Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 16
16 MOKG.UXBLAÐip i?IMMi;UDAG.UR M-; DESE.MBER 1992 Fullur pottur af ástríðum Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Kryddlegin hjörtu Höfundur: Laura Esquivel Þýðandi: Sigríður Elfa Sigurð- ardóttir Útgefandi: ísafold Hún er ákaflega sérkennileg, kvennafjölskyldan á búgarði mömmu Elenu, harðstjórans sem drottnar yfir dætrum sínum þrem- ur, eldabuskunni Nöchu og þjón- ustustúlkunni Chenchu. Búgarður- inn er heimili De la Garza fjölskyld- unnar og nlamma Elena hefur verið ekkja frá því tveimur dögum eftir fæðingu yngstu dóttur sinnar, Titu. Hinar dætur hennar eru Gertrudis og Rosaura. En sagan snýst að mestu um Titu. Hún er, sem fyrr segir, yngst og í þessari fjölskyldu hefur sú hefð ríkt um aldir að yngsta dóttir skuli ekki giftast, heldur skuli hún þjóna móður sinni til dauðadags. Þegar svo Pedro, ungur sveinn úr ná- grannabyggðum, biður um hönd Titu, hafnar mamma Elena bónorð- inu með látum og býður honum Rosauru í staðinn. Vesalings Pedro elskar Titu svo heitt, að hann sam- þykkir ráðahaginn — bara til að geta verið nálægt Titu. Ást hans er endurgoldin og það er óhætt að segja að andrúmsloftið í kringum þau sé eldfimt. Tita er alin upp í eldhúsinu hjá Nöchu gömlu, og kann því margt og mikið fyrir sér í eldamennsku. Maturinn hennar er ekki bara mat- ur, heldur er hann kryddaður af ástríðum hennar; ástinni, hatrinu, hamingjunni, afbrýðiseminni, reið- inni, óttanum og svo framvegis. Ástand Titu hefur mikil áhrif á þá sem neyta matar hennar og heilu veislurnar lenda annaðhvort í himnasælu eða uppsölum. Ein mált- íðin gerir það að verkum að systirin Gertrudis vaknar upp til óslökkvandi losta, er rænt nakinni af „bandít“ sem getur ekki slegið á sóttina og kemur henni því fyrir í hóruhúsi til að hún geti fengið óteljandi menn til að seðja líkamlegt hungur sitt. Þegar því er lokið, gerist hún bylt- ingarforingi og giftist bandítinum. Og sonur þeirra afhjúpar leyndar- mál mömmu Elenu; leyndarmál sem hefur dvalið í læstu skríni inni í læstum skáp í læstu herbergi. Rosaura veit að hún hefur gifst manni sem elskar systur hennar og sem systirin elskar jafn stjórnlaust. En mamma Elena er húsið og húsið er fullt af augum. Mamma Elena les hugarástand, augnaráð og hreyf- ingar og hún heldur Pedro og Titu staðfastlega í sundur. Rosaura er óð af afbrýðisemi út í systur sína og það er gagnkvæmt. Tita býr til undursamlegan mat og allir á heim- ilinu borða hann og verður gott af, nema Rosauru; hún verður bara feit og illa lyktandi af honum. Og ekki batnar ástandið þegar mamma Elena fellur frá. Á bókarkápu stendur að Krydd- legin hjörtu sé „Funheit skáldsaga um ástir og mat,“ og þar er engu logið. En hún er ekki bara heit. Hún er líka full af losta, hráum og sönn- um tilfinningum og líkamlegar ástríður eru skefjalausar. Nautnir við matargerð eru nánast hliðstæða við nautnir ástarlífsins; það rennur allt saman í einn pott og úr því verður hin skemmtilegasta skáld- saga. Persónur bókarinnar eru bráð- skemmtilegar og vel skrifaðar, meira að segja harðstjórinn mamma Laura Esquivel Elena, sem endar á því að deyja vegna eigin kúgunar. Og þótt hún deyi, eru örlög Titu ráðin. Rosaura sér um að viðhalda ævagömlu kúg- unarkerfí ættarinnar og Tita og Pedro geta lítið