Morgunblaðið - 19.11.1991, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUOAGUR 19. NÓVEMBER 1991
37
Jóhann Björnsson
myndskeri — Minning
Föðurbróðir minn, Jóhann
Björnsson, Grundarstíg 12, Reykja-
vík, andaðist í Borgarspítalanum í
Reykjavík, þriðjudaginn 12. nóv-
ember sl.
Björn Jóhann Björnsson, eins og
hann hét fullu naíni, var fæddur á
Húsavík, 11. janúar 1904. Hann var
sonur Björns Steindórs Björnssonar,
trésmiðs á Húsavík, fæddur 20. sept-
ember 1866 á Ysta-Mói í Fljótum
og konu hans Guðnýjar Jónsdóttur,
fædd 18. desember 1877 á ísólfs-
stöðum á Tjörnesi.
Jóhann var elstur 4 systkina. Hin
eru Haraldur málari á Húsavík,
fæddur 22. ágúst 1910, Fanney,
fædd 21. nóvember 1906, dáin 1923
og Sigríður sem dó ung. Jóhann ólst
upp á Húsavík hjá foreldrum. sínum.
Hann gekk í barnaskóla í þijá vetur
og síðan í unglingaskóla Benedikts
Björnssonar. Jóhann bytjaði
snemma að starfa með föður sínum,
aðallega við húsamálun og einnig
annað sem til féll einsog þá tíðkað-
ist. Hjá Stefáni Guðjohnsen kaup-
manni á Húsavík vann Jóhann í 10
ár en veiktist þá af berklum og lenti
suður á Vífilsstöðum. Vegna
veikinda sinna var Jóhann frá starfi
í um 4 ár.
Eftir að Jóhann hafði náð sér eft-
ir veikindi sín fór hann í Handíða-
skólann og var þar við nám í þijá
vetur. Þetta voru fyrstu veturnir sem
Handíðaskólinn starfaði. Jóhann
sótti námskeið um listiðnað og lista-
sögu í Krogrup Höjskole í Danmörku
1949. Að loknu námi í Handíðaskó-
lanum kenndi Jóhann þar einn vetur
en fór síðari norður til Húsavíkur
þar sem hann gerðist teiknikennari
við barnaskólann og gagnfræðaskól-
ann. Þar starfaði hann í 10 ár, en
árið 1953 flutti Jóhann með Ijöl-
skyldu sína suður til Reykjavíkur
þar sem hann bjó síðan. í Reykjavík
vann hann við myndskurð m.a. hjá
Ríkarði Jónssyni í mörg ár og Ág-
ústi Sigurmundssyni. Síðar rak hann
sitt eigið verkstæði, hin síðari ár á
Skólavörðustíg 8, í húsi því sem úra
og skartgripaverslun Kornelíusar
Jónssonar er starfrækt.
Þeir eru orðnir margir smíðagrip-
irnir sem eftir Jóhann liggja m.a.
predikunarstólar í Reykjahlíðar- og
Dalvíkurkirkju, skímarfontar, m.a.
í Húsavíkurkirkju, ræðustólar og
margskonar smærri gripir unnir í tré
og bein.
Þegar Jóhann fór í Handíðaskól-
ann langaði hann fyrst og fremst
að læra teikningu. Jóhann lærði
m.a. meðferð lita hjá Ásgrími Jóns-
syni. Eftir Jóhann liggja mörg mál-
verk, bæði olíu- og vatnslitaverk, svo
og mikill fjöldi teikninga, þar á
meðal margar teikninga af gömlum
bæjum á Húsavík. Jóhann var einnig
lærður húsamálari.
Jóhanni var fleira til lista lagt en
að mála, teikna og skera út. Hann
samdi sönglög sem m.a. sum hver
hafa verið sungin af Karlakórnum
Þrym á Húsavík og Karlakór Reykja-
víkur. Hann var mikill unnandi ís-
lenskrar náttúru og starfaði m.a. í
Ferðafélagi Húsavíkur.
