Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 1

Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 1
96 SIÐUR B/C/D 273. tbl. 79. árg. FOSTUDAGUR 29. NOVEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Finnland: Nefskattur kemur í stað launalækkana Hvlsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara FINNSK launþegasamtök og vinnuveitendur hafa loksins sam- ið um allsherjar kjarasamninga sem koma eiga í stað þjóðarsátt- arinnar sem fór út um þúfur þeg- ar gengi finnska marksins var fellt fyrir tveimur vikum. í nýju samningunum sem undirrita á í dag, föstudag, er kveðið á um að hækka ekki laun á næsta ári. Sjálfstæði Úkraínu: Gorbatsjov ósáttur við orð Bush Moskvu. Reutcr. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, lét í gær í ljósi óánægju sína með fréttir af fundi George Bush Bandaríkjaforseta með fulltrúum Ukraínumanna í Bandaríkjunum í fyrradag. Þá á Bush að hafa sagt að Bandaríkin væru reiðubúin að viðurkenna sjálfstæði Úkraínu ef úrslit kosn- inga í lýðveldinu á sunnudag gæfu tilefni til þess. Um þetta sagði í yfírlýsingu skrif- stofu blaðafulltrúa Gorbatsjovs í gær: „I ljósi þess á hvaða stigi sam- skipti ríkja okkar eru og ótvíræðra opinberra yfirlýsinga um að Banda- ríkin muni ekki taka afstöðu í slíkum innanríkismálum fyrr en lýðveldin hafa tekið ákvörðun þá koma slíkar fréttir skömmu fyrir kosningamar á óvart.” Úkraínumenn kjósa ekki ein- ungis um sjálfstæði á sunnudaginn heldur velja þeir jafnframt forseta og eru sjö menn í kjöri. Leóníd Kravt- sjúk, forseta Æðsta ráðs landsins, er spáð 30-36% atkvæða. Andófs- manninum fyrrverandi, Vjatsjeslav Tsjornovil, er spáð 18% atkvæða. Morgunblaðsins. Upphaflega var samið um launa- lækkun, en 14 prósenta gengis- fellingin er talin fela í sér nógu mikla kjaraskerðingu að sinni. Iiro Viinanen íjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin þurfi að leggja glænýjan nefskatt á launþega til þess að eyða þeim fjárlagahalla sem stafar af því að þjóðarsáttin var felld. Þetta telst pólitískt neyðarúrræði þar sem hægri flokkur Viinanens getur ekki fallist á að hækka tekju- skatt launþega. Ef þessir kjarasamningar ganga í gildi telja margir að kjaramál Finna hafi tekið stakkaskiptum. Gert er ráð fyrir 22 mánaða samningstíma- bili frá ársbyrjun 1992. Ef kjara- samningar verða lausir haustið 1994 er reiknað með þVí að nýir samning- ar gætu tekist á sama tíma og ríkis- stjórnin gengur frá fjárlagafrum- varpi sínu. Reuter Króatískir þjóðvarðliðar koma með börn á sjúkrahús í Zagreb. Voru þau flutt þangað frá borginni Osijek, sem legið hefur undir árásum Serba og sambandshersins. Fundur Kohls, kanslara Þýskalands, og Andreottis, forsætisráðherra Ítalíu: Vílja almenna viðurkenningu Slóveníu og Króatíu fyrir jól Belgrad, Bonn, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, og Giulio Andreotti, for- sætisráðherra Italíu, lýstu því yfir á fundi í gær í Bonn að sem flest Evrópuríki ættu að viður- kenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu fyrir jól. Vopnahlé ríkti að mestu í Júgóslavíu í gær en nú standa fyrir dyrum viðræður forseta Króatíu og Serbíu við Cyrus Vance, sendimann Sam- einuðu þjóðanna, um væntanlegt friðargæslulið og hvar það skuli taka sér stöðu. Talið er, að gæsl- uliðið verði skipað allt að 10.000 mönnum. Að sögn breska út- varpsins, BBC, hafa Króatar fall- ið frá andstöðu sinni við að frið- argæsluliðið taki sér stöðu á nú- verandi víglínu. Aðeins voru fréttir af átökum í Novska-héraði, 100 km fyrir vestan Zagreb, og kenndu hvorir öðrum um upptökin. Við borgina Osijek var hins vegar ekkert barist í fyrsta sinn í viku en Króatar segja, að 19 manns hafi fallið þar á miðvikudag í stórskotaliðsárásum sambands- hersins. Sameinuðu þjóðirnar hafa sam- þykkt að senda friðargæslulið til Króatíu að því tilskildu, að staðið verði við vopnahléssamninginn, Viðræður um frið í Miðausturlöndum: ísraelska stjórnin reyn ir að finna málamiðlun Jerúsalem, Damaskus, Túnisborg, Washington. Reuter. STJÓRNVÖLD í ísrael virtust í gær vera að reyna að finna leið út úr þeirri sjálfheldu