Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 43 hluta að loknu stúdentsprófi 1951 og staðnæmdist þar. Alla þá fjóra áratugi, sem liðnir eru síðan hefur leið mín og fjölskyldu minnar legið til Reykjavíkur að minnsta kosti einu sinni á ári. Sjálfsagt hefur þótt, ef dvölin var ekki þeim mun styttri, að fara í heimsókn á Kirkju- teig 13. Þar var okkur fagnað eins og kærum heimilismömmun heim- komnum úr langferð. Lagðist þar á eitt, hlýlegt viðmót beggja húsráðenda og höfðinglegar veit- ingar Theódóru. Henni var í því efni eins farið og svö mörgum konum, sem um- langa ævi hafa sinnt húsmóður- störfum á stóru heimili, að þær leggja metnað sinn í að veita gest- um sínum svo vel, að oft má of- rausn telja. Á þann hátt vildi hún fagna okkur hin síðustu skiptin, er við heimsóttum hana á Dal- braut, þótt aðstæður þar og þverr- andi kraftur skæru henni þrengir stakk en áður. Nú er að leiðarlokum verður mér þó efst í huga endurminning og þökk til hennar fyrir góðan hug í minn garð og hlýjar fyrirbænir mér til handa öll hin liðnu ár. Þá trú hef ég, að slíkt orki einstaklingnum til hamingju að njóta þess frá sam- ferðarmönnum sínum á lífsleiðinni. Að lokum skal aðstandendum vottuð samúð á kveðjustundu og vitnað til þess, sem stundum er haft á orði um látinn mann, að hún eða hann eigi góða heimvon. Sú er trú mín, að fáum sé við hin miklu vistaskipti búin betri heim- koma en frænku minni og velgjörð- arkonu, Theódóru Siguijónsdóttur. Guðmundur Gunnarsson Föðurnafn Þórunnar misritaðist í minningargrein í sunnudagblaði, hún sögð Sveinbjörnsdóttir. Beðist er velvirðingar á misrituninni. um. Foreldrar hennar höfðu fest kaup á jörðinni Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Ekki var dvölin löng þar, vart meir en tvö ár. En þaðan lá leiðin til Hafnarfjarðar að Selvogsgötu 16, en þar hafði faðir hennar byggt hús. Frænka var tvígift. Fyrri maður hennar var Pétur Árnason er lést langt um aldur fram, mikill ágætis maður. Þau eignuðust dótturina Pétrúnu. Pétrún er forstöðumaður Hafnarborgar í Hafnarfirði. Hún er gift Ólafi Porppé dósent og eiga þau þijú börn og eitt bamabarn. Seinni eiginmaður frænku er Jón Björnsson vélstjóri er lifir konu sína. Þau eignuðust eina dóttur, Elsu Guðmundu, tækniteiknara hjá Hafnarfjarðarbæ. Elsa er gift Finn- boga Aðalsteinssyni bryta og eiga þau fjögur börn. María frænka var alveg einstök manneskja. Þegar ég hugsa til baka á þessari kveðjustund er mér ljóst, kannske í fyrsta sinn, að hún var ekki bara frænka og litla systir hennar móður minnar, hún var leið- beinandi og verndarengill. Mér er minnisstætt er ég eitt sinn meiddi mig illa á hendi og sauma varð sárið, án deyfingar, að henni fannst læknirinn ekki fara nægjanlega mjúkum höndum um sveininn unga og lét hún lækninn heyra sína skoð- un á því sem ekki var hægt að Jón Tímótheus- son — Minning Fæddur 1. apríl 1914 Dáinn 9. ágúst 1991 Jón var upprunninn fyrir vestan, á slóðum hinna klassísku grísk-bibl- íulegu nafna. Foreldrar hans voru Tímótheus Dósótheusson sjómaður og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir. Hann var fæddur í Hnífsdal 1. apríl, en