Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 18

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 18
18 TMMIT QI' MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 Utvegsmenn o g sfldveiðar fyrr á tíð Hundurinn sem hljóp upp til stjömu Bókmenntir Erlendur Jónsson Bragi Sigurjónsson: ÞEIR LÉTU EKKI DEIGAN SÍGA. 157 bls. Skjaldborg. Reykjavík, 1992. Bragi Siguijónsson var um skeið þingmaður og bankastjóri. Þá var hann eitt sinn endurskoðandi síldar- útvegsnefndar og tunnuverksmiðja ríkisins, að upplýst er í æviskrá. Hann mun því hafa komið nálægt síldarútvegi með óbeinum hætti. Síldarsagan í bók þessari tekur þó mest til eldri tíðar, eða frá því er síldveiðar hófust hér við land á fyrri öld. í bókinni eru ellefu þættir af jafnmörgum útvegsmönnum. Hefur höfundur sótt mest í prentaðar heim- ildir, samtímafréttir í blöðum, af- mælis- og minningargreinar og svo framvegis. Þættirnir eru allir stuttir, tíu til fimmtán síður hver að meðal- tali. Þar sem heil ævisaga er sögð í hveijum þætti má geta nærri að þama sé aðeins stiklað á stóru. Það er auðvitað góðra gjalda vert að þessara látnu landstólpa skuli minnst með þessum hætti. Höfundur hefði því átt að vinna meira og bet- ur úr efni sínu, bókin mátti vel vera hundrað síðum lengri. Hann hefði þurft að skipuleggja það nánar fyrir- fram. Einnig sýnist sem hann hefði getað aflað sér munnlegra heimiida framar því sem hann hefur gert. Þess háttar hefði lífgað upp á frá- sögnina. Eftirmæli, sem skrifuð eru Bækur______________ Ami Matthíasson Sögur af frægu fólki geta ýmist verið til uppfræðslu eða skemmt- unar. Um hvora tegundina fyrir sig er gr-úi dæma sem óþarfi er að tíunda. Til er þó þriðja gerð bóka um frægt fólk, sem helst virðist byggjast á sensasjónalisma og samin er í óþökk þess sem um er skrifað. íslenskt dæmi um slíkt er misheppnuð bók sem skrifuð var um Davíð Odsson fyrir nokkru og alræmdar ævisögur Alberts Goldmans um Elvis Presley og John Lennon. Fyrir skemmstu gaf Skjaldborg svo út bókina Madonna án ábyrgðar eftir Christopher AndersenT en íslenskun titilsins vísar til þess að bókin er samin án vitundar og vilja Madonnu (á ensku Madonna Unauthorized) og líklegast til að „fletta“ ofan af henni og upplýsa um margt mis- jafnt. Madonna er reyndar merkilegt umfjöllunarefni og ferill hennar hefur verið með ólíkindum hraður og glæstur. Hún hefur sýnt að þó hún teljist seint mikil söngkona þá hefur hún ótrúlega hæfni til að koma sjálfri sér á framfæri og hefur hagnast um milljarða á því að vera á milli tannanna á fólki. í þeirri bók sem hér er gerð að umtalsefni er þó ekki farið í saum- strax eftir andlát og Bragi vitnar víða til, gefa sjaldan alhliða mynd af manni. Stíll Braga er alla jafna langorð- ur, auk þess sem hann virðist hafa mætur á ýmiss konar samsetningi orða. »Noregsför hans gæðir hann Norðmannafærni við síldveiðar,« segir t.d. um Ingvar Guðjónsson. Að skrá til hlítar kallar Bragi að »hlítarskrá«. Prentvillur eru margar í bókinni. Víðast hvar má lesa í málið. Sums staðar líta þær þó út sem missagnir. Um Björn Líndal Jóhannesson segir Bragi meðal annars: »Fyrstu Akureyrarár sín var Björn ákveðinn Heimastjómarmaður og mikill aðdá- andi Hannesar Hafstein. Þegar hins vegar gamla flokkaskipanin tók að riðlast um miðjan annan áratug ald- arinnar, kom fljótt í ljós, að stjóm- málaskoðanir Bjöms fylgdu líkum farvegi og þeirra, er síðar skipa sér í Sjálfstæðisflokkinn, og gerðist hann einn stofnendanna, er sá flokk- ur var stofnaður árið 1924.