Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 60
GRINDAVÍK Yngstu bömimum boðið á litlu jólin TONLEIKA fyrir gesti fædda'77 og ffyrr aðgangseyrir aðeins kr. 700.- opið frá kl. 21.04 tif ki. 00.46 og allír heim í strætó á eftir. forsala tónleikadaglnn frá kl. 14.00 29. desember Salin HAN$ vlÖNS MÍNS MORGUNBI.ÁÐIÐ FIMMTUDÁGUR 24. DESEMBÉR 1992 Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár! Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Grindavík. Starfsmenn í fjarskiptastöð bandaríska hersins í Grinda- vík hafa undanfarin ár boðið nem- endum í 7 ára bekk á jólaskemmt- un fyrir jólin. Þeir brugðu ekki út af venjunni fyrir þessi jól og buðu til jóla- skemmtunar. Þær breytingar hafa hins vegar átt sér stað að þeir hafa ekki fasta búsetu í stöðinni í Grindavík og er ekið frá herstöð- inni í Keflavík og var því jóla- skemmtunin haldin þar. Rúta frá gestgjöfunum sótti bömin í Grunn- skólann og ók þeim á áfangastað. Þar beið þeirra hópur starfsmanna með kökur og annað góðgæti. Kevin Francis Lover kapteinn í bandaríska hernum bauð nemend- ur velkomna og sagði við þá að þetta væri 31. skipti sem nemend- um úr Grindavík væri boðið á jóla- skemmtun starfsmanna fjarskipta- stöðvarinnar í Grindavík og það væri gaman að eiga þessi sam- skipti við þau. Þá væri gaman fyr- ir þá að sjá muninn á jólasiðum hjá Bandaríkjamönnum. Eftir að hafa gert veitingum góð skil varð uppi fótur og fít meðal nemendanna því inn gekk maður í kunnuglegum jólasveinabúningi og var þar kominn Sankti Kláus, jólasveinn þeirra í útlöndum. Hann settist niður í stól og ræddi við bömin. Karlinn varð mjög hissa að heyra að hér væru hvorki fleiri né færri en 13 jólasveinar og böm- in jafnhissa að heyra að erlendis væri aðeins 1 og fannst með ólík- indum að hann gæti annað öllum þeim störfum sem á hann falla. Sankti Kláus leysti börnin síðan út með veglegum gjöfum og fengu drengirnir fjarstýrða bíla en stúlk- umar barbídúkkur. Nemendurnir frá Grindavík þökkuðu góðar móttökur með því að syngja jólalög fyrir gestgjafana og héldu síðan heim á leið reynsl- unni ríkari um jólahald annars staðar en hjá þeim. - FÓ Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Börnin úr Grindavík þyrptust kringum Sankti Kláus á jólaskemmtun sem þeim var boðið á á Keflvíkurflugvelli. MorgunblaðiO/Porkell Erla Kristjánsdóttir, Grigol Matsjavariani og eiginkona hans Irma Oboladze. Á stóra sviði: Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren Tónlist: Sebastian. Þýðendur: Þorleifur Haufisson og Böðvar Guðmundsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Dansahöfundur: Kuður Bjarnadóttir. Tónlistarstjóri: Margrét Pálmadóttir. Brúðugerð: Helga Arnalds. Lýsing: Elfar Bjarnason. Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir. Leikarar: Ronja: Sigrún Edda Björnsdóttir. Árni Pe'tur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Helgason, Guðmundur Ólafsson, \ón Hjartarson, \ón Stefán Kristjánsson, \akob Þór Einarsson, Karl Guðmundsson, Margre't Ákadóttir, Margre't Helga fókannsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Pe'tur Einarsson, Soffta Jakobsdóttir, Theodór lúlíusson, Valgerður Dan og Þröstur Led Gunnarsson. FRUMSÝNING: Laugard. 26. des. kl. 15- UPPSELT Sunnud. 27. des. kl. 14 - UPPSELT Þriðjud. 29. des. kl.14 - UPPSELT Miðvikud. 30. des. kl. 14 - UPPSELT Laugard. 2. jan. kl. 14 - FÁEIN SÆTI LAUS Sunnud. 3. jan. kl. 14 - FÁEIN SÆTI LAUS Mtðaverð kr. 1.1OO - sama verð fyrir börn og fullorðna LEIKFELAG REYKJAVÍKUR wfk BORGARLEIKHUSIÐ SÍMI680 680 LESTUR Matsjavariani færð bókagjöf Erla Kristjánsdóttir, formaður Minningarsjóðs Jóns Júlíusar Þorsteinssonar kennara, afhenti Georgíumanninum Grigol Mat- sjavariani fjórar bækur eftir Jón að gjöf á þriðjudag. Bækumar fjórar em Hljóðstöðumyndir, ís- lensk málhljóð, Lestrarkennsla og Hljóðlestraraðferð og eru þær ætl- aðar til notkunar við lestur- tal- og söngkennslu. Erla sagði að sjóðurinn hefði verið stofnaður árið 1982 og væri hann því tíu ára um þessar mund- ir. „Af þeirri ástæðu og þar sem ég er mjög hrifín af því framtaki Matsjavarianis að læra íslensku fannst mér kjörið tilefni að færa honum bækumar að gjöf,“ sagði Erla. Hugmyndina sagðist hún hafa fengið eftir að hafa séð við- tal við Matsjavariani í sjónvarpi og lesið viðtal við hann þar sem kom fram að hann ætti í erfiðleik- um með myndun margra sérís- lenskra hljóða. Bækurnar vom gefnar út árið 1983 í eitt þúsund tölusettum ein- tökum og hafa nú þegar selst um þijú hundruð eintök. í þeim em 83 myndir, m.a. 33 myndir eftir Jón af öllum hljóðum málsins og níu myndir sem Árni Böðvarsson bætti við. Erla sagði bækurnar vera til í flestum gmnnskólum í Reykjavík og Akureyri og þar að auki verið notaðar við söng- kennslu. Síðustu árin hefðu þær einnig verið seldar til erlendra háskóla þar sem kennd er íslenska eða norræna og hefðu Þjóðveijar verið sérstaklega spenntir fyrir þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.