Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 37
reor tsuoa .os íKioAcnricfiírT aiQA.ia/UQMOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 37 Stjarna heimsmeistaramótsins, Týr frá Rappenhof og Andreas Trappe. Týr er hreinræktaður Kolkuóshestur undan Þór frá Sporz sem var undan Stíganda 625 frá Kolkuósi. Fjölnir frá Kvíabekk átti góða endurkomu í sviðsljósið eftir tveggja ára fjarveru. Jóhannes Hoyos tryggði sér einn HM-titil á þeim gamla, auk þess sigraði hann í sýningartöltkeppninni. mótum sem nú kallast heimsmeist- aramót en hétu áður Evrópumót. Var fögnuður Svía að vonum mikill en þeir náðu betri árangri en nokkru sinni fyrr. Ragnar Hinriksson varð í 9. sæti. Tómas Ragnarsson varð í 14. sæti á Snúði. Hlýðnikeppni hefur aldrei freist- að íslendinga mikið á þessum mót- um og nú tók enginn íslendinganna þátt í henni. Hlýðnikeppnin var með þeim hætti að fyrst var keppt í B-hlýðni og fóru tíu efstu í úrslit þar sem keppt var í svokölluðum Kur sem mættu útleggjast sem frjálsar hlýðniæfíngar. Þar raðar keppandinn sjálfur saman ýmsum æfíngum eða þrautum og við þetta velur keppandinn tónlist. Gefnar eru einkunnir fyrir hversu erfiðar þrautirnar eru, hvernig tónlistin fellur að útfærslunni og hversu vel þær eru af hendi leystar. Mikill áhugi virtist fyrir þessari grein því áhorfendastæðin voru þéttskipuð meðan á keppninni stóð. Konurnar einokuðu þessa grein því af þeim tíu sem kepptu til úrslita voru að- eins tveir karlmenn og höfnuðu þeir í tveimur neðstu sætunum. Það var Birgitta Karmus á hestinum Tridi frá Ampfelwang sem sigraði en hún er starfandi reiðkennari á stórum hestum. Eins og komið hefur fram í frétt- um Morgunblaðsins var ný keppnis- grein á mótinu sem hefur ekki ann- að nafn en T 1:1 sem er afar ófrum- legt, var hér um sýningargrein en búast má við Þjóðveijar sæki stíft að koma henni inn sem fullgildri grein á næsta móti. Mjög skiptar skoðanir eru um þessa grein meðal íslendinga, vildu sumir meina að þetta væri bara einhver kerlinga íþrótt en öðrum þótti þetta mjög athyglisvert fyrirbæri. Keppnin fer þannig fram að þrír keppendur eru inn á vellinum í senn í forkeppninni og ríða þeir fyrst á frjálsum hraða upp á báðar hendur. Næst er riðið með annarri hendi á taum og á hann að vera slakur þannig að hest- urinn gangi á hreinum takti við sem minnstan taumstuðning og án þess að lengja sig. í Þýskalandi þaðan sem greinin er upprunnin er hún eingöngu ætluð fyrir alhliðahesta en öllum keppendum mótsins var heimil þátttaka. Það var Johannes Hoyos sem sigraði með mikium yfir- burðum á alhliða hestinum Fjölni frá Kvíabekk og virtist litlu máli skipta hvort haldið var í taum á honum eða ekki, hann brunaði áfram á hreinum takti og án þess að teygja sig sem nokkru næmi. Fjölnir vakti mikla athygli á þessu móti fyrir frískleika en hann er nú orðinn fimmtán vetra og af ýmsum talinn útbrunnið skar fyrir mótið. Jóhannes Hoyos varð stigahæstur keppenda og mun það í þriðja skipti sem hann vinnur þann titil. Þá má geta þess að hann er eini keppand- inn sem keppt hefur á öllum EM/HM-mótum frá upphafi Úrslit mótsins urðu annars sem hér segir (fyrri einkunn úr for- keppni): Tölt 1. Andreas Trappe, Þýskalandi á Tý frá Rappenhof, 7.80 (8.46). 2. Hinrik Bragason, íslandi á Pjakki frá Torfunesi, 7.90 (8.13). 