk ófreskja og ég held að við ættum að halda okkur frá henni eins lengi og við mögulega getum.“ Jón sagði að sem dæmi um stefnu EB mætti nefna að fiskiskip, skráð í Bret- landi, veiddu nú aðeins 9% af aflan- um er veiddist í landhelgi ríkisins, Spánverjar tækju stóran hluta þess sem eftir væri. Dómstóll EB hefði staðfest rétt Spánveija til veið- anna, þvert gegn löggjöf sem Bret- ar hefðu sett til að sporna við þess- ari þróun. Andrés Magnússon tók undir orð Jóns um sósíalísku ófreskjuna í Brussel. „Við erum ekki að tala um þann kommúnisma sem vorum að ganga af dauðum í Austur-Evr- ópu heldur einmitt þennan hættu- lega miðjumoðs-sósíalisma sem var varað við á sínum tíma af vini vor- um, Hayek, í Leiðinni til ánauðar. Gleymum ekki hvert reglugerða- frumskógurinn hefur leitt okkur. Ekkert okkar vill vera Svíi.“ Andr- és sagðist skilja rök Ólafs og Sveins Andra en taldi nóg að fylgjast með því hvernig aðildarumsókn Norð- manna [sem ekki hafa enn ákveðið að sækja um aðild] farnaðist. Andr- és sagðist einnig hafa misst alla trú á EB er Belgíumenn settu vopn- asölubann á aðra bandalagsþjóð, Breta, einmitt meðan Persaflóa- stríðið geisaði. Þórður Pálsson hvatti til þess að kannaðir yrðu möguleikar á aðild íslands að fríverslunarsamn- ingi Norður-Ameríkuríkja. Hann sagði muninn á EB og N-Ameríku- svæðinu vera þann að í EB vildu „einhveijir pappísrpúkar á rykfölln- um bókasöfnum" ákveða hver nið- urstaða fijálsra viðskipta milli landanna yrði en Ameríkuþjóðirnar ætluðu að láta ferlið hafa sinn gang. HÉR fer á eftir ályktun sem 31. þing Sambands ungra sjálfstæð- ismanna samþykkti um sjávarút- vegsmál: Auðlindir sjávar eru helsta und- irstaða íslensks atvinnulífs. Þó sjávarafurðir séu nú ekki jafnstór hluti af útflutningstekjum íslend- inga og fyrr á árum er fyrirsjáan- legt að við munum um ókomna framtíð byggja lífsafkomu okkar fyrst og fremst á sjávarfangi. Þrátt fyrir mikilvægi sjávarút- vegsins fyrir ísland hefur ríkt mik- ill hringlandaháttur varðandi skip- ulag þessara mála á síðustu ára- tugum. Við slíka óvissu getur sjáv- arútvegurinn ekki búið lengur. Forsenda þess að hægt sé að end- urskipuleggja rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja og koma á fullri hagkvæmni er að við lýði sé sjávar- útvegsstefna sem menn geta treyst að taki ekki breytingum á nok- kurra ára fresti. Til að svo megi verða verður að ríkja sátt um þessa stefnu meðal þjóðarinnar. Svo er ekki um núver- andi kvótakerfi. Um ákveðin æskileg grundvall- aratriði sjávarútvegsstefnu virðist þó ríkja sæmilega sátt: ★ Sjávarútvegsstefnan á að tryggja að sú auðlind, sem fiski- stofnarnir við landið eru, sé nýtt á sem skynsamlegastan hátt. Ber þar hæst að koma verður í veg fyrir ofveiði en einnig að skamm- tímasjónarmið ráði ríkjum, s.s. með því að fiski sé hent. ★ Tryggja verður sem mesta hagkvæmni í útgerð og vinnslu. Þann afla, sem óhætt er að veiða án þess að skerða fiskistofnana, verður að sækja og vinna með sem arðbærustum hætti. Fiskveiðiskip- um og frystihúsum verður að fækka og fyrirtæki þurfa að sam- einast í stærri og hagkvæmari ein- ingar. Það er eitt helsta hagsmuna- mál þjóðarinnar að draga úr sókn- argetu flotans. Víðtækara sam- starf verður að vera milli byggðar- laga en er í dag varðandi veiðar og vinnslu sjávarfangs. ★ Grundvöllur sjávarútvegs- stefnunnar verður að byggja á hagsmunum heildarinnar, íslensku þjóðarinnar. Núverandi ríkisstjórn hefur það á stefnuskrá sinni að endurskoða sjávarútvegsstefnuna á næstu árum. Skiptir miklu að afrakstur þeirrar endurskoðunar verði stefna sem menn geta orðið sammála um til langframa. Ljóst er að til að tryggja eðlilega endurnýjun fiskistofnanna verður áfram að takmarka áganginn í þá með ákvörðun heildarafla ein- stakra tegunda og úthlutun veiði- heimilda til einstakra veiðieininga. Þessi auðlind, fiskurinn, er sam- eign þjóðarinnar eins og lögfest var árið 1988. Með úthlutun veiðiheimilda er verið að veita aðgang að takmark- aðri auðlind. Telur.Samband ungra sjálfstæðismanna eðilegt að inn- heimt verði hlunnindagjald sem látið verði standa straum af kostn- aði við þá þjónustu sem sjávarút- vegurinn notar, s.s. rekstri Ha- frannsóknarstofnunar. SUS telur það mjög varhuga- verða þróun að nýtingarrétturinn á fiskistofnunum safnist á hendur fárra einstaklinga. Þegar fyrirtæki hefur undir höndum ákveðið magn veiðiréttinda verði það hvatt til að breyta sér í almenningshlutafélag. Opinberum stuðningsaðgerðum við sjávarútvegsfyrirtæki verði hætt. Áukning á eigin fé sjávarút- vegsfyrirtækja, líkt og annarra atvinnufyrirtækja, á að eiga sér stað eftir eðlilegum leiðum, s.s. með hlutafjárútboðum. Stefna ber að því að leggja Verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins niður og að fyrirtækjum verði í staðinn gert kleift að eignast sína eigin sveifluj öfnun arsjóði. Það er skoðun Sambands ungra sjálfstæðismanna að algjör friðun hvalastofnanna liafi neikvæð áhrif á jafnvægi vistkerfis sjávar í heild sinni. Því ber að knýja á um breytta afstöðu Alþjóðahvalveiðiráðsins varðandi nýtingu hvalastofnanna •innan skynsamlegra marka. HAUSTVORUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.