Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Byggðastofnun: Ekkert athugavert við skýrsl- una í ljósi nýrra viðhorfa - segir Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoð- andi sem samþykkti reikninga Byggðastofnun- ar áður en nýja skýrslan sá dagsins ljós Halldór V. Sig-urðsson ríkisendurskoðandi, segir ekkert óeðlilegl við þá staðreynd, að hann hafi samþykkt reikninga Byggðarstofnunar aðeins sjö mánuðum áður en Ríkisendurskoðun birti dökka skýrslu um stöðu stofnunarinnar. Hann leggur áherslu á að á þessum tíma hafi orðið sljórnarskipti og að núverandi ríkistjórn hafi ákveðið að hætta stuðningi við fiskeldi og Alafoss. „Fyrirtæki út í bæ endurskoðaði þessa reikninga sem ég skrifaði síð- an upp á, og tek þá fulla ábyrgð á endurskoðuninni. Menn verða að athuga undir hvaða kringumstæð- um endurskoðunin fór fram, en þá voru bæði Alafoss og fiskeldið stutt af stjómvöldum á þeim tima. Þegar stjórnvöld nú og viðskiptabankarnir ákveða að hætta að styðja við bak- ið á þessum atvinnurekstri, verðum við að meta hlutina í öðru ljósi. En á meðan stjórnin sá ástæðu til að styðja þar við, sáum við enga ástæðu tii að afskrifa lán Byggðar- stofnunar. Raunar gerðum við þá athugasemd við útlán Atvinnu- tryggingasjóðs í skýrslu a síðasta ári, að um 15-20% af útlánum sjóðs- ins mundi tapast, og niðurstöður skýrslunnar nú eru í samræmi við það sem við spáðum.“ Halldór leggur áherslu á, að gagnrýni sú sem beinst hefur að Ríkisendurskoðun sé óréttmæt, og að hann telji að skýrslur þeirra sé unnar af samviskusemi og fyllsta hlutleysi. „Hefðum við viljað hag- ræða hlutunum okkur í hag, eða fela okkar álit sem skýrslan sýnir, væri ekki torvelt að hagræða tölun- um á þann hátt. En allar þær skýrsl- ur sem frá okkur koma, eru unnnar samkvæmt bestu samvisku og af hlutleysi. Eg vísa því allri gagnrýni á bug.“ Morgunblaðið/Ami Sæberg Donald E. Banker, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar og Erlendur G. Eysteinsson, fjölumdæmisstjóri hreyfingarinnar á íslandi. Lionshreyfingin á íslandi 40 ára: Rækta birkiskóga í tilefni afmælisins ISLENSKA Lionshreyfingin er fjörutíu ára um þessar mundir. Lions- menn og konur minnast afmælisins með ýmsu móti. Meðal annars á að gróðursetja fjörutíu birkiplöntur á hvern meðlim hreyfingarinnar. Meðal erlendra gesta í tilefni fertugsafmælisins er Donald. E. Banker, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, sem bráðlega situr friðarráð- stefnu samtakanna í Japan. Magnús Kjaran var aðalforgöngu- maður þess að stofna fyrsta Lions- klúbbinn á íslandi. Hann var stofnað- ur í Reykjavík 14. ágúst 1951. Nú eru starfandi hérlendis 88 Lionsklúb- bar, 16 Lionessuklúbbar og 1 Leó- klúbbur, en meðlimir í honum eru á aldrinum 14 til 26 ára. Alls e_ru meðlimir Lionshreyfingarinnar á ís- landi 3.300 talsins. Núverandi fjölumdæmisstjóri Li- onshreyfingarinnar á íslandi er Er- lendur G. Eysteinsson. Hann segir að starfsemi hreyfingarinnar þróist stöðugt meira út í það að klúbbfélag- ar leggi af mörkum vinnu að ákveðn- um verkefnum auk hinnar velþekktu fjáröflunar til góðgerðarmála. Sem dæmi um slík vinnuverkefni nefnir Erlendur landgræðslu og skógrækt. Undanfarin ár hafa Lionsklúbbar á þeim svæðum Norðurlanda, sem eru á sömu breiddargráðum og ísland, safnað birkifræi og sent íslensku hreyfingunni. Alls hafa með þessum hætti borist nær 20 kíló af birkifræi Reuter Michael Sheehan á skrifstofu sinni í Miami hvað verstir, til dæmis í St. Paul. Ég hef því miður ekki enn komið til Islands, en hef verið nokkuð á hinum Norðurlöndunum, og líkað vel.