Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 32
32 Master floor Níðsterkt parket kr. 2.669,-fm. Þolir Þolir votn og fitu vindlingaglóó PARKET Gegnheilt-svissneskt gæðaparket pússað og lakkað Eik Beyki Askur Merbau verð frá 2.300. — WG með harðri setu kr 13.900,- Handlaug á fæti kr. 2.300,— Baðkör i 70x70 kr N.600,- zík3LRSTiiFElL Bíldshöfða 14,112 Reykjavík, símar 91-672545/676840. MORGUNBLAÐIÐ vmsrapnAiviNNULír ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Rannsóknir „Munum veita fjár- hagslega fæðingarhjálp“ — segir Lauritz Holm-Nielsen stjórnarformaður Norræna rannsókna- háskólans STJÓRNARFUNDUR Norræna rannsóknaháskólans (NorFa) var á Isafirði á fimmtudag og föstudag. Skólinn hóf starfsemi sína í upp- hafi þessa árs. Meginmarkmið hans er að stuðla að auknu norrænu samstarfi á sviði rannsóknamenntunar og að auðveida samvinnu við rannsóknir innan Norðurlandanna þannig að vísindamenn á Norður- löndum hafi aðgang að allri sérþekkingu og rannsóknaraðstöðu sem til er á svæðinu. í samtali við Morgunblaðið sagði Lauritz B. Holm-Nielsen stjórnar- formaður Norræna rannsóknarhá- skólans að háskólanum sé ætlað að stuðla að því að þróa ný svið fram- kvæmda og samvinnu með fjár- stuðningi og samræmdum aðgerð- um. NorFa veitir þannig styrki til rannsóknarnámskeiða og ráðstefna og einnig til einstaklinga, til að mynda gestafyrirlesara, gesta- vísindamanna og norrænna leið- beinenda. Samstarf af þessu tagi milli Norðurlandanna hefur átt sér stað í nærfellt 20 ár og alls munu 1500- 2000 manns hafa notfært sér það á hverju ári. Nú munu þessi verk- efni færast á hendur Norræna rann- sóknarskólans en með því fjármagni sem hann hefur til umráða er áætl- að að allt að 3000 einstaklingar muni koma til með að njóta styrkja til þátttöku í rannsóknarmenntun eða rannsóknarstarfi á vegum stofnunarinnar árlega. „Norræni rannsóknarháskólinn mun ekki reka rannsóknarstöðvar sjálfur," sagði Holm-Nielsen. „Hlut- verk hans er einungis að koma fót- um undir norræn samvinnuverkefni á rannsóknarsviðinu, að veita eins konar fjárhagslega fæðingarhjálp. Við munum hins vegar ekki láta okkur nægja að viðhalda og þróa þá starfsemi sem hefur átt sér stað innan vébanda norrænu ráðherra- nefndarinnar heldur leita nýrra leiða í norrænu rannsóknasam- starfi. Þannig mun NorFa veita styrki til að koma á fót rannsóknar- netum, þar sem a.m.k. 3 rannsókn- arhópar í a.m.k. 3 löndum vinna saman.“ Það var Norræna ráðherranefnd- in sem ákvað að stofna þennan rannsóknaháskóla árið 1990 og fjármunir hans koma frá henni. Megintakmark NorFa er að styrkja gæði og auka framboð á rannsókn- armenntun á Norðurlöndum með það fyrir augum að Norðurlöndin komi til með að starfa sem sameig- inlegt menntunarsvæði á sviði vísindarannsókna. Ekki er verið að leitast við að láta norræna samvinnu koma í veg fyrir alþjóðlegt samstarf heldur er skýrt markmið með starfi háskólans að norrænt samstarf stuðli að því að rannsóknir og rannsóknamennt- un á Norðurlöndum verði með al- þjóðlegu sniði. Vel þróuð norræn samvinna muni gera hinar norrænu rannsóknareiningar áhugaverðari sem þátttakendur og samstarfsaðila á alþjóðlegum vettvangi. NorFa á heldur ekki að stuðla að því að sam- ræma rannsóknamenntun á Norð- urlöndum heldur mun hún færa sér í nyt sérstöðu hvers lands fyrir sig. Þannig hafa íslendingar vissa sér- stöðu á sviði eldfjalla- og jarðhita- rannsókna og hafrannsókna sem Norræni rannsóknaháskólinn mun að sjálfsögðu reyna að notfæra sér. Með yfirstjórn háskólans fer samnorræn stjórn og það er hún sem fundaði á ísafirði á fimmtudag og föstudag. Hana skipa tíu menn, tveir frá hveiju Norðurlandanna. Fulltrúar Islands eru Brynjólfur Sigurðsson prófessor og Þórdís Kristmundsdóttir prófessor. „Stjórnin fundar fjórum sinnum á ári,“ segir Lauritz Holm-Nielsen. „Hún reynir að hafa samband við sem fiesta til að tryggja að bestu hugmyndirnar séu styrktar, til að mynda íslenska Háskólann, Menntamálaráðuneytið og Vísinda- sjóð. Styrkirnir eru eingöngu veittir út frá faglegum sjónarmiðum. Engu Morgunblaðið/Ámi Sæberg RAIUNSOKNIR — Lauritz Holm-Nielsen, stjórnar- formaður Norræna rannsókna- háskólans. máli skiptir hvaða landi hugmynd- irnar koma frá, við höfum engan kvóta. Allar styrkveitingar eru af- greiddar með víðtækri samstöðu. Stjórnarmenn eru hver frá sinni vísindagrein og við reynum að færa okkur það í nyt.