Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 41 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Glæsileg tilþrif Davíðs Sigurðssonar á Jeep Willys tryggðu honum sigur í flokki götujeppa á Egils- stöðum. Hann hefur nú náð forystu til íslandsmeistara í sínum flokki, þegar aðeins ein keppni er eftir. Torfæra Egilsstöðum: Meistaratitlamir þokast nær sigurvegurunum STAÐAN í íslandsmótinu í torfæruakstri var mjög tvísýn fyrir keppni, sem fór fram á Egilsstöðum á laugardaginn. Einvígi um meistaratitil var bæði í flokki sérútbúinna jeppa og götujeppa, en Árni Kópsson styrkti stöðu sína í sérútbúna flokknum með sigri og er nánast öruggur um titilinn þó ein keppni sé eftir. Sömuleiðis bætti Davíð Sigurðsson sína stöðu með því að vinna flokk götujeppa, en mikil keppni var í þeim flokki, liklega sú mesta á árinu, þar sem fjórir ökumenn börðust um toppinn. Nokkuð spennufall varð áður en keppni í sérútbúna flokknum hófst þegar ljóst varð að Árni Grant fékk ekki að vera með í keppninni, þar sem hann mætti of seint á keppnisstað, en hann var jafn Árna að stigum til meist- aratitils. Keppendur reyndu að fá keppnisstjórn til að leyfa honum að vera með, en það var ekki talið gott fordæmi að sveigja regl- urnar og Ámi Grant varð því að fylgjast með nafna sínum Kóps- syni aka brautirnar af öryggi. „Það var leitt að Árni Grant fékk ekki að vera með og svo átti hinn keppinauturinn um titilinn, Stef- án Sigurðsson, í basli með sína grind, þannig að ég gat ekið til- tölulega yfirvegað og án veru- legra átaka,“ sagði Árni. „Mér sýnist að ég sé tiltölulega örugg- ur um að ná titlinum í ár, veru- lega óheppni þarf í síðustu keppn- inni ef það á ekki að ganga upp. Árni hefur unnið tvö mót á árinu og vann einnig fyrsta mót ársins, en sá sigur var dæmdur af honum eftir keppni undir vafasömum kringumstæðum. Ef Árni innsigl- ar titilinn í næstu keppni, vinnur hann titilinn til eignar, þar sem hann hefur unnið hann tvö síð- ustu ár. „Ég ætla að skoða stöðuna eftir þetta ár, spá vel í framhald- ið. Þetta er tímafrek og dýr íþrótt og kannski er kominn tími til að hægja á. Það getur vel verið að Barist upp barð. Egilsstaðabúinn Sigþór Halldórsson hefur staðið sig vel í ár og náði öðru sæti í flokki sérútbúinna jeppa á heima- slóðum. Árni Kópsson tryggði sér afgerandi forystu í flokki sérútbúinna jeppa í meistarakeppninni með öruggum sigri. Hann vann RC Skutlu Stefáns Sigurðssonar, sem var hans helsti andstæðingur í keppninni, sem styrkt var af RC Cola, en slagur gosrisanna hefur staðið í torfærunni allt keppnisárið og Coke virðist ætla að hafa betur. ég leggi meira upp úr alls kyns uppátækjum í grindinni og taki þátt í færri torfærumótum. Ég er að fá nýja 700 hesthafla keppnisvél sem býður upp á ýms- ar kúnstir. Ég hef trú á að torfær- an vaxi enn meira á næsta ári, margir huga að því að smíða keppnistæki og því mun spennan aukast. Ég ætla að spá vel í spil- in, sjá hvaða möguleikar eru op- inir,“ sagði Árni. í flokki götujeppa var spennan meiri og Guðmundur Sigvaldason á Willys Jeep hafði forystu þang- að til hann fór ranga leið í síð- ustu bra.ut, tímabraut, og féll nið- ur í fjór'ða sætið. Sannarlega sár endir en gaf um leið Davíð Sig- urðssyni færi á að ná fyrsta sæti. Hann hafði ekið af hörku, velti m.a. í miðri keppni, en lét það ekki á sig fá og náði góðum akst- urstíma í tímabrautinni sem nægði honum til sigurs, örfáum stigum á undan Þorsteini Einars- syni. Helsti andstæðingur Davíðs til meistara, Steingrímur Bjama- son, náði svo þriðja sæti og taldi sig ekki hafa verið nógu ákveðinn í þessari keppni, sem gæti reynst honum dýrkeypt, því staða Davíðs til Islandsmeistara er nú talsvert