Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 32 BORGARSPÍTALINN 25 ÁRA Jól á spitala. er, með um 10-15 mínútna fyrir- vara. Segir Brynjólfur spítalann vera vel í stakk búinn til að sinna bráðahlutverki sínu. Rannsóknir á hjartsláttartruflunum Á rannsóknadeild er unnið að rannsóknum á hjartasjúkdómum. Þar eru fyrstar að telja rannsóknir á hjartsláttartruflunum, sem eru ekki gerðar annars staðar á land- inu en þeim stýrir Gizur Gott- skálksson, sérfræðingur á lyfja- deild og rannsóknardeild. „Fyrstu rannsóknir eru mikil- vægar til greiningar á takttruflun- um. Sjúklingar ganga með svokall- að Holter-segulband á sér í sólar- hring. Bandið nemur hjartslátt og skráir og tölva vinnur úr þeim upplýsingum, sem bandið hefur að geyma,“ segir Gizur. Nýlega var tekin í notkun þriðja kynslóð slíkra tækja og er fjöldi þessara rannsókna nú á annað þúsund á ári. Ef sú rannsókn reyn- ist ekki fullnægjandi verður að gera frekari athugun með hjarta- þræðingu. Þá eru þræddar inn í hjartar 3-4 rafskautsieiðslur sem nema rafboð þess og geta gefíð örvun beint í hjartað. Þessar rann- sóknir hafa verið framkvæmdar hér frá árinu 1986 og er fjöldi sjúklinga frá upphafi á annað hundrað. Ör þróun hefur orðið í gangráðs- meðferð hjartasjúklinga. Þeir gangráðar sem nú eru mest grædd- ir í sjúklinga fylgja kröfum líkam- ans, þar sem þeir geta aukið hjart- slátt, gerist þess þörf, t.d. við áreynslu eða átök. Fólk ætti því að geta stundað nánast hvaða íþróttagrein sem er með slíkan gangráð. Fyrir nokkrum árum var slíkt ekki mögulegt. Á síðustu árum hafa rutt sér til rúms tæki sem grædd eru í sjúklingar og gefa rafstuð til að leiðrétta hjart- sláttartruflanir. Tækið er hnefa- stórt og grætt í kviðvegg sjúkl- ings. Telur Gizur að samkvæmt tíðni erlendis, þurfí 2-5 sjúklingar á slíku tæki að halda á ári. Vélindaómun gefur skýrari myndir Gizur segir miklar framfarir hafa orðið í greiningu og meðferð hjartasjúkdóma, þannig hafí óm- rannsóknir á hjarta nánast útrýmt vissum hluta hjartaþræðinga. Þá hefur á annað ár verið framkvæmd á Borgarspítala vélindaómun sem gerir læknum kleift að skoða hjart- að aftan frá og gefur að auki mun skýrari myndir, sérstaklega gátt- um og stóru æðunum. Sumt fólk fæðist með auka- leiðslubönd í hjarta sem geta síðar á ævinni valdið hjartsláttarköstum. Þessir sjúklingar þurfa oft á lang- varandi lyfjameðferð að halda og oft að leggjast inn á sjúkrahús. Á allra síðustu mánuðum hefur verið þróuð tækni til að brenna þessi aukabönd við hjartaþræðingu. Takist þessi aðgerð vel er sjúkling- urinn læknaður. Nokkrir íslenskir sjúklingar hafa fengið slíka með- JÓLIN hafa sett sinn svip á Borgarspítalann enda dvelur og starfar þar fjöldi fólks yfir jólahátíðina. Þessi jólin verð- ur haldið upp á 25 ára afmæli spítalans, nánar tiltekið þann 28. desember. Þá verða 25 ár liðin frá því fyrstu sjúkl- ingarnir voru fluttir af lyflækninga- og farsóttadeild Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg og lagðir inn á sjöttu hæð A-álmu Borgarspítalans í Fossvogi. „Aldarfjórð- ungur er ekki hár aldur í sögu spítala en Borgarspítalinn er kominn til að vera, þótt hann sé yngstur spítalanna í Reykjavík,“ segir Jóhannes Pálmason, framkvæmdasljóri Borgarspítalans, en Morgunblaðsmenn litu þar inn í tilefni afmælisins. Agöngunum getur hvar- vetna að líta jóla- skraut, jafnvel sum rúmanna eru skreytt. Jólastemmning á spít- ala er kyrrlát og blessunarlega laus við ysinn og þysinn sem ríkir í höfuðborginni. Þótt sjúklingar kysu miklu fremur að dvelja á heimilum sínum um jólin, ráða önnur öfl ferðinni þegar veikindi og slys eru annars vegar og hlutverk starfsfólksins er að gera dvölina sem þægilegasta. Um 1.500 manns starfa á