Morgunblaðið - 19.11.1991, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991
ísland og Sameinuðu þjóðirnar í 45 ár:
Ahrifamenn og af-
staða til alþjóðamála
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York.
eftir Valdimar Unnar
Valdimarsson sagn-
fræðing
Fyrir réttum 45 árum, þann 19.
nóvember 1946, gerðist Island aðili
að Sameinuðu þjóðunum, aðeins
rúmu ári eftir stofnun samtakanna.
Þjóðin hafði þá nýlega öðlast fullt
sjálfstæði og forystumönnum henn-
ar var í mun að afla hinu unga lýð-
veldi alþjóðlegrar viðurkenningar.
Þátttaka í Sameinuðu þjóðunum var
ákjósanleg leið til þess, en almennt
var litið á aðild að samtökunum sem
formlega tryggingu fyrir öryggi og
sjálfstæði smáþjóða. Þótt starf ís-
lands í Sameinuðu þjóðunum hafi
ekki alltaf farið hátt hefur það engu
að síður verið snar þáttur í utanrík-
ismálum þjóðarinnar. A þeim vett-
vangi hafa Islendingar stofnað til
fjölþættra stjórnmálasamskipta og
viðskiptatengsla við nágrannaþjóðir
sem og fjarlægar þjóðir. En fyrst
og fremst hefur aðildin að Samein-
uðu þjóðunum gert íslendingum
kleift að tjá umheiminum viðhorf
sín til alþjóðamála og að afla hags-
munamálum sínum fylgis meðal
annarra ríkja, eins og afskipti þeirra
af hafréttarmálum bera ljósan vott
um.
Það er við hæfí að minnast þess-
ara tímamóta með því að veita les-
endum innsýn í áður óbirt verk
þess íslendings, sem best hefur at-
hugað þátttöku íslands í Sameinuðu
þjóðunum. Valdimar Unnar Valdi-
marsson (1958-1988) hafði einung-
is stundað þessar rannsóknir í tæp
þrjú ár er hann féll frá langt fyrir
aldur fram, en með atorku sinni og
áhuga hafði honum þó tekist að
ljúka meginhluta þeirra, ásamt
drögum að doktorsritgerð um efnið.
Valdimar kannaði einkum afstöðu
íslands til þeirra mála sem Allsheij-
arþing Sameinuðu þjóðanna fjallaði
um á tímabilinu 1946-1980, hvar í
sveit íslendingar skipuðu sér, á
hvaða sviðum þeir létu helst til sín
taka og hverjir höfðu mest áhrif á
framgöngu íslands á þessum vett-
vangi. Hér á eftir verða birtir tveir
kaflar úr riti Valdimars, en útgáfu
þess er að vænta í íslenskri þýðingu
og ritstjórn Guðmundar R. Árna-
sonar og Gunnars Á. Gunnarssonar
snemma á næsta ári.
Sendinefnd íslands á
Allsherjarþinginu
- afgerandi áhrif Thors Thors
Sendinefndin á Allsherjarþinginu
er fulltrúi íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum. Hún er helsti tengiliður
Sameinuðu þjóðanna og íslenskra
yfirvalda. Meðlimir hennar tala fyr-
ir íslands hönd á Allsheijarþinginu
og í fastanefndum þess. Þótt form-
lega sé henni ætlað að tjá afstöðu
stjórnvalda tili einstakra mála hefur
hún samt aðstöðu til að móta for-
gang mála, velja úr upplýsingum,
útbúa áhrifaríkar skýrslur, leggja
mat á viðhorf annarra sendinefnda,
og að beita eigin stíl við fram-
kvæmd ákvarðana að því er varðar
þátttöku íslands í starfi SÞ.
Hátt settir starfsmenn í utanrík-
isþjónustunni og utanríkisráðuneyt-
inu (embættismannahópurinn) voru
kjarninn í sendinefndinni. Fastafull-
trúinn var langmikilvægasti aðilinn,
sér í lagi á fyrri hluta tímabilsins
þegar Thor Thors gegndi þeirri
stöðu. Langur starfsferill hans, og
þau „forréttindi” að vera fyrsti ein-
staklingurinn til að stjórna svo lít-
illi sendinefnd þjóðar, gerði honum
mögulegt að hafa sterk áhrif á al-
menn viðhorf íslands til þátttökunn-
ar í Sameinuðu þjóðunum. Áhrif
hans voru enn1 meiri fyrir þá sök
að hann gegndi stöðu sendiherra
íslands í Bandaríkjunum, hafði
sterk tengsl við forystu áhrifamesta
stjórnmálaflokksins á íslandi (hann
var bróðir Ólafs Thors, sem var
formaður Sjálfstæðisflokksins og
forsætisráðherra í fjórum ríkis-
stjómum eftir stríð), hafði verið
athafnamaður í atvinnulífi og al-
þingismaður, auk þess sem persón-
utöfrar hans voru umtalaðir.
