Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1991 Sigrún Sara Söngur og píanó í Listasafni Signrjóns HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS hefur vinninginn < IT) 0 cs < Á þriðjudagstónleikunum í Lista- safni Sigurjóns Olafssonar 20. ágúst kl. 20.30 mun Sigrún Þor- geirsdóttir syngja við píanóund- irleik Söru Kohane lög eftir ' Hándel, Brahms, Grieg og Dvor- ák auk islensku tónskáldanna Sigfúsar Einarssonar, Árna Thorsteinssonar, Sigvalda Kaldalóns og Sigurðar Þórðar- sonar. Sigrún Þorgeirsdóttir sópran- söngkona ólst upp í Boston og á Seltjarnarnesi. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1984 og BS-prófi í efna- fræði frá Háskóla íslands þremur árum síðar. Jafnframt stundaði hún söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Sieg- linde Kahmann og lauk áttunda stigi vorið 1988. Þá um haustið hóf hún söngnám við Boston University og lauk þaðan Master of Music- prófi í söng síðastliðið vor. Aðal- kennari hennar þar var Mary Da- venport. Sigrún hefur komið fram sem einsöngvari með Dómkórnum í Reykjavík og Mótettukór Hall- grímskirkju, en þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar hennar hér á landi. Sara Kohane píanóleikari er frá New Jersey í Bandaríkjunum. Hún lauk Bachelor of Music-prófi í pían- óleik frá University of Michigan þar sem kennarar hennar voru Charles Fischer og Margin Katz. Frá Boston University lauk hún Master of Music-prófi sem undirleikari fyrir söngvara undir handleiðslu Allan Rogers. Sara Kohane hefur marg- oft komið fram sem einleikari á kammermúsíktónleikum og sem undirleikari og hefur unnið til nokk- urra verðlauna. Hún hefur verið aðalsöngþjálfari við sumarskóla Boston University í Tanglewood og fastráðinn kennari og undirleikari við söngdeild Bostonarháskóla. Sara er jafnframt undirleikari fyrir Pro Musica- og Zamir-kórana í Boston. (Fréttatilkynning) ----- Fundur norrænu UNESCO nefndanna NORRÆNU UNESCO-nefndirn- ar halda árlegan fund sinn hér á landi dagana 25.-28. ágúst. Fundurinn verður haldinn á Hót- el Örk í Hveragerði. Aðalefni fundarins er undirbún- ingur fyrir aðalráðstefnu UNESCO, sem haldin verður í París í október. Fulltrúar í norrænu UNESCO- nefndunum ræða starfs- og fjár- hagsáætlun UNESCO fyrir árin 1992-1993 og stilla saman strengi sína fyrir ráðstefnuna. Um 60 manns sitja fundinn. Auglýsingasíminn er69 11 11 Njóttu þess besta -útilokaðu regnið, rokið og kuldann GENERAL ELECTRIC PLASTICS LEXAN ylplast - velur það besta úr veðrinu SINDRI BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 LEXAN ylplastið er hægt að nota hvar sem hægt er að hugsa sér að Ijósið fái að skína, t.d. í garðsofur, yfir sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir húsagarð, anddyri og húshluta. Möguleikamir eru óþrjótandi. LEXAN ylplast • Flytur ekki eld. Er viðurkennt af Brunamálastofnun. • Mjög hátt brotþol. DIN 52290. • Beygist kalt. • Meiri hitaeinangrun en gengur og gerist. • Hluti innrauðra geisla ná í gegn. íslensk veðrátta er ekkert lamb að leika við. Þess vegna nýtum við hverja þá tækni sem léttir okkur sambúðina við veðrið. LEXAN ylplastið er nýjung sem gjörbreytir möguleikum okkar til þess að njóta þess besta sem íslensk veðrátta hefur að bjóða - íslensku birtunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.