fluttist um ársgamall með foreld- rum sínum til Bolungarvíkur og ólst þar upp til fullorðinsára í hópi fimm systkina. Tvö voru farin á undan honum, en þeir Dósótheus og Ólafur lifa bróður sinn. Ekki var mulið undir Jón í upp- vextinum, enda þótt ég efist ekki um, að hann hafi notið góðs atlætis í foreldrahúsum, eftir því sem efni leyfðu. Hann naut aðeins almennrar barnaskólagöngu, en sótti að auki kvöldnám hjá góðum skólamanni, sem þá var í starfi þar vestra. En með því hóf hann í reynd ævilangt sjálfsnám með lestri góðra bóka, íhugun og umræðum. Hann gat þannig tekið undir með Stephan G. „Ég gat hrifsað henni af/ hratið, sem hún vék mér,/ meðan lúinn makrátt svaf,/ meðan kátur lék sér.“ Strax og hann stóð út úr hnefa, tók hann að fara á sjóinn og var sjómaður upp frá því, meðan þrek entist til slíkra starfa eða til 63ja ára aldurs 1977. Kann ég þá sögu aðeins af spurn. Starfið vestra leiddi hann til félagslegrar forustu og þar með formennsku í Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur. Henni fylgdu ferðir suður á Alþýðu- sambandsþing og slíkra félagslegra erinda. Upp úr því réðist hann á togara syðra, fyrst frá Hafnarfirði, síðan til Bæjarútgerðar Reykjavíkur á Þorstein Ingólfsson og um skeið á Víking frá Akranesi. Veigamesti hluti ævistarfsins hófst þó, er hann gekk til liðs við Ögurvík hf. frá upp- hafi þess fyrirtækis. Starfaði hann þar sem bátsmaður eða lestunar- stjóri bæði á togaranum Vigra með Þórði Hermannssyni skipstjóra og á samnefndu síldar- og loðnuskipi með Gísla Jóni Hermannssyni. Sjálfsagt var Jón ánægður með, að vera þann- ig kominn á eins konar vestfirskan starfsvettvang á ný. Að þessum störfum sínum gekk Jón af stakri trúmennsku. Ég varð þess áskynja, að hann leit á nýtingu og meðferð fisks sem hugsjónamál og trúnað við lífsgrundvöll þjóðar- innar. Eitt sinn innti ég Sverri Her- mannsson álits á Jóni. „Blessaður vertu. Hann Jón lcggur hvern fisk niður eins og ungbarn í vöggu,“ var hið dæmigerða, kjarnyrta svar. Jón linnti ekki félags- og stjórn- málavafstri sínu. Hann fór í framboð til formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur og sat um tíma í stjórn þess. Mér var það nokkur ráðgáta, að svo hógvær og æsingalaus maður gæti staðið í þessu. Á heimavelli ræddi hann öll mál af rólegri íhugun og sannsýni, og honum lá ekki síður gott orð til mótheija en samheija. Þó er mér sagt, að hann hafi getað verið hvass í orðasennum, enda rök- fastur og gæddur ríkri réttlætis- kennd. Jón var kominn nokkuð til ára, er hann kynntist lífsförunaut sínum, Aðalheiði Sigurðardóttur, um 1950 og gengu þau í hjónaband á jólum 1955. Hun var uppvaxin á Lindar- götunni, í fósturtengslum við tengd- afjölskyldu mína þar, systurdóttir hins merka gáfu- og fræðimanns Sörens Sörenssonar. Hún hafði sótt menntun til Núpsskóla í Dýrafirði, stundaði lengst af verslunarstörf, var kunn af kórsöng og er fjölfróð og listfeng á marga grein. Samhent komu þau sér upp huggulegu og menningarlegu heimili, langþráðri heimahöfn sjómannsins, fyrst á Hverfisgötunni í nábýli við fjöl- skyldu- og vinafólk, síðan sólarmeg- in við Barónsstíg og loks í