Þegar haft er í huga að sömu
málefnin hafa verið til umfjöllunar
á Allsheijarþinginu ár eftir ár þarf
ekki að koma á óvart að sendinefnd-
in hefur getað ákveðið afstöðu ís-
lands á eigin spýtur til margra til-
lagna, án þess að þurfa að ráðfæra
sig við ráðuneytið í hveiju einstöku
tilviki. Almenn stefna íslensku ríkis-
stjórnarinnar hefur jafnan verið
kunngerð fulltrúum í nefndinni og
þetta hefur gert þeim kleift að taka
eigin ákvarðanir um hvernig greiða
skuli atkvæði um ályktunartillögur
varðandi tiltekna þætti ýmissa
vandamála.
Gögn í ráðuneytinu virðast leiða
í ljós, að þetta sjálfstæði íslensku
sendinefndarinnar hafi verið mun
meira áberandi á fyrstu árum þátt-
töku íslands í Sameinuðu þjóðunum
en síðar varð. Það virðist til dæmis
ljóst, að sendinefndin hafði mun
meiri áhrif á sjötta áratugnum um
hvernig greiða skyldi atkvæði, en
varð á sjöunda og áttunda áratugn-
um. Thor Thors var fastafulltrúi
íslands hjá Sameinuðu þjóðunum
árin 1946 til 1965. Það má lesa úr
gögnum í ráðuneytinu að á þessu
tímabili hafi íslenska sendinefndin
hjá SÞ meiri áhrif á ákvarðanatöku
um afstöðu íslands en síðar varð.
Ljóst virðist, að „vald” sendinefnd-
arinnar á þessum fyrstu árum hafi
ekki síst komið til vegna lykilhlut-
verks Thors Thors, sem var um
margra ára bil eini íslendingurinn
með diplómatíska stöðu í föstu
starfi við Sameinuðu þjóðirnar.
Þetta lykilhlutverk Thors kom fram
með ýmsum hætti. í fyrsta lagi er
greinilegt að í mörgum tilvikum tók
hann ákvörðun um afstöðu íslands
upp á'eigin spýtur. Slíkt gerðis mun
síður á tímum eftirmanna hans. Þó
svo hann hafí ráðfært sig við utan-
ríkisráðuneytið í margvíslegum
málum ákvað hann oft að greiða
atkvæði Islands á þann hátt sem
honum sjálfum þótti rétt og viðeig-
andi. Oft má finna í skýrslum hans
orð eins og þessi: „Það var skoðun
mín ...”; „Mér fannst álytunartillag-
an ófullnægjandi ...”; (ísland
greiddi atkvæði gegn tillögunni) því
ég var þeirrar skoðunar ...”; „Mér
fannst persónulega ...”; og svo
framvegis.
Eitt af því sem undirstrikar
hversu stóru hlutverki Thor gegndi
í ákvarðanatöku um afstöðu Islands
var þátttaka hans í undirbúningi
árlegra funda norrænu utanríkis-
ráðherranna. Áður en margir þess-
ara funda hófust bað utanríkisráðu-
neytið Thor að leggja fram sérstak-
ar skýrslur um þau málefni sem
vitað var að kæmu til umræðu á
næsta Allsheijarþingi. í þessum
skýrslum, sem ætlaðar voru emb-
ættismönnum í ráðuneytinu jafnt
og utanríkisráðherra sjálfum til
undirbúnings fyrir ráðherrafund-
inn, lýsti Thor ekki aðeins í smáatr-
iðum hinum ýmsu SÞ-málum, held-
ur lagði hann einnig fram eigin til-
lögur um hvaða afstöðu ráðherra
skyldi taka í viðræðum við norræna
starfsbræður sína. Gögn ráðuneyt-
isins sýna að tekið var mikið tillit
til tillagna Thors meðan á undirbún-
ingi fundanna stóð. Hann hafði því
með þessum hætti umtalsverð áhrif
á afstöðu íslands á norrænu fund-
unum.
