Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Slys um borð í fiskiskipum eftir Kristin Ingólfsson Mikil umræða um sjóslys hefur verið í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan að þessu eru ummæli dr. Vilhjálms Rafnssonar í Morgun- blaðinu þann 11. ágúst síðastliðinn. Þar fullyrðir hann að dauðaslys- um til sjós hafi ekki fækkað undanf- arna þijá áratugi eins og stendur orðrétt í greininni: „Þrátt fyrir að tækninni hafi fleygt fram og nú sé meiri og betri öryggisbúnaður um borð í fiskiskipum". í stuttu máli má segja að þessi rannsókn stangast algerlega á við þær rannsóknir sem hafa verið gerðar hjá Siglingamálastofnun rík- isins. Sé tekið tímabilið 1971-1974 eru dauðaslys á 10 þúsund ársverk 41, en aftur á móti fyrir tímabilið 1984- 1989 eru dauðaslysin komin niður í 12 á 10 þúsund ársverk. Því má segja með sanni að dauða- slysum til sjós hafi fækkað vegna aukinnar sjóhæfni skipa, aukins öryggisbúnaðar, fræðslu og að björgunarsveitir í landi hafa stór- eflst. Hafa ber í huga, þegar skoðuð eru dauðaslys um borð í fiskiskip- um, að þau verða einkum þegar skip farast, þ.e.a.s. þegar þau sökkva eða stranda og þegar verið er að kasta veiðarfærum. Ef litið er nánar á þessa þætti er athyglis- vert að enginn skuttogari hefur farist og ekkert yfirbyggt loðnu- veiðiskip undir farmi hefur farist. Jafnframt má geta þess að megin hluti fiskiskipa er yfirbyggður, sem hefur aukið öryggi sjómanna gagn- vart því að taka útbyrðis. Allir þessi þættir sem hér eru nefndir á undan lúta að endurbótum á eldri skipum. og breyttri hönnun nýrra skipa. Öryggisbúnaður hefur þróast verulega á þessu árum og má nefna VARMO SNJOBRÆÐSLA sem dæmi að gúmmíbjörgunarbátar hafa verið stórendurbættir, flotbún- ingar er komnir til sögunnar og búnaður til að hífa um borð menn, sem fallið hafa útbyrðis, er nýjung sem hefur sannað gildi sitt. Síðast en ekki síst verður að nefna hið stórmerka framtak Slysa- varnafélagsins, að koma á fót Slysavarnaskóla sjómanna til að auka fræðslu um meðferð öryggis- búnaðar og hvernig bregðast skuli við þegar slys ber að höndum. Sjóslys á fiskiskipum orsakast oft af staðháttum, hvaða veiðar eru stundaðar og jafnvel hafa opinberar reglur um fiskveiðar áhrif á stærð fiskiskipa. Þannig komu allir þessi þættir við sögu rækjuveiða í ísa- fjarðardjúpi en á þessu svæði fór- ust árlega rækjubátar, sem líkur bentu til að væri vegna ónógs stöð- ugleika. Siglingamálastofnun ríkis- ins stóð fyrir átaki til að laga stöð- ugleika þessara báta. Lögð var áhersla á að fræða sjómenn um REYKJALUNDUR UTSALAN HEFST í DAG 20 - 70% AFSLÁTTUR M.A. JOGGINGGALLAR, HETTUBOLIR, STUTTBUXUR, SUNDFATNAÐUR, SKÓR, EROBIKK FATNAÐUR OG M.FL. eðli stöðugleika með útgáfu bækl- ings og taka inn í réttindanámskeið fyrir 30 tonna réttindi fræðslu um stöðugleika skipa og kannaður stöð- ugleiki viðkomandi rækjubáta. Gerðar voru síðan úrbætur á þeim eftir því sem við átti hveiju sinni. Skemmst er frá því að segja að enginn rækjubátur hefur farist síð- an þetta átak var gert. Því miður virðist þróun mála i öðrum slysum en dauðaslysum um borð í fiskiskipum ekki vera svona jákvæð. Tilkynnt slys til Tryggingamála- stofnunar ríkisins 1984 voru 415 en 1989 er tilkynnt 631 slys. Þess- ar tölur þarf að skoða með það í huga að breyttar reglur um bóta- greiðslur geta átt nokkurn þátt í þessari aukningu en þó er það til- finning sjómanna að íjölgun slysa sé staðreynd. Á öryggisráðstefnu sjómanna sem haldin var síðastliðið