“ Sheehan, sem er 31 árs gamall, tók háskólapróf í fjölmiðlafræði í Nebraska-fylki, og starfaði síðan nokkuð við sjónvarp. Hann starfaði síðan sem upplýsingafulltrúi fyrir tvo bandaríska þingmenn á Capitol ■ Hill í Washington, áður en honum bauðst það starf sem hann er í nú fyrir um fimm árum síðan. Það segir hann vera skemmtilegt, en erfitt, ekki síst þar sem mikið er um smygl á eituriyfjum frá syðri hluta álfunnar til suð-austurhluta Bandaríkjanna. til landsins. Að jafnaði má reikna með sex til átta hundruð þúsund ttjám úr hveiju kílói af fræi, þannig að birkiskógur Lionshreyfmgarinnar verður myndarlegur, ef öll þau tré ná að festa rætur og þroskast. Á næsta ári er auk þess fyrirhug- að að Lionsfélagar planti að jafnaði 40 birkiplöntum hver í tilefni fertugs- afmælisins í ár. Bæði þessi skóg- ræktarverkefni eru unnin í samráði við Skógrækt ríkisins. . Annað stórt verkefni íslensku Li- onsfélaganna um þessar mundir er það sem þeir kalla Pólska verkefnið. Þar er um að ræða samstarf klúbb- anna á öllum Norðurlöndum, sem miðar að því að aðstoða við uppbygg- ingu hreyfingarinnar í Póllandi. Þá er einnig fyrirhugað að klúbbamir á Norðuriöndum afli fjár til aðstoðar pólskum börnum, sem fæðst hafa með heilalömun. Umdæmisstjóri Lionshreyfingar- innar norðanlands og vestan er Gunnar Oddur Sigurðsson, en Ólafur Briem er umsdæmisstjóri sunnan iands og austan. Jón Bjarni Þor- steinsson er formaður afmælisnefnd- ar hreyfingarinnar. Þeir félagarnir lögðu á það áherslu í samtali við Morgunblaðið, að aðalmarkmiðið með starfseminni væri að leggja þeim lið sem hjálpar væru þurfi. Þessi lið- veisla væri oftast í formi fjárhagslegs stuðnings. Þann góða árangur sem hreyfmgin hefði iðulega náð í fjáröfl- unum sínum sögðust þeir þakka því að almenningi væri fyrirfram gerð grein fyrir því til hvers fénu yrði varið. Að sögn þeirra félaganna eru sjóð- ir hreyfingarinnar tveir og algerlega aðskildir. Annars vegar er líknarsjóð- urinn. Fjár til hans er aflað meðal almennings. Hins vegar er félaga- sjóðurinn. Fé í hann kemur frá félög- unum sjálfum, einkum í formi félags- gjalda, og er honum varið til rekstr- ar klúbbanna. Donald E. Banker, alþjóðaforseti Lionshreyfmgarinnar, var gestur ís- lenskra Lionsfélaga í tilefni afmæl- isins. Hann segist vera eins konar sendiherra tæplega 40 þúsund klúbba í rúmlega 170 iöndum. Ban- ker segir að Lionshreyfingunni sé það kappsmál að leggja lóð sín á vogarskálamar í þágu friðar í heim- inum. Dagana 24. - 31. ágúst næst- komandi efnir Lionshreyfmgin til friðarráðstefnu í Japan. Ráðstefnuna munu sitja félagar víðs vegar að úr heiminum, jafnt úr áustri og vestri. Að sögn Bankers er fyrirhugað að afhenda Sameinuðu þjóðunum álykt- un ráðstefnunnar til þess að gera þeim grein fyrir því mikla friðarafli sem búi í félögum Lionshreyfingar- innar um allan heim. Mjög stoltur af íslensk- um uppruna mínum Listamenn hljóta viðurkenningar Morgunblaoið/KGA Tveir listamenn hlutu viðurkenningar frá Reykjajvíkur- borg sunnudaginn 18 ágúst. Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, fékk 3 ára starfslaun frá borginni en Kjart- an Ólafson, myndlistamaður, var valinn borgarlista- maður og 'fékk eins árs starfslaun. Myndin er tekin við afhendingum viðurkenninganna í Höfða. Lengst til vinstri á myndinni er Hafsteinn Hafsteinsson, sem tók við viðurkenningunni fyrir Auði dóttur sína, næstur honum er Markús Öm Antonsson, borgarstjóri, sem afhenti viðurkenningarnar, og Kjartan Óiason, borgar- listamaður. Við sama tækifæri voru afhentar viður- kenningar fyrir fallega garða og hús í Reykjavík, en fegursta gata borgarinnar var valin Holtasel. — segir Michael Sheehan talsmaður tollayfirvalda í Miami í VIKUNNI sem leið komst á Miami í Bandaríkjunum upp um vopna- smyglara, sem höfðu ætlað sér að smygla vopnum til Króata í Júgó- slavíu með viðkomu á Islandi. I tengslum við þennan atburð hafði Morgunblaðið samband við tollayfirvöld á Miami — og viti menn, sá sem varð fyrir svörum sagðist vera íslendingur, að minnsta kosti að hluta, og nefndi það sem dæmi um þjóðræknina að fjölskylda sín héldi 17. júní ætíð hátíðlegan, og að sér hefði stundum dottið í hug að flytjast hingað til lands. „Þannig háttar til að afi minn, Halldór Guðmundsson, fluttist sem ungur drengur vestur um haf til Kanada laust fyrir aldamótin," sagði Michael Sheehan, sem er yfir- maður upplýsingadeildar tollayfir- valda í suð-austurhluta Bandaríkj- anna. „Við systkynin erum stolt af íslenskum uppruna okkar, og þrátt fyrir að ýmsir kunningjar okkar skopist að þjóðrækninni í okkur finnst okkur einfaldlega fróðlegt og skemmtilegt í senn að rækta tengsl okkar við landið." Sheehan sagði, að afi sinn hafi upp úr aldamótunum flutt til St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum, en þar er Sheehan fæddur. „Því miður var afi minn dáinn þegar ég fæddist, en innan ijölskyidunnar ganga af honum miklar sögur,“ sagði Sheehan. „Systursonur minn er kallaður Hal í höfuðið á honum.“ Fjöiskylda Sheehans safnast ætíð saman á heimili systur hans í Washington á 17. júní og heldur daginn hátíðlegan. „Við drögum íslenska fánann að húni, og gerum okkur svo glaðan dag. Við þessi tækifæri gluggum við gjarnan í fornbókmenntirnar, en íslenska sendiráðíð hefur verið okkur innan handar við að útvega þýðingar á þeim. Við höfum átt ógleymanlegar stundir við að lesa í þessum sögum og ræða um þær og sögusvið þeirra,“ sagði Sheehan. „Á 17. júní fyrir tveimur árum vorum við sam- an komin í garði systur minnar þegar maður sem átti leið hjá með fjölskyldu sína fór að forvitnast um hvernig stæði á að við flögguðum íslenska fánanum á þessum degi. Kom þá í ljós að hann var íslending- ur, Sigfús Gauti Þórðarson, sem mér skilst að starfi hjá íslenska Seðlabankanum. Við buðum þeim í mat, og síðan þetta var höfum við haldið sambandi við hann og fjölskyldu hans, og hefur hann ver- ið að grepnslast fyrir um ættingja okkar á íslandi fyrir okkur. Þetta fannst okkur frábær tilviljun." Sheehan sagði, að sér hefði stundum dottið í hug að flytjast til íslands. „Mér skilst að til sé ein- hverskonar áætiun um embættis- mannaskipti á milli íslenskra og bandarískra yfii-valda, sem mér finnst mjög áhugaverð," sagði hann. „Ég vildi gjarnan búa í tvö til þijú ár á Islandi. Ég hugsa að veðráttan myndi ekki koma mér í opna skjöldu, því meirihluta ævi minnar hef ég búið á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem vetur eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.