Morgunblaðið - 20.08.1991, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.08.1991, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRlÐJÚÖÁöÚR 20. ÁGÚST 'íð&T Þjóðverji á sjö- tugsaldri ramm- villtur á hálendinu ÞJÓÐVERJI á sjötugsaldri gekk í tvo sólarhringa villtur á háiendinu eftir að hafa reynt árangurslaust að grafa jeppa sem hann ók upp með berum höndum. Maðurinn kom í skálann í Nýjadal á sunnudags- morgun afar illa á sig kominn. Hjálparsveit skáta á Akureyri leitaði að bíl mannsins á sunnudagskvöld, en lenti í snjókomu svo útsýni var lítið. Bíllinn fannst er flogið var yfir svæðið í gærmorgun og fóru skátar eftir honum, en von var á þeim til Akureyrar seint í gærkvöld. Þjóðverjinn kom inn í Nýjadal á sunnudagsmorgun, örþreyttur og illa á sig kominn, með sár á fótum eftir um'tveggja sólarhringa göngu. Landvörður hafði samband við Hjálparsveit skáta á Akureyri síð- degis á sunnudag eftir að í ljós kom að bfll mannsins var týndur og fóru skátar af stað upp að Laugafelli um kvöldmatarleytið, en landvörður ók Þjóðveijanum þangað. Smári Sigurðsson hjálparsveitar- maður sagði að maðurinn hefði ekið upp úr Eyjafirði á föstudag, en miðja vegu frá botni Eyjafjarðar og að Laugafelli hefði hann ekið út af greiðfærri leiðinni þangað og út á ómerkta og lítt notaða slóð. Fljótlega hafi hann týnt slóðinni, en ekið í um 20 kílómetra til aust- urs áður en hann festi bíl sinn. Maðurinn reyndi í um 7 klukku- tíma að losa bíl sinn og gróf með berum höndum, þar sem enginn búnaður var til staðar. Maðurinn Ekið á dreng á reiðhjóli EKIÐ var á barn á reiðhjóli á sunudagskvöld og aðfaranótt sunnudags varð fullorðinn maður fyrir bifreið. Meiðsl voru minniliáttar. Fimm ára gamall drengur á reiðhjóli varð fyrir bifreið á rhót- um Skarðshlíðar og Sunnuhlíðar nokkru fyrir kl. 20 á sunnudags- kvöld. Hann var fluttur á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Þá var ekið á fullorðinn mann á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar aðfaranótt sunnudags. Hann var einnig fluttur á slysadeild, en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. Lögreglan á Akureyri kærði nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og einn var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur. hafði hvorki síma né talstöð í bif- reiðinni og taldi Smári að hans hefði ekki verið saknað í bráð, en hann ætti bókaða ferð út með Nor- rænu í næstu viku. Smári sagði að manninum hefði verið gerð grein fyrir því að hann yrði að greiða kostnað vegna flugs- ins og hann fallist á það. Kostnaður við leitina alla er um 400 þúsund krónur. Smári sagði að vissulega færi hjálparsveitin ekki í mann- greinarálit áður en lagt væri af stað til aðstoðar, sveitin væri kölluð út í nokkrar ferðir upp á hálendið á hvetju sumri til aðstoðar fólki sem lent hefði þar í ógöngum og væri ætíð fús til fararinnar. Mikilvægt væri hins vegar að einhveijar reglur giltu um umferð á hálendinu. „Það tíðkast varla nokkurs staðar nema hér á landi að útlendingar geti komið inn í landið og gert nán- ast hvað sem er án þess að hafa neinar tryggingar á bak við sig. Við getum ekki farið til Evrópu og klifið þar fjöll án þess að hafa á bak við okkur háa tryggingu og sama gildir einnig þegar farið er til Grænlands í sömu erindagjörð- um, en hér á landi getur fólk sem ókunnugt er staðháttum haldið upp á hálendið, ekið þar utan vega ef því sýnist svo og gert nánast hvað svo sem því dettur í hug. Það er tími til kominn að hætt verði að ræða um þessi mál, það verður að gera eitthvað," sagði Smári. Dalvík: Rúður brotnar í lögreglustöðinni ÞRJÁR rúður voru brotnar í lög- reglustöðinni á Dalvík aðfara- nótt mánudags. Björn Víkingsson varðstjóri lög- reglunnar sagði að aðkoman hefði verið ófögur, en stórir gijóthnull- ungar hefðu verið notaðir til verks- ins og lágu þeir á víð og dreif bæði inni sem og utandyra. Málið er óupplýst. *.