eigin íbúð við Þórufell í Breiðholti. Þaðan gefur fagra sýn yfir höfuðstaðarsvæðið, og er hún ekki síst eftirminnileg af flugeldaskrauti á gamlárskvöldum. Með hjónabandinu gekk Jón syni Aðalheiðar, sem þá var átta ára, í föðurstað, en hann er Sverrir Guð- mundsson, flugvirki. Eiginkona hans er Þórdís Ingvarsdóttir, og af þeim og börnum þeirra, Sigrúnu, Jóni Óskari, Ingvari og Aðalsteini, var Jón elskaður og virtur sem faðir, tengdafaðir og afi. Eftir að Jón gekk að endingu í land árið 1977, stundaði hann um árabil, eða fram um miðjan síðasta áratug, næturvörslu hjá Lands- símanum, svo sem oft befur verið háttur lentra sjómanna. Sinnti hann því starfi af sömu árvekni sem hinum fyrri, en ekki fór hjá því, að nætur- rölt miðbæjarlýðsins ylli hinum sóm- akæra manni áhyggjum. Þegar Elli kerling tók að banka upp á, afréðu þau hjónin, að síðasta lendingin þyrfti að verða í verndaðri þjónustuíbúð í Sunnuhlíð í Kópa- vogi, og er sú íbúð í smíðum. En ellin varð skjótari til fangabragða en þau uggðu. Varð Jón því að leita vistar hjá Hrafnistu í Reykjavík fyr- ir um ári. Þar sveif hinn óboðni gest- ur á hann yfir kvöldverðarborði og flutti með sér í æðri vistarverur en honum voru hér fyrirbúnar. Væntan- lega má telja til líknar, að honum var hlíft við frekari hrörnun, en missir og söknuður þess, sem var, er ekki minni fyrir það. Blessuð sé minning Jons Tímóth- eussonar og blessun og huggun veit- ist ekkju hans og aðstandendum. Bjarni Bragi Jónsson misskilja. Og þessi stuðningur frænku deyfði sársaukann betur en nokkur sprauta. Þegar vinir deyja þá skapast tómarúm hjá manni sjálfum. Það er eins og eitthvað deyi hið innra. Sorgin heltekur allt og manni finnst maður ekkert sjá nema svartnætti. En þegar maður upplifir það að hinn sjúki og þjáði vinur gerir sér fulla grein fyrir því sem er að ge- rast og hvað framundan er, nánast með bros á vör, hefur maður ekki leyfi til annars en að minnast vinar- ins með þakklæti og reyna að finna ljósið og birtuna sem hinn framliðni vinur okkar átti í svo ríkum mæli. Ég heimsótti frænku snemma í vor er hún dvaldi á Vífilsstaðaspít- ala og þá sagði hún allt í einu við mig: „Þetta pillufargan hefur ekk- ert að segja enda er það allt í lagi, ég er alveg sátt við þetta allt sam- an.“ Og hún sagði margt fleira og að lokum fór ég að átta mig á því, að hún var að búa mig undir kveðju- stundina. Hún var að byggja upp tómarúmið og reyna að láta mig sjá fyrst og fremst ljósið og birtuna. Ljúfi Guð þig lofum vér, lútum, játum, viðurkennum. Alda faðir, einum þér ástarfórn til dýrðar brennum. Hátt þér syngur helgi ljóð heimur vor og englaþjóð. (Stefán frá Hvítadal) Og nú er kveðjustundin runnin upp og ég er þess fullviss að nú líður frænku vel. Ég kveð frænku með þakklæti og bið hinn hæsta himins og jarðar að styrkja eigin- manninn aldraða, dæturnar og fjöl- skyldur þeirra og bið þeim Guðs blessunar á komandi árum. Ragnar mottu og TEPPA átbÚLEGA GÓÐ KAUP - KOMIO 20'50% GramRgl TeWn®31 afslóttur CE23 FRI&RIK BERTBSEN mmmm RSLUN FRIDRIKS BERTELSEN FÁKAFEN 9-SÍMI 686266 IHAGKAUP MIKLABRAUT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.