Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 22

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Björgum Fróni! Við íslandsfólk, sem búum í hinu vonda útlandi en fylgjumst með því, sem gerist á okkar ástkæra hólma, fáum auðvitað sting í hjart- að, þegar fréttir berast af gengis- lækkun og efnahagsaðgerðum. Við sjáum, að landið okkar er í vanda statt, og við viljum allt gera sem við getum til þess að hjálpa. En það er því miður ósköp lítið nema tal, sem úr því kemur. Hinn ímyndaði Framfara- og efnahagsendurreisnar-klúbbur ís- lenzkra útlaga í Flórída hélt ímynd- aðan fund um daginn. Fréttamaður ykkar ímyndaði sér, að hann hefði verið viðstaddur, og hann ímyndaði sér að eftirfarandi hefði gerst: Friðfinnur formaður setti fund- inn og greindi frá tíðindum af ís- landi. Sagði hann samkunduna hafa verið boðaða í þeim tilgangi, að meðlimir klúbbsins kæmu með tillögur um það hvað hægt væri að gera til þess að auka tekjur og sér í lagi útflutning frá föðurland- inu. Reiknað væri með því, að þátt- takendur gætu byggt á reynslu sinni eftir áralanga dvöl héma í henni Ameríku, landi hugvits og einkaframtaks. Hvatti hann menn til dáða og sagði, að engin tillaga væri svo aum, að ekki borgaði sig að láta hana koma fram. Fyrst tók til máls Pétur (pípari) Arason, Pete the plumber, eins og Ameríkanar kalla hann. Hann hafði komist í góðar álnir fyrir tilstilli uppfinningar sinnar, sem er plast- hólkur, sem notaður er í vatnsköss- um salema. Hólkurinn sparar 38% vatnsnotkunar og kemur í veg fyr- ir 97% allra klósettkassaleka. Pétur lagði til, að stofnuð yrði á íslandi alheims-salemistækja-tæknistofn- un. Þar gætu íslandsmenn tekið forystuna í salernistækni með það fyrir augum, að allt klósettsviðið í sínu margbreytta formi yrði alger- lega tölvuvætt. Tækni öll við sal- emi og önnur hjálpartæki hefði að mestu staðnað í heiminum og væri geysileg þörf á róttækum endur- bótum. Væri þetta verðugt verkefni fyrir tölvuhugbúnaðarfyrirtækin pg pípulagningameistara landsins. Island yrði síðan leiðandi útflytj- andi á slíkum tækjum og myndi landið hljóta af mikinn hróður á alþjóðavettvangi. Sagðist Pétur ef til vill láta dekstra sig til þess að stýra slíku átaki, ef um kaup og kjör semdist. Hal Goodman (Hallgrímur Guð- mundsson) var fljótur að standa upp, þegar Pétur lauk máli sínu. Hann var þekktur fyrir að vilja sí- fellt vera að gjamma á fundum, en flestum fannst oftast það, sem hann hafði fram að færa, heldur þunnt. Svo var einnig nú. „Alþjóða- viðskipti era það eina; sem dugar nú á dögum,“ sagði hann. „Islend- ingar era alltof ragir við að fara út fyrir hólmann, nema bara til að skemmta sér. Þeir verða að gerast alþjóðaviðskiptajöfrar. Kaupa varning í einu landi og selja í öðra. Til dæmis skilst mér, að mikið sé upp úr því að hafa núna að kaupa hormónalyf í Indlandi og flytja inn hingað til Ameríku." „Það er búið að reyna það,“gall einhver við en nokkrir aðrir bauluðu. Nú tók til máls Vilhjálmur Sig- mundsson, sem talinn var einn af hugsuðum hópsins. Hann hafði komið til mennta í Ameríku, gifst hérlendri og aldrei snúið aftur til heimalandsins. Var hann háskóla- kennari í New York í mörg ár, en var nú „rítæraður í Flórída“ eins og sumir nýju Vestur-íslendingam- ir kalla það að fara á eftirlaun í Flórída. Hann sagði, að ferðaþjón- usta væri orðin með mikilvægustu atvinnuvegum íslands. Það