Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 12
12 JGCI TgUOA . )2 M'JOAOUWIIJM UIGAJUZUOflOM MORGUNBLAÐID ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Jeltsín leiðir andstöð- una og boðar verkfall Vill vald yfir KGB o g hernum í Rússlandi Viðbrögð á Vesturlöndum: Vonað að umbætur verði ekki stöðvaðar Lundúnum, París, Bonn, Peking, Nikósíu, Bagdad. Reuter. VIÐBROGÐ vestrænna ríkisstjórna við falli Gorbatsjovs og valda- ráni harðlinumanna í Moskvu einkennast af vonbrigðum og áhyggj- um. Vestrænir þjóðarleiðtogar fordæma valdatökuna en láta þó í ljós von um að umbótum í Sovétríkjunum verði ekki snúið við úr þessu. Víða um Vesturlönd hafa ríkisstjórnir verið kallaðar til neyðarfunda og þjóðarleiðtogar hafa haft samráð sín á milli símleiðis. Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti rússneska sam- bandslýðveldsins, sagði í gær að myrkir tímar ógnarsljórnar væru í vændum ef þeim, sem steyptu Míkhail Gorbatsjov, for- seta Sovétríkjanna, tækist ætlunarverk sitt og skoraði á herinn að styðja ekki nýju harðlínustjórninar. „Hermenn, yfir- menn og herforingjar. Ský ógnar og ein- ræðis hrannast upp yfir landinu öllu. Það má ekki leyfa þeim að láta eilifa nótt skella á,“ sagði Jeltsín í yfirlýsingu, sem gefin var í þinghúsi rússneska þjóðþings- ins. Þar gæta Jeltsíns þrautþjálfaðra lög- reglusveita, sem eru á bandi hans. Jeltsín á blaða- mannafundi í gær. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði að valdaránið i Moskvu bryti í bága við stjórnar- skrá Sovétríkjanna, en sagðist vona að það þýddi ekki að hafið væri nýtt kalt stríð. „Framtíðar- hagsæld Sovétríkjanna er háð umbótum. Það eru jafnt hagsmun- ir þeirra og Vesturlanda,“ sagði Major. Hann tilkynnti að Bretar myndu frysta lán til Sovétríkjanna. „Ástandið er mjög alvarlegt. Gorbatsjov færði sovézku þjóðinni nýja von. Hann innleiddi lýðræði, málfrelsi, trúfrelsi og ferðafrelsi. Hann færði heiminum nýja von,“ sagði Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, en henni og Míkhaíl Gorbatsjov var vel til vina. Valdarán harð- línuaflanna í Sov- étríkjunum: Kom banda- rískum ráða- mönnum í opna skjöldu Washington. Reuter. FRÉTTIR af valdaráni harðlínu- afla í Sovétríkjunum komu bandarískum ráðamönnum í opna skjöldu. George Bush, for- seti Bandaríkjanna, sem er í leyfi á sumarsetri sínu í Maine, fékk fréttirnar frá öryggismála- ráðgjafa sínum Brent Scowc- roft, sem fyrst heyrði þær í fjölmiðlum. Bush gerði hlé á sumarfríi sínu og hélt til Was- hington, þar sem hann ráðgaðist við ráðgjafa sína. Hann ræddi einnig í síma við ýmsa helztu þjóðarleiðtoga á Vesturlöndum. Nokkrum erfiðleikum hefur verið bundið að ná í æðstu ráðamenn landsins, þar sem þeir eru flestir í fríi. Sam Grizzle, talsmaður varna- málaráðuneytisins, fullyrti í gær- morgun að tekist hefði að ná í alla þá sem nauðsyn væri á og að ráðu- neytið réði vel við ástandið sem hefði skapast. Grizzle vildi ekki gefa upp hvort heijum Bandaríkja- manna yrði skipað í viðbragðsstöðu. Embættismaður í varnarmála- ráðuneytinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, taldi að stjórn Bush hefði ekki fengið neina aðvör- un um að yfirvofandi valdarán en sagði menn gera það sem þeim væri uppálagt þegar ástand sem þetta kæmi upp. Ástandið yrði þó tæplega þannig að menn streymdu í hundraðatali til ráðuneytisins. Helmut Kohl, kanzlari Þýzka- lands, sneri heim til Þýzkalands úr fríi í Austurríki þegar hann heyrði af valdaráninu. Hann sagði að áframhaldandi aðstoð Þjóðveija við Sovétríkin væri háð því að nýju leiðtogarnir yrðu trúir um- bótastefnu og lýðræði. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti krafðist þess að líf og frelsi Míkhaíls Gorbatsjovs og Bo- risar Jeltsíns yrði tryggt. „Leiðtog- arnir verða dæmdir af verkum sínum, sérstaklega hvernig farið verður með þessar tvær mikilvægu persónur," sagði Mitterrand í yfir- lýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. Hann sagði að fall Gorbatsj- ovs gæti hægt á lýðræðisþróun í Sovétríkjunum, en ekki væri hægt að stöðva þá fjöldahreyfingu, sem komin væri af stað í Sovétríkjun- um. Hann sagði að heimurinn myndi bregðast við af hörku, ef nýju leiðtogarnir beittu almenning ofbeldi. Á stöku stað var falli Gorbatsj- ovs fagnað. Þannig gáfu Saddam Hussein íraksforseti og Moammar Gaddafi, forseti Líbýu, út yfirlýs- ingar þar sem lýst var yfir ánægju og stuðningi við nýju valdhafanna. Kínverskir fjölnjiðlar greindu frá því án frekari skýringa að Gorb- atsjov hefði verið vikið úr embætti og ekkert hefur heyrzt, frá kínverskum valdhöfum. „Hermenn, ég tel að þið getið breytt rétt á þessari raunastund. Dýrð og ljóma rússneskra manna undir vopnum má ekki ata blóði fólksins. Á þessu sorglega augna- bliki fyrir Rússa bið ég ykkur að láta ekki flækja ykkur í net lyga og loforða og frýjuorð lýðskrum- ara um að þið eigið að gera „hern- aðarlega skyldu ykkar“.“ Fyrir utan þjóðþingið söfnuðust saman stuðningsmenn Jeltsíns og gerðu sér götuvígi úr strætisvötn- um, sem var lagt þvert á Kalinin breiðgötu, eina aðalgötu Moskvu, þar sem skriðdrekar fóru um fyrr í dag á leið inn í miðborgina. Margir veifuðu rauðum, hvítum og bláum fána Rússlands og aðrir hrópuðu vígorð gegn neyðamefnd- inni, sem setti Gorbatsjov af. Fyrr í gær hafði skriðdrekum verið stillt upp fyrir utan þinghús- ið, en þeir voru kvaddir brott. Inn- an þinghússins bjuggust lögregla og einkasveit öryggisvarða, sem kvaddar höfðu verið á vettvang, til að þreyja langt umsátur. Jeltsin gaf í gær út tilskipun þar sem hann lýsti yfir fullveldi Rússlands, sem er áhrifamest Sov- étlýðveldanna 15. Hann fyrirskip- aði að öll stjórn herafla sovéska innanríkisráðuneytisins, KGB og varnarmálaráðuneytisins segði af sér. Þeirra hlutverk skyldi fært í hendur sveitum sér hliðhollum. Jeltsin sagði ekki hvemig hann hygðist framfylgja tilskipun sinni. Ruslan Khasbúlatov, aðstoðar- maður hans, sagði hins vegar við blaðamenn: „Eina vopnið, sem við höfum til að stöðva innleiðingu einræðis, er allsheijarverkfall. Jeltsín fór í gær út úr þinghús- inu eftir að hafa haldið blaða- mannafund og klifraði upp á skrið- dreka, sem stóð fyrir utan. Þar skoraði hann á Sovétmenn að leggja niður vinnu og hermenn að hlýða ekki skipunum. Hermenn- irnir í skriðdrekanum hreyfðu hvorki legg né lið, en um tvö hundruð stuðningsmenn Jeltsíns fögnuðu honum ákaft. Jeltsín er sennilega einn vinsæl- asti stjórnmálamaður Sovétríkj- SOVÉSK yfirvöld virtust í gær reyna eftir megni að láta lífið ganga sinn vanagang, þrátt fyrir valdaránið og brottvikningu Míkhaíls Gorbatsjovs úr embætti, skriðdreka á götum úti, mótmæli anna. Hann hóf feril sinn í komm- únistasflokknum og var undir verndardvæng Gorbatsjovs. Árið 1985 kvaddi Gorbatsjov Jeltsín til Moskvu til þess að aðstoða sig við að framfylgja umbótastefnu sinni. Hann reis hratt til metorða og settist fljótlega í stjórnmálaráðið. En stöðugar kröfur hans um aukn- ar endurbætur féllu í grýttan jarð- veg. Gorbatsjov þótti hann full bráður og árið 1988 var hann lækkaður í tign. En Jeltsín lét ekki