Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRlÐJÚÖÁöÚR 20. ÁGÚST 'íð&T Þjóðverji á sjö- tugsaldri ramm- villtur á hálendinu ÞJÓÐVERJI á sjötugsaldri gekk í tvo sólarhringa villtur á háiendinu eftir að hafa reynt árangurslaust að grafa jeppa sem hann ók upp með berum höndum. Maðurinn kom í skálann í Nýjadal á sunnudags- morgun afar illa á sig kominn. Hjálparsveit skáta á Akureyri leitaði að bíl mannsins á sunnudagskvöld, en lenti í snjókomu svo útsýni var lítið. Bíllinn fannst er flogið var yfir svæðið í gærmorgun og fóru skátar eftir honum, en von var á þeim til Akureyrar seint í gærkvöld. Þjóðverjinn kom inn í Nýjadal á sunnudagsmorgun, örþreyttur og illa á sig kominn, með sár á fótum eftir um'tveggja sólarhringa göngu. Landvörður hafði samband við Hjálparsveit skáta á Akureyri síð- degis á sunnudag eftir að í ljós kom að bfll mannsins var týndur og fóru skátar af stað upp að Laugafelli um kvöldmatarleytið, en landvörður ók Þjóðveijanum þangað. Smári Sigurðsson hjálparsveitar- maður sagði að maðurinn hefði ekið upp úr Eyjafirði á föstudag, en miðja vegu frá botni Eyjafjarðar og að Laugafelli hefði hann ekið út af greiðfærri leiðinni þangað og út á ómerkta og lítt notaða slóð. Fljótlega hafi hann týnt slóðinni, en ekið í um 20 kílómetra til aust- urs áður en hann festi bíl sinn. Maðurinn reyndi í um 7 klukku- tíma að losa bíl sinn og gróf með berum höndum, þar sem enginn búnaður var til staðar. Maðurinn Ekið á dreng á reiðhjóli EKIÐ var á barn á reiðhjóli á sunudagskvöld og aðfaranótt sunnudags varð fullorðinn maður fyrir bifreið. Meiðsl voru minniliáttar. Fimm ára gamall drengur á reiðhjóli varð fyrir bifreið á rhót- um Skarðshlíðar og Sunnuhlíðar nokkru fyrir kl. 20 á sunnudags- kvöld. Hann var fluttur á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Þá var ekið á fullorðinn mann á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar aðfaranótt sunnudags. Hann var einnig fluttur á slysadeild, en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. Lögreglan á Akureyri kærði nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og einn var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur. hafði hvorki síma né talstöð í bif- reiðinni og taldi Smári að hans hefði ekki verið saknað í bráð, en hann ætti bókaða ferð út með Nor- rænu í næstu viku. Smári sagði að manninum hefði verið gerð grein fyrir því að hann yrði að greiða kostnað vegna flugs- ins og hann fallist á það. Kostnaður við leitina alla er um 400 þúsund krónur. Smári sagði að vissulega færi hjálparsveitin ekki í mann- greinarálit áður en lagt væri af stað til aðstoðar, sveitin væri kölluð út í nokkrar ferðir upp á hálendið á hvetju sumri til aðstoðar fólki sem lent hefði þar í ógöngum og væri ætíð fús til fararinnar. Mikilvægt væri hins vegar að einhveijar reglur giltu um umferð á hálendinu. „Það tíðkast varla nokkurs staðar nema hér á landi að útlendingar geti komið inn í landið og gert nán- ast hvað sem er án þess að hafa neinar tryggingar á bak við sig. Við getum ekki farið til Evrópu og klifið þar fjöll án þess að hafa á bak við okkur háa tryggingu og sama gildir einnig þegar farið er til Grænlands í sömu erindagjörð- um, en hér á landi getur fólk sem ókunnugt er staðháttum haldið upp á hálendið, ekið þar utan vega ef því sýnist svo og gert nánast hvað svo sem því dettur í hug. Það er tími til kominn að hætt verði að ræða um þessi mál, það verður að gera eitthvað," sagði Smári. Dalvík: Rúður brotnar í lögreglustöðinni ÞRJÁR rúður voru brotnar í lög- reglustöðinni á Dalvík aðfara- nótt mánudags. Björn Víkingsson varðstjóri lög- reglunnar sagði að aðkoman hefði verið ófögur, en stórir gijóthnull- ungar hefðu verið notaðir til verks- ins og lágu þeir á víð og dreif bæði inni sem og utandyra. Málið er óupplýst. *.