væri allt gott og blessað. En ekki mætti gleyma því, að fyrir hvem erlendan ferðamann, sem kæmi til landsins, færi íslenzkur ferðalangur til út- landa og það sem verra væri er það, að hinn íslenzki eyddi meira fé í sinni ferð, heldur en sá út- lenski í Islandsreisunni,. Vilhjálmur hélt því áfram og beindi nú tali sínu að innkaupaferð- um landsmanna til Bretlandseyja. Sagðist hann ekki vera hissa á því, að ferðaskrifstofufrömuðir á Islandi hefðu fengið medalíu fyrir að skaffa 7.500 kaupóða íslendinga á einu ári tilJrlands. Minna mætti nú þakka. Sagðist hann hafa'gefið þessu kaupferðafyrirbæri landa okkar nokkum gaum og hugsað málið. Hann hafði komist að þeirri niðurstöðu, að íslendingar gætu sjálfír notið góðs af sínum eigin innkaupaferðum á fleiri veg en einn. Við gætum gert Vestmanna- eyjar að fríhöfn. Þetta yrðu miklar breytingar fyrir kaupstaðinn, en myndu ef til vill verða kærkomnar fyrir þá Vest- mannaeyinga, sem hafa viljað, að eyjarnar fengju sjálfstæði. Allir tollar, sölu- og virðisaukaskattar yrðu niður felldir af öllum vamingi og þjónustu. Mikið átak yrði gert til þess að gera staðinn aðlaðandi fyrir ferðafólk og kaupa-Héðna frá Stór-íslandi. Á skömmum tíma myndi spretta upp ljölda verzlana, veitingahúsa, hótela og ýmissa skemmtistaða. Og einnig yrði leyfð spilavíti og næturklúbbar. Væri mjög athugandi að breyta frystihúsum og fískverkunarstöðv- um í spilavítin og næturklúbbana. Enginn myndi hvort sem er hafa áhuga á útgerð og slori, því næga atvinnu og hagnað myndi vera hægt að hafa af því að þjóna við- skiptavinum og reka fyrirtækin í fríhöfninni. Endalok sjávarútvegs í Vestmannaeyjum myndu falla al- gerlega í kramið hjá stjómvöldum, sem nú ætla að verja stóram fúlg- um til þess að draga út fiskveiðum og afköstum fiskverkunar. Nóg er af sipum og fískverkunarstöðvum við suður- og austurströnd íslands til þess að taka upp slakann. Stækka yrði auðvitað flugvöllinn í Eyjum og reisa sérstakan þyrlu- völl, því stórar þyrlur gætu flutt fjölda fólks, sér í lagi frá minni plássunum á Austfjörðum, sem ékki hafa flugvelli. Nýr og stærri Heijólfur yrði smíðaður og nú með réttum þyngdarpunkti. Sá gamli nýi yrði notaður til þess að sigla með ferðafólk kringum eyjamar og einnig látinn vagga sér, ramba og titra farþegunum til skemmtun- ar. Svifnökkvar yrðu keyptir til þess að feija fólk frá Þorlákshöfn, en þar yrði reist mikil endastöð með stóra bílageymsluhúsi. „Það gefur augaleið," sagði Vil- hjálmur, „að þjóðin myndi hagnast stórlega á þessu fyrirkomulagi. Og þar á ofan myndu útlendingar fara að koma til Vestmannaeyja í ferða- lög og kaupferðir. Fyrst frændur okkar í Færeyjum, síðan Skandin- avar og loks fólk frá Bretlandseyj- um. Þá ættu íslendingar að sæma forstjóra fyrstu írsku ferðaskrif- stofunnar, sem sendir 7.500 íra í innkaupaferð til Eyja, íslenzka fálkakrossinum með stjömu!" Fundarmenn gerðu góðan róm að þessari athyglisverðu tillögu Vilhjálms og heiðraðu hann með góðu lófataki. Var í lokin skálað fyrir íslandi og því óskað allra heilla á ókomnum áram. Hélt síðan hver til síns heima nema Hal Good- man. Hann fór á barinn. Vinnumaurar framtíðarinnar Nokkrar athugasemdir við grein Hjálmars Arnasonar 8. desember eftir Hörpu Hreinsdóttur Hjálmar Ámason, skólameistari á Suðumesjum, skrifar ágæta grein um vanda framhaldsskólans og hvaða úrbætur séu nauðsynlegar til