Morgunblaðið - 20.08.1991, Blaðsíða 56
Sameining lífeyris-
sjóðanna á Norður-
landi í undirbúningi
„ . Morgunblaðið/Kristján
Igor Krasavín sendiherra Sovétríkjanna á Islandi neitaði að ræða við fjölmiðlafólk þegar hann gekk
af fundi utanríkisráðherra í gær. Þar sagði hann atburðina Sovétríkjunum innanríkismál.
Ríkisstjórn íslands fordæmir valdaránið í Sovétríkjunum:
Vekur ugg að harðlínuöfl
ráði nú yfir herstyrknum
segir Davíð Oddsson forsætisráðherra og hvetur til samræmdra viðbragða
Akureyri.
Undirbúningsfundur vegna
stofnunar eins lífeyrissjóðs fé-
lagsmanna innan Alþýðusam-
bands Islands á Norðurlandi
verður haldinn í næsta mánuði,
Tólf tíma
fjárlaga-
fundur
Formaður Alþýðu-
flokks segir pólitísk
álitamál enn uppi
FUNDUR ríkisstjórnarinnar
vegna undirbúnings fjárlaga-
gerðar stóð nær ósiitið frá há-
degi og fram undir miðnætti í
gærkvöldi. Ráðuneytin hafa öll
skilað frágengnum niðurskurð-
arhugmyndum og var farið yfir
tillögurnar í heild sinni á fundin-
um. Að sögn Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra miðar undir-
búningi vel. Formaður Alþýðu-
flokksins, Jón Baldvin Hannibals-
son, utanríkisráðherra, sagði að
hluti pólitískrar umræðu innan
flokkanna væri enn eftir og ýmis
pólitísk álitamál ófrágengin.
Niðurskurðartillögurnar voru
kynntar þingflokkum ríkisstjórnar-
innar um helgina. Þær felast m.a.
í rekstrarsparnaði og tilfærslum,
frestun framkvæmda, niðurskurði
og auknum þjónustugjöldum. Þá er
gert ráð fyrir einhverri fækkun
ríkisstarfsmanna með uppsögnum í
tengslum við hagræðingu á ýmsum
sviðum.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra, segir, að unnið sé að þVí, að
halli á Ijárlögum næsta árs verði
um 4 milljarðar en aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar miði einnig að því að
fjárlög ársins 1993 verði hallalaus.
Segir fjármálaráðherra, að ákvarð-
anir um útgjöld eigi að liggja fyrir
í þessari viku en þá verði tekið á
tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins sem
enn sé órædd.
Þóra Hjaltadóttir formaður Al-
þýðusambands Norðurlands sagði
að í nóvember síðastliðnum hefði
verið sent út bréf til aðildarfélaga
þar sem leitað var viðbragða frá
félögunum við stofnun eins lífeyr-
issjóðs á Norðurlandi. Undirtektir
hefðu verið góðar og því yrði hald-
inn undirbúningsfundur vegna
stofnunar lífeyrissjóðsins í tengsl-
um við 22. þing Alþýðusambands-
ins, en það verður haldið á Illuga-
stöðum 27. til 28. september næst-
komandi. Undirbúningsfundur
vegna lífeyrissjóðssmálsins verður
haldinn fyrri dag þingsins.
Þóra sagði að mikil og flókin
vinna væri eftir og langt í land
með að sameiginlegur lífeyrissjóð-
ur norðlenskra launamanna væri í
höfn. Reiknaði hún með að kosin
yrði nefnd á undirbúningsfundin-
um, og henni yrði síðan falið að
ráða starfsmann, en áætlanir Al-
þýðusambands Norðurlands gera
ráð fyrir að sameiginlegur lífeyris-
sjóður taki til starfa 1. janúar
1993.
Á síðasta þingi sambandsins
fyrir tæpum tveimur árum var
mikið rætt um iífeyrissjóðsmál og
þar kom m.a. fram að lífeyris-
greiðslur félagsmanna þess sem
renna beint í lífeyrissjóði á höfuð-
borgarsvæðinu nemi um einum
milljarði króna á ári.
ÍSLENSKA ríkisstjórnin for-
dæmir valdarán það sem átti sér
stað í Sovétríkjunum í fyrrinótt.
Ályktun þess efnis var aflient
sendiherra Sovétríkjanna hér á
landi í gær. Hann kvaðst myndu
koma henni til hinna nýju vald-
hafa og lýsti því sjónarmiði
þeirra að aðgerðirnar væru inn-
anríkismál í Sovétríkjunum og
þarlendum lögum samkvæmar.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra segir að ekki
hafi verið farið að ákvæðum sov-
ésku sljórnarskrárinnar um for-
setaskipti. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra segir það velqa
ugg að hópur harðlínukommún-
ista ráði nú yfir herstyrk Sov-
étríkjanna, sem enn sé hinn sami
og fyrr. Ríki Atlantshafsbanda-
lagsins verði að vera í viðbragðs-
stöðu. íslenska ríkisstjórnin muni
hafa samráð um viðbrögð við
atburðum í Sovétríkjunum við
NATO, ríkisstjórnir RÖSE-landa
og annarra Norðurlanda.