Það var mikið gæfuspor í lífi Jó-
hanns þegar hann, þann 1. desemb-
er 1928 gekk að eiga Magneu Jóels-
dóttur frá Húsavík, fædd 6. janúar
1904, en foreldrar hennar voru þau
Jóel Magnússon, sjómaður á Húsa-
vík og kona hans Friðrika Þorgríms-
dóttir. Þau Jóhann og Magnea eign-
uðust 2 börn, Hrein Melstað, gull-
smið í Reykjavík, fæddur 5.. janúar
1931, kona hans er Elma Þórðar-
dóttir, og Hafdís Melstað, búsett í
Kelavík, fædd 12. maí 1923, maður
hennar er Hákon Kristinsson, kaup-
maður.
Jóhann og Magnea ólu upp dótt-
urson sinn, Jóhann Gíslason, tann-
lækni, Álftanesi. Kona hans er Linda
Einarsdóttir.
Magnea missti heilsuna fyrir
nokkrum árum og dvelur nú á Hvíta-
bandinu. Á hverjum degi eftir að
Magnea fór á spítalann heimsótti
Jóhann hana þangað. Jóhanni var
það mikil raun að þurfa að sjá á
eftir Magneu á spítalann en hann
vissi að þar fengi hún bestu umönn-
um sem völ væri á. Það var honum
huggun.
Á hverju sumri, eftir að þau hjón-
in fluttu suður, í um 16 ár, komu
þau norður til Húsavíkur, ásamt
Jóhanni Gíslasyni og dvöldu þar
sumarlangt. Á heimili mínu var ætíð
eftirvænting á vorin til komu þeirra
en jafnframt tregi á haustin þegar
þau fóru suður aftur. Þessa sumar-
mánuði vann Jóhann þar við mynd-
skurð og einnig við húsamálun
ásamt bróður sínum. Upp úr 1968
fækkaði ferðum þeirra hjóna norður
en Jóhann kom síðast til Húsavíkur
haustið 1990.
Jóhann fylgdist vel'með því sem
var að gerast á Húsavík og hafði
gaman af að fá fréttir þaðan ekki
síst af sínum gömlu kunningjum og
samferðamönnum.
Þegar sá er þetta ritar fór til
náms til Reykjavíkur árið 1969 var
gott að eiga skjól undir verndarvæng
þeirra hjóna. Heimili þeirra stóð mér
ætíð opið og þar leið mér eins og
ég væri heima. Gott var að geta
leitað hvatningar og stuðnings hjá
þeim hjónum þegar þess var þörf.
Jóhann var grannvaxinn, meðal-
maðul á hæð, kvikur í hreyfingum.
Vinnusemi hans var við brugðið. Á
hveijum degi, alla daga vikunnar,
fram á síðasta dag, fór hann/til vinnu
sinnar á verkstæðið. Jóhann var létt-
ur í lund, en gat brugðið skapi þeg-
ar svo stóð á. Hann bar skoðanir
sínar og tilfinningar ekki á torg.
Hann lét verkin tala.
Sárt er að sjá á bak, með svo
sviplegum hætti, kærum frænda og
vini.
Björn St. Haraldsson
Til greinahöfunda:
Minningar- og
afmælisgreinar
Það eru eindregin tilmæli rit-
stjóra Morgunblaðsins til þeirra,
sem rita minningar- og afmælis-
greinar í blaðið, að reynt verði
að forðast endurtekningar eins og
kostur er, þegar tvær eða fleiri
greinar eru skrifaðar um sama
einstakling. Þá verða aðeins leyfð-
ar stuttar tilvitnanir í áður birt
ljóð inni í textanum. Almennt
verður ekki birtur lengri texti en
sem svarar einni blaðsíðu eða
fimm dálkum í blaðinu ásamt
mynd um hvern einstakling. Ef
meira mál berst verður það látið
bíða næsta eða næstu daga.
„STÓRMÓT í skák eru mjög
VASKUR
0G VAKANDI
RAUTT EÐAL
GINSENG
krefjandi. Þess vegna nota ég
Rautt eðal-ginseng. Þannig
kemst ég í andlegt jafn-
vægi, skerpi athyglina
og eyk úthaldið."
Helgi Ólafsson,
stórmeistarí í skák.
- þegar reynir á athygli og þol
Hvert
hylki
inniheldur
300 mg af
hreinu rauöu
eðal-ginsengi.
HHHH
14.-23. nóvember
\
-JR
4FSV>
Geiið góð kaup á
málningardögum
Húsasmiðjunnar.
HÚSASMIÐJAN
Skútuvogi 16, Reykjavík
Helluhrauni 16, Hafnarfirði