Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKlPll/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 33 Afkomukönnun Eigimlega vel stæð fyrirtæki högnuðust betur en árið áður MEGINNIÐURSTAÐA afkomukönnunar Verslunarráðs íslands fyrir árið 1990 er að eignaleg'a vel stæð fyrirtæki hafi hagnast mun betur á árinu en árið áður. I samtali við Morgunblaðið sagði Vilhjálmur Egilsson framkvæmdasljóri Verslunarráðs að sá stöðugleiki sem verið hefði í fyrra hefði nýst þeim fyrirtækjum sem væru vel rekin og skulduðu lítið. „Þessi könnun bendir einnig til þess að eignalega vel sett fyrir- tæki standist vel þann háa f^'ár- magnskostnað sem ríkt hefur hér á landi undanfarið,“ sagði Vil- hjálmur. „Um leið eykst munurinn á þeim fyrirtækjum sem skulda mikið og þeim sem skulda lítið. Það virðist vera einhvers konar markalína, þ.e. ef fyrirtæki skulda mikið vindur það upp á sig og erfiðara verður að ná tökum á stöðunni“. Framlegð fyrirtækja til vaxta og afskrifta var yfirleitt hærri á árinu 1990 en árið áður þrátt fyr- ir að þetta hafi verið metár í gjald- þrotum. í verslun fór hún úr 7% hlut af veltu í 10,6%, í þjónustufyr- irtækjum úr 5,1% í 11,6% og í framleiðslugreinum úr 10,6% í 12,6%. Þá er stóriðjan undanskilin en ef hún er talin með minnkaði framlegð til vaxta og afskrifta úr 16,5% af veltu í 9,8%. Ef litið er á verslunarfyrirtæki sérstaklega kemur í ljós að mikil velgengni var í bifreiðaverslun á seinasta ári en ef sú grein væri tekin úr hefði framlegð til greiðslu vaxta og af- skrifta einungis aukist úr 6,7% í 8%. í fyrra kom góður kippur í sölu nýrra bíla eftir samdráttarár sem gæti skýrt þetta. Ef litið er á hagnað eftir skatta í hlutfalli af eigin fé er afkomu- bati langbestur í versluninni, en þar fer hagnaður úr 1,3% í 16,5%. Þar vegur bifreiðaverslunin þyngst en þó hún sé tekin frá eykst hagn- aður í hlutfalli af eigin fé úr 3,6% í 10,5% sem er afar góður bati í afkomu. Hagnaður eykst einnig í þjónustugreinum (úr -3,2% í 9,7%) og í framleiðslu sé stóriðjan undan skilin (úr -4,8% í 7,7%). Sé stóriðj- an á hinn bóginn tekin með minnk- aður hagnaður í hlutfalli af eigin fé úr 21,2% niður í 4,1%. Einnig er afkoma fyrirtækja í lánastarf- semi og tryggingum lakari en 1989, fer niður í 5,5% úr 7,5%. Fyrirtækin virðast almennt hafa styrkt eiginíjárstöðu sína frá árinu 1989. Verslunin fer úr 39,5% í 43,8%, framleiðsia án stóriðju úr 24,5% í 33,8% og lánastarfsemi og tryggingar úr 9% í 9,4%. Eig- infjárstaða þjónustufyrirtækja hefur þó lækkað úr 29,8% í 28,4% og sé stóriðjan talin með fram- leiðslufyrirtækjum versnar eiginlj- Erlent Miklir erfíðleikar hjá dönskum fyrirtækjum I DANMÖRKU eiga um 17.000 fyrirtæki í verulegum erfiðleik- um og samtais skulda þau rúm- Iega 700 milljarða ísl. kr. Kemur þetta fram í ársfjórðungsyfirliti danska verslunarráðsins, sem segir, að vegna þessa sé hætta á, að 52.000 manns geti misst vinnuna. Dönsk hlutafélög eru rúmlega 70.000 talsins og við athugun á stöðu 96% þeirra kom í ljós, að 17.111 fyrirtækjanna eru mjög illa stödd og þar af eru raunar 12.718 Ráöstefna Rætt um fjárfestinga- kosti erlendra aðila SJÖTTA árlega ráðstefnan um viðskipti íslands og Bandaríkjanna verður haldinn í byrjun október. Það eru Amerísk-íslenska verslun- arráðið, Islensk- ameríska verslunarráðið og Verslunarráð íslands sem gangast fyrir ráðstefnunni sem haldin verður á Hótel Sögu. Sérefni ráðstefnunnar er að þessu sinni fjárfestingakostir erlendra aðila á íslandi. Búist er við allt að 100 þátttak- endum frá Bandaríkjunum og gert er ráð fyrir 150-200 íslenskum þátttakendum. Ávörp flytja Jóhann J. Ólafsson formaður Verslunar- ráðs íslands, Þórður Magnússon formaður Amerísk-íslenska versl- unarráðsins og Jón Sig. Guð- mundsson formaður íslensk- ameríska verslunarráðsins. Eftir- taldir flytja erindi: Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra, Baldur Guðlaugsson hæstarréttar- lögmaður, Tryggvi Pálsson banka- stjóri íslandsbanka hf., Halldór Jónatansson framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, Robert P. Forrest- al aðalbankastjóri Federal Resei’ve Bank of Atlanta, Gunnar Helgason forstjóri Great Icelandic Waters Distributin, Eggert Jónsson sér- fræðingur í bæklunarlækningum, Gylfi Sigfússon framkvæmdastjóri hjá Tollvörugeymslunni hf., Char- les E. Cobb sendiherra, John Fen- ger svæðisstjóri Elkern Metals, Sigurður Einarsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystist. Vestmannaeyja og Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs íslandsbanka hf. Skráning á ráðstefnuna sem verður dagana 3. og 4. október nk. er þegar hafin hjá Verslunar- ráði íslands í Reykjavík og íslensk- Ameríska verslunarráðinu í New York. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður. — fyrír þig og þina fjöiskyidu! 33. leikvika -17. ágúst 1991 Röðin : XX2-111 -X12-2XX t mm ** 439.044- kr. 12 réttir: 1 röö kom fram og fær hver: 219.568 - kr. 11 réttir: 12 raðir komu fram og fær hver: 9.144-kr. 10 réttir: 83 raöir komu fram og fær hver: 1.322 - kr. Hópleikurinn hefst í næstu viku árstaða þeirra, fer úr 38,6% í 36,2%. Ef litið er á afskrifaðar við- skiptakröfur sem hlutfall af veltu kemur í ljós að afskriftir hjá fram- leiðslufyrirtækjum (án stóriðju) hækka úr 1,4% í 2% sem bendir til að gjaldþrot annarra fyrirtækja hafí bitnað sérstaklega hart á framleiðslufyrirtækjum, segir í skýrslu Verslunarráðs. Afskriftir hjá verslunarfyrirtækjum lækka hins vegar úr 0,8% í 0,6% og hjá þjónustufyrirtækjum úr 0,5% í 0,2%. Alls skiluðu 96 fyrirtæki inn reikningum en heildarvelta þeirra var tæplega 95 milljarðar króna. 57 af þessum fyrirtækjum voru í verslun, 16 í framleiðslu, 16í lána- starfsemi og tryggingum og 7 í þjónustu. Hagnaður þessa 96 fyr- irtækja eftir skatta voru rúmlega 3 milljarðar króna eða um 8% af bókfærðu eigin fé þeirra. Fyrir- tækin afskrifuðu tæplega 380 milljónir króna vegna glataðra við- skiptakrafna eða 0,4% af heildar- veltu. á gjaldþrotsbarminum. Skulda þau rúmlega 540 milljarða og hjá þeim eru 80% áðurnefndra 53.000 starfa. Er það aðallega komið und- ir bönkunum hve lengi þau fá að lifa enn. Telur verslunarráðið, að hin fyrirtækin 4.393 eigi sér lífs von þótt eiginfjárstaðan sé slæm. Að undanförnu hafa um 40% danskra fyrirtækja verið rekin með halla og segir í skýrslu verslunar- ráðsins, að þetta ástand sé farið að hafa alvarleg áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Er það nefnt sem dæmi, að á einu ári fyrirtækjum með neikvæða eiginfjárstöðu fjölg- að um 7%. Erfiðleikarnar hafa sagt til sín í öllum greinum atvinnurekstrarins en þó er augljóst, að fyrirtæki, sem eingöngu framleiða fyrir heima- markað, standa sig verr en þau, sem eru í útflutningi. „Við ótt- umst, að ástandið sé komið á það stig, að það geti valdið keðjuverkun og það verður engin breyting á fyrr en hægt verður að tala um eiginlegan hagvöxt í landinu,“ sagði Peter Juel Berg hjá danska verslunarráðinu. LP þakrennur Þola allar veðurbreytingar LP þakrennukerfiö frá okkur er samansett úr galvanhúðuöii stáli, varið plasti. Styrkurinn í stálinu, endingin í plastinu. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 s, 112 REYKJAVÍK 1 WHiHrHIV'aa SÍMI: 91-685699 0DEXION léttir ykkur störfin APTON-smíðakerfið leysir vandann • Svörtstálrör • Grástálrör • Krómuð stálrör • Álrör - falleg áferð • Allargerðirtengja Við sníðum niðureftir máli LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Simi (91)20680 Armstrong ~ N niji **, NIÐURHENGD LOFT CMC kerti fyiit i fturhengd lott, er úr qalvaniseruöum malmi og eldpoliö. CMC kerti er auövelt i uppsetningu og mjog sterkt. CMC kerti er test meö stillanlegum upphengjum sém þola allt aft SO kg þunga. CMC kerti faest i mórgum gerftum bæði synilegt og talift og verftift er otrulega lágt % CMC kerli er serstakiega hannad Hringió eltir tyrir loftplótur fra Armstrong Irekari upplysmgum EmkaumboA t Hltndi. Þ. ÞORGRIMSSON &C0 Ármúla 29 - Reykavik - sími 38640 Askriftíirshninn er 83033 ALVORU ÚTIHURÐIR Á íslandi duga aöeins ALVÖRU ÚTIHURÐIR. Borgar sig að standa í endalausu viöhaldi? Útihurð á Islandi verður aö geta staðiö af sér rok, rigningu, snjó, frost, sandfok, sól o.fl., en það gera aðeins alvöru útihurðir. f sýningarsal okkar er glæsilegt úrval ALVÖRU ÚTIHURÐA, hurða sem byggöar eru á áratuga reynslu okkar við framleiðslu útihurða fyrirokkar hörðu veðráttu. D tJ □ □ □ □ p □ n □ u © □ □ Velkomin í sýningarsal okkar að Kársnesbraut 98, Kópavogi, þar getið þið skoðað okkar glæsilega úrval í ró og næði. HYGGINN VELUR [U HIKO-HURÐ <>> HURÐAIÐJAN é. KÁRSNESBRAUT 98-SlMI 43411 a 200 KÓPAVOGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.