þess að nemendum nýtist fram- haldsskólanám betur en nú er raun- in. Hjálmar fjallar aðallega um kerf- ismál, einkum útgönguleiðir úr framhaldsskóla, og dregur ágæt- lega saman ýmsa umræðu sem heyrst hefur úr hópi skólafólks und- anfarin ár. Síðasti kafli greinar hans fjallar um inntak námsins og vil ég gera nokkrar athugasemdir við hann. Nýjar bækur ■ Lífheimar draumanna heitir bók eftir Ingvar Agn- arsson. Efni bókarinnar eru draumar og skýringar á eðli þeirra ásamt myndum og teikningum. Bókin hefst á frásögnum um heimsfræði dr. Helga Pjeturss en eftir hana koma 14 kaflar sem heita: Lífsstefnudraumar, Sambandsstöðvar í draumi, Himinsýnir í draumi, Landslag og svif í lofti, Landnám, Ham- farir í draumi, Draumar um listir, Bækur og fornar minjar, Sérkennilegt útlit manna í draumi, Helstefnudraumar, Jarðfræðilegir draumar, Hlust- að á fjartalanda, tæknilegir draumar, Ymiss konar mann- lífsreynsla í draumi og Draum- ar um jurtir og dýr. Útgefandi er Skákprent. Bókin er 224 bls. og kostar 2.900 krónur. Var félagsfræði kennd á Bessastöðum? í upphafi kaflans segir Hjálmar: „Skrifari er þeirrar skoðunar að önnur meginástæða þess að 35% nemenda gefast upp í framhalds- skóla sé sú að hinn hefðbundni kjami almennra greina höfðar ekki til þeirra. Er þar um að ræða grein- ar eins og íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku og félagsfræði. Þær eiga allar rót sína í Lærða skóa [svo!] á Bessastöðum í gegnum menntaskóla og fjölbrautaskóla." Þessar greinar mega ekki, að mati Hjálmars, verða „flöskuháls fyrir eðlilega námsframvindu í fram- haldsskólanum. Með þeim rökum er eðlilegast að lágmarkskjarni fyr- ir alla nemendur íslenskra fram- haldsskóla byggi á listgreinum, verklegu námi og almennri tján- inu ... það stuðlar að þeim undir- stöðuatriðum lýðræðissamfélagsins sem skólinn á að sinna“. Klausunni lýkur svo með áskoruninni: „Gleðj- um nemendur og spörum fyrir rík- ið.“ Mér finnst að hér sé verið að flokka nemendur í framhaldsskóla- nemendur og einhvers konar vinnu- maura, sem ekkert þýði að kenna hvort sem er. Ég trúi því varla að manninum sé alvara. Hugsum okk- ur illa læsan nemanda sem kemur inn í framhaldsskóla. (Slíkir nem- endur, eru margir, eins og ráða má af því að 5% framhaldsskólanem- enda nýtir sér hljóðbókaþjónustu Blindrabókasafnsins.) Hvort er nú vitið meira að kenna þessum nem- anda að lesa og síðan undirstöðuat- riði í reikningi og erlendum málum, eða kenna honum að teikna, tala og vinna á búðarkassa? Hvort þjón- ar betur lýðræðisþjóðfélagi? Hvort samrýmist betur hlutverki skóla? Nú er ég ekki að gera lítið úr þeirri leikni sem þarf til að vinna í búð. Enda hef ég töluverða reynslu af því sjálf. Ég tel það hins vegar hlutverk verslunareigandans að sjá til þess að starfsmaður læri rétt handbrögð, en ekki skólans. Á sama hátt tel ég að það standi verkstjór- Harpa Hreinsdóttir „Hlutverk skóla er að veita nemendum menntun, a.m.k. lág- marksmenntun. Þannig undirbýr skólinn nem- endur undir líf og störf í lýðræðisþjóðfélagi.