Morgunblaðið - 24.12.1992, Side 2

Morgunblaðið - 24.12.1992, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 Færeyingar fá að veiða 6.000 lestir Morgunblaðið/Sverrir Skyldi hún vera að koma? Myndin er tekin á Reykjavíkurflugvelli í gær. Stefnt að því að koma öllum heim fyrir jól „Við komum öllum á þá staði sem þeir óska fyrir jólin svo framar- lega sem guð og veður lofár. Það verður reynt eins lengi og hsegt er,“ sagði Kristinn Stefánsson, afgreiðslustjóri hjá Flugleiðum, þegar forvitnast var um flugumferðina fyrir jólin. Hann sagði að miðað við aðstæður hefði flug gengið sæmilega í gær. Snemma um morguninn biðu 1.250 manns eftir flugi en hægt var að fljúga til Akureyrar, Egilsstaða, Húsavíkur, Sauðárkróks og Hafnar í Hornafirði um daginn. Fella varð niður flug til Færeyja og Patreks- fjarðar, töf varð á morgunfiugi til Vestmannaeyja og fljúga varð með farþega sem ætluðu til Þingeyrar til ísafjarðar og aka þeim á áfanga- stað. Síðdegis þurfti flugvél að snúa við frá Isafjarðarflugvelli vegna snjókomu. Áætlað var að um 150 manns myndu enn bíða eftir fari til hinna ýmsu áfangastaða í morgun en stefnt var að því að koma þeim öllum með flugi í dag. Af þeim bíða 50 eftir að komast til Færeyja. Síðasta brottför er kl. 13. Morgunblaðið/Sverrir Ronjaábak viðtjöldin Mörk veruleikans og leiksins eru ekki fullkomlega skýr í vitund bama, og geta þessi óljósu mörk tekið á sig skemmtilegar myndir eins og sást greinilega á lokaæfíngu á bamasöngleiknum Ronju ræningjadóttur, sem byggður er á samnefndri bók Astridar Lindgrens, og er jólasýning Borgarleikhússins. Eftir að tjöldin féllu sættu yngstu áhorfendur sig ekki við að ræningjadóttirin knáa væri horfín sjónum, og gægðust und- ir tjaldskörina til að forvitnast um afdrif hennar. Hvort sama líf og kátína hafí verið á sviðinu og meðan tjöldin vom frádregin, fylgir ekki sögunni, en ákafí bamanna leynir sér ekki. FÆREYINGAR fá að veiða 6.000 lestir af botnfiski í íslenskri lög- sögn á næsta ári, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra, þar af 700 lestir af þorski og 400 lestir af lúðu. Verða veiðamar tak- markaðar við 12 línubáta samtímis. í dag skerðingu á heildarveiðiheimildum í þorskígildum en þorskveiðiheim- ildirnar em skertar um 30%. Heildarþorskafli við ísland var í sumar skertur um 22,6%, eða úr 265 þúsund tonnum í 205 þúsund tonn, á yfírstandandi fískveiðiári sem hófst í september. Færeyingum var með samningi árið 1976 veitt heimild til að veiða um _ 17 þúsund lestir af botnfíski * við ísland. Árið 1984 var heildarafl- inn lækkaður í 8.500 lestir en síðan aukinn næstu ár, var til dæmis 11 þúsund lestir 1989 og 1990, þar af 2.000 lestir af þorski. Árið 1991 var heildaraflinn lækkaður í 9 þús- und Iestir og á þessu ári var hann lækkaður í 6.500 lestir. Samkvæmt bráðabirgðatölum veiddu Færey- ingar á þessu ári 863 lestir af þorski hér við land, 733 lestir af ýsu, 2.370 lestir af keilu og löngu, 1.560 lest- ir af ufsa og 868 lestir af öðmm tegundum. Glæsilegur söngur Kristjáns Glæsilegur söngur Kristjáns Jó- hannssonar, segir Jón Ásgeirsson í umsögn um jólatónleika í Hall- grímskirkju. 20 Borgarspítulinn 25 ára____________ Þann 28. desember fyrir 25 árum voru fyrstu sjúklingamir fluttir á Borgarspítalann. 32 íþróttir__________________________ íslenska handknattleikslandsliðið mun leggja áherslu á sóknarieik í landsleikjum við Frakka. 70 Leiðari Heiðin jól og kristin 36 Dagskrá Viðskipti/Atvinnulíf ► Grímudansleikur Verdis - |Þ Henson með verksmiðju í Hvolpurinn Seppi - Síðustu dagar Úkraínu - Pharmaco selur meiri- Jónasar Hallgrímssonar - Morg- hlutaeign í Delta - Einkavæðing unsjónvarp bamanna - Hestar og húsbréfakerfis - Heimildum til huldufólk - Aramótaskaupið erlendra fjárfestinga frestað Félagsdómur sýknar ÍSAL af kröfu verkalýðsfélaga um að draga til baka uppsagnir Uppsagnir á 10 starfsmönn- um álversins taldar gildar Félagsdómur sýknaði í gær Vinnuveitendasamband íslands fyrir hönd Islenska álfélagsins af kröfu Alþýðusambands íslands fyrir hönd verkalýðsfélaga í álverinu í Straumsvík um að uppsagnir 10 faslráðinna starfsmanna álversins í haust yrðu dregnar til baka þar sem þær væru brot á kjarasamningum. Aðaltrúnaðarmaður álversins segir að það sem starfsmenn hafi talið sig vera