Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 __________Hestar Valdimar Kristinsson GLEÐI og vonbrigði eru tilfinn- ingar sem keppnismenn fá að kynnast í ríkum mæli. Á heims- meistaramótinu í Himmelstalund í Svíþjóð sem lauk siðdegis á sunnudag höfðu íslendingar ástæðu til að gleðjast en þó má ætla að vonbrigði hafi ráðið meira ríkjum. Sigur í gæðinga- skeiði, annað og þriðja sæti í tölti, þriðja sæti í skeiði, fjórða sæti í fjórgangi og sjötta sæti í fimmgangi er út af fyrir sig ekki slæmur árangur en þó öllu lak- ari útkoma en búist var við fyrir mótið. Það voru Þjóðveijar sem báru höfuð og herðar yfir aðra keppend- ur eins og venjulega með glæsihest- inn Tý frá Rappenhof í broddi fylk- ingar. En þó Þjóðveijum hafi geng- ið vel nú er árangur þeirra nú held- ur lakari en á síðasta Evrópumóti. Andreas Trappe sigraði bæði í tölti og fjórgangi á Tý en sá hestur var án efa stjarna mótsins. Varð mörg- um Islendingnum tíðrætt um hvar við værum á vegi stödd í ræktun glæsilegra klárhesta með tölti. Aldrei fór milli mála hvar sigur í flórgangi lenti en hinsvegar töldu íslendingar sér trú um að Hinrik Bragason og Pjakkur gætu sigrað Trappe og Tý í töltinu og ekki minnkaði sú vissa eftir að Hinrik náði fyrsta sætinu í forkeppninni. Ljóst var fyrir lokaorustuna að úr- siitin myndu ráðast í hæga töltinu sem og kom á daginn. Þrátt fyrir að Hinrik og Pjakkur stæðu sig með mikilli prýði þá urðu menn að kyngja því að þarna hittu þeir of- jarla sína. Þótt vonbrigðin hafi ver- ið gífurleg þá urðu menn að viður- kenna að sá besti sigraði og þannig á það að vera. Trappe og Týr hlutu 8.46 í einkunn í úrslitunum en Hin- rik og Pjakkur voru með 8.13. En það var Sigurbjörn Bárðarson á Kraka sem komst bakdyrameginn inn í A-úrslitin ef svo má að orði komast sem kom skemmtilega á óvart er hann vann sig upp úr fimmta sæti í þriðja sætið. Jolly Schrenk Þýskalandi var dæmd úr leik í bæði tölti og fjórgangi þar sem hestur hennar Ófeigur var idæmdur haltur af dýralækni móts- ins. Færðist Sigurbjörn því upp úr B-úrslitum og var frammistaða hans hreint ótrúleg í úrslitunum. Skaut hann bæði Bernd Vith og Hans Georg Gundlach frá Þýska- landi aftur fyrir sig með öruggri sýningu. Einar Öder Magnússon keppti í B-úrslitum og hafnaði hann í sjöunda sæti og varð þar að láta í minni pokann fyrir ungri sviss- neskri stúlku Yvonne Löschmann en hún keppti á gömlum kunningja, Kjarna frá Egilsstöðum. í fjórgangi var aldrei spurningin hvar sigurinn lenti en vangaveltur voru um hvort Sigurbirni tækist að fara upp fyrir Bernd Vith á Röði. Svo fór nú ekki en sænska stúlkan Ia Lindholm skaust hinsvegar yfir Sigurbjörn og var hún vel að því komin. Otto Hilsenzauer sem keppti fyrir Frakkland þótt þýskur sé kom inn í A-úrslitin í stað jolly Schrenk og stóð sig ágætlega. Líklega hefði Einar Öder komist í A-úrslit ef ekki hefði farið skeifa undan hjá honum í forkeppninni. Óheppni og hrakfarir eltu íslend- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Aldrei fór það svo að tölthornið kæmi heim. Sigurgeir Þorgeirsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra afhenti Andreas Trappe hornið í mótslok. áður en þau byijuðu. Þegar hann er að koma inn á fælist klárinn að sögn Ragnars af hátalarakerfinu sem er við innkomuna á völlinn. Við þetta rauk klárinn nokkra hringi með Ragnar og misskildu áhorfendur hvað var að gerast. Fóru þeir að fagna Ragnari, héldu að hann væri að slaka klárnum en við lófatakið magnaðist hesturinn enn. Fyrsta atriði úrslitanna var tölt og var klárinn alls ekki kominn í gott jafnvægi þegar keppnin hófst og var Ragnar fyrir bragðið lang lægstur fyrir gangtegund sem hann undir eðlilegum kringumstæðum hefði getað orðið