Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1991 Þórunn T. Sigurjóns- dóttír - Kveðjuorð Fædd 1. nóvember 1908 Dáin 9.ágúst 1991 Á unglingsárum flestra einstakl- inga eru teknar ákvarðanir, sem marka þeim að meira fremur en minna leyti ævibrautina upp frá því. Þá er valið um nám eða starf og það val hefur úrslitaáhrif á það, hvar viðkomandi á sinn vettvang á fullorðinsárum. Oftar en ekki á ein- hver fullorðinn einstaklingur þarna hlut að máli, foreldri, vinur, vensla- maður eða kennari, sem veitir ráð- leggingu, hvatningu eða aðstoð sem úrslitum ræður. Ekki mun einsdæmi, að í slíkum tilvikum sé stofnað til þakkarskulda, sem þiggjandinn telur sig aldrei geta að fuliu greitt. Svo er þeim farið, er þessar línur ritar, þær eru frá hans hendi hin síðasta afborgun af sh'kri skuld, sem ég get reitt af hendi til frænku minnar, Þórunnar Theódóru Sigur- jónsdóttur, er lést á Borgarspíta- lanum hinn 9. þessa mánaðar og var jarðsungin í gær. Theódóra eða Dadda — en svo var hún ætíð nefnd af sínum nán- ustu og öðrum kunnugum — var fædd á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 1. nóvember 1908. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Stefánsson og Sigríður Magnúsdóttir, sem bjuggu eða voru í húsmennsku á ýmsum stöðum í Hrútafirði og með þeim ólst hún upp til fullorðinsára. Ekki þekki ég að ráði til uppvaxtarára hennar í Hrútafirði og víkur sögu næst til þess, að hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blöndudósi veturinn 1931-32’. í þann gamla og virðulega skóla sóttu margar stúlkur úr Húnaþingi og raunar víðar að af landinu menntun sína um áratuga skeið. Um sama Ieyti dvaldi hún hjá eldri systur sinni, Stefaníu, sem þá var húsfreyja í Fornahvammi í Norðurárdal, mikil- vægum áfangastað í þjóðbraut milli Norður- og Suðurlands. Þar var þörf starfsfólks að sinna um gesta- móttöku og trúlegt þykir mér, að þar hafi tekist kynni með henni og föðurbróður mínu, Páli Guðjónssyni frá Gestsstöðum í Norðurárdal, nágrannabæ Fornahvamms. Þau gengu í hjónaband 10. sept- ember 1932, en ekki átti fyrir þeim að Iiggja að staðnæmast í heima- byggðum, heldur lá leið þeirra til Reykjavíkur eins og svo margra á þeim árum og ætíð síðan. Fyrsta áratuginn var heimili þeirra að Laugarnesvegi 77, en á stríðsárunum byggði Páll, sem þeg- ar fyrir giftingu þeirra hafði aflað sér réttinda sem húsasmiður, ásamt öðrum íbúðarhús að Kirkjuteigi 13. Þar var síðan heimili þeirra meðan bæði lifðu, en Páll andaðist haustið 1984. Theódóra bjó þar svo áfram þar til hún flutti á elliheimilið við Dalbraut fyrir um það bil tveimur árum. Þau hjón eignuðust einn son barna, Guðmund Þór Pálsson, arki- tekt, fæddan 1934. Miklu seinna tóku þau svo til fósturs og ólu upp sína eigin dóttur Hrafnhiidi Val- ‘ garðsdóitur, rithöfund og kennára. A fyrstu búskaparárunum í Reykjavík sótti Theódóra þá vinnu, sem á þeim tíma var helst verksvið kvenna utan heimilis, fiskvöskun og þurrkun. Helgaðist það vafalítið að einhveiju leyti af því, að Laugar- nesvegur 77 var í næsta nágrenni við eina helstu fiskverkunarstöð í Reykjavík á þeim tíma, Kirkjusand. Eftir að ég átti fyrst dvöl á heim- ili hennar 1940 hygg ég að hún hafi ekki stundað þá vinnu. Heimilið fékk henni lika ærin verkefni, þótt börn og fóstubörn væru ekki fleiri en að framan seg- ir. Foreldrar hennar áttu athvarf hjá henni mörg síðustu æviárin og systur hennar, Elín og Sólveig voru í fæði á heimilinu. Við Laugarnes- skólann í næsta