annað gert en að bíða hennar dauðdaga einnig. Sú bið er löng, en þá bijótast ástríður þeirra líka út með tilheyrandi flug- eldasýningum; allt hefur verið sagt og allt hefur verið gert. Ekkert stendur eftir nema goðsögnin um ást þeirra. Hinsvegar gengur höf- undurinn heldur langt í ólíkindun- um; til dæmis þegar Tita grætur og það þurfa þijár manneskjur að þurrka upp bleytuna sem hefur fyllt herbergið, runnið fram á gang og niður stigann, eða þegar hún grætur öðru sinni og moka þarf saiti tár- anna upp með skóflu á eftir. Einnig eru atriðin þar sem mamma Elena gengur aftur ægilega hallærisleg. Því miður eru nokkur atriði af þessu tagi í sögunni, sem verða tilgerðar- leg í stað þess að gefa henni hinn margrómaða suðurameríska ólík- indatón. Bókin er alveg ágætlega þýdd; málfar er einfalt, orðanotkun iátlaus og funheitt andrúmsloft sögunnar kemst vel til skila. Þar sem ísöldin ríkir Bókmenntir Erlendur Jónsson Sveinn Sæmundsson: FULL- HUGAR Á FIMBULSLÓÐUM. - Þættir úr Grænlandsfluginu. 212 bls. Fróði. 1992. Sveinn Sæmundsson er enginn nýgræðingur í ritlistinni. Hann er margra bóka höfundur. Mest hefur hann skrifað um sjómenn og sigl- ingar. En hann starfaði líka að flugmálum og á því að vera heima í hveiju einu sem að þeim lýtur. Þessi Grænlandsflugsaga hans er ýtarleg. í raun er þetta safn margra smáþátta. Heimildir eru nærtækar því flugmenn og aðrir sem flugu á Grænland á sínum tíma eru langflestir lifandi og sum- ir ef til vill starfandi. Sveinn byijar að lýsa Grænlandi og segja sögu mannvistar þar. Eru þeir kaflamir bæði greinagóðir og ýtarlegir og sýnt að höfundur hef- ur viðað að sér efni sem hann hef- ur síðan unnið úr í hæfilega stuttu máli. Þess háttar inngangur er í raun nauðsynlegur því íslenskir lesendur vita harla fátt um þetta næsta grannland okkar. Þá taka við flugsöguþættimir sem eru sömuleiðis ýtarlegir en ekki mis- fellulausir. Höfundur virðist ekki alltaf muna hvort hann sé að skrifa fræðirit eða »jólabók«. í stíl við hið síðar talda hefur honum t.d. fundist hann verða að skjóta að kafla sem hann kallar hreint út Frjálslyndir í ástamálum. En þar er skýrt frá hjúskaparmálum Grænlendinga. Á bls. 29 segir svo: »Það er mál fróðra manna um Grænland og þjóðhætti þar að konubítti eða konulán þar í landi væru ekki til komin af fjöllyndi einu saman. í þessu harðbýla landi bjó fólkið í snjóhúsum á vetmm og þau hituðu íbúar upp með selsp- Sveinn Sæmundsson iki ... Væri kona ekki heima í snjó- húsinu sem hefði eldað mat og hitað upp var hinum hrakta veiði- manni voðinn vis. Því var það að þegar konur í þessu veiðimanna- samfélagi urðu veikar eða gátu af öðrum orsökum ekki hugsað um heimilishaldið var kona fengin að láni hjá góðum nágranna. Svo var líka til að enn hefðu konubítti til þess að lífga upp á tilveruna og gera hana dálítið litríkari í heim- skautanóttinni. Slíkt þótti ekkert tiltökumál.