“ um í frystihúsum nær að kenna fólki um nýtingu, eigendum bensín- stöðva að kenna fólki að dæla bens- íni o.s.frv. Ég kem engan veginn auga á það almenna verknám sem myndi nýtast öllum atvinnuvegum. Að lesa og skrifa list er góð, læri það sem flestir Hlutverk skóla er að veita nem- endum menntun, a.m.k. lágmarks- menntun. Þannig undirbýr skólinn nemendur undir líf og störf í lýð- ræðisþjóðfélagi. í lágmarksmennt- un hlýtur að felast kunnátta í lestri, skrift og reikningi. Sjálfsagt er það til bóta ef menn kunna jafnframt að tala og hlusta. Það er ljóst að mikið skortir á að allir nemendur hafí hlotið lágmarksmenntun þegar þeir koma upp úr grunnskóla. Til þess er nægilegt að skoða samræmd próf og niðurstöður þeirra. Lausnin á vanda þessara nemenda er ekki að svíkja þá um lágmarksmenntun og kenna þeim eitthvað annað. Óljóst er hvaða hagsmunum er þjónað með slíku. Ekki eru það hagsmunir nemenda. Varla eru það hagsmunir atvinnurekenda, nema þeim sé í mun að ráða ómenntað fólk sem hægt væri að láta vinna tilbreytingarlaus störf fyrir lúsar- laun. „Við iðni brýnast og batna gáfurnar...“ Ég tek undir það með Hjálmari að nemendum verður að sinna bet- ur. Það er ótækt að um 35% nem- enda í framhaldsskólum hrökklist úr námi. Til þess að þjóna nemend- um sem ekki hafa lágmarksmennt- un úr grunnskóla þarf að bjóða upp Margeir V. Hallgríms- son — Afmæliskveðja A jóladag verður sjötugur Mar- geir Valberg Hallgrímsson, fæddur á Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi í Skagafírði 25. desember 1922. Hann ólst upp í Kálfárdal í Gönguskörðum og fluttist til Sauð- árkróks 8 ára og var þar næstu 40 árin, stundaði sjó og ýmis störf. 1964 kvæntist Margeir Erlu Hannesdóttur, fædd og uppalin í Reykjavík. Þau fluttust búferlum til Reykjavíkur 1971. Eiga þau tvær dætur, Maríu, auglýsingateiknara, hennar maður Ragnar, og eiga þau einn son, Alexander Hrafn; Höllu, sem hefur unnið í blómabúð í mörg ár, maki Björgvin, en þau slitu sam- vistir fyrir löngu, eiga þau eina telpu, Birnu Maríu. Margeir og Erla slitu samvistir 1972. Margeir er hagmæltur vel eins og hann á kyn til. Margeir verður hjá systur sinni og Jóni mági sínum, Vallarbarði 3, Hafnarfirði, á afmælisdaginn. Mar- geir býr einn á Grettisgötu 47A hér í Reykjavík. Sveinn. á slíka menntun í framhaldsskóla. Til þess að skipuleggja slíka mennt- un eru engir hæfari en kennararnir sem hafa verið að kynnast slíkum nemendum undanfarinn áratug og hafa reynt að sinna þeim þrátt fyr- ir erfíðar aðstæður. Kennarar hafa fyrir löngu gert sér ljóst að það þarf sérstakan aga og áherslu á vinnubrögð til að kenna slíkum nemendum. Ekki dug- ir að stinga höfðinu í sandinn og segja að bóknám „höfði ekki til þeirra“. Þvert á móti þarf að halda slíkum nemendum að verki svo þeir læri þau vinnubrögð sem þeir fóru á mis við í grunnskóla og temja sér iðni og ástundun. Þessi 35% nem- enda era ekki fatlaðir. Og þarfir þeirra era ekki nýjar af nálinni. Þessu lýsti Sveinbjörn Egilsson ágætlega í ræðu sinni „Iðnin er stöðug og skynsamleg brúkun námsráðgjafanna": „Athugi bæði þeir, sem miklar eða góðar gáfr hafa, og eins hinir, að við iðni brýn- ast og batna gáfurnar, en við hirðu- leysi sljófgast þær og versna ... Sá sem kappkostar strax að venja sig á iðni, hann fer smámsaman að fá lystina, en þótt hann ekki hafí hana áðr.“ Líkast til hefði Sveinbjörn verið frábitinn fram- haldsskóla sem byggði aðeins á „listgreinum, verklegu námi og al- mennri tjáningu“. Enda gladdi hann nemendur sína kannski ekkert sér- staklega en reyndist þeim betri en enginn. Höfundur er frnmlialds- skólakennari ogformaður Skólamálanefndar Hins íslenska kennarafélags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.