Það rennir enn frekar stoðum
undir þá niðurstöðu að Thor Thors
hafí haft umtalsverð áhrif á undir-
búning þessara funda að utanríkis-
Valdimar Valdimarsson
ráðherra bað hann stundum að
sækja þessa fundi sem sérstakur
ráðgjafi. Þegar þannig stóð á gaf
Thor ekki einvörðungn skriflegar
skýrslur og lagði tillögur fyrir ráðu-
neytið, heldur tók beinan þátt í
fundunum og kom þar beint fram i
fyrir íslands hönd, enda hafði eng-
inn samlanda hans meiri þekkingu
á þeim SÞ-málefnum sem til um- ^
fjöllunar voru hjá norrænu utanrík- "
isráðherrunum. Mikilvægi þessa
„upplýsingahlutverks” sem Thor ^
hafði með höndum kom einnig skýrt *
fram þegar íslenskir utanríkisráð-'
herrar heimsóttu Sameinuðu þjóð-
irnar. Við slík tækifæri veitti fasta-
fulltrúinn þeim ítarleg ráð og upp-
lýsingar um öll helstu má) þingsins,
áður en lokaákvarðanir voru teknar
og atkvæðagreiðasla fór fram.
Ein af þeim aðferðum sem við
getum beitt til að bera sjálfstæði
Thors samam við sjálfstæði eftir-
manna hans er að skoða breytingar
sem orðið hafa í sambandi við samn-
ingu á uppköstum að ræðum til
flutnings fyrir íslands hönd í al-
mennum umræðum á Allsheijar-
þinginu. ísland tók þátt í slíkum
umræðum fyrsta sinni árið 1953, !
þegar Thor flutti langa ræðu sem
lýsti viðhorfum íslands til margvís-
legra mála.sem voru til umfjöllun- }
ar. Ákvörðun um að flytja ræðuna
tók Thor á sitt eindæmi. Hann hafði
ekki samráð við utanríkisráðuneytið }
um innihaldið, né heldur við aðra
meðlimi sendinefndarinnar, þar sem
þeir voru ekki komnir til New York
þegar ræðan var flutt. Þegar hann
lagði fram skýrslu um málið til
ráðuneytisins útskýrði hann
ákvörðun sína þannig:
Þó svo ísland hafí ekki tekið
þátt í almennum umræðum á Alls-
heijarþinginu fram að þessu fannst
mér tími til kominn að láta rödd
okkar heyrast, með það fyrir augum
... að leggja áherslu á þann vilja
okkar að hafa sjálfstæða afstöðu í
hveiju máli jafnt og málefnum SÞ
í heild.
Þegar það er haft í huga að |
ræða hans árið 1953 fjallaði um
mál af margvíslegum toga og lýsti
afstöðu íslands til þeirra allra, er j
athyglisvert að skoða nánar að-
draganda hennar. Fastafulltrúiinn
tók ekki aðeins ákvörðun um að j
flytja ræðuna, heldur ákvað hann
einnig algerlega á eigin spýtur inni-
hald hennar og þau viðhorf sem
lýst var fyrir Islands hönd. Vita-
skuld var Thor að meira eða minna
leyti að lýsa viðhorfum og afstöðu
sem íslenska sendinefndin hafði
þegar kunngert í fyrri atkvæða-
greiðslum eða ræðum um einstök
mál. En þar sem hér er aðeins um
eitt af mörgum áþekkum dæmum
að ræða virðist ljóst, að Thor var
mun sjálfstæðari að þessu leyti en
eftirmenn hans. Þó svo hann hafi
stundum haft samráð við ráðuneyt-
ið þegar hann undirbjó slíkar ræður
tók hann allar helstu ákvarðanir
varðandi innihald þeirra og þau við-
horf sem lýsa skyldi fyrir Islands
hönd í almennu umræðunum.
Sjálfsákvörðunarréttur
smáþjóða
- afstaða íslendinga til
Kýpurdeilunnar
I málefnum sem tengjast afnámi
nýlenduhalds og sjálfsákvörðunar-
RAYMOND WEIL - VIKA
Vikuna 17.-24. nóvember kynnum við
í gluggum verslunarinnar nýjar gerðir
afhinum heimsfrægu úrum frá
RAYMOND WEIL
Gæði og glæsileiki sameinast
í fallegum skartgrip.
G E T R A U N
/ hvaða landi eru Raymond Weil úrin framleidd? I
I
□ Japan □ Sviss \
Verðlaun í getrauninni er RW úr að
eigin vali að verðmæti kr. 40.000.
Svör sendist til verslunarinnar.
Dregið verður úr réttum lausnum
5. desember.
□ Ítalíu
Sendandi....
Heimilisfang..
□ Frakklandi <s|®
I
..Sími..
Garðar Ólafsson
úrsmiður • Lækjartorgi • Sími 10081