deigan síga. Árið 1989 bauð hann sig fram til þings í Moskvu og var kosinn með 89 prósentum atkvæða þrátt fyrir linnulausan áróður kpmmúnistaflokksins gegn honum. í júlí á síðasta ári sagði hann sig úr flokknum og ekki minnkuðu vinsældir hans við það. í júní var hann kjörinn forseti rússneska sambandslýðveldisins með rúmum 50 prósentum at- kvæða. Á Vesturlöndum kom hann eftir þennan sigur næstur Gorb- atsjov að metorðum. Jeltsín gagn- rýndi Gorbatsjov harðlega og í janúar 1991 skoraði hann á Sovét- leiðtogann að segja af sér. I apríl tókst þeim hins vegar að gera með sér samkomulag um að vinna sam- an að því að koma á lýðræði og markaðsbúskap í Sovétríkjunum. og umferðarteppu. Hildur Guð- rún Eyþórsdóttir bókasafnsfræð- ingur, sem stödd er í Moskvu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún hefði séð hermenn og skriðdreka á götum úti og Rauða torgið hefði verið lokað. Hins vegar hefði ráðstefnu, sem hún sækir í borginni, verið fram hald- ið samkvæmt áætlun. „Á hádegi sá maður fyrst hvers kyns var. Ut um glugga rútu sáum við hvar fólk stóð á gangstéttum og fylgdist með hermönnum og skriðdrekum fara fram hjá,“ sagði Hildur Guðrún. „Fólkið virtist bara standa og horfa, án þess að hreyfa sig.“ Hildur Guðrún sækir alþjóðlega ráðstefnu 12 hundruð bókasafns- fræðinga í Moskvu. Hún sagði að í gærmorgun hefði Nikolai Gul- benko, menningar- og menntamála- ráðherra, ávarpað ráðstefnuna. „Hann sagði að við yrðum að taka ástandinu með þolinmæði," sagði Hildur Guðrún og bætti við að ráð- herrann hefði ekki virst vita mikið um stöðu mála og beðið frétta. Hildur Guðrún kvaðst síðdegis í gær hafa farið í móttöku og þar hefðu gestgjafar hegðað sér eins og ekkert hefði í skorist. Er hún kom af sýningu á ballettinum Rómeó og Júlíu ætlaði Hildur Guð- rún að ganga yfir Rauða torgið. „Þá stóð þar hervörður og meinaði okk- ur aðgang,“ sagði hún. Hildur Guðrún sagði að hún hefði aldrei fengið á tilfinninguna að hætta væri á ferðum. Þrátt fyrir herlið á götum hefði allt virst rólegt. Hildur Guðrún er eini íslending- urinn á ráðstefnunni. Brottflutning’i hersveita frá Þýskalandi haldið áfram Farartæki sovéska hersins kemur hér að herbúðum Rauða hers- ins í Schwerin í Þýskalandi í gær. Berlín. Reuter. BROTTFLUTNINGI sovéskra hersveita frá austurhluta Þýskalands verður haldið áfram samkvæmt áætlun þrátt fyrir valdatöku harðlinu- manna, sagði talsmaður sov- éska hersins í gær. Flutningur- inn hefur staðið yfir frá því snemma á þessu ári og er áætl- að að honum verði lokið fyrir árið 1994. „Brottflutningi hersveita og vopna frá Þýskalandi verður hald- ið áfram,“ hafði Leonid Los undir- ofursti í gær eftir Matvei Bur- lakov yfirmanni þess hluta sov- éska heraflans sem ennþá er í Þýskalandi, en hann telur um 290.000 manns. Samkvæmt samningi sem gerð- ur var á milli Gorbasjovs og Helm- ut Kohl kanslara Þýskalands á síðasta ári, er áætlað að brott- flutningi sovéska heraflans frá austurhluta Þýskalands verði lok- ið fyrir árið 1994. Samningurinn var síðar staðfestur af Æðsta ráði Sovétríkjanna. I yfirlýsingu Burlakovs sagði að sovéski heraflinn sinnti nú hefðbundnum skyldustörfum á herstöðvum Sovétmanna, sem eru víða í austurhluta Þýskalands. Los vék sér undan að svara spurningum fjölmiðlamanna um það hvort atburðirnir í Sovétríkj- unum í gær gætu haft áhrif á brottflutning hersveitanna áður en honum lyki árið 1994. Hermenn á götum en enginn í hættu - sagði Hildur Guðrún Eyþórsdóttir í Moskvu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.