Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 11
MORGUl'ÍBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1091 Síðbúin afmæliskveðja: Matthías Bjarnason Kannski kann einhver skýringu á því, að nánast allir alþingismenn síðari ára sem eitthvað veður er í koma frá Vestfjörðum, eða eru ættaðir þaðan. Sá sem stærði sig af að vera eðalborinn Vestfirðingur var ekki bara að tala um sjálfan sig. Kotungshugsun virðist ekki al- geng í þessum landshluta. Matthías Bjarnason gæti sem best verið af konunga kyni, bæði í sinni og skinni og honum lætur vel að vera með höfðingjum. Þó er hann ekki síður í essinu sínum með alþýðufólki, enda er það hans fólk. Hann hefur reisn og virðuleika á við hvaða fyrirmann sem er, en getur líka ef því er að skipta kveðið í kútinn kjarnyrtustu sjómenn. Það eru ekki margir tæpitungulausari en hann. Matthías hefur ekki verið óum- deildur maður. Til þess er hann allt- of hreinskiptinn, baráttuglaður og fylginn sér. Hugsjónir hans eru ekki nein skiptimynt á markaðs- torgi metorðanna, þótt hann á hinn bóginn hafi heldur ekki látið pólit- ískt óraunsæi blinda sig. Hann hefur einatt þrek til að vera sannur og sjálfum sér sam- kvæmur; Skemmtilegur, hlýr, oft ögrandi, orðhvatur og bráður — en aldrei með hátíðlega tilgerð eða hálfvelgju. Alltaf litríkur og lifandi. Lífsreynslan hefur mýkt og mild- að viðmótið, en enginn skyldi ætl.a að garpsiundin sé að meyma. Eg hef lengi glaðst yfir að eiga vin í þessum skapheita, umbúða- lausa manni, þessu kvikusára næmi undir úfnu yfirbragði, sem kennir svo til þegar aðrir þjást eða eru sviptir mannlegri reisn að hann af- ber það varla. Þó að við séum pólitískir samheij- ar höfum við auðvitað ekki alltaf verið á sama máli. Reyndar svo ósammála einu sinni að vestfirskt dramb og ausfirskur þótti tókust á af fullri hörku. En eftir hæfilegan meðgöngutíma af beggja hálfu var endurnýjaður vináttusáttmáli inn- siglaður með innilegu faðmlagi. Matthías Bjarnason hefur í ára- tugi verið einn af máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins. Það hefur ver- ið gæfa og styrkur flokksins að ólíkir einstaklingar í forystusveit hans hafa fengið olnbogarými innan hans. Litríkt fólk með ólíkar áhersl- ur og sjálfstæðan vilja hefur starfað hlið við hlið, ekki alltaf sátt við alla hluti, en samtaka í að standa vörð um sameiginlega hugsjón og vinna henni fylgi. Ásýnd Sjálfstæðis- flokksins hefur í áranna rás endur- speglað þetta og þess vegna hefur hann verið stærsti stjórnmálaflokk- ur þjóðarinnar. Þegar söguskýringarpennar lí- tilla flokka kvarta undan því að Sjálfstæðisflokkurinn sé svifaseinn í ákvarðanatöku og hæla sér af hinu gagnstæða, beita þeir rökum einræðisins. Lýðræðið er alltaf sein- legt og þeim mun seinlegra sem sjónarmiðin eru fieiri sem þarf að sætta. Enginn stjórnmálaflokkur endurspeglar íslenskt þjóðlíf eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Innan hans vébanda eru forystumenn launþega og atvinnurekenda og allra atvinnugreina. Þar takast á sjónarmið þéttbýlis og dreifbýlis og þar verða menn að finna málamiðl- anir sem þjóðin sættir sig við. Láti Sjálfstæðisflokkurinn siðameistara annarra flokka brýna sig til að verða eins og þeir vilja, gerist ná- Verðum með Armaflex Á góðu verði pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 að sem því er fenginn. Ég hygg að Vestfirðngar hafi jafnan verið upplitsdjarfir vegna Matthíasar Bjarnasonar. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur lyft honum til áhrifa sem þingmanni og ráðherra og Matthías hefur aukið álit og styrk flokksins með verkum sínum og svipmikilli persónu. Um leið og ég sendi honum og Kristínu hlýjar kveðjur í tilefni af nýliðnum heið- ursdegi, þakka ég fyrir áralöng og ánægjuleg kynni. Ég hef orðið þess vör í umtali fólks um Matthías, að auk skaphit- ans, er hann fólk hugstæðastur fyrir störf sín sem sjávarútvegsráð- herra og heilbrigðisráðherra. Sjálfri þykir mér mest um vert að eiga vináttu hans og svo hitt, að hafa talsmann á alþingi sem á það sem dýrmætast er — vitsmuni hjartans. Jónína Michaelsdóttir. UTSALA