Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 45
saumað nýja flík á mig með nýstár- legu sniði, að vinkonurnar báðu um sniðin. Amma var félagslynd og sótti hún gömlu dansana er hún sagði holla hreyfingu, spilakvöld, bingó og annað það félagslíf sem í boði var. Ekki var hægt annað en að dást að lífsgleði hennar og þeirri orku sem hún bjó yfir. Hún sló okkur barnabörnunum jafnvel við í félagslyndi þó að yfir hálfrar ald- ar aldursmunur væri á ökkur. Þar sem eitthvað var að gerast vildi amma vera og átti það jafnt við hvort sem um var að ræða fjöl- skylduboð eða aðrar skemmtanir. Mér er minnisstætt þegar amma hringdi til mín á laugardagskvöldi fyrir fáum árum. Ég var með gesti og ætlunin að fara út síðar um kvöldið. Heyrði ég á ömmu að henni leiddist að sitja ein heima svo ég stakk upp á því að hún drifi sig bara til mín, og tæki drag- spilið sitt með. Amma kom og spil- aði, gestirnir sungu með og enginn hafi áhuga á að fara út eftir að amma kom. Kynslóðabil var ekki til, fann ég það aldrei í samskiptum við ömmu. Amma var skapmikil kona og stolt en átti líka til að bera blíðu og umhyggju til ann- arra. Sýndi það sig er erfiðleikar steðjuðu að innan fjölskyldunnar. Hin síðustu ár hittumst við amma ekki eins oft og áður. I sum- ar kom hún nokkrum sinnum til mín eftir að ég flutti í Kópavog- inn. Þegar ég horfði á eftir henni er hún hafði kvatt í sinni síðustu heimsókn, dáðist ég að útliti svo fullorðinnar konu, þar sem hún fór í gráum jakka, svörtu pilsi með svarta alpahúfu og klút í stíl. Maðurinn minn sagði: „Það er merkilegt hvað hún amma þín er alltaf glæsileg og hefur mikla reisn yfir sér komin á tíræðisaldur." Rétt er það, mikil reisn var yfir ömmu og varð henni að ósk sinni, að halda þeirri reisn þar til yfír lauk. Hún Iést 10. ágúst sl. eftir skamma legu, 92ja ára. Vil ég sem að höndum bar, með skap- festu og þolinmæði. Það ásamt góðri greind og ljúfu lundarfari, ljómaði á andliti hennar til hinstu stundar. Hún lést í svefni að Umönnunar- og hjúkrunarheimil- inu Skjóli í Reykjavík 8. ágúst. Blessuð veri minning hennar. Jón Tómasson Það hefur aldrei hvarflað að mér að ég ætti eftir að finna hjá mér löngun til að skrifa minningar- grein. En nú er tilefnið svo sjálf- sagt og eðlilegt, að þessi orð koma næstum fyrirhafnarlaust á blaðið. Ég ætla að minnast Marínar Magn- úsdóttur, föðurömmu minnar, vegna þess að ég er stolt af því, að vera af henni komin og tel það einstakt lán að hafa fengið að kynnast henni. Ég man fyrst eftir mér hjá henni þegar hún bjó á Hávallagötunni. Við krakkarnir hittumst svo oft þar á sunnudögum. Amma tók okkur opnum örmum í orðsins fyllstu merkingu. Svo dró hún fram kassann með dótinu, sem við mátt- um gramsa í eins og okkur lysti. Þetta voru ekki leikföng í venjuleg- um skilningi, heldur ýmislegt, sem hún var hætt að nota og hafði haldið til haga; kvenveski með mörgum hólfum og framandi lykt, skrítnir háhælaðir skór, slör, spegl- ar og ýmislegt fleira, sem gaf ímyndunaraflinu byr undir báða vængi. Þetta varð endalaus upp- spretta leikja sem amma tók þátt í af lífi og sál. Hún var eins og ein af okkur. Þetta var þegar ég var barn og hún „bara amma“. Seinna, þegar ég varð eldri og þroskaðri sá ég hana í nýju ljósi. Þá kynntist ég henni sem manneskju, sem var eftirsóknarvert að vera samvistum við. Þegar hún var orðin öldruð kona í litlu íbúðinni í Norðurbrún og ég búsett á Kirkjubæjar- klaustri, notaði ég hvert tækifæri I86J TSÚOÁ .0S flUOAQUWUS<1 CJKJA.m'/UOMO] MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1991 45 þakka ömmu samfylgdina og fyrir það sem hún hefur fyrir mig gert. Hvíl hún í friði. Halldóra Haraldsdóttir Það var í lok júlímánaðar að við hjónin brugðum okkar vestur á Skógarströnd, í átthaga Halldóru Daníelsdóttur. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við sátum saman í hlíðinni fyrir ofan bæinn Klungur- brekku og horfðum yfir sveitina, þá höfðum við bæði á orði að við hefðum aldrei séð hana eins fallega og þennan dag, enda skartaði sólin sínu fegursta. Það var á Klungur- brekku sem Halldóra hóf búskap með manni sínum, Hermanni Ólafs- syni frá Ólafsey, árið 1921 og bjuggu þau þar í 25 ár. Eignuðust þau þrjú börn sem eru Unnur Lilja gift Haraldi Á. Guðlaugssyni, Har- aldur kvæntur undirritaðri og Anna Elín gift Kjartani Þór Valgeirssyni. Einnig ól hún tvíbura sem iétust í fæðingu. Barnabörnin urðu 10 og barnabarnabörnin eru 9. Mér varð hugsað til spjalls er við Halldóra áttum saman ekki alls fyrir löngu í eldhúsinu hjá mér þar sem hún sagði mér að bærinn sinn, Klungurbrekka, hefði haft falleg- asta bæjarstæðið á Skógarströnd- inni. Ég tek undir þau orð. Bærinn stendur á háum hól þar sem hún hafði ústýni yfir eyjamar og til æskuheimilis síns, Klettakots, þar sem hún fæddist 1. júní 1899. í Klettakoti átti hún sín fyrstu ár með foreldrum sínum, hjónunum Jóhönnu Önnu Þorbjamardóttur og Daníel Jónatanssyni. Einn bróður átti Halldóra, Óskar, sem var lítið eitt eldri en hún. Sagði hún mér að það hefði verið hans verk að kenna sér reikning. Pjölskylda Halldóru flutti sig um set, yfir ána, að Haukabrekku en þar var Hall- dóru í heimahúsum uns hún gift sig. Frá Klungurbrekku sást einnig vel að Haukabrekku enda stutt á milli bæja. Halldóra lærði fatasaum á þeirra tíma mælikvarða og saumaði upp- sem gafst til að heimsækja hana. Ekki af skyldurækni við gamla ömmu mína, heldur af eintómri eigingimi, því að ég naut þessara samverustunda. Ég naut þess að hlusta á hana, hlæja með henni og finna að hún hlustaði á mig. Hún var alltaf jafningi, hvort sem hún talaði við háa eða lága, börn eða fullorðna. Hún var svo vel að sér, greind og skemmtileg, að það var hægt að tala við hana um nánast hvað sem var. Þess vegna var hún vinsæl og vinamörg. Fólk sóttist eftir félagsskap hennar. Þegar ég heimsótti hana mætti ég oftast einhveijum þegar ég kom og öðrum þegar ég fór. Já, þær voru margar stundirnar, sem við áttum saman yfir kaffi- bolla og annarri óhollustu. Hún amma var svo fordómalaus og hafin yfir allt smásmugulegt nöld- ur. Ég held að hún hafi í eðli sínu verið listræn lífsnautnakona, sem aldrei fékk að njóta sín til fulls vegna skorts á veraldlegum gæð- um. Það væri þó síst í hennar anda að fara að rekja hér einhverja raunasögu, því að hún var eins laus við allt víl og nokkur mann- eskja getur verið. Þó mátti hún þola slík áföll um ævina að það hálfa hefði riðið venjulegri mann- eskju að fullu. En amma mín var engin venjuleg kona. Hún hafði mikla skapgerðarbreidd, var kraft- mikil, stórlynd og stolt, en um leið svo ótrúlega hlý og ástúðleg. Yfir henni var sérstök reisn. í hreinskilni sagt er mér engin hryggð í huga. Þvert á móti gæti ég samglaðst henni að hafa loksins fengið þá hvíld, sem hún lengi þráði. Þegar ég mikla fyrir mér einhveija smámuni og sjálfsvor- kunn nær tökum á mér, ætla ég að skammast til þess að hugsa til hennar Marínar ömmu minnar, þessarar sterku, lífsreyndu konu, sem var ekki einu sinni orðin alveg gráhærð þegar hún dó, þann 8. ágúst síðastliðinn, 95 ára að aldri. Ragnhildur Ragnarsdóttir hluti og peysuföt á nágrannakonur sínar. Lék alít í höndunum á henni, naut ég handlagni hennar þar sem hún saumaði flíkur á mig og börn okkar hjóna og hjálpaði mér oft- sinnis við saumaskap. Hún var þekkt fyrir næmni sína, var hún oft sótt til sængurkvenna og sjúkra í sinni heimabyggð. Naut ég einnig umhyggju hennar þar sem ég ól mitt fyrsta bam á heimili hennar. Árið 1946 bregða þau Halldóra og Hermann búi og flytjast til Reykjavíkur ásamt börnum sínum Haraldi og Önnu Elínu, en Unnur var þá flutt að heiman. Bjuggu þau fyrst að Nesvegi 35 en keyptu sér stuttu síðar hús við Holtsgötu 41 og búa þau þar til ársins 1960 er Hermann lést langt um aldur fram, aðeins 63ja ára að aldri. Eftir lát Hermanns bjó Halldóra fyrstu fjög- ur árin hjá yngri dóttur sinni Önnu en síðar hjá Unni og hennar fjöl- skyldu í Fellsmúla 10 þar sem hún hafði afdrep út af