Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 9

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 9 Nytsamar jólagjaf ir TEG. STRESA TEG. MEGARA TEG. PARMA Kr. 4.850,- stgr. Kr. 6.980,-stgr. Kr. 11.300,-stgr. 10 tegundir af úrvals skrifborðsstólum Mikið úrval af Dico járnrúmum Visa - Euro-raðgreiðslur Opið í dag til kl. 22.00 Sunnudag kl. 14.00-17.00 l□a[3H□la HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFMARFIRÐI SÍMI 54100 Teg. 596. 80 - 90 -140 og 160 cm breið. Verð frá kr. 24.700,- I BoroivitVÍJÍ | Meirn en þú geturímyndað þér! Vaxandi einangrunar- hyggja í Bandaríkjun- um? Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu og það nána samstarf sem aðildarríki Evrópubandalagsins (EB) hafa ákveðið að taka upp á flest öllum sviðum mun að margra mati verða til þess að ýta undir einangrunarhyggju í Bandaríkjun- um. Fimmtíu ár eru nú liðin frá árás Jap- ana á Pearl Harbour en sá atburður varð til þess að stefnu einangrunar og af- skiptaleysis var hafnað og mótuð voru þau viðhorf er einkennt hafa utanríkis- stefnu Bandaríkjanna allt fram á þennan dag. Það er mat þreska dagblaðsins The Daily Telegraph að breytinga sé að vænta á þessum vettvangi og kveðst þlaðið sjá þess merki bæði meðal demó- krata og repúblíkana í Bandaríkjunum. Viðhorfs- breyting' í Washington The Daily Telegraph segir í forystugrein í síð- ustu viku að á sama tima og leiðtogar Evrópuríkja reyni að komast að niður- stöðu um hver hlutur Bandaríkjamanna eigi að vera í vörnum Evrópu fari áhuginn á viðgangi Atlantshafsbandalagsins dvínandi í Bandaríkjun- um. „Bush Bandaríkja- forseti sem er skilgetið afkvæmi þess lífsstíls og viðhorfa er einkenna hefðbundna valdastétt á austurströnd Bandai’íkj- anna, er nú sem áður öldungis sannfærður um að viðhalda beri því skipulagi á alþjóðavett- vangi sem tryggt hefur friðinn í tæpa hálfa öld. En hrun kommúnismans og sú staðreynd að lifs- háttum Bandaríkja- manna er ekki lengur ógnað á hugmyndafræði- legum forsendum hefur getið af sér viðhorfs- breytingu í Washington.“ I grein breska blaðsins segir að einangrunar- hyggja hafl um nokkurt skeið farið vaxandi í röð- um demókrata, sem flest- ir hveijir hafi verið mót- fallnir því að hervaldi væri beitt til að frelsa Kúveit úr klóm Saddams Husseins. Nú séu íhald- sömustu öflin innan Repúblíkanaflokksins tekin að boða þessa sömu stefnu. Telur blaðið þá ákvörðun Patricks Buch- anan að bjóða sig fram gegn George Bush for- seta í forkosningum Repúblíkanaflokksins til marks um þetta. Pat Buchanan var í eina tíð yfirmaður upplýsinga- skrifstofu Ronalds Reag- ans og er að mati The Daily Telegraph áhrifa- mesti einangrunar- sinninn í Bandaríkjunum. í forystugreininni seg- ir: „Buchanan boðar að kalla beri heim allt herlið Bandaríkjamanna i Evr- ópu og Suður-Kóreu. Hann vill að samningnum um samstarf Bandaríkj- anna og Japan á vett- vangi öryggismála verði sagt upp enda hefur hann hann líkt Japönum við rándýr er kalli at- vinnuleysi yfir banda- ríska verkamenn með því að sölsa undir sig mark- aði Bandaríkjamanna. Hér er í raun um óánægjuframboð að ræða og Buchanan á enga von um að verða útnefndur forsetafram- bjóðandi flokksins. Hann hefur hins vegar einstakt lag á þvi að höfða til milljóna óánægðra Bandaríkjamanna. Um- fjöllun fjölmiðla í for- kosningunum, sem taka marga mánuði, mun gefa Buchanan tækifæri til að vekja upp harðar deilur um ágæti þess að halda úti bandarískum liðsafla erlendis. Þótt ólíklegt megi telja að honum tak- ist að þvinga fram breyt- ingar á stefnu þeirri er Bush forseti fylgir, og felur í sér upplýsta þátt- töku í þróun mála um heim allan, þá kunna áhrif Buchanans að verða til þess að valda- hlutföll breytist á þingi og staða einangrunar- sinna styrkist. Líkt og Reagan komst að er hann neitaði að falla frá beiðni sinni um fjárstuðning við Contra-skæruliða getur enginn forseti Bandaríkj- anna rekið skilvirka ut- anríkisstefnu án þess að njóta stuðnings þing- heims.“ Minnkandi vægi utanrík- ismála Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemcine Zeitung segir í forystu- grein 14. þessa mánaðar: „Bandarikjamenn hafa lýst yfir því að þeir vilji koma á „nýrri skipan heimsmála" en sú leit þeirra mun ekki verða til þess að slegið verði á frest þvi hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem aðkallandi er á vettvangi innanrikismála. Þótt ekki blasi við auðunnir sigrar á því sviði munu innan- landsmál á næstunni verða til þess að skyggja á utanríkismálin. Hið nýja hlutverk síðasta risaveldisins er sýnilega meira krefjandi en það sem Bandaríkjamenn léku er tvö andstæð öfl tókust á um völdin." Meö hlutabréfí í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. eignast þú hlut í 17 stórfyrirtækjum - og lækkar skattana þína um leiö =. ■.= Opið íKringlunni í dag milli kl.10 og 16. . ■.= Guðmundur Þór Þórhallsson viðskiptafræðingur veitir upplýsingar um meðferð hlutabréfa og skattafslátt vegna þeirra. Verið velkomin! Hlutabréfaeign Millj. Almenna hlutabréfasjóðsins_________kr. %> Skagstrendi ngur.............:... 32.6 17.2% Flugleiðir.........................25,2 13,3% Eimskip............................24,4 12,9% Skeljungur....................... 21,1 11,1% Grandi........................ 18,8 9,9% Olíufélagið....................... 12.8 6.7% Útgerðarlolag Akm-eyringa......... 10,8 8,8% Elif. Aiþýöubanka................. 10,7 5,7% Ehf. Verslunarbanka............... 9,5 5,0% Ehf. lðnaðarbanka.................. 8,6 4,6% Olís............................... 5,2 2,m Sæplast............................ 3,4 1,8% íslandslianki...................... 2,3 1,2% Hampiðjnn....................... 1,8 1,0% Öntmr.............................. 1,8 1,0% VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNl, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.