Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 68
68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
0
Ast er...
TM Rag. U.S Ptt Off.-UI Hghts rmrvM
• 1892 Lo. AngMM TknM Syndlcat.
Þú ert hreystimenni og
djarfur en það er ekki það
eina sem hjónabandið bygg-
ist á...
Skrifaðu listr. yfir það sem
þú hefur stolið hér, svo ég
lendi ekki í þrasi við trygg-
ingafélagið.
HÖGNI HREKKVISI
t, ÚG BK f kAFFlHLÉí/"
BRÉF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Yfirlýsing frá Kjartani Erni
Kjartanssyni vegna ummæla Brim-
borgar hf. um McDonalds á íslandi
Frá Kjartani Erni Kjartanssyni:
Vegna ummæla forráðamanna
Brimborgar hf. í fjölmiðlum að und-
anförnu um McDonald’s í tilefni af
úthlutun Reykjavíkurborgar á lóðinni
Suðurlandsbraut 56 vil ég taka eftir-
farandi fram:
Sú fullyrðing að lóðinni hafi verið
úthlutað til „McDonald’s hamborgar-
akeðjunnar", þ.e. McDonald’s Corp-
oration er röng. Lóðinni var úthlutað
til undirritaðs, en ég er íslenskur
maður, fæddur og uppalinn í Reykja-
vík. Fyrirtækið, sem ég hyggst
stofna um væntanlega starfsemi
verður einnig íslenskt, þótt vöru-
merkið sé þekkt útlent vörumerki.
Til samanburðar má nefna að verk-
smiðjan Vífilfell hf. er íslenskt fyrir-
tæki, þótt framleiðsla þeirra sé unn-
in með leyfi og eftir uppskriftum
Coca Cola-fyrirtækisins.
Sú viðleitni að gera mig eða
McDonald’s tortryggilega, einkum
vegna þess að um eitthvað útlenskt
sé að ræða, sem sé vont, er einkenni-
leg, t.d. í ljósi þess að Brimborg hf.
er fulltrúi fyrir erlenda vöru sem er
framleidd að öllu leyti í útlöndum,
ekki að mér finnist minn ágæti Voivo
bíll, sem ég keypti af þeim nýverið,
sé verri af því að hann er sænskur.
Sú vara, sem ég hyggst selja verður
framleidd á íslandi með íslenskum
höndum úr íslensku hráefni og er
þá spurningin hver sé þjóðlegastur?
Yfírlýsingar forráðamanna Brim-
borgar hf. á opinberum vettvangi eru
tilraun þeirra til að afla sér samúðar
meðal almennings í deilum þeirra við
Reykjavíkurborg, sem endurheimti
af þeim lóðina vegna meints brots
þeirra á úthlutunarskilmálum borg-
arinnar. Ég er ekki aðili að þeirri
deilu og hef ekki, a.m.k. til þessa,
átt í neinum útistöðum við Brimborg
hf., þvert á móti. Ég hef unnið það
eitt mér til saka, ef það telst til
vamms, að hafa sótt um lóð, sem
ég hef nú um síðir fengið við Suður-
landsbraut. Það hefur sjaldnast þótt
mikið réttlæti í því að hengja bakara
fyrir smið, en ég hlýt að hljóða und-
an höggum, þegar ódrengilega er að
mér vegið með leiðinlegum yfirlýs-
ingum svo ekki sé talað um hótunina
að leggja lögbann á framkvæmdir
mínar á lóðinni, en málaferli sem af
hlytust í deilu, sem ekki er mín,
kunna að taka fleiri ár og yru afleið-
ingar verktafanna óbætanlegt tjón,
sem ríða kann mér að fullu.
Vona ég einlæglega að Brimborg
hf. sjái að sér í þessu máli og sinni
málum sínum með öðrum hætti en
þeim að meiða aðra.
Um McDonald’s fyrirtækið er það
að segja, að um er að ræða mjög
virt fyrirtæki, sem annt er um orðs-
tír sinn og er þekkt af því að vera
góður samfélagsþegn og m.a. af að-
stoð þeirra til líknarmála. Ég hef
sjálfur fullan hug á því, að halda
þeirri stefnu á lofti og sækist eftir
öllu öðru en illdeilum. Koma þekking-
ar McDonald’s til landsins er öllum
til góðs og samstarf íslenskra hráefn-
isframleiðenda við þá eftirsótt.
Sömuleiðis er McDonald’s Corporati-
on og dótturfyrirtæki þess stórir
kaupendur að íslenskum sjávarafurð-
um og gott væri ef ísland ætti sem
flesta vini sem McDonald’s er.
KJARTAN ÖRN KJARTANSSON,
Barðaströnd 51, Seltjarnamesi.
Rofabarðið og Blönduslysið
Frá Heiðmari Jónssyni:
Tilefni þessarar greinar er að
vekja athygli á hinni einhæfu um-
fjöllun sem landvemdarmál á íslandi
hafa fengið í fjölmiðlum undanfarin
misseri. Þegar gróðurvemdarmál eru
á döfínni blasa við á sjónvarpsskján-
um kvöld eftir kvöld lambær í rofa-
barði rétt eins og þar sé aðalorsökin
fyrir uppblæstri á landinu. Á síðasta
áratug höfum við verið vitni að mestu
gróðureyðingu af mannavöldum, en
fjölmiðlar og landverndarsamtök
hafa bara horft í aðra átt eða gert
eina hríðina enn að kindinni. Geysi-
stór flæmi af besta landi húnvetnsku
heiðanna vom lögð undir lón Blöndu-
virkjunar og nú litar fijósöm moldin
fljótið gult þegar það flytur jarðveg-
inn til sjávar.