að semja um hafi ekki haldið þegar á reyndi og ljóst sé að endurskoða verði samningsgerð þeirra í því ljósi. Starfsmönnunum 10 var sagt upp í lok október óg á sama tíma var framlengd ráðning sex tíma- bundið ráðinna starfsmanna. Verkalýðsfélögin töldu að uppsagn- imar væru hluti aðgerða sem samn- inganefnd verkalýðsfélaganna og VSÍ vegna ÍSAL tóku ákvörðun um 4. apríl 1990. í fylgiskjali með kjarasamningi frá þeim degi segir, að mannaflaminnkun sem til sé komin vegna betri nýtingar þáver- andi búnaðar, megi ekki hafa í för með sér uppsagnir fastráðinna starfsmanna heldur verði mætt með eðlilegum starfslokum og tilfærsl- um í störfum. VSÍ hélt því hins vegar fram að uppsagnirnar í haust væru ekki í tengslum við aðgerðim- ar sem boðaðar vom 1990, heldur hafi verið til komnar vegna al- mennra spamaðarráðstafana sem fyrirtækið hefði neyðst að grípa til. Uppsagnir ekki í tengslum við hagræðingu Félagsdómur féllst á þau rök VSÍ að uppsagnir starfsmannanna 10 væm ekki í tengslum við þá hag- ræðingu sem um var samið 1990 og taldi að ekkert væri því til fyrir- stöðu að uppsagnirnar yrðu metnar gildar. Ekki var heldur fallist á þau rök verkalýðsfélaganna að fastr- áðnu starfsmennimir hefðu átt rétt til endurráðningar í þau sex störf sem lausráðið var í, þar sem tíma- bundið ráðnir menn sem hafí unnið 12 mánuði eða lengur hjá ÍSAL hafí sama forgangsrétt til starfa sem losna og aðrir starfsmenn. Þá kemur einnig fram í dómnum að einn þeirra fastráðnu starfsmanna sem sagt var upp var í launalausu leyfí þegar uppsögnin átti sér stað. Verkalýðsfélögin töldu að sam- kvæmt kjarasamningum væri ISAL skylt að ráða hann til fyrra starfs að leyfínu loknu, en félagsdómur taldi að maður sem tæki leyfí frá störfum án launa nyti ekki meiri vemdar en aðrir starfsmenn fyrir almennum uppsögnum. Gylfí Ingvarsson aðaltrúnaðar- maður starfsmanna ÍSAL sagði að starfsmenn hefðu orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með dóminn. „Það er ljóst að það sem við töldum okk- ur vera að semja um stenst ekki þegar á reynir þannig að það þarf að skoða samninga og samnings- gerð okkar í nýju ljósi," sagði hann. Við emm mjög sátt við þessa niðurstöðu sem kemur okkur ekki á óvart,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson framkvæmdastjóri VSÍ. „Við vomm búin að fara ipjög vandlega yfír hvað við teldum að mætti og hvað ekki samkvæmt samningi og lögum. Og það er sú niðurstaða sem staðfest er, að ráðningarformið hefði ekki úrslitaáhrif ef menn væm á annað borð búnir að vera hjá fyrirtækinu í eitt ár og það er sá skilningur sem er staðfestur með þessum dómi. Það hefði komið okk- ur mjög á óvart ef niðurstaðan hefði orðið önnur.“ Á yfirstandandi ári fengu Færey- ingar að veiða 6.500 lestir, þar af 1.000 lestir af þorski og 450 lestir af lúðu. Að mati sjávarútvegsráðu- neytisins er um að ræða nær 10% Atli Dam, lögmaö- ur Færeyinga Þakklátir fyrirþað sem fæst „MEÐ tilliti til allra aðstæðna erum við þakklátir fyrir þær veiðiheimildir sem íslenska ríkis- sljórnin hefur ákveðið að veita okkur á næsta ári,“ sagði Atli Dam, lögmaður Færeyinga, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Út af fyrir sig þykir okkur mið- ur að leyfilegur afli minnki úr 6.500 tonnum í 6.000 tonn með tilliti til þess að kvótinn nam 18.000 lestum fyrir nokkmm ámm. En við höfum fullan skilning á þeirri aðstöðu sem íslensk stjómvöld em í vegna afla- samdráttar íslenskra fískiskipa og emm því þakklátir fyrir það sem við fáum,“ sagði Atli. Munið eftir smáfuglun- um um jólin Á sama tima og jólin nálg- ast óðfluga og jólaöngþveitið verður sem mest eykst hætt- an á því að minnstu smælingj- ar jólanna, nefnilega smá- fuglarnir, verði útundan. Við megum heldur ekki gleyma því að gjöfín veitir ekki aðeins smáfuglunum magafylli heldur veitir hún líka gefandan- um ánægjuna af því að gefa af eigum sínum og kemur flest- um í jólaskap. Flest böm hafa yndi af smáfuglum og vel er við hæfí að kenna þeim að dreifa fæði til þessara vina sinna fyrir jólin. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 29. desember. Blaðið kemur einnig út miðvikudaginn 30. desember og fímmtudaginn 31. des- ember. Fyrsta blað ársins 1993 kemur út sunnudaginn 3. janúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.