Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Málstefna og kennaramenntun eftir Indriða Gíslason Hverjir bera ábyrgðina? Undanfarið hefur nokkuð verið ritað í blöð um íslenskt mál og at- hygli þá einkum beinst að fákunn- áttu þeirra sem hefja nám við Há- skóla íslands. Nokkuð hefur verið deilt um skýringar á kunnáttuleysi háskólastúdenta í móðurmáli og ekki reyndar allir sammála því að um vankunnáttu sé að ræða. Segja má að skrif manna hafí raunar beint eða óbeint snúist um stöðu íslenskrar tungu í nútímanum eins og sumir greinarhöfundar hafa bent á og í því efni eru ekki til neinar einfaldar skýringar og vandséð hveija á að draga til ábyrgðar. I þessari grein verður leitast við að benda á nokkur PHILjPS Whirlpool FRYSTIKISTUR Góð tæki. Gott verð • AFG015 138 lítra. h:88 b:60 d:66 cm kr.stgr. 29.830.* • AFG 033 327 lítra. h:88 b:112 d:66 cm kr.stgr. 42.655.- • AFG 041 408 lítra. h:88 b:135 d:66 cm kr.stgr. 45.505.- Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SIMI6915 15 ■ KftlNGLUNNI SÍMI6915 20 !/tii Mtm8vmtiaiéeg& i sanounyujK, atriði sem gætu skipt máli þegar staðan er metin. Verður í því skyni drepið á máluppeldi og móðurmáls- kennslu og vert er að taka strax fram að túlkað er sjónarmið ís- lenskukennara við Kennaraháskóla íslands en sú stofnun ber ábyrgð á menntun grunnskólakennara eins og kunnugt er. Hverjir hafa áhrif á máluppeldi? Erfitt er að gera þessu efni ljós skil í stuttri blaðagrein en fyrst verð- ur að huga að því hvaða aðilar hafa mest áhrif á málmótun. Þar er hægt að byija á foreldrunum. Þeir eru fyrstu móðurmálskennarar barn- anna. Nú á tímum er h'tið gert úr þeirra hlut og líklega minna en efni standa til. Áreiðanlega reyna flestir foreldrar að hafa gþð áhrif á mál- þroska bama sinna. Hitt er annað mál að þáttur foreldra í máluppeldi hlýtur að mótast af þeirri menntun sem þeir hlutu í fræðslukerfmu og er þá komið að „opinberum" móður- málskennurum, þeim sem annast um börn á dagvistum og kennurum í skólum. Þegar hér er talað um kenn- ara í skólum er ekki eingöngu átt við íslenskukennara heldur alla kennara jafnt því allir eru þeir með nokkru móti móðurmálskennarar, hafa sín áhrif á málfar nemenda sinna til góðs eða ills. Svo má segja að þeir aðilar sem nú voru taldir hafí bein áhrif á máluppeldi, að það sé beinlínis hlutverk þeirra að stuðla að málþroska, skapa góða málnot- endur. Þess ber svo að gæta að nú á tím- um hafa önnur öfl óbein áhrif á málfar og alls ekki lítil. Er þar fyrst að nefna fjölmiðlana, bæði dagblöð og ljósvakamiðla þá sem alstaðar eru inni á gafli. Hefur oft verið bent á að t.d. sjónvarpsdagskrá, sem er að meiri hluta með ensku tali, hafí ekki heppileg áhrif á íslensku bama og unglinga, þeirra hópa sem næm- astir eru fyrir áhrifum. Enn má nefna jafningjahópinn svokallaða: böm og unglinga læra málið hvert af öðru, jafnöldrum sínum. Okkur gleymist oft að sá tími er löngu lið- inn að móðurmálið gekk milliliða- laust frá einni kynslóð bændasamfé- lagsins til annarrar. Við búum í nýju samfélagi, flest undir þéttum skógi sjónvarpsloftneta - og það þýtur heldur óheillavænlega í þeim skógi. íslensk málstefna Næst er rétt að hyggja að spum- ingum á borð við þessar: Hvað á að hafa að leiðarljósi í máluppeldi? Hvemig viljum við hafa íslenskt mál? Höfum við ekki einhveija stefnu í þessu efni? Því er til að svara að víst höfum við leiðarljós. Við eigum að vísu ekki málstefnu bundna í lögum en enginn hörgull er á skjölum þar sem orðum er far- ið um þessa stefnu. Þar mætti m.a. nefna Aðalnámskrá grunnskóla sem er ígildi reglugerðar (þ.e. mennta- málaráðherra hefur