Borg- arspítalanum, eða á við meðalstórt bæjarfélag. Sjúklingar eru tæplega 500 auk þess sem um 50 dagdeild- arrými eru á spítalanum. Óskandi að ólgu í heilbrigðismálum linni í tilefni afmælisins verður stutt athöfn á spítalanum þar sem starfsmenn verða heiðraðir en að því loknu býður forseti borgar- stjómar starfsfólki spítalans til móttöku í Ráðhúsinu. En hvað er framkvæmdastjóra spítalans efst í huga á afmælinu? „Sú ólga sem hefur verið í heilbrigðismálum Reykvíkinga á undanfömum ámm. Það væri óskandi að henni linnti og hægt væri sameinast um ákveðna stefnu fyrir spítalann," segir Jóhannes Pálmason. Segir hann spítalann hafa leitað eftir samvinnu við ráðuneytið um stefnumörkun og fengið jákvæðar undirtektir. „Fyrir réttu ári var mikið rætt um sameiningu Borgar- spítala og Landakotsspítala en hún náði ekki fram að ganga. Hins vegar hafa verið í gangi viðræður um nána samvinnu þessara tveggja spítala.“ Það er ekki síst verkaskiptingin sem Jóhannes vísar til. „Bráðahlut- verk Borgarspítalans hefur ávallt verið mjög stórt, hann sinnir nú 62% bráðavakta í Reykjavík og þar fyrir utan er hér slysadeild fyrir allt landið. Þegar sagt er í fréttum að sjúklingar hafi verið fluttir á slysadeild, má svo auðvitað ekki gleyma þeim deildum sem standa að baki slysadeildinni, svo sem skurðdeild, heila- og taugaskurð- deild og bæklunarlækningum, svo dæmi séu nefnd.“ -Hvemig gengur að fylgjast með nýjungum í þeim niðurskurði sem nú er í heilbrigðiskerfínu? „Ég hefði auðvitað kosið að Borgarspít- alinn fengi meira fé til endumýjun- ar tækja og búnaðar en raun hefur orðið á. Um 1% af rekstrarfé spítal- ans rennur til tækjakaupa, sem ég tel allt of lágt. Það gerir okkur erfítt með að skipuleggja endumýj- un búnaðar, því við vitum ekki hvað framundan er.“ Verkaskipting af hinu góða Starfsemi Borgarspítalans tekur mið af verkaskiptingu spítalanna á Reykjavíkursvæðinu. Spítalinn hefur með höndum rekstur slysa- deildar, neyðarvaktar, heila- og taugaskurðlækningadeildar og háls,- nef- og eymadeildar, sem em þær einu sinnar tegundar á landinu að frátaldri þeirri síðast- nefndu-en háls-, nef- og eymadeild er einnig á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Brynjólfur Mogensen yfírlæknir á slysadeild segir það hafa sýnt sig að verkaskipting spítala sé af hinu góða hvað varði slysadeildar. „Starfsemi slysadeildar er um- fangsmikii og dýr, það væru mikil mistök að hafa fleiri en eina slíka á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan hér er sú að biðtími þeirra sem hingað leita, er skemmri en víðast erlendis.“ Um 40.000 manns leita til slysa- deildarinnar á ári, 30.000 vegna slysa, 10.000 vegna veikinda. Fjórðungur eru böm undir 15 ára aldri, sem er mun hærri tala en í nágrannalöndunum Noregi og Sví- þjóð. Svanlaug Skúladóttir hjúkr- unarstjóri segir álagið á slysadeild- inni vera mikið í desember, fólk virðist t.d. hafa lítinn tíma til að líta eftir bömunum og því sé all- nokkuð um smáskeinur. Yfír sjálfa jólahátíðina sé rólegt, fólk dragi heimsókn á slysadeildina í lengstu lög. Á annan í jólum sé hins vegar jafnan mikið að gera og áramótin séu mikill álagstími. Ef stór slys verða, liggur fyrir skipulag að hópslysaáætlun spítal- ans Svanlaug segir slysadeildina fara í viðbragðsstöðu nokkmm sinnum á ári, t.d. þegar farþega- þotur hafa átt í erfíðleikum. Ekki hafí reynt fyrir alvöra á áætlunina enn sem komið er. Þó að skipulag áætlunarinnar hvíli að mestu á Borgarspítalanum kemur til kasta Landakotsspítala og Landspítala verði alvarleg slys á fleiri en 10 manns. Þá er einnig svokölluð greiningarsveit Borgarspítalans tilbúin að fara hvert á land sem KYRRLÁT JÓLASTEMMNING ÁAFMÆLINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.