Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 53
MÖEÍGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 5§ SAMBÍÓIN ALEINN HEIMA 2 OG JÓLASAGA Jólamyndir Sambíóanna — Bíó- hallarinnar, Bíóborgarinnar og Sagabíós — eru fjórar: gaman- myndirnar Aleinn heima 2, Ei- lífðardrykkurinn og Jólasaga Prúðuleikaranna og Disney- teiknimyndin Fríða og dýrið. Engin gamanmynd hefur halað inn eins mikla peninga og Aleinn heima um drenginn sem varð eftir í húsinu sínu þegar öll fjölskyldan flaug út í heim og átti m.a. í baráttu við innbrotsþjófa heimskari kantinum. í framhalds- myndinni, Aleinn heima 2 — týndur í New York, flýgur sama fjölskylda í jólafrí til Flórída en svo slysalega vill til að drengurinn ungi stígur upp í ranga flugvél og lendir einn í stórborginni New York. Hann er með greiðslukort og eitt- hvað af seðlum móður sinnar og skráir sig inná rándýrt hótel, Hótel Plaza, og lend- ir brátt í heilmiklum ævintýrum og bar- áttu við innbrots- þjófana vitgrönnu úr fyrri myndinni, sem nú hyggjast ræna leikfanga- verslun. Allt sama fólkið fyrri myndinni endurtekur leikinn í framhaldinu. Dýrasta barna- stjarna heims, Macaulay Culkin, fer með hlutverk drengsins ráðagóða, Joe Pesci og Daniel Stem leika innbrotsþjófana, John Heard og Catherine O’Hara leika foreldra stráksa, John Huges skrifar hand- ritið og framleiðir og Chris Columb- us leikstýrir svo eitthvað sé nefnt. írska leikkonan Brenda Fricker (Vinstri fóturinn) fer með nýtt hlut- verk dúfnakerlingu, sem verður vinur drengsins (og takið eftir þeg- ar stráksi spyr milljónamæringinn Donald Trump til vegar á Plaza- hótelinu). osta Þrúó, Slnum í Jólasöm, ix_í "'eo og var í lraDna. Brandaramir í báðum myndun- um em mjög myndrænir og byggj- ast á látbragði og miklum líkams- æfingum og skellum og meiðingum sem minna á teiknimyndir. Það á sér skýringar í aðdáun Hughes á gamanmyndum þögla skeiðsins eins og „Keystone Kops“-myndun- um og hrifningu Columbusar á Marxbræðrum og teiknimyndum Warner Bros. fyrirtækisins („The Road Runner“ t.d.). Einnig var leik- stjórinn að eigin sögn undir áhrif- um ekki ómerkari manns en Davids Leans, þ.e. hvemig hann kvik- myndaði Oliver Twist og „Great Alltaf einn; Caulkin fæst við innbrotsþjófa í Al- einn heima 2, Pesci á efri myndinni. Expectations" frá sjónarhóli barns- ins. Önnur jóla- mynd Sambíó- anna er Eilífðar- drykkurinn með Meryl Streep, Goldie Hawn og Bmce Willis en hún er einnig í Laugarásbíói og er nánari umijöll- un um hana að finna hér í grein um jólamyndir Laugarásbíós. Þriðja jólamynd Sambíóanna er svo Jólasaga Prúðuleikaranna með Michael Ca- ine og Prúðuleikurum Jims Hen- sons í aðalhlutverkum; græna froskinum Kermit og prímadonn- unni Svínku þar á meðal. Myndin byggir á hinni frægu jólasögu Charles Dickens um fýlupokann skapstirða, Skrögg, sem engin jól vildi halda þar til hann fékk heim- sókn frá draugum þremur sem leiddu hann í gegnum hans ömur- lega líf. Jim Henson er látinn en sonur hans, Brian, heldur uppi merki föð- ur síns og leikstýrir myndinni. Það hefur ekki sést mikið til Caines á hvíta tjaldinu að undanförnu en hér spreytir hann sig á Skröggi í fyrsta sinn og fetar í fótspor margra frægra leikara. Fjórða jólamynd Sambíóanna er svo Disney-teiknimyndin Fríða og dýrið, sem sýnd hefur verið um nokkurt skeið. Hún er gerð í hinni vönduðu Disney-hefð og segir frá ungri stúlku sem dvelur í kastala hræðilegrar ófreskju, sem í raun er prins í álögum. Hjartans þakkir til œttingja og vina, sem glöddu mig á 80 ára afmœli mínu 21. desember 1992, meÖ ósk um gleöileg jól oggœfuríkt komandi ár. Guö blessi ykkur öll. Sigurður A uðunsson, Varmahlíð 12, . Hveragerði. Kœrar þakkir til œttingja og vina, sem glöddu mig á 85 ára afmœli mínu 16. desember sl. GuÖ blessi ykkur öll, gefi ykkur gleÖileg jól og gæfuríkt komandi ár. Valtýr Sæmundsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Masa umbodid á Islandi óskar vidskiptavinum sínum um allt land gleóilegra jóla oggœfuríks komandi árs. * Masa umboðið á Islandi AUGLÝSING LAUGARÁSBÍÓ YFIRNÁTTÚRULEG YNGINGARMEfHJL OG NEMO Önnur jólamynd Laugarásbíós er svarta kómedían Eilífðardrykkurinn í leikstjóm Roberts Zemeckis með þremur stórstjörnum í aðalhlutverkum, Meryl Streep, Goldie Hawn og Bruce Willis. Hawn leikur bókaútgefanda sem trúlofuð