fyrir sig. Hall- dóru líkaði vel við bæjarstæðið í Fellsmúlanum, enda útsýni mikið og er mér ekki grunlaust um að það hafi oft minnst hana á bæjar- stæðið heima á Skógarströnd. Átt- hagaböndin voru sterk hjá Hall- dóru, hún for á hverju sumri vestur að Haukabrekku, en þar hafði tek- ið við búi Óskar bróðir hennar og kona hans Elísabet. Hjá þeim hjón- um bjó einnig móðir þeirra systkina Jóhanna Anna þar til hún íést. Þegar ég lít um öxl minnist ég þess, að það sem vakti athygli mína strax er ég kynntist Halldóru, var hve heilsteypt og viljaföst hún var. Hún hafði stórt skap og stolt fyrir sig og lét ekki við deigan síga án rökræðna, enda rökföst í skoðun- um. Við gátum verið ósammála en aldrei þó í þeim mæli að ósamlyndi yrði okkar á milli. Þrátt fyrir að rúm 30 ár hafí skilið okkur að í aldri, fann ég aldrei fyrir kynslóða- bilinu umrædda. Halldóra var ein- staklega greind kona, reglusöm, ung í hugsun og ákaflega félags- lynd. Hafði hún unun af því að dansa og sótti gömlu dansana um árabil, sagði að það væri besta hreyfing fyrir líkamann og héldi hveijum manni ungum. — Vihorf hennar voru samofin því lífi sem hún Iifði. Hún var sérstaklega smekkleg kona og klæddist vel svo tekið var eftir. Eftir að Halldóra varð ekkja vann hún við ræstingar langt fram yfír tilætlaðan aldur. Starfsorka og dugnaður var það sem einkenndi hennar líf. Áföll og mótlæti sem steðjuðu að bar hún með æðruleysi, hún var ekki gefin fyrir að bera tilfinningar sínar á torg. Víst er að dótturdóttir henn- ar, Þóra Kjartansdóttir, sem legið hefur rúmföst í 8 ár eftir bílslys mun sakna ömmu sinnar mikið. Árum saman heimsótti amma hana á hverjum degi, þar til kraftar hennar voru þrotnir. Halldóra lést í Borgarspítalanum eftir skamma legu þann 10. ágúst sl. og verður hún jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakklæti. Ljúft er þar að Ijúka lífsins sæld og þraut Við hið milda og mjúka móðuijarðarskaut. (S. Th.) Fari hún í friði og friður Guðs sé með henni. Pálína Kjartansdóttir Það er erfitt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um fara yfir móðuna miklu. Þangað förum við öll einhvern tíma á lífsleiðinni. Tími ömmu var kominn. Hún fæddist að Klettakoti á Skógarströnd og voru foreldrar hennar Daníel Jónatansson og Jó- hanna Anna Þorbjarnardóttir. Einn bróðir átti amma er Óskar hét, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Ung kynntist amma afa, Hermanni Ólafssyni frá Ólafsey, og hófu þau búskap að Klungurbrekku á Skóg- arströnd. Þeim varð fimm barna auðið, en aðeins komust þijú á legg. Þau eru Unnur, Haraldur og Anna. Árið 1946 fluttu afi og amma til Reykjavíkur, og bjuggu fyrst á Holtsgötu 41. Afí var smiður góður og vann hann við viðgerðir og viðhald á húsum á vegum Reykjavíkurborg- ar. Jafnframt steypti hann gipslista og rósettur og setti upp í íbúðir fyrir fólk. Hann lést í nóvember 1980. Árið 1965 flutti amma ásamt foreldrum mínum að Fellsmúla 1-0, óg var ég svo lánsöm að fá að al- ast upp með henni þar. Amma lærði ung herrafatasaum, og saumaði hún mikið fram á efri ár. Ekki var hún síður saumakona en pijóna- kona, og minnist ég hennar oft þar sem hún spáði í mynstur og snið. Hun var mjög nákvæm í þeim efn- um. Amma var mikil félagsvera og virtist ekkert kynslóðabil vera á milli hennar og annarra. Hún var mikill gestgjafi heim að sækja. Mér fannst alltaf notalegt að vita af henni heima þegar ég kom þreytt og svöng heim bæði úr skóla og vinnu. Hún hafði lifandi áhuga á því sem var að gerast innan fjöl- skyldunnar og var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd. Að leikslokum vil ég þakka ömmu fyrir samverustundirnar sem við áttum saman. Blessuð sé minn- ing hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sb. 1888 - V. Briem) Una Guðlaug Haraldsdóttir VERUM varkAr \ jú,-' F6m Óvirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU ^MOHROEF 3 fíaust BORGARTUNI 26. SIMI 62 22-62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.