hæstur. Allt varð þetta til þess að Ragnar og Gamm- ur náðu sér aldrei almennilega á strik úrslitin út í gegn og máttu gera sér að góðu að falla úr öðru sæti í það sjötta. Johannes Hoyos sem keppti á Fjölni frá Kvíabekk dró sig út úr úrslitum í fimmgangi og komu inn í hans stað þau Dorte Stougaard, Danmörku á Léttfeta frá Hvassafelli og Walter Feldmann jr., Þýskalandi á Báru frá Wiesen- hof en þau voru jöfn í 6. til 7. sæti. Dorte vann sig upp í þriðja sætið með góðri sýningu og Feld- mann fór í fimmta sætið. Norðmað- urinn Eric Andersson sem keppti á stóðhestinum Mekki frá Varmalæk féll úr þriðja sæti í fjórða. Jón Pét- ur og Byr frá Akureyri kepptu í B-úrslitum og unnu sig upp úr 12. sæti í 9. sæti. Þar var einnig annar Islendingur, Höskuldur Aðalsteins- son sem keppti fyrir Austurríki á Tvisti frá Smáhömrum og hafnaði hann í 10. sæti. Einu gullverðlaunin sem komu í hlut okkar íslendinga voru eins og á síðasta móti í Danmörku fyrir sigur í gæðingaskeiði. Gunnar Arn- arsson sigraði af miklu öryggi með 8.13 í einkunn. Ulf Lindgren Sví- þjóð varð annar, Hoyos þriðji og íslendingurinn Heiðar Hafdal sem keppti á Fjalari frá Kvíabekk fjórði en hann keppti fyrir Hollendinga. Ragnar Hinriksson hafnaði í 11. sæti og Jón Pétur varð í 21. sæti. Fastlega var reiknað með ís- lenskum sigri í 250 metrunum en Gunnar var í nokkrum erfiðleikum með Kolbak í ræsingu. Ræst var úr rásbásum samskonar og notaðir voru hér um árabil en hafa nú ver- ið aflagðir. Þegar upp var staðið var Gunnar með þriðja besta tímann á eftir Johannesi Hoyos og Ulf Lind- gren sem sigraði á Hrafnkatli. Er það fyrsti sigur Svía á þessum Hinrik og Pjakkur á fullri ferð. Prímús mótor aðdáendaklúbbs íslenska landsliðsisns Erling Sigurðsson trónir hér upp úr regnhlífarskar- anum og gefur fyrirmæli um næstu hvatningarhrópin. í forgrunni má kenna Sigurð Þórhallsson fram- kvæmdastjóra L.H., Kára Arnórson formann L.H. og Jónas Jónasson búnaðarmálastjóra ásamt eiginkon- um og lengst til hægri er Sigurgeir Þorgeirsson aðsoðarmann landbúnaðarráðherra. manna beindust helst að Ragnari Hinrikssyni á Gammi. Tókst þeim feikna vel upp í forkeppninni og höfnuðu þar í öðru sæti. Reyndar töldu margir Ragnar heppinn að vera ekki dæmdur úr leik því hest- urinn var ekki kominn á fet á miðri langhlið vallarins eftir að keppni lauk en reglur segja að svo skuli vera. Sagði Ragnar að klárinn hafi verið kominn á hæga ferð en hann hafi fælst þegar áhorfendur tóku að klappa. Efst úr forkeppni varð Carina Heller . Þýskalandi á Glaumi frá Sauðárkróki þeim sama og Jón Pétur keppti á í Danmörku. Er klár- inn orðinn geysilega sterkur í fimm- gangi enda sigraði hann af miklu öryggi. Þótt alltaf sé sárt að tapa gulli til Þjóðveija sættir maður sig við það þegar þeir eiga það skilið en segja má að svo hafi verið í hringvailargreinunum þremur á þessu móti. Heildarárangur Carinar Heller á mótinu var reyndar feikna góður. Sigur í fimmgangi, 5. sæti í stigakeppni mótsins, 5. sæti í 250 metra skeiði og 6. sæti í gæðinga- skeiði. Allt gekk á afturfótunum hjá Ragnari í úrslitunum og má segja að hann hafi tapað úrslitunum Annað mótið í röð sigra Þjóðverjar fimmganginn og það nokkuð örugglega. Carina Heller tekur Glaum til kostanna í úrslitum fimm- gangs. ingana í fimmgangi en þat' átti að stefna ákveðið á sigur. Snúður, hestur Tómasar Ragnarssonar, heltist kvöldið fyrir forkeppnina í fimmgangi og þar með virtust sig- urmöguleikar okkar rýrast veru- lega. Jóni Pétri Ólafssyni hafði ekki gengið vel fram að þessu svo augu Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum: Enn á ný g^ull í gæðingaskeiði Þjóðveijar sterkastir að vanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.