3. Sigurbjörn Bárðarson, íslandi á Kraka frá Helgastöðum I, 7.17 (7.50). 4. Bernd Vith, Þýskalandi á Röði frá Gut Ellenbach, 7.73 (7.46). 5. Hans Georg Gundlach, Þýska- landi á Irpu frá Niesenhof, 7.37 (7.21). Fjórgangur 1. Andreas Trappe, Þýskalandi á Tý frá Rappenhof, 7.80 (8.07). 2. Bernd Vith, Þýskalandi á Röði frá Gut Ellenbach, 7.40 (7.63). 3. Ia Lindholm, Svíþjóð á Sókratesi frá Gunnarsholti, 7.17 (7.37). 4. Sigurbjörn Bárðarson, íslandi á Kraka frá Helgastöðum, 7.17 (7.17). 5. Otto Hilzensauer, Frakklandi á Neva de Sigo,6.87 (7.07). Fimmgangur 1. Carina Heller, Þýskalandi á Glaumi frá Sauðárkróki, 6.83 (7.10). 2. Ulf Lindgren, Svíþjóð á Hrafn- katli frá Sauðárkróki, 6.33 (6.69). 3. Dorte Stougaard, Danmörku á Léttfeta frá Hvassafelli, 6.19(6.52). 4. Eric Andersson, Noregi á Mekki frá Varmalæk, 6.40 (6.45). 5. Walter Feldmann jr., Þýskalandi á Báru frá Wiesenhof, 6.10 (6.40). 6. Ragnar Hinriksson, íslandi á Gammi frá Ingveldarsstöðum, 6.57 (6.31). Gæðingaskeið (tíminn innan sviga) 1. Gunnar Arnarsson, íslandi á Kolbaki frá Hvassafelli, 8.13 (8.28 sek.). 2. Ulf Lindgren, Svíþjóð á Hrafn- katli frá Sauðárkróki, 8.00 (8.32 sek.). 3. Johannes Hoyos, Austurríki á Fjölni frá Kvíabekk, 7.46 (8.39 sek.). 4. Heiðar Hafdal Gunnarsson, Hol- landi á Fjalari frá Kvíabekk, 7.42 (8.57 sek.). 5. Horst Klinghart, Þýskalandi á Sval frá Ásgeirsbrekku, 7.17 (8.01 sek.). 250 metra skeið 1. Ulf Lindgren, Svíþjóð á Hrafn- katli frá Sauðárkróki, 23.26 sek. 2. Johannes Hoyos, Austurríki á Fjölni frá Kvíabekk, 24.01 sek. 3. Gunnar Arnarsson, Islandi á Kolbaki frá Hvassafelli, 24.03 sek. 4. Horst Klinghart, Þýskalandi á Sval frá Ásgeirsbrekku, 24.31 sek. 5. Carina Heller, Þýskalandi á Glaumi frá Sauðárkróki, 24.44 sek. Hiýðnikeppni 1. Birgitta Karmus, Austurriki á Tridi frá Ampfelwang, 7.36 (6.26). 2. Carla van Nunen, Hollandi á Byr frá Schloss Neubronn, 7.06 (6.45). 3. Carolin Rewers Hensen, Dan- mörku á Heimaey frá Nebbehus, 6.51 (6.00) 4. Satu Paul, Finnlandi á Eitli frá Hnausum, 6.01 (5.51) 5. Doris Kainsbauer, Austurríki á Bogatyr frá Sigmundarstöðum, 6.33. Tölt T 1:1 1. Johannes Hoyos, Austurríki á Fjölni frá Kvíabekk, 7.42 (7.13). 2. Maria Cambrant, Svíþjóð á Glað frá Stóra-Hofi, 6.63 (6.57) 3. Martin Heller, Sviss á Svip frá Hvalsá, 6.54 (6.60). 4. Hans Pfaffen, Sviss á Evan, 6.50 (6.47). 5. Silja Fru, Austurríki á Hrekk frá Friedrichhof, 6.46 (6.43). Samanlagður sigurvegari 1. Johannes Hoyos, Austurríki á Fjölni frá Kvíabekk, 23.04. 2. Jolly Schrenk, Þýskalandi á Ófeigi, 22.67. 3. Ulf Lindgren, SVíþjóð á Hrafn- katli frá Sauðárkróki, 22.49. 4. Carina Heller, Þýskalandi á Glaumi frá Sauðárkróki, 22.19. 5. Ragnar Öinriksson, Islandi á Gammi frá Ingveldarstöðum, 20.65. Stóðhestar 7 vetra og eldri 1. Svaðilfari frá Heager. Dan- mörku, bygging 7.92, hæfileikar 8.43, aðaleinkun 8.23. 2. Örn frá Akureyri. F: Hraunar frá Sauðárkróki, M: Spóla 5473 frá Kolkuósi; b: 7.82, h: 8.13, a: 8.01. 3. Stígandi frá Wineck, Frakklandi. F: Stígur frá Garðsauka. M: Mjall- hvít frá Skarði, b: 7.81, h: 8.03, a: 7.95. Stóðhestar 5 til 6 vetra 1.-2. Týr frá Rappenhof, Þýska- landi. F: Þór frá Sporz, M: Gríma frá Koikuósi, b: 8.41, h: 8.45, a: 8.43. 1.-2. Kolbakur frá Sortehaug, Nor- egi. F: Þröstur 872 frá Teigi. M: Kolfreyja 4840 frá Torfastöðum, b: 8.20, h: 8.59, 8.43. 