*>' JSÍ Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Börn lögðu sig öll fram í boðhlaupinu. • 'ffl ’ V 3 1'v\B ■W- Æm t ■f f:. í - cj**] '~'Z. mm ■ - |p ‘ r gjfe ** '' jiiúx r», j«' 1 ww:'-3í || zi. WL-ó 1 Fjölmenni fagnaði 60 ára afmæli Hríseyjarhrepps SEXTÍU ára afmæli Hrís- eyjarhrepps varjhaldið hátíð- legt í blíðskaparveðri laugar- daginn 17. ágúst. Ferjurnar, Sævar og Sæfari, fluttu um eitt þúsund manns til og frá eyjunni á laugardaginn, en mikið af brottfluttum Hrísey- ingum sem og ferðafólki lagði þangað leið sín í tilefni af tímamótunum. Jónas Vigfússon sveitarstjóri sagði að hátíðin hefði í alla staði tekist vel. Dagskráin hófst kl. 14 með helgistund sr. Huldu Hrannar Helgadóttur sóknar- prests, Guðjón Björnsson fyrr- verandi sveitarstjóri flutti ávarp og Sólveig Hjálmarsdóttir söng nokkur lög við undirleik Pálínu Skúladóttur. Þá flutti Árni Tryggvason gamanmál. Eftir að afmælisgestir höfðu gert heilmikilli tertu í líki Hrís- eyjar góð skil var farið í leiki, en að því loknu tók sr. Kári Valsson fyrrverandi sóknar- prestur fyrstu skóflustunguna að byggingu íbúða fyrir aldraða í eynni. Undir kvöldið brettu hreppsnefndarmenn og vara- Það var heitt í kolunum hjá hreppsnefndarmönnum í Hrísey sem grilluðu ófáar pylsur ofan í hungraða afmælisgesti. menn þeirra upp ermarnar og Að lokum var dansað á plan- hófust handa við að grilla pylsur inu við fiskverkun Rifs fram eft- ofan í mannskapinn, en síðan var ir nóttu, en hlé gert á dansinum kveiktur varðeldur og efnt til um miðnætti er flugeldum var fjöldasöngs. skotið á loft. ÝMISLEGT • R.L. Rose Company, 19 Waterloo Street, Glasgow, Skotlandi. Antik og gömul, skrautleg, austurlensk teppi og renningar í kjölfar heimsóknar Mr. R. L. Rose til ís- lands í mars, vill hann gjarnan hitta þig á Hótel Sögu frá fimmtudegi 22. ágúst til fimmtudags 29. ágúst. Hann mun hafa til sýnis og sölu úrval af gömlum, skrautlegum, austurlenskum renningum og mun gefa ráð- leggingar í sambandi við hreinsun, vjðgerðir og verðlagningu o.fl. Vinsamlegast hafið samband og pantið tíma á Hótel Sögu, herbergi 640. KVÓTI Kvóti Óskum eftir að kaupa þorsk-, ýsu-, ufsa- og grálúðukvóta. Upplýsingar í síma 95-35207. Fiskiðja Sauðárkróks hf. ATVINNUHÚSNÆÐI Hafnarfjörður Verslunar- eða skrifstofuhúsnæði Til leigu er mjög gott 165 fm verslunar- eða skrifstofuhúsnæði á besta stað í Hafnarfiði. Upplýsingar í símum 51296 og 52028. Húspláss til leigu á Ártúnshöfða 600 fm súlulaust. 6 m lofthæð. 5 m breiðar innkeyrsludyr. Laust strax. Upplýsingar í síma 671011. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Manntalsþing Manntalsþing fyrir alla hreppa ísafjarðar- sýslu verður haldið í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, ísafirði, föstudaginn 23. ágúst 1991 kl. 10.00. 19. ágúst 1991. Sýslumaðurirm í ísafjarðarsýstu, Pétur Kr. Hafstein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.