Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 49

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 49 víni en kunnu vel með að fara. Nú er þessu öðruvísi farið, því að víða sér til drukkinna flækinga sofandi á bekkjum. Götuhom við torg eitt fyrir ofan hótelið okkar, Plaza Jacinto Benavente, virtist vera samastaður eiturlyfjasjúk- linga og átti maður stundum erfitt með að hrista af sér dópað kven- fólk, sumt kornungt, sem falbauð sig fyrir lítinn skilding. Þetta vandamál um útigangs- menn og eiturlyfjasjúklinga eiga allar stórborgir við að stríða í Evrópu, og Madrid með sínar þijár milljónir og tvö hundruð þúsund íbúa telst auðsjáanlega þar í flokki. Madrid er mikil borg og falleg og þótt hún teljist menningarborg Evrópu í ár varð ég lítið var við það, nema hvað ýmsar fram- kvæmdir snertir. En þær borgir, sem hljóta þennan titil kappkosta að fegra ásýnd sína, lagfæra og endumýja hvers konar söfn og opinberar byggingar og hefur mörgum orðið vel ágengt í því til- liti. Menn grípa tækifærið og gera ríkið að þátttakanda í fram- kvæmdunum og helst í eins mikl- um mæli og unnt er. Margar stór- borgir eiga við mikinn innri vanda að stríða og því er þessi titill mjög þýðingarmikill, því að þá fara öll hjól að snúast. Það er athyglisvert, að þær rót- grónu menningarþjóðir, sem mynda kjarna Evrópubandalags- ins hafa lagt langsamlegast mesta áherslu á að styrkja burðarstoðir innri menningar t.d. listir, mennt- un, vísindi og jafnframt málrækt og þessi mikla menningarvæðing er jafnvel enn varasamari minni ríkjunum en fjármagnsvaldið, því að hætta er á að menning þeirra sjálfra hreinlega þurrkist út. Þá er það einnig þannig, að jafnan er til harður kjarni meðal lista- manna minni ríkjanna sem beinlín- is hefur menningu stóru ríkjanna alfarið að leiðarljósi við listsköpun sína. Minna má á, að engir eru jafn iðnir við að prédika alþjóða- hyggju í listum og þeir sem vilja drottna í menningarlegu tilliti. Miðað við efnahag hefur senni- lega engin þjóð lagt jafn mikla áherslu á menningarvæðingu á seinni árum og- Spánveijar, því þeir gera sér þessar staðreyndir ljósar. Og því er neyðarlegt að fylgjast með andvaraleysi minni þjóða, er sumar virðast algjörlega blindar fýrir þessum einföldu stað- reyndum og minnka fjárlög til lista og menningar! Spánveijar ætla að verða sterk þjóð innan kjarna efnahagsbanda- lagsins og tekst það vafalaust með sama áframhaldi og framtak þeirra og stórhugur er aðdáunar- verður í ljósi þes, að landið á í miklum efnahagsörðugleikum. Al- menningur, sem fátt skilur annað en daglegar þarfir og fótamennt, er hér ekki með á nótunum og telur um bruðl að ræða, en það er þó einmitt þjóðin í heild sem nýtur góðs af, og ber þetta vott um hugrekki og framsýni ráða- manna. Þótt Madridborg sé stórglæsileg °g byggingarnar margar íburðar- miklar telst hún merkilega ung, en uppbygging hennar hófst fyrst fyrir alvöru á síðustu öld, en áður hafði hún verið í hægri þenslu frá dögum Filips II er ríkti á 16 öld. Sagt er að hún hafi byggst upp kringum drottnunarmetnað Filips, sem var merkur kóngur hvers ásjónu má sjá í mörgum útgáfum á Prado, hinu mikla safni og stolti borgarinnar. Við vorum vel staðsett í borg- inni og ég komst strax að því að frekar stuttur gangur var á Prado, og gengi maður beint niður hina mjóu götu Calle Huertas frá fyrr- nefndu vímuhorni var maður að nokkurri stund liðinni kominn að breiðgötunni Paeso de Prado og sá í endann á safninu, og gengi maður lítinn spöl til hægri var komið að miklu torgi sem er til- einkað Karli V keisara, og þaðan er örstutt að menningarmiðstöð Soffíu drottningar við Calle de Santa Isabél. Rúsínan í pylsuend- anum má segja, að hafi verið að rétt fyrir neðan Puerto del Sol, við Calle de Alcala var svo hinn víðfrægi fagurlistaskóli, kenndur við San Fernando „Escuela de Bellas Artes de San Fernando". Skólinn er öðru fremur frægur fyrir nemendur sína, en einn þeirra var sjálfur Goya, svo og fágætlega