« Hið rétta er að Sjálfstæðisflokk- urinn var stofnaður vorið 1929. A bls. 145 er kona nokkur kölluð Kristen. Hið rétta nafn hennar mun vera Kirsten. Á bls 137 er talað um skipið Noreg. Á næstu síðu er sama skip kallað Norge í myndartexta. Stíll er smekksatriði. Hér verður því ekkert kallað gott eða illt í þeim efnum. En stundum er orðfæri Braga í það sérkennilegasta miðað við smekk þess er þetta ritar, t.d. ana á stjörnunni Madonnu, né heldur veltir bókarhöfundur því fyrir sér hvort þörfin fyrir að vera fræg sé ekki löngu búin að sigra aðrar hvatir í lífi Madonnu; hvort líf hennar snúist ekki um það að þurfa stöðugt að vera í sviðsljósinu því hún hætti að vera til utan þess. Annað sem vekui/athygli, en varla er tekið á, erAð þó Ma- donna hafi af því uríun að flíka eðlunarfýsn sinni tíg láta mynda sig í sígildum niðúrlægjandi klám- stellingum, horfa margar kven- réttindakonur til hennar með vel- þóknun, því hún er ekki hand- bendi karla í þeim leik. Sá sem leitar að fróðleik um Madonnu fer í geitarhús að leita ullar í Madonna án ábyrgðar, því í staglkenndum leiðinlegum texta bókarinnar er fátt að fínna hnýsi- legt. Reyndar má halda því fram að mannskemmandi geti verið að lesa bókina, því ekki er einu sinni hægt að hafa skemmtun af vitleys- unni, til þess er hún of yfirþyrm- andi. Ekki er líklegt að Madonna hafí amast svo mjög við bókinni, því Andersen fellur iðulega í þá gryfíu að trúa sjálfur ósannindun- um og hálfsannleik sem Madonna hefur beitt af mikilli lipurð við að halda sér á toppnum. Ekki er síð- ur áberandi að hann hefur haft Gróu á Leiti sem sinn helsta trún- aðarvin og heimildarmann við Bragi Sigurjónsson eftirfarandi málsgrein á bls. 97.: »Sóttu Norðmenn veiðina fast, komnir með snurpinætur á flest skip og varð veiðiákafa þeirra lítt fyrir að spyija um landhelgi, ef girnilegar síldartorfur sáust til töku fallnar.« Það voru einkum orðin »til töku fallnar« sem mér varð starsýnt á við fyrsta lestur. Orðasambandið að taka eitthvað upp í merkingunni acf hefja eitthvað á að koma kunnuglega fyrir sjónir. Séu orðin aðskilin verður útkoman hins vegar þessi: »Ýmis nýbreytni er tekin til reynslu og síðan upp, ef vel gefst.« (Bls. 49.) Um Snorra Jónsson og Rögnvald, son hans, segir svo á bls. 49.: »Senni- lega og raunar vafalaust hefír sonur- inn fyrirleikinn, en faðirinn stendur síður en svo fyrir.« Ekki verður þess freistað hér og nú að gefa bók þessari einkunn; sanngjarnara að lesendur geri það hver fyrir sig. Madonna samninguna og þess sér hvarvetna stað. Höfundur bókarinnar gerir sér far um að gera sem mest úr kyn- fíkn Madonnu og sérstaklega eru þreytandi óteljandi sögur af sam- förum hennar og grúa manna, en lesandi fær snemma á tilfinning- una að þeir skipti þúsundum, milli þess sem hneykslun hans yfír tví- kynhneigð hennar skín broslega í gegn. Lýsingar eru flestar sérlega óspennandi og byggðar á kalvín- ískri siðvendi, en þegar höfundur reynir hinsvegar að hafa lýsingar krassandi kemur klaufskur þýð- andi, Gissur Ó. Erlingsson, og