sem þau eru komin í með því að neita að taka þátt í friðarviðræðum við araba í Washington 4. desember. ísraelar vilja að viðræðurnar byrji fimm dögum síðar. „Við vonumst eftir ein- hvers konar málamiðlun,” sagði Yossi Ben-Aharon, helsti ráðgjafi Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra. Sýrlendingar ákváðu í gær að taka þátt í viðræðunum, án skilyrða, og sama er að segja um Palest- ínumenn. Talsmaður Frelsissamtaka Palestínu (PLO) í Túnis sagði að samtökin sættu sig við að ráðgjafar PLO, sem samningamenn Palestínumanna vilja að fari til Washington með sendinefndinni, fái ekki leyfi til þess en Bandaríkjasíjórn neitar að veita þeim vegabréfs- áritun. Leiðtogar Palestínumanna á hernumdu svæðunum hvöttu í gær Shamir til að breyta um ákvörðun. Reuven Merhav, sem þar til nýlega stjórnaði ísraelska utanríkisráðu- neytinu, sagði að stjórnvöld myndu ef til vill senda viðræðunefnd til Washington nokkru fyrir 9. des- ember til að bæta áróðursstöðuna. Merhav benti á að Ísraelar hefðu margsinnis sagt að þeir væru reiðu- búnir til friðarviðræðna við araba „hvar sem er, hvenær sem er”. Eining er nú meðal arabískra þátttakenda um að mæta í Was- hington. ísraelar vilja að eingöngu verði rætt um vinnureglur viðræðn- anna á nokkrum fundum. Síðan verði þeim haldið áfram í einhveiju landi í Miðausturlöndum, ef til vill Kýpur ,en helst til skiptis í ísrael og einhverju arabaríki. Með þessu hyggjast þeir fá staðfestingu á því að arabar viðurkenni í reynd tilvist Israelsríkis. Arabar heimta að ísra- elar hverfi með her sinn frá her- numdu svæðunum áður en viður- kenning komist á dagskrá. Banda- ríkjamenn, er stóðu að undirbún- ingsfundinum í Madrid ásamt Sov- étmönnum, neita að breyta áætlun sinni um viðræðurnar í Washington og segja að engin ein þátttökuþjóð geti sett skilyrði. Ben-Aharon sagði stjórn Shamirs einnig ósammála tillögum sem Bandaríkjastjórn hefur viðrað um efni friðarviðræðnanna. Þar er m.a. gert ráð fyrir að ísraelar samþykki Tveir af kunnustu forsvarsmönn- um Palestínumanna, Hanan Ashrawi (t.v.), og Faisal al Huss- eini, sögðust í gær reiðubúnir að fara til Washington. að draga her sinn frá Gólanhæðum sem eru hernaðarlega mikilvægar og voru hluti af Sýrlandi til 1967. Andstæðingar ísraela segja að þeir sjái fram á að eftir að friðarviðræð- ur hefjist muni alþjóðlegur þrýst- ingur aukast á þá um að skila her- numdu svæðunum og þess vegna vilji þeir sigla viðræðunum strax í strand. þann 14. frá upphafi stríðsins, og mun Cyrus Vance, sendimaður samtakanna, koma til Júgóslavíu á laugardag til að ræða þessi mál við leiðtoga Serba og Króata. Serbar vilja, að gæsluliðið verði á víglín- unni eins og hún er nú, en Króatar hafa hingað til viljað að það verði á eiginlegum landamærum ríkj- anna. Serbar voru lengst af andvíg- ir komu gæsluliðs en hafa nú skipt um skoðun enda búnir að ná á sitt vald þriðjungi Króatíu og flestum þeim svæðum, sem áður voru byggð Serbum að einhveiju leyti. Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í Madrid á Spáni í fyrradag, að vænt- anlegt friðargæslulið yrði að vera skipað 9-10.000 mönnum og áætl- aði hann kostnaðinn við það um 200 milljónir dollara. Var de Cuellar í París í gær og kvaðst þá bjartsýnn á, að formleg tillaga um sendingu gæsluliðsins yrði lögð fyrir öryggis- ráðið eftir sex daga í síðasta lagi. Kohl, kanslari Þýskalands, og Andreotti, forsætisráðherra Ítalíu, vilja ekki, að ástandið í Júgóslavíu verði ofarlega á baugi á fundinum um framtíð Evrópubandalagsins í Maastricht í Hollandi 9. og 10. des- ember næstkomandi. Þeir sögðu hins vegar, að ekki væri eftir neinu að bíða að fundinum loknum með að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu og skoruðu á sem fiest Evrópuríki að gera það fyrir jól. Haft er eftir heimildum í Bonn, að EB-ríkin, sem eru reiðubúin að viðurkenna Slóveníu og Króatíu, séu auk Þýskalands og Italíu Port- úgal, Danmörk, Lúxemborg og Belgía. Þá er Páfagarður tilbúinn til þess og einnig Austurríki, Tékkó- slóvakía, Ungveijaland og Pólland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.