« Ekki er málið þó útrætt því tíu síðum aftar, eða á bls. 39, er enn minnst á að »konubítti«, eins höf- undur kallar það, hafi verið »ekk- ert tiltökumál og oft bráðnauðsyn- legt til þess að komast af á köldum degi«. Það er nógu andkannalegt að vera að fjölyrða um svona nokkuð í alvarlegu sagnfræðiriti þótt ekki sé verið að endurtaka skemmtun- ina. En endurtekningin bendir líka til að verkið hafi ekki verið yfirfar- ið sem skyldi fyrir prentun og út- gáfu. Og endurtekningar sem þessi blasa víðar við. Sem betur fer eru svona lagaðir útúrdúrar ekki á hverri síðu. Skárra væri það nú. Enda á sögu- efnið sjálft að vera nógu merkilegt til að höfundur haldi sig við það. Saga þessi tekur til áranna eftir stríð, brautryðjendatímabilsins. Þá var enn litið á flugið sem undur- samlegt ævintýri. Þó var tæknin skammt á veg komin miðað við það sem nú gerist. Flugslys urðu þá mörg og mannskæð, bæði um víða veröld og hérlendis. Græn- landsflugið var hættuspil. Sveinn lýsir því t.d. hversu nærri lá eitt sinn að flugvél færist vegna skyndilegrar ísingar. Hún hélt ekki hæð þótt vélarafli væri beitt til hins ýtrasta. »Þetta var hörð bar- átta þar sem brugðið gat til beggja vona uns flugmönnum lánaðist að lenda á flugvellinum í Syðri- Straumfirði.« Ekki var þetta í eina skiptið sem flugmenn lentu þarna í háska. í annað skipti munaði ekki nema hársbreidd að flugvél með fjölda farþega færist vegna bilunar. Sem betur fór gekk Grænlandsflugið slysalaust þó oftar skylli hurð nærri hælum. Margar myndir eru í bókinni. Auk kunnuglegra andlita ber þar fyrir sjónir kostulega útpijónaðar lopapeysur og íslandsúlpur sem svo mjög settu svip á íslenskt mannlíf á sjötta áratugnum. Þótt höfundi sé fremur ósýnt um að setja saman texta má bók þessi heita þokkalega Iæsileg. Efn- ið er að minsta kosti nógu merki- legt til að geymast á bók. Og flug- málastörf höfundar fyrr á árum ættu að tryggja að staðreyndir málsins séu í lagi. Norðlensk hrossarækt Bókmenntir Sigurjón Björnsson Hestar í norðri Hrossabú og ræktendpr í Skaga- firði og Húnaþingi Ingimar Ingimarsson og Gísli Pálsson tóku saman Bókaútgáfan á Hofi, 1992, 255 bls. Hestamenn í þéttbýli svo og út- lendingar kunna stundum að sakna þess er þeir leita sér að reiðhesti að hafa ekki í höndum handhægt yfirlitsrit yfir hrossabú landsins. Menn vilja vita hvar ræktendur er að fínna, hvers konar hross eru ræktuð, af hvaða stofni þau eru, hvernig skyldleika er háttað og hvað komið hefur af gæðingum eða viður- kenndum kynbótahrossum úr rækt- uninni. Fram að þessu hafa menn orðið að láta nægjast við ófullkomn- ar upplýsingar og meira eða minna áreiðanlega vitneskju sem menn hafa reynt að verða sér úti um eft- ir ýmsum leiðum. Nú hafa þeir Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal og Ingimar Ingimarsson reynt að bæta úr þessu með útgáfu handbókar fyrir tvö stór hrossa- ræktarsvæði, Húnaþing og Skaga- fjörð. Bók þessi er samtímis gefin út á íslensku, ensku og þýsku. Svo sannarlega er það lofsvert og gagn- legt framtak. 72 hrossaræktarbú fá umfjöllun í þessari bók, 30 úr Húna- þingi og 42 úr Skagafirði. Fremst í bók er kort yfir ræktunarbú, svo að ókunnugir geta auðveldlega rat- að leiðar sinnar. Að megin stofni til er umfjöllun með svipuðum hætti. Sögð eru deili á ræktendum, hvers konar búskap þeir stunda og hversu lengi þeir hafa ræktað hross. Gerð er grein fyrir ræktunarhrossum og hvaða stóðhestar hafa verið notaðir. Það er þannig sæmilega auðvelt að átta sig á því hvers konar ræktun er stunduð og segir það kannski meira en yfírlýst markmið ræktenda sem oft eru tilgreind. Mjög mismunandi háttar til um þessi ræktunarbú. Sums staðar er um áratuga langa ræktun að ræða og tiltölulega hreina