Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 40

Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Basar Kven- félags Frí- kirkjunnar Á MORGUN, laugardaginn 30. nóvember, heldur Kvenfélag Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík ár- legan jólabasar sinn í Veltubæ við Skipholt. Þar verður til sölu margt góðra muna, enda hafa félagskon- ur unnið skipulega að gerð jóla- varnings frá þvl í haust. Kvenfélagið er elsta starfandi kirkjukvenfélag landsins og hefur frá stofnun unnið kirkju sinni og safnað- arstarfi af fullri orku. Hæst í starfi félagsins nú ber umhyggju fyrir safn- aðarheimilinu, sem er í smíðum á Laufásvegi 13 og komið er á lokastig. Basarinn hefst kl. 14.00. Allir eru velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík. Birgir Svan Símonarson, Olga Guðrún Árnadóttir og Árni Árnáson eru meðal þeirra sem lesa úr verkum sínum. ■ HÁRGREIÐSLUMEISTARA- FÉLAG íslands er 60 ára í dag. Af því tilefni verður haldin hátíðar- sýning í Islensku óperunni á morgun, laugardag, kl. 15-17. Saga hárgreiðsluiðnarinnar hér á landi verður rakin frá upphafi. Sýnd verð- ur hártíska áranna 1931-1991, m.a brúðargreiðslur og kjólar frá 1930 ■ UPPLESTUR verður í Nor- ræna húsinu laugardaginn 30. nóv- ember nk. kl. 15.00. Höfundar lesa úr nýtútkomnum bókum fyrir börn og unglinga. Dagskráin verður tví- skipt; kl. 15.00 verður lesið fyrir börn en kl. 16.00 hefst lestur úr unglingabókum. Kl. 15.00 les Guð- rún Árnadóttir úr nýútkominni bók sinni, Ævintýri á jóianótt. Árni Árnason les bókina Því eru hér svo margir kettir? Auk þess les Árni úr nýútkomnum þýðingum sínum á bókum Roalds Dahls, sög- unum Refurinn frábæri og Grút- ur og Gribba. Birgir Svan Símon- arson les úr bók sinni Ævintýri pennans. Kl. 16.00 les Ólafur Haukur Símonarson úr bók sinni Meiri gauragangur. Kristín Óm- arsdóttir les úr bók sinni Einu sinni sögur. Olga Guðrún Árna- dóttir les úr _ smásögunni Lára klára elskar Ivar. Birgir Svan Símonarson les frumort Ljóð handa ósýnilegu fólki. Aðgangur er ókeypis. til dagsins í dag. Oll vinna er unnin af félögum í Hárgreiðslumeistara- félagi Islands. Tónlistarumsjón hefur Björk Guðmundsdóttir, sýn- ingarstjóri er Helena Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir sér um búninga og Stefánsblóm um blómaskreytingar. Lionsfélagar pakka jólapappírnum. Hafnarfjörður: Arleg j ólapappírs- sala um helgina LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar verður með sína árlegu jólapapp- 'írssölu um helgina, þ.e. 30. nóv. og 1. des. Allur ágóði rennur óskiptur til líknarmála í Hafnar- firði, að sögn Baldvins E. Alberts- sonar, kynningarfulltrúa klúbbs- ins. Þess má geta að Lionsklúbbur Hafnarfjarðar er 35 ára á þessu ári. Hann var stofnaður 14. apríl 1956. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur látið til sín tala í líknarmálum í bæn- um, enda er það aðalmarkmið hans. Klúbburinn hefur m.a. styrkt heimili fyrir þroskahefta, sem er í Norður- bænum, einnig sambýlið að Kletta- hrauni 17. Þá hefur hann gefið bún- að til St. Jósefsspítala og Hrafnistu, D.A.S. að ógleymdum stuðningi við kisudeildina á dagheimilinu Víðivöll- um. Baldvin sagði í samtali við Morg- unblaðið að líknarstarf klúbbsins væri í raun stuðningur allra bæj- arbúa, allt þetta starf byggðist á framlögum þeirra. „Þeir hafa tekið okkur mjög vel öll þessi ár og við vonumst til að svo geti orðið áfram,” sagði Baldvin. (Fréttatilkynning) ■ HÖRP UÚTGÁFAN hefur sent frá sér nýja bók Banaráð eftir Duncan Kyle. Á bókarkápu segir m.a.: „Lögfræðingi í Perth, Ástralíu berst í hendur erfðaskrá. Ung stúlka í London varð sam- kvæmt henni erfingi að búgarði mjög afskekkt í auðnum Ástralíu. Við fyrstu athugun virtist ekki eft- ir miklu að sækjast á þessum hrjóstruga og niðurnídda stað. Lög- fræðingum og hinum unga skjól- stæðingi hans voru brugguð bana- ráð. Þeim var hótað limlestingum og lífláti ef þau reyndu að nálgast búgarðinn.” Banaráð er 207 bls. Hersteinn Pálsson íslenskaði, Krislján Jóhannsson gerði kápu- teikningu. Prentun og bókband er unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Áskriftarsiminn er 83033 Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni mis SMJÚRLiKISGERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.