staðfest hana). í þessari námskrá er margt sagt um þetta efni. Um meginstefnu er þar stuðst við álitsgerð sem samin var á vegum menntamálaráðherra og birtist haustið 1986. Upphaf þeirrar álitsgerðar er á þessa leið: „Islendingar hafa sett sér það mark að varðveita tungu sína og efla hana. Með varðveislu íslenskrar tungu er átt við að halda órofnu samhengi í máli frá kynslóð til kyn- slóðar, einkum að gæta þess að ekki fari forgörðum þau tengsl sem verið hafa og eru enn milli lifandi máls og bókmennta allt frá upphafí ritald- ar. Með eflingu tungunnar er einkum átt við að auðga orðaforða svo að ávallt verði unnt að tala og skrifa á íslensku um hvað sem er, enn frem- ur að treysta kunnáttu í meðferð tungunnar og styrkja trú á gildi hennar. Varðveisla og efling eru ekki and- stæður. Eðli málsins, formgerð þess og sérkenni eiga að haldast. En málið á að vaxa líkt og tré sem heldur áfram að vera sama tré þótt það þroskist og dafni. Málfarslegt uppeldi í skólum má aldrei missa sjónar á þessu tvíþætta markmiði. Kennarar verða að skilja hvað í húfí er og geta útskýrt það fyrir nemendum.“ Með þessum orðum er íslenskri málstefnu lýst og rétt er að taka fram að í álitsgerðinni er hún skýrð nokkuð rækilega þótt hér verði ekki rakið. Vafalaust geta flestir verið sammála ofanskráðum orðum, þeir sem á annað borð hugsa eitthvað um íslenska tungu. Og reynslan hef- ur sýnt að þeir íslendingar eru marg- ir sem láta sig varða framgang móðurmálsins. Rétt er að taka fram að álitsgerð- in, sem hér var vitnað til, er hvorki ígildi laga eða reglugerðar. Hún er viljayfírlýsing af pólitískum toga spunnin. Það er alkunna að slík skjöl fá oft að mygla í skúffum ráðuneyta eftir að þeim hefur verið hampað í nokkra daga. Meginhluti marg- nefndrar álitsgerðar Jiefur þó verið prentaður í bók (Mal og samfélag 1989) - að vísu ekki að frumkvæði menntamálaráðuneytisins. Hvaða kröfur þarf að gera til móðurmálskennara? Flestum mun koma saman um að til (móðurmáls)kennara, allt frá dag- vistum til háskóla, þarf að gera mikl- ar kröfur: 1. Kennari þarf að vera vel máli farinn í ræðu og riti. Framburður hans verður að vera skýr og lýta- laus, flutningur áheyrilegur, hvort sem hann talar eða les. Hann verður að hafa góð tök á rituðu máli, vera rökvís og nákvæmur í orðavali. 2. Hann þarf að kunna sem best skil á íslenskri tungu: á hljóðkerfi hennar, beygingum og setningagerð. Hann þarf einnig að vera vel að sér í sögu tungunnar og bókmenntum þeim sem eru kjölfesta hennar. 3. Kennari þarf að vita hvernig böm tileinka sér móðurmálið og kunna skil á því hvað hefur áhrif á máltöku og málþroska. 4. Kennari þarf að vera vel að sér um notkun tungunnar í samfélaginu, átta sig á því að mál fer eftir aðstæð- um og tilgangi þess sem málið notar. Málnotkun i samfélaginu er næst- um óendanlega fjölbreytt og þar hljóta að verða til ýmiskonar sérhóp- amál (unglingamál, (starfs)stétta- mál, stofnanamál o.s.frv.). Kennari verður að vita þetta en hann verður líka að vera klár á því að eitt mál er öðru ofar, íslensk tunga sem menningarmál, ríkismálið sjálft. Hann verður að vera vel heima í þeirri stefnu sem fylgt er í ræktun íslenskrar tungu. Hann þarf að vera gagnkunnugur íslenskri málstefnu, þekkja forsendur hennar og rök- semdir. Hér lýkur kröfugerð og mætti þó vera ítarlegri. í rauninni eru þetta ekkert strangari kröfur en gerðar eru víða í skólum til nemenda og annarra þeirra sem málið nota. Sé Indriði Gislason „Á það ber að líta að ekki er nóg að setja saman failegar stefnuræður eða viljayfirlýsingar um ís- lenskt mál. Það þarf að skilgreina markmið ná- kvæmlega og tilgreina námskröfur fyrir öll skól- astig þar sem litið er á þau sem heild.