nágrenni við Kirkjuteig 13 starfaði um áratuga- skeið Skeggi Ásbjarnason, þekktur kennari og útvarpsmaður á sínum tíma. Hann var alla ævi ókvænutr og lengst af þessum starfstíma sín- um var hann kostgangari á Kirkju- teignum. Þar við bættist að til Páls og Theóóru leituðu um húsaskjól fjöldi vina og vandamanna úr Húnaþingi og Borgarfirði, sem erindi áttu til Reykjavíkur. Það var oftast æði mikið stærri hópur en venjuleg vísi- tölufjölskylda, sem settist að mat- burði á Kirkjuteig 13. Ekki fékk það húsmóðurinni armæðu né ang- urs, enda var Thedóru af guði gef- in einstök skapgerð, létt og ljúf, glaðvær og glettin, sem laðaði að henni hvern þann, er átti við hana samskipti. Víkur nú sögunni að því atviki, þar sem hún hafði úrslitaáhrif á ævibraut mína. Nýlokið var síðari heimsstyijöldinni, þeirri sem gerði syni Fjallkonunnar ríka eins og ein- hversstaðar segir. Þá var ég ungi- ingur, sem nýlokið hafði hinu lög- bundna barnaskólanámi, en for- eldrum og .fleirum, sem til þekktu sýndist, að ég mundi eiga erindi í frekari skólagöngu. Nú vildi svo til, að ég hafði ekki áhuga á að eiga fyrstu sporin á þeirri braut í Reykholtsskóla, sem nærtækastur var unglingi, búsettum í Borgar- firði. Því var horft til Reykjavíkur, en dvöl þar var því háð, að mér hlotnaðist fæði og húsaskjól án stórra útgjalda, því að ekki var auður í garði heima fyrir. Páli, föðurbróður mínum, mun trúlega hafa þótt svo sem kona sín hefði nógu þungu heimili að sinna, þótt ekki bættist einn enn þar að borði, og var ekki meðmæltur um- leitan þess efnis, að ég fengi vist hjá þeim hjónum. En þá tók Theód- óra af skarið, að mér skyldi heim- ilt fæði og húsnæði. Bjó ég þar fyrstu tvo námsvetur mína, 1946 - 47 og 1947 - 48 og naut þess atlætist af hennar hálfu, að mér fannst þar engu síður vera heimili mitt en hjá foreldrum mínum. Þau fluttust þúferlum til Reykjavíkur vorið 1948, svo að búseta mín var hjá móður minni þá þijá vetur, er eftir voru skólagöngu minnar, að föður mínum látnum í ársbyijun 1949. Hjónaband þeira Páls og Theód- óru var einstaklega ástúðlegt og þau mjög samrýnd þótt nokkuð ólík væru að skaplyndi. Áður er getið um ljúflyndi hennar og glað- værð, en þeir eiginleikar voru hon- um ekki gefnir í sama mæli. Hann var þyngri á bárunni og sérstaklega kappsfullur og ósérhlífinn í starfi sínu sem umsvifamikill húsasmiða- meistari í Reykjavík um langt ára- bil. Engan vafa tel ég á, að með því móti ofbauð hann heilsu sinni og þreki, svo að hrörnun og heilsu- brestur, líkamlega og andlega, sóttu að honum síðustu æviár eftir að störfum lauk. Sú þróun ágerðist eftir því sem á eið og varð hann æ háðari umönnun og hjálp eiginkonu sinnar. Hann kaus að dvalja heima í skjóli hennar en fara ekki á sjúkrastofnun, enda rými þar við hans hæfi vafalaust af skornum skammti. Theódóra sinnti þessu hlutverki af einstakri alúð og umhyggju, en efalaust varð það henni of þung byrði áður en yfir lauk. Heilsu hennar var ofboðið líkamlega og einnig hvarf henni að verulegu leyti sú glaðværð og sá kjarkur sem ein- kenndu hana. Engu að síður vildi hún eiga heimili sitt á Kirkjuteigi 13 eins lengi og fært var, og það var ekki fyrr en árið 1989 að hún hvarf frá því til dvalar að elliheimil- inu við Dalbraut. Síðustu vikurnar var hún svo sjúklingur á Borg- arspítalanum. Átvik höguðu því svo, að ég flutti frá Reykjavík í fjarlægan lands- Stefán Harðar son - Minning Maríanna Elías- dóttir - Minning Fædd 13. júní 1916 Dáin 10. ágúst 1991 Á