3. Gammur frá Tóftum. F: Otur 1050 frá Sauðárkróki, M: Gáta frá Tóftum, b: 8.06, h: 8.45, a: 8.30. Hryssur 7 vetra og eldri 1. Bára frá Wisenhof. F: Hrafn 737 frá Kröggólfsstöðum, M.: Buna frá Hólum, b: 8.25, h: 8.49, a: 8.39. 2. Yrma frá Vatnsleysu. F: Rauður 618 frá Kolkuósi, M: Breyskja frá Kolkuósi, b: 8.31, h: 8.21, a: 8.25. 3. Hrina Vigdís frá Grandalen. F: Glaður frá Skörðugili, M: Glóð frá Lönholti, b: 8.12, h: 8.09, a: 8.10. Hryssur 5-6 vetra 1. Sprengja frá Ytra-Vallholti. F: Vonar-Neisti frá Skollagróf, M: Stjarna frá Ytra-Vallholti, b: 8.52, h: 8.55, a: 8.54. 2. Tindra frá Bourbon, Frakklandi. F: Hattur frá Kirkjubæ, M: Blika frá Glæsibæ, b: 8.70, h: 8.06, a: 8.32. 3. Mona , Þýskalandi. F: Fifi frá Spensdrup, M: Brana, b: 8.17, h: 8.26, a: 8.22. Úr ýmsum áttum Hljómplötur Arni Matthíasson Þegar valið er á sumarsafn- plötur er yfirleitt reynt að þræða þann veg að hafa á plötunni eitt- hvað sem öllum líki þó sveitirnar séu kannski margar. Það hefur kallað á áferðarmjúkar metnað- arlausar plötur, eins konar sykur- húðaðar hægðapillur. Það sperrti því margur eyrun þegar spurðist að Skífan ætlaði að gefa út plötu sem á átti að vera meira af „öðru- vísi“ tónlist en jafnan hefði tíðk- ast. Útkoman varð Úr ýmsum áttum sem út kom fyrir stuttu. Á Úr ýmsum áttum er að finna „venjulega“ popptónlist í bland við „óvenjulega", en því miður hefur ekki tekist nógu vel upp við blöndunina. Víst eru þar fyrir- taks lög, en einnig margt hrak- legt, og lítið eitt meiri ævintýra- andi hefði getað gert plötuna bráðskemmtilega. Geiri Sæm á fyrsta lag plöt- unnar, Sterinn, fyrirtaks lag sem sýnir að hann nær æ betri tökum á poppforminu. Gaman verður að heyra breiðskífu hans fyrir jól. Annar poppgoði et; Rúnar Þór Pétursson, sem raular skemmti- Iegt lag sitt Tómleiki tímans. Rúnar hyggst einnig senda frá sér breiðskífu í haust, en hann er með skemmtilegri lagasmiðum um,þessar mundir. Orgill er sveit sem kemur á óvart með Línulagi sínu, sem hefði þó orðið betra ef sveitarmenn hefðu lagt meiri vinnu í útsetningu og jafnvel fengið utanaðkomandi aðstoð. Bless hefði einnig gott af að fá til liðs við sig utanaðkomandi, því lag sveitarinnar, Heimavist helvíti, er bráðskemmtilegt með smellnum texta og hefði getað orðið fyrirtak með meiri vinnu. Þriðja sveitin sen starfað hefur „neðanjarðar" líkt og Bless og Orgill er Júpíters. Júpíters er ein skemmtilegasta tónleika- og ball- sveit landsins en ekki hefur tek- ist nægjanlega vel til við að festa sveitina á plast. Þó lag Björgvins Halldórsson- ar og Rutar Reginalds sé ágætt popptregalag er það eins og útúr kú á plötunni; passar líklega bet- ur á sólóplötu Björgvins eða Rut- ar. Önnur lög vekja ekki mikla forvitni, þó ekki sé rétt að af- skrifa ívar Sigurbergsson, „Bry- an Ferry íslands“, sem er líkleg- ur til margs. Undir regnboganum með Hvalræði er fomtnilegt að gerð og uppruna, en þar sigrar efnið andann með eftirminnileg- um hætti. Eftirlitinu hefur geng- ið illa að komast á framfæri og -má glöggt heyra í lagi sveitarinn- ar, Draugar, hvers vegna, Júlíus Guðmundsson er rækilega á bandarísku popplínunni, eins og heyra má í laginu Eina nótt, sem hefur fátt við sig annað en snyrti- legan gítarkafla, Berglind Björk syngur Þegar hjörtun slá í takt, ágætt „formúlulag", sem hún syngur ekki vel, og svo mætti telja. Af ofantöldu má greina að ég