Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 39
. <M!J TK'JDA .02 flUDAaauaifiM GÍCÍA.18U.UQ310Í/. MORGUNBLAÐIð' ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 39 Úrvals næring eftir Pálínu Kjartansdóttur Þann 7. ágúst sl. var brotið blað í málflutningi gagnrýnenda Heilsu- hælisins í Hveragerði. Þá var í fyrsta skipti ráðist að mataræðinu á hælinu. Fram að því hafði gagn- rýnin fyrst og fremst beinst að fjár- málastjórn, lækningaaðferðum og hver bæri að ráða ferðinni. í morgunþætti Bylgjunnar þann 7. ágúst kvað hins vegar við nýjan tón. Þá ræddi Eiríkur þáttarstjóri við dr. Gísla Einarsson, fyrrum yfir- lækni á heilsuhælinu. Læknirinn hélt því fram að stjórnendur Nátt- úrulækningafélagsins beittu á hæl- inu fyrir sig kenningum um matar- æði sem væru á margan hátt úrelt- ar. Þannig væri t.d. sjúklingum gefið kólesterólríkt fæði á borð við egg og ákveðnar mjólkurvörur. Eg undirrituð hef verið matar- fræðingur heilsuhælisins sl. 30 ár. Eg leyfi mér að vísa þessari gagn- rýni dr. Gísla á bug sem órétt- mætri. Því til staðfestu vil ég taka fram eftirfarandi: Kenningar þær um jurtafæði sem Jónas Kristjánsson læknir kynnti og setti fram hér á landi fyrir 55 árum og byggði mataræðið á Heilsuhæli NLFI í Hveragerði á, hafa á síðustu árum hlotið viður- kenningu í fjölda rannsókna erlend- is sem úrvals næring m.a. fyrir hjarta- og æðasjúklinga. í breska læknablaðinu Lancet „Benda ekki niðurstöð- ur rannsókna virtra vís- indamanna til þess að tími sé til kominn að fólkið fari að trúa og læknarnir að styðja?“ birtust t.d. nýlega niðurstöður rann- sókna sem bandarískir vísindamenn gerðu á áhrifum vissra lífshátta- breytinga á kransæðakölkun. Þar kom í ljós að á einu ári reyndist fitulítil jurtafæða samfara líkams- þjálfun þess megnug að verulega dró til bata á kransæðasjúkdómnum hjá 28 sjúklingum sem tilraunin var gerð á. Hjá samburðarhópi sem ekki var á jurtafæði ágerðist sjúk- dómurinri hins vegar. ísak Hallgrímsson, Þórhallur Ólafsson og Jakob Úlfarsson, lækn- ar á heilsuhælinu í Hveragerði, hafa á undangengnum árum mælt kólesteról í blóði allmargra sjúkl- inga heilsuhælisins við komu þeirra og brottför. í öllum tilvikum hafði kólesterólmagnið í blóði þeirra lækkað verujega. Þess má ennfrem- ur geta að hjartadeildir sjúkrahús- ana hafa ítrekað sent sjúklinga sína til meðferðar á heilsuhælið með góðum árangri. í vissum tilvikum hafa egg verið gefin sjúklingum á heilsuhælinu í Hveragerði, en áður hafa ævinlega verið fengnar upplýsingar um hvort Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á ^ © 15 klst námskeiöi fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. ÞAR SEM BIRTAN SKIPTIR HÖFUÐMÁLI MEGA loftljós 4x18 w með spegilrist fyrir niðurhengd loft. Verð aðeins kr. 4.950 stk. m.vsk. Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík Pósthólf 1026, 121 Reykjavík. - -Stmi 91*680606. Fax 91-680208. Pálína Kjartansdóttir þeir sjúklingar hafi eðlilegt magn kólesteróls í blóði. Undanrenna, léttmjólk, skyr og fitusnauður ostur eru tneginuppi- staða mjólkurmats á hælinu. Það skal hins vegar játað að um helgar hefur verið búið til majónes úr 5 eggjum, sem notað er í sósur með grænmetishlaupi. Þessi skammtur er ætlaður 200 manns. Haustið 1988 gerði dr. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðing- ur úttækt á fæði hælisins. Um nið- urstöður sínar sagði dr. Laufey í Morgunblaðinu 14. apríl 1989: „Niðurstöður úr þessari könnun voru afskaplega jákvæðar. Ég efast um að það séu margar stofnanir hér á landi sem bjóða upp á heilsu- samlegra fæði en Náttúrulækninga- hælið." Laufey gat þess að við matreiðslan væri notuð lítil fita og lítill sykur og maturinn væri ríkur af næringarefnum. Hins vegar taldi hún rétt að bæta fiskréttum á mat- seðil hælisins svo tryggt væri að sjúklingar sem væru að ná sér eftir erfíð veikindi fengju örugglega öll þau efni sem þeir þörfnuðust. Síðan niðurstöður úr könnun dr. Laufeyjar lágu fyrir hefur verið fískur á borð- um hælisins, nú tvisvar í viku. Náttúrulækningastefnan hefur lengi átt á brattann að sækja. Jón- as Kristjánsson læknir sagði mér um baráttu sína í þessum efnum: „Fólkið vill ekki trúa mér, læknarn- ir styðja mig ekki, jafnvel vinna á móti mér.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi orð voru sögð. Benda ekki niðurstöður rannsókna virtra vísindamanna til þess að tími sé til kominn að fólkið fari að trúa og læknarnir að styðja? Höfiundur er ma tarfrædingur Heilsuliælisiris í Hverngerði. HITACHI HJÓLSÖG •185mm blað • • Aðeins 4 kg • • 1.150 W mótor» • 5000 snúninga • •Verð 17.900.-* VÖLUSTEINNhf Foxafen 14, Slmi 679505 Umboðsmenn um allt land. Irland /fsF Frákr. 1 Einstakt tækifæri til að versla í Cork, þessari heillandi stórborg á írlandi. Hausttiskan komin og tískuvörur heimsborganna á ótrúlegu verði. HAIIDSimi ,rtr AUSTURSTRÆTl 17 SM B222O0 \Ji<0 tóSSfit ^riKS IbOO. Sœngurverg zettr '&299Q Akureyri Kópavogi Reykiavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.