gott málverkasafn eldri meistara m.a. óviðjafnlega myndröð helgra manna eftir Jusepe de Ribera, en 400 ár eru frá fæðingu hans í ár, og er þess minnst á margan hátt m.a. með stórri sýningu, sem nú stendur yfir á Metropolitan-safn- inu í New York. Ég tók einmitt mikil að maður fái ekki notið myndanna því að safnið er stórt. Málverkaeign safnsins er eink- um með ólíkindum og er hér meira átt við gæði en magn og segja má að það hýsi t.d. heilt safn verka Goya jafn mörg herbergi og salir og eru undirlögð verkum hans ein- vörðungu. Sá er skoðar þetta safn hefur í raun séð ígildi margra sér- sýninga í hinum miklu sýningar- sölum heimsins, því að það er ekki aðeins merkilegt hve safnið á mörg verk efir Spánveija eins og Velazques, Zurbaran, E1 Greco, Ribera, Murrillo, heldur einnig ít- alskra málara eins og Tizian, Tintoretto, Tiepolo, Veronese, hol- lenskra og flæmskra málara eins og Rúbens, van Dyck, Hieronymus Bosch, Jan og Pieter Breughel auk ég hjá mér mun ríkari þörf til að kafa inn í innstu kviku málverk- anna og frá sumum þeirra gat ég ekki slitið mig og leitaði þau uppi aftur og aftur. Er svo er komið hugsar maður ekki endilega um hvað sé best, heldur hvað orkar sterkast á mann hveiju sinni og það fer eftir ýmsu. Við skoðun safna kemst maður að svo mörgu af eigin rammleik sem manni var kannski alsendis ókunnugt um áður, og nú var ég einkum hrifin af því að rannsaka innileikann í mörgum málverk- anna eins og t.d. er meistararnir brugðu á leik og unnu saman að sömu listaverkunum. Þetta voru eins og samræður, þar sem hver og einn gefur það besta sem hann á til. Ógleymanlegar verða mér Francisco de Zurbaran (1598-1664); „Kyrralífsmynd“. eftir því er mig bar að garði að mikil endurnýjun virðist eiga sér stað á húsnæðinu og njóta menn þar vafalítið hins dýrmæta titils borgarinnar. Fyrsti dagurinn fór í að hvíla sig, litast um í borginni og endaði í jurtagarðinum við hlið Prado, en ég var mættur snemma á öðrum degi á safninu, þar sem ég var viðloðandi næstu daga. Safnið er eitt hið nafntogaðasta í heimi, svo sem margur veit, en listaverkafjár- sjóðir þess eru með eindæmum og furðar mann helst á því, að ekki skuli vera mun strangari gæsla innandyra og vopnaðir verðir hvar- vetna. Nóg hefur verið um slysin á söfnum, er geðveikir menn hafa skvett sýrum á ómetanleg málverk eða þjófar skorið þau úr römmun- um, sem hafa kostað margfalda slíka öryggisgæslu. Auðvitað kann að vera að gæslan sé betri en hinn almenni gestur geri sér grein fyrir og að sumir gestanna séu í raun öryggisverðir. Safnið er satt að segja eins og brautarstöð allan daginn, því að slík er mannamergðin, en ekki það ótölulegra verka annarra stór- meistara málaralistarinnar. Maður er satt að segja hálf ringlaður eftir fyrstu yfirferð, því af svo mörgu er að taka er lagt er í þá næstu, en einu má slá föstu sem er, að margra daga verk tek- ur að skoða safnið vel. í gamla daga þegar maður var ungur vissi maður auðvitað upp á hár hveijir væru mestir og bestir og afgreiddi aðra og meinta minni spámenn eins og skot, en maður hefur Iöngu komist að þeirri niður- stöðu, að hlutirnir eru ekki svo einfaldir, og listasagan nokkuð önnur en maður hélt af bókum og vísir menn vildu meina. Listasagan er á stöðugri hreyfingu og best fer á að sú hreyfing eigi sér stað í samræmi við þá þekkingu sem maður aflar sér af eigin hvötum augliti til augliti við sjálfa heims- listina. Ég uppgötvaði þannig fljótlega, að ég leit allt öðrum augun á málin en í gamla daga og var ég þó ekki leiðitamur í skoðunum þá heldur, en aldurinn þroskar alla sem hafa augun opin og nú fann myndir þar sem t.d. Rubens tók í pensilinn með blóma Breughels eða fuglamálaranum Franz Snyd- ers, og samvinna landslagsmálar- ans óviðjafnlega Joost de Mompers við ýmsa meistarana. Þetta eru ekki nein lykilverk, en samvinnan er mjög áhugaverð fyrir listasög- una og myndirnar stórmerkilegar, enda tók ég eftir því, að það voru fleiri en ég sem skoðuðu