Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 9

Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 9 Nytsamar jólagjaf ir TEG. STRESA TEG. MEGARA TEG. PARMA Kr. 4.850,- stgr. Kr. 6.980,-stgr. Kr. 11.300,-stgr. 10 tegundir af úrvals skrifborðsstólum Mikið úrval af Dico járnrúmum Visa - Euro-raðgreiðslur Opið í dag til kl. 22.00 Sunnudag kl. 14.00-17.00 l□a[3H□la HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFMARFIRÐI SÍMI 54100 Teg. 596. 80 - 90 -140 og 160 cm breið. Verð frá kr. 24.700,- I BoroivitVÍJÍ | Meirn en þú geturímyndað þér! Vaxandi einangrunar- hyggja í Bandaríkjun- um? Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu og það nána samstarf sem aðildarríki Evrópubandalagsins (EB) hafa ákveðið að taka upp á flest öllum sviðum mun að margra mati verða til þess að ýta undir einangrunarhyggju í Bandaríkjun- um. Fimmtíu ár eru nú liðin frá árás Jap- ana á Pearl Harbour en sá atburður varð til þess að stefnu einangrunar og af- skiptaleysis var hafnað og mótuð voru þau viðhorf er einkennt hafa utanríkis- stefnu Bandaríkjanna allt fram á þennan dag. Það er mat þreska dagblaðsins The Daily Telegraph að breytinga sé að vænta á þessum vettvangi og kveðst þlaðið sjá þess merki bæði meðal demó- krata og repúblíkana í Bandaríkjunum. Viðhorfs- breyting' í Washington The Daily Telegraph segir í forystugrein í síð- ustu viku að á sama tima og leiðtogar Evrópuríkja reyni að komast að niður- stöðu um hver hlutur Bandaríkjamanna eigi að vera í vörnum Evrópu fari áhuginn á viðgangi Atlantshafsbandalagsins dvínandi í Bandaríkjun- um. „Bush Bandaríkja- forseti sem er skilgetið afkvæmi þess lífsstíls og viðhorfa er einkenna hefðbundna valdastétt á austurströnd Bandai’íkj- anna, er nú sem áður öldungis sannfærður um að viðhalda beri því skipulagi á alþjóðavett- vangi sem tryggt hefur friðinn í tæpa hálfa öld. En hrun kommúnismans og sú staðreynd að lifs- háttum Bandaríkja- manna er ekki lengur ógnað á hugmyndafræði- legum forsendum hefur getið af sér viðhorfs- breytingu í Washington.“ I grein breska blaðsins segir að einangrunar- hyggja hafl um nokkurt skeið farið vaxandi í röð- um demókrata, sem flest- ir hveijir hafi verið mót- fallnir því að hervaldi væri beitt til að frelsa Kúveit úr klóm Saddams Husseins. Nú séu íhald- sömustu öflin innan Repúblíkanaflokksins tekin að boða þessa sömu stefnu. Telur blaðið þá ákvörðun Patricks Buch- anan að bjóða sig fram gegn George Bush for- seta í forkosningum Repúblíkanaflokksins til marks um þetta. Pat Buchanan var í eina tíð yfirmaður upplýsinga- skrifstofu Ronalds Reag- ans og er að mati The Daily Telegraph áhrifa- mesti einangrunar- sinninn í Bandaríkjunum. í forystugreininni seg- ir: „Buchanan boðar að kalla beri heim allt herlið Bandaríkjamanna i Evr- ópu og Suður-Kóreu. Hann vill að samningnum um samstarf Bandaríkj- anna og Japan á vett- vangi öryggismála verði sagt upp enda hefur hann hann líkt Japönum við rándýr er kalli at- vinnuleysi yfir banda- ríska verkamenn með því að sölsa undir sig mark- aði Bandaríkjamanna. Hér er í raun um óánægjuframboð að ræða og Buchanan á enga von um að verða útnefndur forsetafram- bjóðandi flokksins. Hann hefur hins vegar einstakt lag á þvi að höfða til milljóna óánægðra Bandaríkjamanna. Um- fjöllun fjölmiðla í for- kosningunum, sem taka marga mánuði, mun gefa Buchanan tækifæri til að vekja upp harðar deilur um ágæti þess að halda úti bandarískum liðsafla erlendis. Þótt ólíklegt megi telja að honum tak- ist að þvinga fram breyt- ingar á stefnu þeirri er Bush forseti fylgir, og felur í sér upplýsta þátt- töku í þróun mála um heim allan, þá kunna áhrif Buchanans að verða til þess að valda- hlutföll breytist á þingi og staða einangrunar- sinna styrkist. Líkt og Reagan komst að er hann neitaði að falla frá beiðni sinni um fjárstuðning við Contra-skæruliða getur enginn forseti Bandaríkj- anna rekið skilvirka ut- anríkisstefnu án þess að njóta stuðnings þing- heims.“ Minnkandi vægi utanrík- ismála Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemcine Zeitung segir í forystu- grein 14. þessa mánaðar: „Bandarikjamenn hafa lýst yfir því að þeir vilji koma á „nýrri skipan heimsmála" en sú leit þeirra mun ekki verða til þess að slegið verði á frest þvi hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem aðkallandi er á vettvangi innanrikismála. Þótt ekki blasi við auðunnir sigrar á því sviði munu innan- landsmál á næstunni verða til þess að skyggja á utanríkismálin. Hið nýja hlutverk síðasta risaveldisins er sýnilega meira krefjandi en það sem Bandaríkjamenn léku er tvö andstæð öfl tókust á um völdin." Meö hlutabréfí í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. eignast þú hlut í 17 stórfyrirtækjum - og lækkar skattana þína um leiö =. ■.= Opið íKringlunni í dag milli kl.10 og 16. . ■.= Guðmundur Þór Þórhallsson viðskiptafræðingur veitir upplýsingar um meðferð hlutabréfa og skattafslátt vegna þeirra. Verið velkomin! Hlutabréfaeign Millj. Almenna hlutabréfasjóðsins_________kr. %> Skagstrendi ngur.............:... 32.6 17.2% Flugleiðir.........................25,2 13,3% Eimskip............................24,4 12,9% Skeljungur....................... 21,1 11,1% Grandi........................ 18,8 9,9% Olíufélagið....................... 12.8 6.7% Útgerðarlolag Akm-eyringa......... 10,8 8,8% Elif. Aiþýöubanka................. 10,7 5,7% Ehf. Verslunarbanka............... 9,5 5,0% Ehf. lðnaðarbanka.................. 8,6 4,6% Olís............................... 5,2 2,m Sæplast............................ 3,4 1,8% íslandslianki...................... 2,3 1,2% Hampiðjnn....................... 1,8 1,0% Öntmr.............................. 1,8 1,0% VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNl, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.