er veiklyndum lýtalækni, (Willis). Streep er Hollywoodleikkona sem útlit hennar og frami er aðeins svipur hjá sjón miðað við. það sem áður var. Hún tælir kærastann frá Hawn og giftist honum. Hjónabandið gerir full- kominn ræfil úr manninum, Streep reyn- ir að bjarga æskufegurð sinni með öllum tiltækum ráðum og Hawn leggur á ráð- in um að myrða hana og ná aftur manninum sínum. Hún fer í aðgerð til að líta unglegar út en Streep og brátt eru þær komnar í keppni með hjálp yfirnáttúrulegra afla. „Okkur langaði til að gera mynd í ætt við hrollvekju eins og Nótt hinna lifandi dauðu en eins og breski gamanleikja- höfundurinn Noel Coward hefði gert hana,“ er haft eftir öðrum handritshöfundi myndarinnar, David Koepp. Zemeckis hafði unnið sleitulaust í þijú ár við gerð mynd- anna Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? og Aftur til fram- tíðar 2 og 3 þegar hann fékk uppkast að handritinu í hend- ur. Zemeckis afréð að slá til ef hann mætti nota eins mik- ið af tæknibrellum og hann vildi og brátt var kostnað- aráætlunin komin upp í-40 milljónir dollara, sem er mjög mikið fyrir gamanmynd. Eilífðardrykkurinn einnig sýnd í Sambíóunum. Hin jólamynd Laugarásbíós er japanska teikni- myndin Nemo litli, sem er með íslensku tali. Þetta er önnur talsetta teiknimyndin sem sýnd er þessi jól, hin er Tommi og Jenni. Myndin segir af stráknum Nemo sem sofnar og hverfur í draumalandið þar sem hann lendir í heilmikl- um æfintýrum og kemur m.a. við sögu fögur prinsessa. Tveir ungir krakkar leika Nemo og prinsessuna, Jón Börkur Jónsson og Rós Þorbjarnardóttir en með önnur hlutverk fara Jó- hann Sigurðarsson, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Pálmi Gestsson Edda Heiðrún Backman, Árni Tryggvason og Þröstur Leó Gunnars- son. Leikstjóri er Þor- bjöm Erlingsson, sem einnig leikstýrði talsetn- ingunni á teiknimyndinni Valhöll í Laugarásbíói. er Eilif œska; Streep og Hawn fara með aðalhlut- verkin í myndinni Eilífðar- drykkurinn. Viltu líta eins vel út og htegl er á jólunum? Jólin eru á þeim árstíma, þegar veður og skammdegi taka sinn toll af útlit- inu - Með eftirfarandi ráðleggingum frá No7 verður þú æði Lykillinn að góðu útliti er falleg húð. Verjumst þurru vetrarlofti með No7 árstíðakreminu „Seasonal Skin“, sem er nærandi krem er bætir þreytta húð. Örstuttri stund er varið í andlits- nudd. Berið kremið á andlitið með fingurgómunum og nuddið létt. Passið vel uppá viðkvæm svæði eins og enni, nef og kinnar. Ekkert er eins gott og þegar mað- ur vill hreinsa burt óhreinindi af andlitinu og slappa af samtímis að O bera á sig No7 prótein-maskann. d Hann hentar þurri og eðlilegri húð Z og inniheldur náttúrulegt prótein. 5 Hann er borinn á hreina húð og > látinn bíða á andlifinu í 10-15 2 mínútur áður en hann er hreinsað- ur af með volgu vatni. g Varirnar eru mjög viðkvæmar fyrir kulda og verða oft þurrar og g skorpnar, en dagleg notkun No7 t> varanæringar „Positive Action Lip“ mýkir og endurnærir varirnar. Næringin inniheldur einnig uva/uvb-vörn sem ver varimar gegn öldrun. Notist ein sér eða undir varalit. Þegar ástand húðarinnar er orðið gott, setjum við upp „partý-andlit“. Það mikilvægasta við kvöldförðun er að farðinn haldist vel á. Farið eftir ráðleggingum sérfræðinga No7. Nauðsynlegt er að kvöldfarðinn sé mattur. Berið á ykkur No7 „Transl. Base“ á eftir næringunni, það gef- ur matt, eðlilegt útlit og inniheldur örfína kristalla. Hægt að nota eitt sér eða undir farðann. Notið No7 „Long Lasting Shadow Base“ til að augnmálningin haldist betur á. Berið lítið magn á augnlok- in með fingurgómunum og látið þorna í örfáar mínútur áður en augnskugginn er settur á. Utbúið fullkomnar „partý-varir“ - berið No7 „Lip Colour Base“ undir varalitinn, það gefur fallegri áferð. Berið síðan No7 varalit á varirnar og að síðustu No7 „Long Lasting Lip Coat“ sem heldur varalitnum á. Þrátt fyrir bestu aðstæður getur húðin orðið rauð. Berið þvi No7 græna kremið á þau svæði sem hættir til að roðna eða eru rauð. Þegar farið er út um kvöldið er gott að stinga No7 bauga-, bólu- eða græna stiftinu í veskið til að hylja rauða bletti eða annað húðlýti. Til að gefa andliti og líkama sól- skinsglampa má bera á sig örlítið af af No7 „Ultra Glimmer" press- uðu púðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.