tel tilraun Skífumanna, sem er lofsverð í sjálfu sér, ekki hafa heppnast ýkja vel; þrátt fyrir nokkur fyrirtaks lög eru þau slæmu of mörg. Umslag plötunn- ar er mjög gott að útliti, en mik- ið saknaði ég þess að ekki eru á því neinar upplýsingar um flytj- endur, upptökustjóra eða útse- tjara. Stjórnin/Tvö líf: Tæknivædd fullkomnun Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Hljómsveitin Stjómin hefur náð firna góðum tökurn á hinni margbrotnu hljóðgervla- og hljómburðartækni sem tölvuv- æddur heimur dægurtónlistar- innar býður nú upp á. Á þeim vettvangi stendur hún í fremstu röð íslenskra hljómsveita og gild- ir þá einu hvort spilað er í litlum sal eða stórum, úti eða inni, eða í hljóðveri. Alltaf er hljómurinn og tæknivædd spilamennskan jafnfullkomin. Þar fyrir utan skipa hljómsveitina úrvals hljóð- færaleikarar, sem hver og einn virðast leggja metnað sinn í að ná sem mestu og bestu út úr sínu hljóðfæri, í hveiju viðfangsefni sem sveitin glímir við. Það getur verið býsna skemmtilegt að verða vitni að svo vönduðum vinnu- brögðum sem Stjórnin hefur tam- ið sér, ekki síst í þekktum erlend- um lögum, þar sem farið er svo nálægt frumgerðinni að jafnvel tíðni bergmálsins skeikar ekki sekúndubroti. Þama hljóta að sjálfsögðu einnig að koma við sögu góðir hljóðmenn, svo ekki sé nú hallað á neinn. Nýja plata Stjórnarinnar, „Tvö líf“ ber þessum yönduðu vinnu- brögðum glögg merki. Þar hefur greinilega verið nostrað við hvem tón og efa ég stórlega að í annan tíma hafi verið gefín út öllu betri plata hér á landi hvað tækni- vinnslu og hljóðgæði viðvíkur. En tæknin getur stundum komið aftan að mönnum og það hvarfl- aði að mér, þegar ég hlustaði á plötuna, hvort þarna hefði ef til vill verið gengið of langt á kostn- að frumleikans og sveiflunrtar. Þetta virkaði dálítið einhæft og vélrænt á mig. Kannski er það bara það, að persónulega finnst mér svona tónlist ekkert sérstak- lega skemmtileg á að hlusta heima í stofu, þótt hún sé efla\ist dúndurgóð á dansleikjum. Stjórnin sækir eflaust fylgi sitt fyrst og fremst til dansglaðra ungmenna og því er ekkert eðli- legra en að hún viðhaldi tengsl- unum við aðdáendur sína með því að gefa út tónlist sem höfðar til þeirra. Það hefur heldur ekk- ert upp á sig á markaðstorgi vin- sældanna að vera í „frumlegum, þungum pælingum", sem aðeins fáir útvaldir nenna að hlusta á. Trú uppruna sínum og markmið- um hefur Stjórnin því hitt nagl- ann á höfuðið með þessari plötu, þótt tónlistin á henni höfði ekki til þess sem þetta skrifar, - að undanteknum tveimur lögum. Lag Grétars Örvarssonar „Láttu þér líða vel“ leynir á sér og er mjög wframbærilegt að mínu mati. Sömu sögu er að segja um lag Valgeirs Guðjónssonar, „Það er nú það“, sem að mínum dómi er besta lag plötunnar. í þessu lagi leikur Karl heitinn Sighvats- son á Hammondorgel og er það líklega eitt það síðasta sem sá mikilhæfi listamaður skildi eftir sig opinberlega. Og það er um- hugsunarvert hvað svona litlar og látlausar slaufur, leikin á rétt hljóðfæri af réttum manni, geta skilið mikið eftir innan um allt hljóðgervlafarganið. Því sann- leikurinn er sá, að það eru ein mitt þessi Hammondstef Karls Sighvatssonar, sem sitja eftir í huga mér af tónlistinni á þessari plötu, þótt margt annað sé þar býsna vel gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.