breytir samfarasenunni í lýsingu á samvistum tveggja hveitipoka. Þýðingin á bókinni er reyndar svo slæm að hvað eftir annað er text- Bókmenntir Anna G. Ólafsdóttir Henning Mankell, Gunnar Stef- ánsson þýddi, Hundurinn sem hljóp upp til stjörnu, Mál og menning (Ung), 1992, 178 bls. Árið er 1956, Jóel, 11 ára sænskur strákur, býr með Samúel pabba sínum í þorpinu við ána. Stundum er hann einmana. Ekki vegna þess að pabbi hans sé svo slæmur. Fremur vegna þess að pabbi hans er dulur og vill ekki tala um það sem mest leitar á hug Jóels, þ.e. mömmu hans. Jóel hef- ur fjörugt ímyndunarafl og einu sinni þegar hann situr við gluggann sér hann hundinn sem hleypur upp til stjörnu. Hann stofnar leynifélag til að grafast fyrir um ferðir hundsins en út úr myrkrinu stígur fólk sem þar hef- ur átt athvarf. Á sama tíma verða átök í samskiptum feðganna. Samúel eignast Söru að kærustu í óþökk Jóels. Hann getur farið að tala um mömmu hans en stráknum stendur ógn af Söru eða allt þar til hann sannfærist um að ekki sé hætta á ferðum og enginn geti komist upp á milli þeirra. Jóel lifír á mörkum raunveru- leika og ímyndunar. Hann nýtur þes að hlusta á pabba sinn segja ýkjusögur af fjarlægum slóðum inn beinlínis óskiljanlegur nema þeim sem hafa ímyndunarafl til að giska á hvernig hann hljómi á frummálinu. Þýðandanum er reyndar nokkur vorkunn, því text- inn hefur líklega verið leiðinlegur viðureignar, eins og enskur blaða- mannatexti er yfirleitt, og hvar- vetna skín í að hann hefur ekki grænan grun um hvað er verið að íjalla þegar talið snýr að tónlistar- iðnaðinum og tónleikahaldi og ekki þekkir hann frekar til þess fræga fólks sem nefnt er í bókinni en búskmaður í myrkviðum Afr- íku. Til að byija með skrifaði ég hjá mér mestu þýðingarglöpin, en komst snemma á snoðir um að þau væri að fínna svo að segja á hverri síðu og í tæpra 300 síðna bók er ekki nokkur vegur að halda slíku til haga. Læt þó fylgja með eina „skemmtilega" setningu til sann- inda: „Meðan ólgandi persónuleg- ur lífsstíll Madonnu hrærði sam- tímis upp í fjölmiðlunum, framdi hún nornaseið opinberrar umfjöll- unar sem næstum óhjákvæmilega hlaut að fleyta nýju kvikmyndinni hennar upp í heiðhvolf almennrar hylli." (Bls. 199.) Eftir að hafa skrifað slíka setningu hlýtur þýð- andi að hafa staldrað við og dæst af velþóknun. Annað lítið dæmi er þegar rætt eu um kvikmyndir sem hafa „fallið“ rækilega, þ.e. kostað mikið fé og fengið litla aðsókn, en slíkar myndir kalla enskumælandi „bombs“. Það er aftur á móti ankannalegt að sjá orðið „sprengja“ notað í því sam- bandi (bls. 233). Prent- og máívillur eru óteljandi og iðulega farið rangt með nöfn, til að mynda heitir Andy Warhol Warhol á síðu 10, en á síðu 12 er hann orðinn Warhole. Ekki verður svo skilist við bókina að nefna að hún er einkennilega ljót að allri gerð, utan að kápan er prýðileg. Titilopnan er sérdeilis ljót og skólabókardæmi um hnignun prentverks á íslandi. Ég nefndi í upphafí að titli bók- arinnar er ætlað að vísa í að bók- in er rituð án samþykkis Ma- donnu, en ekki síður má skilja hann svo að útgefandi og höfund- ur, í þessu tilfelli væntanlega þýð- andi líka, firri sig allri ábyrgð á að hafa komið að slíkri lágkúru. frá þeim tíma þegar hann var á sjónum og sjálfur spinnur hann upp