betri. Lokastaðan á Egilsstöðum Flokkur sérútbúinna stig 1. Árni Kópsson Heimasætunni 1769 2. SigþórHalldórssonHlébarðanum 1555 3. Helgi Schiött Fyrirsætunni 1494 4. Gunnar Guðjónsson Jeep Willys 1448 5. Stefán Sigurðsson Skutlunni 1413 Flokkur götujeppa 1. Davíð Sigurðsson Jeep Willys 1679 2. Þorsteinn Einarsson Jeep Willys 1650 3. Steingrímur Bjamason Jeep Wiliys 1643 4. Guðmundur Sigvaldason Jeep Willys 1590 5. Rögnvaldur Ragnarsson Ford Bronco 1490 Alda Bjömsdóttir, Borgamesi - Kveðja Fædd 30. ágúst 1942 Dáin 7. júlí 1991 Þann 16. júlí sl. var Alda Björns- dóttir kvödd hinstu kveðju í Borg- arneskirkju af ættingjum og vin- um. Allt frá því ég frétti lát henn- ar, sem bar að, svo óvænt og ótímabært, hafa á hugann leitað góðar minningar um okkar fornu kynni og þá hlýju og umhyggju, sem ég ávallt naut hjá foreldmm hennar, Ágústu Þorkelsdóttur föð- ursystur minni og manni hennar Birni Guðmundssyni. En á fallega heimilið þeirra í Borgarnesi kom ég alltaf í kaupstaðarferðum og þáði góðan beina. Alda var þrem árum eldri en ég, og sem barn og unglngur var ég hálf feimin við þessa grannvöxnu, vel klæddu frænku mína, sem hafði svo frjáls- mannlega framkomu. Þegar ég svo seinná dvaldi um tveggja ára skeið í Borgarnesi, tókst með okk- ur góð vinátta sem aldrei hefur rofnað, þó vík hafi verið milli vina. Alda var myndarleg stúlka, henni var það sem meðfætt að bera öll sín klæði af glæsileik og breytti þá engu, hvort hún var uppábúin eða í vinnuslopp innan við búðar- borð. Hressa og glaðlega viðmótið var henni líka áskapað, hlýja hjartalagið og réttlætiskenndin, en Alda tók gjarnan svari þeirra sem minna máttu sín. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og kom sá eiginleiki snemma í ljós, í um- hyggju hennar fyrir foreldrum og bróður. Alda var snyrtileg, sam- viskusöm og einstaklega rösk til allra verka og vann meðan hún átti heima í Borgarnesi við versl- unarstörf fyrst hjá Verslunarfé- laginu Borg, síðar hjá Verslunar- félagi Borgfirðinga. Eftir að ég fór frá Borgarnesi lágu leiðir okkar sjaldan saman, þar sem ég fyrst dvaldi um skeið erlendis og flutti síðan í fjarlægan landshluta. Ég heimsótti Öldu síð- ast í Borgarnesi í byijun árs 1968, en þá hafði hún nýlega eignast litla stúlku. Það ríkti mikil gleði í ijölskyldunni með þetta litla jóla- barn og ég sá, að hún frænka mín var þarna komin á rétta hillu. Skömmu síðar stofnaði hún heim- ili í Reykjavík með barnsföður sín- um Einari Oddi Kristjánssyni sjó- manni og eignuðustu þau 5 börn, þrjár stúlkur og tvo drengi. í gegn- um tíðina hef ég ekki gert viðreist á suðvesturhornið og aðeins einu sinni heimsótti ég Óldu á fallegt heimili hennar í Breiðholti. Þá hafði hún mikið verk að vinna, annaðist sína stóru fjölskyldu af myndarskap og sá auk þess um flestar aðrar útréttingar fyrir heimilið, því eins og títt er um sjómannskonur var hún langtím- um saman bæði bóndinn og hús- freyjan. Þegar börnin uxu úr grasi fór Alda að vinna utan heimilis og vann síðustu árin í versluninni Kaupstað. Hún var í skemmtiferð með vinnufélögum inn í Þórsmörk, þegar kallið kom. Hún fékk skyndilega heilablæðingu sem dró hana til dauða á nokkrum klukku- stundum. Skömmu fyrir andlát sitt hitti Alda systur mína á götu í Reykjavík, hún spurði þá um mig og hafði orð á að við þyrftum að fara að hittast. Af þeim fundi verður ekki í þessari jarðvist en með þessum fátæklegu orðum langar mig að senda henni hinstu kveðju og þakkir fyrir liðnar stundir. Ástvinum hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þann sem öllu ræður að styrkja þá í þungum harmi. Blessuð sé minnign Oldu Björnsdóttur. Amdís Þorvaldsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.