*>' JSÍ Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Börn lögðu sig öll fram í boðhlaupinu. • 'ffl ’ V 3 1'v\B ■W- Æm t ■f f:. í - cj**] '~'Z. mm ■ - |p ‘ r gjfe ** '' jiiúx r», j«' 1 ww:'-3í || zi. WL-ó 1 Fjölmenni fagnaði 60 ára afmæli Hríseyjarhrepps SEXTÍU ára afmæli Hrís- eyjarhrepps varjhaldið hátíð- legt í blíðskaparveðri laugar- daginn 17. ágúst. Ferjurnar, Sævar og Sæfari, fluttu um eitt þúsund manns til og frá eyjunni á laugardaginn, en mikið af brottfluttum Hrísey- ingum sem og ferðafólki lagði þangað leið sín í tilefni af tímamótunum. Jónas Vigfússon sveitarstjóri sagði að hátíðin hefði í alla staði tekist vel. Dagskráin hófst kl. 14 með helgistund sr. Huldu Hrannar Helgadóttur sóknar- prests, Guðjón Björnsson fyrr- verandi sveitarstjóri flutti ávarp og Sólveig Hjálmarsdóttir söng nokkur lög við undirleik Pálínu Skúladóttur. Þá flutti Árni Tryggvason gamanmál. Eftir að afmælisgestir höfðu gert heilmikilli tertu í líki Hrís- eyjar góð skil var farið í leiki, en að því loknu tók sr. Kári Valsson fyrrverandi sóknar- prestur fyrstu skóflustunguna að byggingu íbúða fyrir aldraða í eynni. Undir kvöldið brettu hreppsnefndarmenn og vara- Það var heitt í kolunum hjá hreppsnefndarmönnum í Hrísey sem grilluðu ófáar pylsur ofan í hungraða afmælisgesti. menn þeirra upp ermarnar og Að lokum var dansað á plan- hófust handa við að grilla pylsur inu við fiskverkun Rifs fram eft- ofan í mannskapinn, en síðan var ir nóttu, en hlé gert á dansinum kveiktur varðeldur og efnt til um miðnætti er flugeldum var fjöldasöngs. skotið á loft. ÝMISLEGT • R.L. Rose Company, 19 Waterloo Street, Glasgow, Skotlandi. Antik og gömul, skrautleg, austurlensk teppi og renningar í kjölfar heimsóknar Mr. R. L. Rose til ís- lands í mars, vill hann gjarnan hitta þig á Hótel Sögu frá fimmtudegi 22. ágúst til fimmtudags 29. ágúst. Hann mun hafa til sýnis og sölu úrval af gömlum, skrautlegum, austurlenskum renningum og mun gefa ráð- leggingar í sambandi við hreinsun, vjðgerðir og verðlagningu o.fl. Vinsamlegast hafið samband og pantið tíma á Hótel Sögu, herbergi 640. KVÓTI Kvóti Óskum eftir að kaupa þorsk-, ýsu-, ufsa- og grálúðukvóta. Upplýsingar í síma 95-35207. Fiskiðja Sauðárkróks hf. ATVINNUHÚSNÆÐI Hafnarfjörður Verslunar- eða skrifstofuhúsnæði Til leigu er mjög gott 165 fm verslunar- eða skrifstofuhúsnæði á besta stað í Hafnarfiði. Upplýsingar í símum 51296 og 52028. Húspláss til leigu á Ártúnshöfða 600 fm súlulaust. 6 m lofthæð. 5 m breiðar innkeyrsludyr. Laust strax. Upplýsingar í síma 671011. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Manntalsþing Manntalsþing fyrir alla hreppa ísafjarðar- sýslu verður haldið í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, ísafirði, föstudaginn 23. ágúst 1991 kl. 10.00. 19. ágúst 1991. Sýslumaðurirm í ísafjarðarsýstu, Pétur Kr. Hafstein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.