þær gaumgæfilega. Þá getur hver og einn komist í raun um að súrrealistar fyrri alda voru fleiri en Hieronemyus Bosch og hér er mér einkum minnisstæð- ur Joachim Patenier (1485—1524), en hann fléttar hugaróra og ímyndaðar veraldir inn í raunveru- legt landslag og myndir hans telj- ast mikilsverður hlekkur í þróun landslagsmálverksins. Mörg meistaraverkin gagntóku mig og einkum var ég hrifinn af hinu einstæða málverki Gianbatt- ista Tiepolo (1696—1770), sem hann málaði á árunum 1767-9 „Hin óflekkaða móttaka" Hér er um að ræða trúarlega mynd, sem er laus við alla helgislepju, en býr yfír einhverri yfimáttúrulegri hug- Ijómun. Heilög María er hér í líki þroskaðrar konu og hún er svo óhagganlega staðsett á myndflöt- inn að minnir á höggmynd. Þá er litasamræmið einstakt og blæ- brigðaríkdómurinn magnaður. Öll myndin er líkust synfóníu tóna og litahljóma. Þessi mikli málari hafð enda mikil áhrif á samtíð sína m.a. suð- urþýska list, og Goya lærði mikið af litanotkun hans. Tiepolo var ásamt mági sínum Giovanni Antonio Guardi (1699- 1770) einn hinna síðustu svoköll- uðu Éeneyjameistara og hann brú- ar bil síðbarrokks og rókókó. Með þeim leið dýrðartími Feneyjamál- verksins undir lok, er reis hæst með þeim Tizian, Tintoretto og Veronese. Þótt ég væri lengi lítið hrifinn af barrokk og enn síður rókókó hef ég einhverra hluta vegna frá fyrstu kynnum dáð Tiep- olo. Tiepolo þessi kom til Madrid í boði Karls þriðja 4. júní 1762, með tveim sonum sínum Domenico og Lorenzo og tók strax að skreyta konungshöllina með freskum og lauk verkinu 1766. Árið eftir tók hann að sér að skreyta altaris- veggi Franzískanaklaustursins San Pascual í sumaraðsetri hirðar- innar Aranjuez, og var málverkið „Hin óflekkaða móttaka" hluti skreytingarinnar" og um leið var það svanasöngur málarans, því að hann lést skömmu eftir að hann fullgerði hana. En tímar breytast og smekkur manna einnig og fyrr en varði voru málverkin tekin nið- ur. Þeim var einfaldlega hafnað og komið fyrir i einhverri geymslu og sum þeirra vor meira að segja bútuð niður. Samkeppnin var hörð í listinni og hinn klassíski stíll málverka Anton Rafael Mengs var tekinn fram fyrir verk hans. En þrátt fyrir illa meðferð, raka og kulda, hélst þessi eina mynd alveg óskemmd og er nú tákn um undur málunartækninnar og frá- bært dæmi um hátind rókókólist- arinnar. Báðir synir Tiepolo voru ágætir málarar og eru líkur á því að þeir hafi aðstoðað hann við gerð málverksins. Þeir héldu uppi merki föðursins að honum gengn- um um hreina, klára og ómengaða túlkun trúarlegra viðfangsefna. Annað málverk, sem einnig var ætlað að prýða altarisveggina en af öðrum toga er hin mikilfenglega riddaramynd „Hinn heilagi Jakob- us frá CompostIe“ sem á að hafa verið máluð á árunum 1757-58 og er nú ein af perlum listasafns- ins í Búdapest Magyar Szépmuvézeti Múseum. Prado-safnið eitt og sér verð- skuldar heila grein, sem ég vonast eftir að geta sett saman innan skamms. Ég hafði hlakkað mikið til að skoða menningarsetur Soffíu drottningar og varð ekki fyrir von- brigðum þótt það sé fljótskoðað. Safnið er einkum byggt fyrir nú- tíma spánska list og er Guemica eftir Picasso perla þess. Hann arf- leiddi raunar Prado-safnið að myndinni og hékk hún áður í bygg- ingu er tilheyrði safninu, en þó ekki í nágrenni Goya, Greco og Velazques né annarra sígildra meistara eins og hann hefði helst óskað. Mikill styr hefur staðið út af þessum flutningum og menn rifist heiftarlega á opinberum vett- vangi. Aðkoman að safninu er skemmtileg en lyftutumum úr gleri hefur verið komið fyrir fram- an gamla höll og er hér um mjög snjalla hugmynd arkitektsins að ræða. Bæði gerir hún aðkomuna ævintýralega og lyftir upp þung- lamalegu svipmóti gömlu bygging- arinnar. Margt skemmtilegt gerðist á skoðunarferðum mínum í Madrid en farsælast er rýmisins vegna að flétta því inn í sérgreinar um Prado og menningarsetur Soffíu drottningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.