Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 30

Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Tveir af aðalleikurum myndarinnar Thelma og Louise þær Susan Sarandon og Geena Davis. Sambíóin: Frumsýna 6 kvik- myndir í dag vegna opnunar Saga-Bíós SAMBÍÓIN opna í dag nýtt kvikmyndahús að Áifabakka 8. Ber húsið heitið Saga-Bíó. Eigendur Sambíóanna er Árni Samúlesson og fjölskylda hans. í tilefni -af opnun hins nýja kvikmyndahúss hefja Sambíóin sýningar á 6 nýjum myndum í dag. í Saga-Bíó: „Thelma og Louise”. Með aðalhlutverk fara Susan Sar- andon og Geena Davis. Leikstjóri er Ridley Scott. Myndin fjallar um þær stöllur Thelmu og Louis. Þær hafa ákveðið að fara í tveggja daga frí upp í ijöll og slaka veru- lega á. Þær eru ekki komnar langt þegar þorstinn sækir að Thelmu og stoppa þær á krá þar sem þær ætla að hafa skamma viðdvöl. En glösin verða fleiri en áætlað var og er Thelma komin á dansgólfið með manni að nafni Harlan. Eitt- hvað verður henni ómótt og stígur út fyrir og hann á eftir og vill koma vilja sínum fram við hana. En áður en það gerist birtist Lou- ise og skipar hún Harlan að láta Thelmu vera sem hann og gerir því hún beinir að honum byssu sem hún hafði tekið meðferðis. Þessi sena endar með að Louise skýtur Harlan til bana eftir að hann hafði sent þeim tóninn og hefst þá spennandi eltingaleikur á milli þeirra stalla og lögreglunnar. Einnig er frumsýnd myndin „Góða löggan” með þeim Michael Keaton og René Russo í aðlhlut- verkum. Leikstjóri er Haywood Gould. í Bíóhöllinni: „Hollywood lækn- irinn”. Með aðalhlutverk fara Mic- hael J. Fox og Julie Wamer. Leik- stjóri er Michael Caton-Jones. Myndin fjallar um Ben Stone sem er ungur og efnilegur skurðlæknir sem vill gjarnah fara að græða pening og liggur leið hans til Holly- wood til að stunda fegrunarlækn- ingar. En áður en hann kemst á leiðarenda lendir hann í árekstri og er dæmdur til að starfa í þágu bæjarbúa í smábæ sem telur 2.300 íbúa í tiltekinn fjölda klukkustunda sem læknir. Reyndar er læknir í bænum en aldurinn er farinn að segja til sín. Upp koma vandamál sem Ben tekst að leysa vel út og hlýtur viðurkenningu allra bæjabúa og ástin hefur bankað uppá hjá honum. „Úlfhundurinn” heitir önnur myndin sem frumsýnd er. í aðal- hlutverk eru Eathan Hawke og Klaus Maria Brandauer. Leikstjóri er Randal Kleiser. Þriðja myndin sem frumsýnd er í Bíóhöllinni er myndin „Blikur á lofti”. Með aðalhlutverk fara John Malkovich og Debra Winger. Leik- stjóri er Bemardo Bertolucci. Þessi mynd er í hópi svokalláðara„Gull- molar Sambíóanna” en undir það heiti kallast sérstakar úrvalsmynd- ir og verður einn sýningarsalur tekin frá fyrir þær myndir. í Bíóborginni: „Harley Davidson og Marlboro maðurinn”. í aðalhlut- verkum er Mickey Rourke og Don Johnson. Leikstjóri er Simon Winc- er. Þeir Harley og Marlboro-mað- urinn sem svo er nefndur eru vinir frá fornu fari þar sem þeir eru kóngsins lausamenn og ber fund- um þeirra örsjaldan saman. En þegar það gerist verður það úr að þeir verða samferða til Burbank við L.A. Þar halda þeir til fundar við fornvin sinn Jiles sem er mun eldri en þeir og hefur rekið veit- ingahús áratugum saman. En eitt- hvað hefur staðurinn breyst því þarna era jakkaklæddir menn í stað manna af sama sauðahúsi og þeir. Þegar þeir inna Jiles hvað valdi útskýrir hann fyrir þeim að þensla bæjarins hafi stóraukis vegna aukinnar flugumferðar til bæjarins. Þar af leiðandi hefur leigan sem hann hefur greitt fyrir veitingastað sinn sem á að fara að endumýjast hefur hundraðfald- ast og sér hann fram úr því að geta greitt hana. Harley er aldrei úrræðalaus og leggur strax á ráð um aðferð til að bjarga þessu fyrir Jiles. En hann tekur fram að ekki geti hann þetta eins síns lið og verður það úr að fjórir menn slást í för með þeim Malboro