UTSALA 20-50% afsláttur 5% staðgreidsluafsláttur »hummel^ N>u — _ _ - Armúla 40, greiðslukortatímabil hafiú SPÖRTdUÐIN sími 813555 p imi I | Meimenþúgeturímyndaðþér! kvæmlega það sem að er stefnt — stjórnin og stefnumörkun verður einföld og afgerandi og flokkurinn lítill. Atkvæði ráða áhrifum í lýðræðis- þjóðfélagi og bak við atkvæðin er mismunandi fólk með mismunandi hagsmuæni og úr ólíku umhverfi. Þetta eru engin ný sannindi, en ef vel á að vera þarf forystusveit al- vöru stjórnmálaflokks að vera þannig skipuð að sem flestum finn- ist þeir eiga þar málsvara sem má sín einhvers. Það með er ekki sagt að ekki eigi að taka á málum af fullri einurð þegar stefnan er mörk- uð, enda hefur Sjálfstæðisflokkur- inn aldrei vikið sér undan því. Það skiptir nokkru máli fyrir fólk sem lætur sig stjómmál einhveiju varða, að geta borið höfuðið hátt vegna frammistöðu og framkomu sinna mann á opinberum vettvangi. Eitthvað í innsta afkima sjálfsvirð- ingarinnar kveinkar sér eins og ósjálfrátt ef fólkið sem maður tre- ysti fyrir atkvæðinu sínu týnir átt- um. Á sama hátt fyllist maður óskýranlegri sjálfsánægju og bjart- sýni þegar talsmenn flokksins vaxa af verkum sínum og viðmóti. Þetta fólk er þessvegna á vissan hátt al- menningseign og ekki einkamál þess hvernig það fer með þann trún- útboð markaðsverðbréfa Jj, iF 2. fl. 1991 Heildamafnverð: 260.000.000 kr. Gjalddagar einstakra flokka: Gefnireru út fjórir flokkar bréfa. Gjalddagar hvers flokks eru árlega, alls 5 gjalddagar. Gjalddagar flokka eru eftirtaldir: 2.fIokkurA 20.12. ár hvert, fyrst 20.12. 1991. 2. flokkur B 20.03. ár hvert, fyrst 20.03. 1992. 2. flokkur C 20.06. ár hvert, fyrst 20.06. 1992. 2. flokkur D 20.09. ár hvert, fyrst 20.09. 1992. Einingar bréfa: 1.000.000 kr. Verðtrygging og ávöxtun: Bréfin eru verðtryggð m.v. hækkun lánskjaravísitölu. Arsávöxtun umfram verðtryggingu er 9,5% í upphafi útboðs. Fyrsti söludagur: 19. ágúst, 1991. Allar nánari upplýsingar veita söluaðilar, sem eru: Landsbréf hf. og umboðsmenn Landsbréfa í útibúum Landsbanka íslands. Umsjón með útboði: Landsbréf hf. fl LIND LANDSBRÉF H F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. VOTN 0£ DALIR I SKOTLANDI - firnm daga ferð, 33.990,-* Loch Achray hótelið stendur í draumfögru og hlýlegu umhverfi við rætur hins tignarlega Ben Venue fjalls í hjarta Skotlands. Hótelið er skemmtilega í sveit sett, umkringt óspilltum skógi á bökkum Achray stöðuvatnsins. Allt í kring eru víðar lendur, ótal skógarstígar og þægilegar gönguleiðir meðfram vatninu. Innifalið í ferðinni er: • Flug báðar leiðir milli Keflavíkur og Glasgow með Flugleiðum. • Flugvallarskattur. • Gisting I fjórar nætur á Loch Achray hótelinu. • Hlý og notarleg svefnherbergi með sérbaði. • Akstur. • Skoðunarferðir á hverjum degi, auk verslunarferða. • Skemmtisigling. • Ríkulegur morgunverður að skoskum hætti hvern dag. • Þríréttaðar kvöldmáltíðir að eigin vali. Ferðaáætlun: 1. dagur Brottför frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow. Þaðan flytur rúta farþegana til Loch Achray hótelsins. 2. dagur Dagsferð til Inversnaid, en þangað liggur leiðin um fögur héruð að bökkum hins nafntogaða Lomond vatns. Farið verður í siglingu á vatninu, en síðan ekið til baka um skosku hálöndin. 3. dagur Dagsferð til höfuðborgar Skotlands, þeirrar sögufrægu Edinborgar. Þar gefst kostur á að skoða sig um eða versla að vild. 4. dagur Dagsferð um hálöndin og meðal annars numið staðar í Crieff. Þar verður gestunum boðið að skoða Glenturret, elsta brugghús í Skotlandi. 5. dagur Brottför til Glasgow oc Keflavíkur. Farþegar f’ októþer, njóta þó góðs af kvöldflugi og geta eytt fyrri hluta dagsins í Glasgow, verslað eða skoðað sig um i stórborginni. Brottför/heimkoma: 15. október -19. október 12. nóvember-16. nóvember 10. desember- 14. desember FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS dtb aðan til érðinni, 15. til 19. Söluaðili: Ferðaskrifstofa Islands - Skógarhlíð 18 - 101 Reykjavík - sími 91-2 58 55 * Miðað við gengi 01.08,1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.