haust varð mikil umræða um þessi mál og bent var á að aukið vinnuálag sjómanna og minni möguleikar til að leiðbeina nýliðum en áður var gæti verið megin orsök fjölgunar slysa. Éf skoðað er hveijir lenda helst í slysum um borð í skipum, eru yngstu aldurshóparnir í langmestri hættu. Þetta styður þá skoðun að starfs- þjálfun nýliða sé ábótavant. Einnig er umhugsunarvert hversu slys um borð í skuttogurum eru tíð og að yfirgnæfandi fjöldi þeirra verður við að taka og slaka veiðarfærum. í sjálfu sér þarf það ekki að koma mikið á óvart að slys verði í flestum tilfellum þegar veið- arfæri eru látin í sjóinn eða tekin. Hitt er þó áhyggjumál að tíðni slysa um borð í togurum er miklu meiri en í öðrum fiskiskipum og hásetar verða í allflestum tilfellum fyrir slysunum. Það er umhugsunarvert fyrir sjómenn hvort þeir geti ekki sjálfir leitað leiða og jafnvel skipað vinnuhóp til að vinna að fækkun slysa til sjós og þá sérstaklega hvað varðar togbúnaðinn. Einnig má geta þess að slys við að sleppa eða taka veiðarfæri, þó sérstaklega botntrollið, eru mun alvarlegri en við önnur störf um borð. Breytt viðhorf til almenns heil- brigðis hefur beint sjónum manna að atvinnusjúkdómum sjómanna. Á Öryggisráðstefnu sjómanna_síðastl- iðið haust flutti Magnús Ólafsson sjúkraþjálfi athyglisvert erindi um rannsókn sem gerð var um borð í frystiskipinu Órvari frá Skaga- strönd og umbætur sem fylgdu í kjölfarið. Ég vek máls á þessu hér ÖFLUGAR 0G ENDINGARGÓÐAR HANDRYKSUGUR BLACKSDECKER handryksugur. Fást í öllum helstu raftækja- verslunum og stórmörkuðum. Kristinn Ingólfsson „Ef horft er til framtíð- ar mun Siglingamála- stofnun ríkisins leggja aukna áherslu á að auka vinnuöryggi og leita eftir úrbótum t.d. við togbúnaðinn, og hvað varðar atvinnu- sjúkdóma þarf að gera átak í rannsóknum og leita leiða til úrbóta.“ vegna þess að huga þarf að fleiri þáttum en sem snúa einungis að því að forðast stórslys. Brýnt er að hefja athugun á tíðni atvinnusjúkdóma um borð í fiski- skipum og auka þekkingu á þeim vanda sem við er að stríða. Undirrit- uðum er kunnugt um mikinn áhuga hjá læknum, sjúkraþjálfurum og hönnuðum skipa þessu máli. Þegar fjalað er um slys til sjós þarf að hafa í huga að þolendur eru í langflestum tilfellum undirmenn. Eins og áður hefur komið fram er stafsþjálfun og menntun sjómanna árangursríkust til að fækka slysum. Innan skamms verður gefin út kennslubók hjá Siglingamálastofn- un ríksins fyrir undirmenn á kaup- skipum og jafnframt hafin útgáfa á STCW-atvinnuskírteini, sem er fyrir undirmenn kaupskipa um menntun og þjálfun, skilríki og vaktstöðu sjómanna, en þessar kröfur eru alþjóðlegar. Siglingamál- astofnun ríksins vinnur nú að því hjá Alþjóða siglingamálastofnunni, IMO, að settar verði samskonar reglur fyrir undirmenn fiskiskipa. Ef horft er til framtíðar mun Siglingamálastofnun ríkisins leggja aukna áherslu á að auka vinnuöryggi og leita eftir úrbótum t.d. við togbúnaðinn, og hvað varð- ar atvinnusjúkdóma þarf að gera átak í rannsóknum og leita leiða til úrbóta. Síðastliðin ár hefur mátt merkja fjölgun smábáta sem hafa farist og er það áhyggjumál. Skýringa er að leita í stóraukinni sókn allt árið og ofmat á sjóhæfni og burðargetu bátanna. Að lokum vil ég fagna þessari umræðu og hvetja sjómenn til að vera virkari í umræðunni um öryggismál sín. Höfundur starfnr að slysaskrán- ingu og rannsóknum á sjóslysum hjá Siglingamálastofnun ríkisins. GEVALIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.