“ t.d. litið í Aðalnámskrá grunnskóla má sjá að þar er stefnt að því að uppfylla kröfur af svipuðu tagi. íslenska í kennaramenntun Hér á landi hefur lengi loðað við sú skoðun að kennslu geti nú flestir stundað og áður fyrr völdust stund- um til þess starfs menn sem gátu ekki haft ofanaf fyrir sér með góðu móti. Afstaða til kennaramenntunar er þó óðum að breytast enda er mála sannast að hún hlýtur að vera sá homsteinn sem velferð þjóðarinn- ar, jafnt andleg sem verkleg, hvílir á. Þetta á ekki hvað síst við þegar talað er um að varðveita og efla ís- lenska tungu. Hér á undan voru tíun- daðar kröfur sem gera þarf til kenn- ara á því sviði og áréttað skal að átt er við alla kennara, ekki bara íslenskukennara, þótt til slíkra beri reyndar að gera enn meiri kröfur en til annarra. í íslenskum skólum hlýtur að vera höfuðvígi íslenskrar tungu. Skólamir - og þá fyrst og JC-Reykjavík - hvað veist þú um þann félagsskap? eftir Vigdísi Hauksdóttur JC-Reykjavík er elsta, öflugasta og stærsta, starfandi JC-félag á íslandi. Það var stofnað 10. október 1967. JC er alþjóðlegur félags- skapur ungs fólks á aldrinum 18-40 ára, og starfar í 87 þjóðlönd- um. Á íslandi em starfrækt 18 JC-félög. JC-Reykjavík er því einn hlekkur í þessari stóm alþjóðak- eðju. JC er félagsmálaskóli fyrst og síðast. Hann byggir upp og þroskar einstaklinginn og gerir honum kleift að vaxa í leik og starfi. JC-Reykjavík stendur fyrir mjög öflugu námskeiðahaldi, og heldur íjölmörg námskeið, sem era JC-félögum yfirleitt að kostn- aðarlausu. Þetta era samskonar námskeið eins og verið er að selja dýrum dómum út í þjóðfélaginu. Við leggjum aðaláherslu á stjórn- unamámskeið, ræðunámskeið, námskeið í mannlegum samskipt- um, ásamt fleiri námskeiðum, þar má nefna fundarsköp og fundar- stjórn, fundargerðaritun, og fl. og fl. En við gerum meira í JC en að sitja námskeið. Síðastliðið haust stóð JC-Reykjavík fyrir vímuefna- átaki í 8. bekk í grunnskólum Reykjavíkur, undir yfírskriftinni „Vímuefni ekkert vit, hvað ert þú með í kollinum". Vakti þetta verk- efni gífurlega athygli. 17. ágúst á þessu ári héldum við fjölskyldudag, í samvinnu við Snarfara, félag smá- bátaeigenda. Tókst hann í alla staði mjög vel. Við í JC-Reykjavík gleym- um nefnilega ekki fjölskyldunni, eins og oft vill vera hjá félagasam- tökum. Við höfum starfandi sér- staka barnanefnd, sem sér um upp- Vigdís Hauksdóttir ákomur fyrir böm JC-félaga. JC- Reykjavík stofnaði á síðasta ári JC-ísafjörð. Þá var ekkert starfandi JC-félag á Vesturlandi. Það er ein- mitt einn þátturinn í JC-starfí, að fá nýja meðlimi í hreyfínguna, til að geta miðlað þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum yfír að búa, til sem flestra. Til þeirra sem vilja og hafa metnað til að verða hæfari einstaklingar. Ágæti lesandi, 4. október höldum við í JC-Reykjavík kynningarfund á félaginu okkar í Ármúla 36 og eru allir þar velkomnir. Höfundur er forseti JC-Reykjavíkur. Söngnámskeið Ný og spennandi söngnámskeið að hefjast í Tónskóla Eddu Borg, þar sem nemendum gefst m.a. kostur á að fá þjálfun í: Raddbeitingu Túlkun Öndun Framkomu á sviði Tónheyrn Syngja með hljómsveit Tónfræði Leiklist Tónleikar í lok námskeiðs. Námskeiðin eru sniðin fyrir þá, sem áhuga hafa á dægurtónlist, poppi, rokki, jass og blús. Leiðbeinendur eru: Jóhanna Linnet, Egill Ólafsson, Edda Borg o.fl. Innritun og upplýsingar í síma 73452 virka daga frá kl. 13.00-18.00. Tónskóli Eddu Borg, Hólmaseli 4—6, sími 73452.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.