“ Um daglegan rekstur háskólans fer lítil skrifslofa sem er nú í Kaup- mannahöfn en flyst til Osló 1. janúar n.k. og mun síðan flytjast milli landa eftir því af hvaða þjóð- erni framkvæmdastjórinn er. Fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðinn Norðmaðurinn Leif Egil Westgaard og tekur við störfum 1. nóvember. Tölvur GEISLADISKAR OG TÖLVUR — Steinþór Grímsson hjá TÖK hf. viá CD ROM drifið og diskana sem innihalda mikið magn upplýsinga. I drifinu er geisladiskur með World Atlas sem geymir yfir 240 kort og fjölda blaðsíðna af upplýsingum. Fyrst birtist kort af hnettinum og er þá hægt að velja tiltekið svæði, meðal annars er hægt að biðja um kort af Islandi. Geisladiskar sem innihalda mikið magn upplýsinga TÖLVUÞJÓNUSTA Kópavogs hf., TÖK, hefur hafið sölu á CD ROM drifi sem framleitt er af Sony og geisladiskum með gögnum. CD ROM drifið byggir á ISO 9660 staðli sem gerir kleift að lesa hvaða geisladisk sem er. Diskarnir gela geymt allt að 650 MB og eru af sömu gerð og notaðir eru í venjulega geislaspilara. Steinþór Gjtmsson tæknimaður hjá TÖK segir CD ROM drifin sér- staklega hentug fyrir bókasöfn, skóla, námsmenn og atvinnumenn sem þurfa að fletta upp miklu magni af upplýsingum. Auk þess að lesa gögn er hægt að nota • CD ROM drifið eins og geislaspilara. Mögulegt er að hlusta á venjulega geisladiska hvort sem er með heyrnartækjum eða með því að tengja drifið við magnara og hátalara. Með CD ROM drifinu fylgja 6 diskar. Fjórir þeirra eni frá The Software Toolworks Corp., hin- ir tven iia oouy og vvond Libtary Inc. Fleiri diskar eru fáanlegir hjá TÖK. Á diskunum eru meðal annars alfræði orðabók með 9.000.000 orð- um og þúsundum mynda, uppfletti- rit af ýmsu tagi, 450 bækur á ensku í fullri lengd meðal annars með leik- ritum og Ijóðum. Þá eru rit um heimspeki, trúarbrögð og vísindi, World Atlas sem geymir yfir 240 kort og fjölda blaðsíðna af upplýs- ingum og sérstakt kort af Banda- ríkjunum. Einn diskanna inniheldur 132 orðabækur þar sem um er að ræða 12 tungumál. Bifreiðar Slökkviliðsbifreið sýnd um landið KRAFTUR hf. hefur undanfarin 8 ár flutt til landsins 9 nýjar slökkviliðsbifreiðar. Bifreiðarnar eru af gerðinni Man með yfirbygg- ingu frá H.F. Nielsen í Danmörku. Á næstu vikum verður farið um Iandið og sýnd sérhönnuð slökkviliðsbifreið sem talin er henta vel slökkviliðum um allt land. í fréttatilkynningu segir að ástæða sýningarferðarinnar sé að samræma uppbyggingu slökkviliðs- bifreiða sem henta landsbyggðinni auk þess að tryggja bestu mögulegu þjónustu fyrir brunavarnir landsins. Undirvagn sýningarbifreiðarinn- ar er af gerðinni Man 9.150 FAE og er frambyggð með framdrifi, sætum fyrir 1-2 menn, 150 hest- afla dieselvél, samhæfðum 5 gíra gírkassa, hátt og lágt drif í milli- kassa, 12,5R20 hjólbörðum, loft- fjaðrandi ökumannssæti ásamt öðr- um sérútbúnaði. Einnig er í yfír- byggingu Ruberg dæla R30/2,5 afköst 3000 lítrar á mínútu við 2,5 m soghæð v/10 bar, háþrýst 400 lítrar á mín v/40 bar, vatnstankur 2000 lítra, froðukerfi með 80 lítra tank, 2 stk háþrýstislöngukefli raf- drifin og með 2x60 metra háþrýsti- slöngu. Auk þess er 6 metra Clark ljósamastur með 2x1000 W-kast- ara, Honda ljósavél 4500 wött, Tohatsu laus dæla, 11 metra ál- stigi, slöngur og tengistykki. Morgunblaðið/KGA SLÖKKVIBIFREIÐ — Fyrir framan bifreiðina sem sýnd verður talið frá vinstri: Eric Lehn umboðsmaður Nielsen, Erlingur Helgason forstjóri Krafts og Guðmundur Guðmundsson leiðangurs- stjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.