sögur og drauma til þess að flýja kaldan raunveruleikann. Samúel er lýst í gegnum Jóel. Strákurinn er búinn að komast að því að hann er dálítið misjafn í skapinu og hagar seglum eftir vindi. Ástæðan fyrir þessum skap- bresti er hins vegar ekki sá að eitthvað illt búi í Samúel. Síður en svo. Hann er einfaldlega ein- mana og verður léttar þegar hann kynnist frammistöðustúlkunni Söru. Þau hafa mætt erfiðleikum og auðga nú líf hvors annars. Þó feðgunum séu gerð afar góð skil af hendi höfundarins liggur við að aukapersónurnar tvær, sem uppfylla skilyrði leynifélagsins, steli senunni þegar þær birtast. Fyrstan er að telja gamla múrar- ann Símon óveður. Einu sinni var hann á hæli en er útskrifaður. Engu að síður getur hann stundum ekki sofið á nóttunni og þarf að fara út að keyra á gamla vörubíln- um sínum. Hann fer sínar eigin leiðir í full- komnri sátt við sjálfan sig. Grípum niður í sögunni þar sem Jóel er kominn í heimsókn til hans. „Það er svo margt sem maður má ekki gera,“ segir hann við Jóel. „Maður má ekki vera með skó á fótunum sinn af hvoru tagi, maður má ekki búa í gamalli smiðju, maður má ekki hafa hænsni inni hjá sér. Maður má áreiðanlega ekki heldur breyta bókum. En ég geri það samt. Eg geri engum mein. Þar að auki er ég ruglaður.“ (Bls. 114.) Neflausa konan sker sig líka úr, þegar hún missti nefið reyndi hún að fyrirfara sér og í 10 ár treysti hún sér ekki til að líta í spegil. Nú segist hún aldrei hafa lært á lúður ef hún hefði ekki misst nefið. Jóel finnst hún, eins og múr- arinn, öðruvísi en aðrir. Mann- eskja sem gerir það sem kemur á óvart (bls. 172). Hann getur gert þau að félögum í leynifélaginu eftir að Þórir, dómarasonurinn, er hættur. Þórir hafði manað hann til að gera hluti sem hann vildi ekki. Jafnvel Ottó, mesta hrekkju- svínið í skólanum, var sakleysið sjálft miðað við hann. Hundurinn sem hljóp upp til stjörnu er falleg saga um einstakt tilfinningasamband feðga. Hún leggur áherslu á manngildi og tryggð, samstöðu og von. Foreldr- ar ættu ekki að hafa síður gaman af henni en börn. Textinn er yndis- legur og tilvalinn til upplestrar. Mér gafst ekki ráðrúm til að bera saman frumtexta verksins og þýð- ingu Gunnars Stefánssonar. Hún virðist þó veragerð af mikilli natni. Útgáfan á þá hrós fyrir að hafa valið söguna til útgáfu eins og reyndar allar þær sögur fyrir ungt fólk sem gefnar hafa verið út í bókaflokknum Ung. Val þeirra einkennist af miklum metnaði í garð yngstu lesendanna og alúð. Ljóð fyrir Stígamót ÚT ER komin bókin Ljóð fyrir Stígamót, sem er miðstöð fyrir konur og börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. í bókinni eru 39 ljóð eftir jafn- marga höfunda, sem gáfu verk sín til styrktar Stígamótum. í formáls- orðum segir, að ljóðin séu úr ýmsum áttum, ljóð eftir ný skáld og óþekkt en dnnig eftir þekkta höfunda. Útgefendur eru Stígamót og Fijáls miðlun hf. Bókin er 60 bls. og kostar 1850 krónur. FLUGLEIÐA Hótelnám á íslandi ^ Hagnýtt nám fyrir störf í gestamóttöku í fyrsta sinn á íslandi. Námið er sambærilegt við nám í erlendum hótelskólum. 3 sseti laus á námskeiðið sem hefst 18. janúar. Upplýsingar í símum 690-173 og 690-143, frá 9-12 alla virka daga. Abyrgðarlaus út- gáfa o g samning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.