Margir bændur og aðrir land-
vemdarmenn lögðu á sig mikla bar-
áttu til að koma í veg fyrir þetta
stórslys og leituðu m.a. aðstoðar
náttúruvemdarráðs og annarra land-
vemdarsamtaka, fengu góða aðstoð
frá SUNN á Norðurlandi, en þar með
var líka upptalið. Hinir vildu ekki
blanda sér í pólitík, þeir héldu áfram
að hotta á kindina. Auðvitað voru
þingmenn kjördæmisins að einum
þingmanni undanskildum (og tveir
vom ráðherrar) potturinn og pannan
í þessu óráði. Þetta var pólitík. Ráð-
herrastólar em óvís sæti og engan
tíma mátti missa. Enginn tími fannst
til •að rannsaka skárri kost og slysið
er orðið. Slysið er meira að segja svo
hrikalegt að engin þörf er nú fyrir
rafmagnið sem öllu þessu landi var
fómað fyrir. Þar fer dýrmætur millj-
arður í ársvexti. Það fínnst ekki einu
sinni álhringur til að þiggja rafmagn-
ið á spottprís eins og stundum gerist.
Tilefni greinarinnar er að benda
fréttaómömm og landvemdarfólki á
þetta stóra slys, sem enga frétta-
umfjöllum hefur fengið. Myndefnið
er nóg: eyðilegt lón og vélar sem
strita til einskis, stjómir ríkisveitn-
anna og þingmenn. í landeyðingu
standa þeir kindinni framar.
HEIÐMAR JÓNSSON, -
Vesturbrún 6, Flúðum.
Víkveqi skrifar
Jólahátíðin er að ganga í garð,
hátíð, þegar kristnir menn
minnast fæðingar frelsara síns og
fagnaðarerindið er lesið í kirkjum
um hinn gjörvalla kristna heim. í
dag er aðfangadagur jóla, en orðið
aðfangadagur er venjulega aðeins
notað um þennan eina dag ársins.
Þetta dagsheiti er að öllum líkindum
þýðing á gríska orðinu parasceve,
sem þýðir undirbúningur og notað
var upphaflega um daginn fyrir
páskahelgina, þ.e.a.s. föstudaginn
langa. Enda mun að fomu hafa
verið rætt um aðfangadag páska
og aðfangadag hvítasunnu, þótt
algjörlega sé nú hætt að nota þetta
orð um þá tvo laugardaga, sem
þetta heiti var áður fyrr haft um.
XXX
Annars em jól fom hátíð á Norð-
urlöndum og miklu eldri en
kristnin. Þá vom haldin miðsvetrar-
blót og fögnuðu menn þar hækk-
andi sól, en hinn 21. desember em
vetrarsólstöður og eftir þann dag
fer daginn aftur að lengja á norður-
hveli jarðar, um „hænufet" hvern
dag eins og sagt er. Þá er vetrar-
myrkrið að baki og framundan sól
og sumar. Með kristninni varð hins
vegar sú breyting, að jólin vom
gerð að aðalhátíð kristinna manna
\ minningu fæðingar Krists.
Ákvörðunin um að halda fæðingar-
dag hans hátíðlegan, 25. desember,
tók að breiðast út í Suðurlöndum á
4. öld eftir Krist. Um skýringu á
hinu norræna nafni ,jól“ er ekkert
vitað með vissu.
xxx
Nútímajól hafa ýmis sérkenni,
sem tengjast hátíðinni. Allir
þekkja hina gömlu íslenzku jóla-
sveina, sem vora 13 að tölu eða
jafnmargir jóladögunum. Hin síðari
ár hefur hins vegar borið meir á
rauðklædda jólasveininum með
hvíta skeggið, sem ku vera ættaður
frá Ameríku og jafnvel tengdur því
þekkta vömmerki Coca Cola, þar
sem hann heitir Sánkti Kláus og
er heitið fengið frá heilögum Nikul-
ási, sem mikið var dýrkaður á ís-
landi í kaþólskum sið og var vemd-
ardýrlingur bama. Nikulásarmessa,
sem við hann er kennd er og 6.
desember, en Nikulás þessi var
uppi á 4. öld og var biskup í Mým
í Litlu-Asíu. Dýrkun á honum í
kaþólskum sið hérlendis hófst eftir
að líkamsleifar Nikulásar vom flutt-
ar til Bár (Bari) á Ítalíu árið 1087,
segir í Rímfræði Þorsteins Sæ-
mundssonar, sem Menningarsjóður
gaf út á sínum tíma.
x x x
Annað tákn jólanna er jólatréð.
Ein saga er sögð um það,
hvemig það varð að tákni fyrir jól-
in. Hún er eitthvað á þá leið að tvö
tré komu til Betlehem til þess að
fagna fæðingu frelsarans. Annað
bar ávöxt og gat gefið baminu af
gæðum sínum, en grenitréð átti
ekkert nema sígrænar nálar og
þegar það sá að það gat ekki gefíð
hluta af sjálfu sér, gaf það frelsar-
anum sig allt. Þannig segir sagan
að jólatréð hafí orðið tákn jólanna.
xxx
En hvað sem öllum þessum bolla-
leggingum um jólin líður þá
er eitt víst að þau em á næsta leiti
og klukkan 18 gengur hátíðin í
garð. Af því tilefni vill Víkveiji
Morgunblaðsins óska öllum lesend-
um sínum gleðilegra jóla með von
um að þessi jól gefí þeim frið og
birtu i sál og sinni.