stofna. í öðrum tilvikum eru ræktendur nánast byijendur og lítil sem engin reynsla komin á starfsemi þeirra. Stundum er blöndun svo mikil að tæplega er réttlætanlegt að tala um sjálfstæða ræktun. Ýmist er frásögnin viðtal ritstjóra við ræktendur eða sjálfstæðar grein- ar. Flýtur á stundum sitthvað með sem varla á heima hér, svo sem ýmsar einkaskoðanir manna. Tals- vert er af myndum í bókinni af mönnum, hrossum og bújörðum. í bókarlok er hestanafnaskrá og mannanafnaskrá. Mér er velljóst að þar sem þetta er fyrsta bók sinnar tegundar hér á landi er um frumraun að ræða. Sagt er að enginn verði smiður í fyrsta sinn. Það er því ákaflega auðvelt að gagnrýna en sömuleiðis jafn auðvelt að vera ósanngjarn. Ýmislegt þyrfti að samræma betur en jafnframt skortir nokkurt líf í frásögnina stundum. Ólíkt skemmti- legra hefði t.a.m. verið ef skotið hefði verið inn á milli vel og fjörlega skrifuðum staðháttalýsingum frá þessum fögru sveitum og lýst skemmtilegum reiðleiðum. Þetta er þó ekki neitt höfuðatriði. Öllu alvar- legra er ef ókunnugir líta svo á að hér sé að finna nokkurn veginn tæmandi yfírlit yfir hrossarækt á þessum slóðum. Formálsorðin gefa ástæðu til að ætla slíkt: „... öllum hrossaræktendum á svæðinu, sem áttu ættbókarfærð hross, [var] gef- inn kostur á þátttöku og voru undir- tektir strax með ágætum." Nú er ég ekki vel kunnugur um þessi mál í Húnaþingi, en með því að spyijast fyrir hjá kunnugum hef ég komist að raun um að býsna marga — og það þekkta og góða ræktendur — vantar í hópinn. í Skagafirði þekki ég betur til. Þar á ég ekki í neinum vandræðum með að telja upp ein 15-20 ræktunarbú sem hér hefðu átt prýðilega heima, og sum hefðu nauðsynlega átt að vera í bókinni. Áður tilvitnuð for- málsorð hefðu því þurft að vera öðruvísi. Það sem alvarlegast er við þetta er hversu yfirlitið verður mis- vísandi og beinlínis rangt með þessu móti. Hvemig er t.a.m. hægt að sleppa Svaðastöðum, þegar rætt er um hrossarækt í Skagafirði, svo að ekki sé fleira nefnt sem skiptir álíka miklu máli? Þá er það þetta með „ættbókar- færðu“ hrossin. Ekki er víst að allir séu jafn hirðusamir um að láta „ættbókarfæra", en geta þó átt góð hross samt. Ekki er boðað framhald af þessu riti. Það sýnist mér þó vera brýnt, því að líklega er efni í álíka stóra bók og þessa. Höfundum ber að sjá til þess, því að vissulega hafa þeir tekist talsverða ábyrgð á hendur með því að kynna hrossarækt á Norðurlandi vestra fyrir útlendum viðskiptavinum. Það verður að vera rétt gert. ' Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Blásarasveit Tónlistarskólans með stjórnanda sínum, Siguróla Geirssyni. Grindavík Jólatónleikar Tónlistarskólans Grindavík. TÓNLISTARSKÓLINN í Grinda- vík hélt sína árlegu jólatónleika um miðjan desember í Grindavík- urkirkju. Milli 40 og 50 börn og unglingar spiluðu fyrir fjölda áheyrenda. Efnisskrá tónleikanna var fjöl- breytt og voru í bland jólalög við verk klassískra tónskálda. Siguróli Geirsson skólastjóri Tónlistarskól- ans sagði í samtali við Morgunblað- ið að mikil gróska væri í starfi skól- ans og hann væri fullsetinn. Á tón- leikunum spilaði blásarasveit sem er samansett af nemendum skólans og hefur svo fjölmenn blásarasveit ekki spijað áður í nafni skólans. - FÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.