Davíð Oddsson segir á miklu ríða
að stjórnvöld á Vesturlöndum geri
allt sem unnt sé til að tryggja að
varanlegar afleiðingar verði ekki
af atburðunum í Sovétríkjunum.
Hann óttist að ekki sé um tíma-
bundið ástand að ræða hvað sem
yfirlýsingum nýrra valdhafi líði.
Þeir hafi sagt að sjálfstjórnarréttur
lýðveldanna verði virtur að vettugi
óhlýðnist stjórnvöld þar boðum frá
Kreml. Því hafi stjórnvöld lýðveld-
anna í raun verið sett af.
„Við lítum auðvitað svo á að
ríkisstjórnir lýðveldanna séu enn
rétt stjórnvöld," segir Davíð. For-
sætisráðherra, utanríkisráðherra og
alþingismenn í utanríkismálanefnd
lýsa allir þungum áhyggjum af
áhrifum atburðanna í gær og fyrri-
nótt á framtíð Eystrasaltslandanna.
Davíð Oddsson telur að athuga
verði hvort yfirlýsing neyðarstjórn-
arinnar í Moskvu merki að ekkert
sjálfstæði verði til að viðurkenna í
Litháen.
Þingmennirnir Lára Margrét
Ragnarsdóttir og Jóhannes Geir
Sigurgeirsson halda til Tallin í dag.
Um 40 þingmenn af Vesturlöndum
funda í Eystrasaltslöndum í vikunni
um ástand þar og nýja Evrópu.
Jón Baldvin Hannibalsson segir
virðast stefna í blóðug átök hers
og almennings í Sovétríkjunum.
Hann telji iíklegra en ekki að átök-
in leiði til borgarastyijaldar. Jón
situr í dag fund norrænna utanríkis-
ráðherra sem haldinn er í Dan-
mörku, eftir að utanríkisráðherrar
EB-landa ræða saman. Viðbrögð
við atburðum í Sovétríkjunum verða
rædd á fundunum. íslenskum
stjórnmálamönnum sem Morgun-
blaðið ræddi við bar saman um að
nauðsynlegt væri að sýna samstöðu
um skjót og hörð viðbrögð.
Sjá frásagnir og ummæli i
miðopnu
Áhugi á húsbréfum erlendis
NOKKRIR söluaðilar húsbréfa
vinna að því að finna erlenda
kaupendur að bréfunum. Er-
lendir aðilar hafa sýnt kaupum
áhuga, en engin sala hefur enn
átt sér stað. Danskur kaupsýsiu-
maður hefur viljað kaupa hér
húsbréf í töluverðum mæli, en
hefur ekki enn útvegað nægileg-
ar tryggingar í bönkum til þess
að af viðskiptunum yrði.
Að sögn Finns Sveinbjörnssonar,
skrifstofustjóra í Viðskiptaráðu-
neytinu, er ekkert sem mælir gegn
því að erlendir aðilar kaupi íslensku
húsbréfin, en mjög skýrt er kveðið
á um það í reglugerðinni að við-
skiptin skulu fara fram fyrir milli-
göngu innlendra verðbréfamiðlara.
Finnur segir að krafan um milli-
göngu innlendra aðila sé í samræmi
við þær reglur sem tíðkast á hinum
Norðurlöndunum, og krafan sé
fyrst og fremst sett fram til að
tryggja stjórnvöldum aðgang að
upplýsingum vegna hagskýrslu-
gerðar og skatteftirlits, Reglan um
innlenda milligöngumenn gildir
jafnt um viðskipti innlendra aðila
með erlend verðbréf og erlendra
aðila með innlend verðbréf.
Sigurbjörn Gunnarsson, yfir-
maður söludeildar húsbréfa hjá
Landsbréfum, segir að þær heim-
ildir til sölu innlendra verðbréfa
sem eru fyrir hendi hafi ekki verið
mikið notaðar. Sigurbjörn segir að
Landsbréf hafi unnið að því að fá
erlenda kaupendur að húsbréfum,
einkum í Danmörku og Banda-
ríkjunum en enn sé of snemmt að
dæma um árangur af þeim umleit-
unum.
Aðalfyrirstöðuna fyrir sölu hús-
bréfa til erlendra aðila telur Sigur-
björn vera vantrú manna á íslensku
krónunni.