tímamótum fljúga gjarnan myndir í gegnum hugann. Nú eru tímamót því Stefán Harðarson var að kveðja. Myndirnar af honum eru sjálfsagt margar og fjölbreytt- ar, því hann var mörgum kunnug- ur. Myndin sem hér verður riijuð upp, er af ungum manni sem gekk léttum skrefum inn á skrifstofuna mína og kynnti sig brosandi. Nýi „sambýlismaðurinn" minn á vinnu- stað var mættur. Skrifborðin sneru andspænis hvert öðru og tækifærin því næg til að virða hann fyrir sér og fylgj- ast með vinnu hans. Meiru var ekki búist við. En það kom fljótlega á daginn af með Stefáni fylltist miklu meira en auður stóll. Vinnuna sem hann vann í gegnum síma, rækti hann skipulega og af mikilli atorku. Það var ógerningur að komast hjá því að hlusta stundum á hann dansa Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. II hinn hárfína línudans ákveðni, sölumennsku og þægilegs kunn- ingsskapar gagnvart viðskiptavin- unum um leið og hann seldi þeim auglýsingar. Hann vissi ævinlega hvenær hann hafði talað síðast við hvern og hvað þeim hafði þá farið á milli. Leiknin var aðdáunai-verð. Stundum þegar hann reis á fæt- ur að loknu verki kastaði hann fram tölum um söluna, hvað hann hefði nú borið úr býtum. Hló svo að sjálfum sér fyrir að vilja jafnvel afla enn meira. „Ég er svo eyðs- lusamur." Vel má vera að hann hafi verið það á köflum, en því verður seint trúað að sá eiginleiki hafi ekki margsinnis komið öðrum til góða. Stefán var nefnilega með afbrigð- um gjafmildur og sá kostur hans fór svo ljómandi vel við greiðvikn- ina, sem var afar ríkur þáttur í fari hans. Naumlega mátti nefna eitthvað sem vantaði eða sambönd sem skorti, án þess að Stefán væri á augabragði farinn að huga að því hvernig hann gæti nú rétt hjálparhönd í einhverri mynd. Og aldrei varð þess vart að hann vænti sér neins að launum. Honum nægði ánægjan af því að gera öðrum gott. Þessi góðvild hans sem átti ekk- ert sammerkt með flaðri eða undir- lægjuhætti, verður sennilega það sem margir minnast um ókomin ár. Það var kennslustund í hlýjum, mannlegum samskiptum að fylgj- ast með Stefáni þegar hann fékk tækifæri til að gera öðrum greiða. Og þá gilti einu hver í hlut átti, enda virtist Stefán aldrei gera sér mannamun, ótilneyddur. Hann átti til gott orð um hvem mann. Þegar nú er litið til þeirra stunda sem við Stefán áttum saman koma orð eins og prúðmennska, glað- værð, kurteisi, fegurðarskyn, kímnigáfa, næmi, eðlisgreind og góðgirni upp í hugann. Ef prúðmennska er eðlislæg fágun, virðing fyrir meðbræðrun- um og góðgirni, þá var Stefán Harðarson prúðmenni. Ef greind er það að hafa næmi gagnvart meðbræðrunum, margþætta list- skynjun og getu til að tileinka sér nýja þekkingu, þá var Stefán afar greindur maður. Ef listin að lifa lífinu er fólgin í að njóta augna- bliksins, fagurra muna, lista og lestrar, vera sælkeri og meta góðan félagsskap, þá var hann Stefán lílka svolítill lífskúnstner. — Se markmiðið með jarðlífinu að þrosk- ast, læra um margþættni lífsins og vaxa að mannskilningi, þá var Stefán mikill lærdómsmaður. Og honum var eðlislæg sú dýr- mæta list að gefa af sjálfum sér. Hispurslaus, opinskár, og hlýr í viðmóti bar hann með sér birtu, fágun og yl. Foreldrum Stefáns, sem hann virti og elskaði, svo og öðrum ást- vinum hans, votta ég einlæga hlut- tekningu. Megi Stefán hljóta ástúðlegar viðtökur í öðrum heimi. Helga Ágústsdóttir. í örfáum orðum langar okkur að kveðja Stebba, um Jeið og við þökk- um fyrir ánægjulega en stutta sam- fyigd. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Fjölskyldu og aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Bekkjarsystur úr Verslunarskólanum. Hve örðugt það er þegar ástvinur deyr, og hve ómögulegt að sættast á þau endalok sem þó bíða okkar allra. Engu að síður er það vel við hæfi að það sem öllum er sameigin- legt — dauðinn — sé jafnframt það sem veldur mestum sársauka og mestum kvíða. Því það sem gerir lífið sætt eru kynni okkar hvert af öðru: Ástin, tryggðin og samtvinn- ing örlaganna. Ollum er áskapað að velja sér æfi, en lifa jafnframt við það sem þeim er'rétt. Við tök- umst ein á við líf okkar sjálfra, en er þó ekki ætlað að skilja það nokk- urn tíma til fulls. Það að við skulum kynnast, þekkjast og jafnvel elska hvert annað ætti okkur að virðast einstakt kraftaverk — náð sem okk- ur veitist og gefur lífínu stefnu og gildi: Við getum lifað hvert fyrir annað. Þetta finnum við þegar sársauk- inn rífur okkur upp úr hversdags- leikanum — þegar dauðsfall bindur ótímabæran endi á vináttuna sem nærir það göfugsta í sálinni. Eftir- sjáin fyllir hugann og við finnum hve mikill missir er af vini. En sorg- in er okkur sönnun þess að við höfum átt okkur vin. Maríanna var fædd 13. júní 1916 á Neðri-Brunná í Saurbæ í Dölum. Foreldrar hennar voru Elías Guð- mundsson, fæddur í Krýsuvík og Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Einfætlingsgili í Strandasýslu. Árið 1925 flutti Maríanna með foreidr- um sínum að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd og þaðan í Hafn- arfjörð. Hún stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og árið 1941 giftist hún Pétri Áma- syni skipstjóra frá Reykjavík. Pétur Iést árið eftir, 1942, en þau áttu saman dóttur, Pétrúnu, fædda 1942. Árið 1948 giftist Maríanna Jóni Björnssyni vélstjóra, ættuðum úr Mjóafirði. Þau áttu eina dóttur, Elsu, sem fæddist árið 1952. Mar- íanna og Jón bjuggu í Hafnarfirði og 1986 fluttu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar lést Maríanna þann 10. ágúst. Jón var henni ávallt tryggur félagi. Þeir sem kynntust Maríönnu og Jóni fundu hve sam- heldin þau voru og hve mikla ást þau höfðu hvort á öðru. Þau nutu þess að lifa lífinu saman. Það er sorg Jóns sem við hin tökum þátt í og hann á samúð okkar allra. Þegar harmurinn mildast munum við minnast Maríönnu eins og hún reyndist okkur; ávallt trú sínum uppruna, en þó umburðarlynd og trygg. Hún lifði erfíða tíma og geymdi þá reynslu til að miðla af henni öðrum; beiskjulaust, en af raunsæi sem okkur er öllum hollt að muna. Fyrir minninguna um Maríönnu — fyrir að hafa þekkt hana og elskað — erum við öll miklu ríkari. Jón Proppé Oss héðan klukkur kalla svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því sem eilíft er. (Vald. Briem) Er nokkuð var liðið á dag, sunnu- daginn 11. ágúst sl., var mér borin sú fregn að María frænka væri dáin. Kvöldið áður er enn lifði um hálf stund til miðnættis fékk frænka hvíldina. Hún hafði um langt skeið háð hetjulega baráttu við sjúkdóm sem fáum tekst að sigra. María frænka var fædd 13. júní 1916 að Neðri-Brunná í Saurbæ í Dalasýslu, dóttir hjónanna Ragn- heiðar Guðmundsdóttur og Elíasar Guðmundssonar sem þar bjuggu. María var næst elst þriggja systk- ina, elst er móðir mín Anna Mar- grét en yngstur er bróðirinn Jón Olafur. Þegar María frænka var um 7 ára aldur flytur fjölskyldan búferl- S.HELGASON HF STEINSMIfklA SKEMMUVHGI48. SIMI 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.