Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 46

Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. april) »■* Þú verður fyrir vonbrigðum með ákveðið mál í vinnunni í dag, en spjarar þig þeim mun betur á öðrum vettvangi. Helg- aðu kvöldið fjölskyldu og heim- ili. Naut (20. apríl - 20. maí) Ein af hugmyndum þínum fell- ur ekki í frjóa jörð í dag, en ef til vill barstu hana upp á röngum stað. Snúðu þér til ein- hvers í þínu nánasta umhverfi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú kemur miklu í verk í vinn- unni í dag, en ættir ekki að skipta þér af fjármálum ann- arra núna. Þú gerðir rétt í að biðja ekki um lán í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júií) Frístundaiðja þín er í brenni- punkti hjá þér í dag. Kannski finnst þér liggja i loftinu að einhver nákominn þér sé ekk- ert allt of hrifinn af henni. Þér hættir til of mikiilar viðkvæmni í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert óupplagður í vinnunni í dag. Kannski væri heppilegra fyrir þig að vinna heima. Forð- astu að deila við einhvern úr fjölskyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) &£ Kuldaleg framkoma einhvers kemur þér úr jafnvægi og þú færð spumingum þínum ekki svarað. Þér kemur annars ágæta vel saman við aðra sem þú umgengst. Vog (23. sept. - 22. október) Fjölskylduvandamál veldur því að þú átt erfitt með að einbeita þér í dag, en þú færð samt komið heilmiklu í verk áður en dagurinn er allur. Þú gerir hagkvæm innkaup. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú veltir ákveðnu vandamáli lengi fyrir þér í dag og lcysir það síðan með kröftugu átaki. Ýtarleg leit færir þér svarið sem þig vantaði. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þér geta orðið á alvarleg mis- tök í viðskiptum ef þú gætir ekki vel að þér núna, og á því er einmitt hætta. Hugsaðu já- kvætt í dag. Steingeit ' (22. des. - 19. janúar) Þú hugsar of mikið um eigin persónu í dag. Nákomnum ætt- ingja finnst þú tilfinningalaus. Taktu þátt í hópstarfi, en gleymdu samt ekki fjöiskyld- unni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það sækir á þig þunglyndi í dag, en þú ert ákaflega lifandi í vinnunni. Hugsaðu ekki of mikið um það sem liðið er. Lifðu heldur í núinu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) '£*■ Þér finnst vinur þinn hafa svik- ið þig í dag, en það lifnar yfir þér með kvöldinu. Það er mikil- vægt fyrir þig að hafa sterka sannfæringu núna. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast- ekki á traustum grunni vísindalegra staóreyndu. DYRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI #owí crasn/ 0ANC- x 9omfS O UCH! LJOSKA j iwiyA’-va —i SMAFOLK 'M C0NFU5EP ÁBOUT S0METWIN6... PID C0LUMBU5 PI5CO\/ER AMERICAIN 24-16-32. OR I5TWATMV L0CKER CDM RIMATIOKJ ~> Ég er rugluö í dálitlu. Uppgötvaði Kólumbus Ameríku 24-16-32, eða er þetta lánsnúmerið mitt? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Af hverju gerið þið okkur þetta alltaf!” Bolo Ostrowsky, hinn umdeildi fyrirliði Pólverja í Yokohama, lamdi síðasta spil- inu í borðið, skvetti vatni úr sótavatnsflösku í klút og laugaði sveitt andlitið. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á982 VG42 ♦ G854 + G4 Vestur Austur ♦ D76 ...... + 10543 VD10865 V973 ♦ 107 ♦ D962 + K75 + 108 Suður + KG VÁK ♦ ÁK3 ♦ ÁD9632 Tilefni upphlaups Ostrowskys var í þetta sinn spilamennska Þorláks Jónssonar í 6 gröndum. Þetta var í „Top 16” boðsmótinu á Italíu um síðustu helgi, þar sem Þorlákur og Guðmundur Páll Arnarson, spiluðu sem full- trúar íslands og höfnuðu í 8. sæti með rúma meðalskor. Frakkamir Chemla og Sussel unnu mótið, en þegar hér var komið sögu voru Ostrowsky og félagi hans Przybora í toppbar- áttunni: Vestur Norður Austur Suður Ostr. Guðm. Przybora Þorl. — — Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 grönd Pass 6 lauf Pass Pass Pass Utspilið var hjarta. Þorlákur átti slaginn á ás, tók laufás og spilaði laufi á gosa, sem hélt. Tíguil heima á ás og meira lauf. Ostrowsky skilaði hjarta, og nú tók Þorlákur tígulkóng og frí- slagina á lauf. Vestur varð að halda í hjartadrottningu, en austur í hæsta tígul, svo hvorug- ur gat valdað spaðann. Þorlákur fékk því 12. slaginn á spaðaníu. Tvöföld kastþröng. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Bad Bart- feld í Tékkóslóvakíu í haust kom þessi staða upp í viðureign stór- meistarans Gipslis (2.475), Lett- landi, og tékkneska alþjóðameist- arans Dobrovolskys (2.395), sem hafði svart og átti leik. i HA 1 B B wP öl r ■*l°| 29. — Rd3! (Svartur nær vinn- ingsstöðu með þessari innrás, því 30. Dxg5? gengur auðvitað ekki- vegna 30. — Rf2 mát) 30. Da7 — Dd2, 31. Bxd3 - Hh6! (Drottn- ingarfóm er aftur á dagskrá, svartur hótar 32. — Dxh2+!) 32. g4 - Bxg4, 33. Hg2 - Bxf3, 34. Bfl - Df4 (Hótar máti á h2, hvíta liðið er ieppað og bundið í bak og fyrir.) 35. Dgl - Bxe4, 36. Be2 - Hg6, 37. Bfl - Dd2, 38. b4 - Dxa2 og nú loksins hafi hvítur fengið nóg af þessari ójöfnu bar- áttu. Þetta var eina tapskák Gipsl- is á mótinu, en hann er reyndar frægur jafntefliskóngur. Erfitt er að leggja hann að velli, en hann skýtur heldur ekki mörgum skelk í bringu. Á IBM-mótinu í Amst- erdam 1976 gerði hann jafntefli í öllum skákum sínum, 15 að tölu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.