Morgunblaðið - 20.08.1991, Page 23

Morgunblaðið - 20.08.1991, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1991 Sigrún Sara Söngur og píanó í Listasafni Signrjóns HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS hefur vinninginn < IT) 0 cs < Á þriðjudagstónleikunum í Lista- safni Sigurjóns Olafssonar 20. ágúst kl. 20.30 mun Sigrún Þor- geirsdóttir syngja við píanóund- irleik Söru Kohane lög eftir ' Hándel, Brahms, Grieg og Dvor- ák auk islensku tónskáldanna Sigfúsar Einarssonar, Árna Thorsteinssonar, Sigvalda Kaldalóns og Sigurðar Þórðar- sonar. Sigrún Þorgeirsdóttir sópran- söngkona ólst upp í Boston og á Seltjarnarnesi. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1984 og BS-prófi í efna- fræði frá Háskóla íslands þremur árum síðar. Jafnframt stundaði hún söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Sieg- linde Kahmann og lauk áttunda stigi vorið 1988. Þá um haustið hóf hún söngnám við Boston University og lauk þaðan Master of Music- prófi í söng síðastliðið vor. Aðal- kennari hennar þar var Mary Da- venport. Sigrún hefur komið fram sem einsöngvari með Dómkórnum í Reykjavík og Mótettukór Hall- grímskirkju, en þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar hennar hér á landi. Sara Kohane píanóleikari er frá New Jersey í Bandaríkjunum. Hún lauk Bachelor of Music-prófi í pían- óleik frá University of Michigan þar sem kennarar hennar voru Charles Fischer og Margin Katz. Frá Boston University lauk hún Master of Music-prófi sem undirleikari fyrir söngvara undir handleiðslu Allan Rogers. Sara Kohane hefur marg- oft komið fram sem einleikari á kammermúsíktónleikum og sem undirleikari og hefur unnið til nokk- urra verðlauna. Hún hefur verið aðalsöngþjálfari við sumarskóla Boston University í Tanglewood og fastráðinn kennari og undirleikari við söngdeild Bostonarháskóla. Sara er jafnframt undirleikari fyrir Pro Musica- og Zamir-kórana í Boston. (Fréttatilkynning) ----- Fundur norrænu UNESCO nefndanna NORRÆNU UNESCO-nefndirn- ar halda árlegan fund sinn hér á landi dagana 25.-28. ágúst. Fundurinn verður haldinn á Hót- el Örk í Hveragerði. Aðalefni fundarins er undirbún- ingur fyrir aðalráðstefnu UNESCO, sem haldin verður í París í október. Fulltrúar í norrænu UNESCO- nefndunum ræða starfs- og fjár- hagsáætlun UNESCO fyrir árin 1992-1993 og stilla saman strengi sína fyrir ráðstefnuna. Um 60 manns sitja fundinn. Auglýsingasíminn er69 11 11 Njóttu þess besta -útilokaðu regnið, rokið og kuldann GENERAL ELECTRIC PLASTICS LEXAN ylplast - velur það besta úr veðrinu SINDRI BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 LEXAN ylplastið er hægt að nota hvar sem hægt er að hugsa sér að Ijósið fái að skína, t.d. í garðsofur, yfir sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir húsagarð, anddyri og húshluta. Möguleikamir eru óþrjótandi. LEXAN ylplast • Flytur ekki eld. Er viðurkennt af Brunamálastofnun. • Mjög hátt brotþol. DIN 52290. • Beygist kalt. • Meiri hitaeinangrun en gengur og gerist. • Hluti innrauðra geisla ná í gegn. íslensk veðrátta er ekkert lamb að leika við. Þess vegna nýtum við hverja þá tækni sem léttir okkur sambúðina við veðrið. LEXAN ylplastið er nýjung sem gjörbreytir möguleikum okkar til þess að njóta þess besta sem íslensk veðrátta hefur að bjóða - íslensku birtunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.