og leggja þeir upp í ránsferð en komast í kast við glæpahring. Hafnarfjörður: Basar Hringsins haldinn á morgnn KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði heldur sinn árlega jólabasar í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu, laugardaginn 30. nóvember, kl. 14.00 nk. Vetrarstarf Hringsins hófst með fundi 26. september sl. og voru um- hverfismálin tekin til umræðu, en framkvæmdastjóri Landverndar var gestur fundarins. Síðan hafa verið vinnufundir á fimmtudagskvöldum. Tilgangur félagsins er að vinna að almennum líknarmálum, þó eink- um velferð bama. Á basarnum á laugardaginn verða á boðstólum margir fallegir munir, kökur og ýmislegt fleira, einnig verð- ur flóamarkaðshorn. Þá verður vin- sæla laufabrauðið til sölu. Tekið verður á móti kökum milli 9-11 á laugardaginn. Hringskonur vonast til að sjá sem flesta Hafnfirðinga og aðra gesti á basamum á laugardaginn 30. nóv- ember. Kvenfélagið Hringurinn þakkar öllum þeim sem hafa gert það mögulegt, með stuðningi sínum áð veita félaginu brautargengi. (Fréttatilkynning) Skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði: Ingi Björn greiddi atkvæði gegn stj órnarfrum varpinu INGI Björn Albertsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn sljórnar- frumvarpi um skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði við af- greiðslu þess til þriðju umræðu á Alþingi á miðvikudag. 31 þing- maður stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarp- inu, sex þingmenn voru fjarver- andi en þingmenn sljórnarand- stöðunnar sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Ingi Björn gerði grein fyrir at- kvæði sínu og sagðist ekki geta stutt skattlagningu sem væri bæði ranglát og mismunandi. Hann hef- ur flutt breytingatillögu við frum- varpið sem kemur til atkvæði við þriðju umræðu um skattinn. Geir H. Haarde, fonnaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði við Morgunblaðið að Sjálfstæðisflokk- urinn væri ’á móti skattinum. „Við höfum hins vegar talið nauðsyn- legt að framlengja hann á næsta ári vegna þess að það er við stærri vandamál að glíma. Þessi skattur hefur verið lagður á í tólf ár og við teljum að hann sé í grundvall- aratriðum mjög óeðlilegur. Miðað við þann vanda sem við er að fást verður hins vegar einfaldlega að bíða með að fella hanri niður og því ákváðum við að styðja hann,” sagði Geir. ■ SÝNING á íslenskum barna- bókum og myndum úr bókunum verður opnuð laugardaginn 30. nóv- ember í Hafnarborg í Hafnar- firði. Einnig verða sýnd myndverk eftir böm. Sýningin er á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda. Sýningin hefst með bókkþingi en yfirskrift þess er: Vilja börnin bæk- ur? Sýningin verður opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga fram til 22. desember. ■ I kaffistofu Hafnarborgar sýnir hópur hafnfirskra listamanna úr ýmsum greinum myndlistar, höggmyndalist, textil, grafík, mál- un og leirlist. Sýningin verður opin kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. Kjuregej sýnir í MIR-salnum KJUREGEJ Alexandra Arg- unova heldur myndlistarsýningu í MIR-salnum daganna 30. nóv- ember til 22. desember n.k. Á sýningunni verða myndir unnar í efni (application) á árunum 1984-1991 og jakútískir munir úr sýningasafni. Kjuregej Argunova fluttist til íslands frá Jakútíu í Síberíu fyrir 25 árum síðan. Hún hefur fengist við ýmis myndlistarform en hin síð- ari ár einkum unnið með tækni sem nefnist „application” og er braut- ryðjandi á því sviði hérlendis. Hún hefur áður haldið myndlistarsýning- ar í Norræna húsinu 1984, á Akur- eyri 1985 og í Ásmundarsal 1988 en það var jafnframt miningarsýn- ing um mann hennar Magnús Jóns- son. Eitt af verkum Argunovu. flf NÝRILMUR FYRIR KARLMENN 6 NINO CERRUTI PARIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.