Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
J
48
eftir Braga
Asgeirsson
Er mig bar að garði í Madrid
árla morguns hinn 15. sept^mber
^ sl. var ég fullur tilhlökkunar, því
ég hafði ekki komið til borgarinn-
ar síðan í maímánuði 1953, en
árið áður hafði ég komið þangað
í fyrsta skipti.
Það voru þannig 39 og 40 ár
síðan ég gekk þar um götur og
naut ríkulega lífsins þá komungur
maðurinn. Fyrra ■árið var ég í 99
manna hópi frá listaháskólanum í
Kaupmannahöfn, en seinna skiptið
vorum við ca 35 frá listaháskólan-
um í Ósló. Það var margs að minn-
ast, og er ég fór þaðan í maílok
eða júníbyijun 1953 átti ég frekar
von á því að koma fljótlega aftur
til Spánar, en það var svo ekki
fyrr en í fyrra að ég loks sté aftur
á spánska jörð, er ég heimsótti
Mallorca og Barcelona. Þó skal
þess getið, að ég var í 3 vikur á
Kanaríeyjum yfir jólin 1985 og
fram í janúar 1986, en eyjaklasinn
heyrir undir Spán.
En dvölin á Spáni hafði setið í
mér allan tímann, því að þetta
voru minnisstæðar lifanir og ég
kynntist fjöldanum öllum af góðu
fólki og ferðaðist vítt um landið,
en þó aðallega vorum við í Madrid
og Granada í bæði skiptin.
Seinni ferðin var svo um sumt
eins konar endurtekning á þeirri
fyrri, en ég hafði lofsungið þessa
staði hástöfum við skólafélaga
mína í Ósló um veturinn. Var svo
eins konar leiðsögumaður hópsins,
sem gaf góð ráð og og leiðbeindi
um hótel.
Madrid er staðsett svo til ná-
kvæmlega í miðju landinu og er
nafli og hjarta Spánar. Engin höf-
uðborg í Evrópu rís jafn hátt yfir
sjávarmál (646 m) og loftið er af
þeim sökum mun svalara en í flest-
um öðrum á suðurhveli Evrópu.
Auk þess er háslétta fyrir norðan
borgina og þaðan blása ferskir
vindar. Mér er í fersku minni, er
ég nálgaðist borgina fyrst að lest-
in hægði skyndilega á sér á há-
sléttunni, og þá birtist okkur eitt
augnablik vel dúðaður hjarðsveinn
umkringdur ferfætlingum sínum í
morgunsárinu. Hann hélt á löngu
priki og allt þetta var svo mynd-
rænt, að helst minnti á málverk
frá miðöldum eða endurreisnar-
tímabilinu, en af þeim áttum við
eftir að sjá nóg næstu daga.
Jafnvel í maí er mjög kalt uppi
á flöllum Spánar, og hjarðsvein-
amir, sem sofa úti eru stíffrosnir
á morgnana. Við þessu hafa þeir
ráð, sem er vínandi er nefnist
■ Anis del Mono og mun vera 65%
að styrkleika. Þeir fá sér vænan
slurk af þessum vökva er þeir
vakna, sem tekur úr þeim hrollinn
og stirðleikann. Þetta var mér
seinna sagt í Granadaborg, og
veitingamaður nokkur bauð mér
að smakka og drekka á sama hátt
og hjarðsveinamir, þótt slíkt væri
í raun bannað. Þáði ég það og
skildi jafnskjótt hví kuldahroll-
urinn færi úr þeim, því svo var
sem maður stæði í ljósum logum
og tækist á loft upp.
Við vomm lánsöm er til Madrid-
borgar kom í fyrra skiptið,
snemma morguns laugardaginn
fyrir hvítasunnu, því að við vomm
fljótlega drifín í utjaðar borgarinn-
ar þar sem heitir Fuencarral. Þar
fengum við inni í nýbyggðu bama-
heimili, sem var í þann veginn að
Giovanni Battista Tiepolo (1696-1770): „Hin óflekkaða móttaka“
máluð 1767-79.
Diego Velazques (1599-1660): „Spunakonur".
að góðri meltingu og ljúfu geði.
Flestir hvfldu sig eftir málsverð-
inn, en ég tók rissblokkina mína
og fór í göngutúr um hrjóstrugt
og nær óbyggt svæði fyrir ofan
bamaheimilið. í holtinu þar sem
sumstaðar sá í hreysi fátæklinga
rakst ég á böm að leik og fór að
teikna þau álengdar. Komu þau
þá til mín og ég teiknaði andlits-
myndir af þeim hveiju á fætur
öðm og gaf þeim jafnharðan. Var
þetta mjög vinsælt, enda ég í mjög
góðri æfíngu í teiknun og hafði
að gamni mínu sérstaklega lagt
stund á andlitsmyndir um skeið.
venja bauð.
A miðri leið til borgarinnar stig-
um við ein út og vildi Lúsí þá
sýna mér steinasafn fyrir það eitt
að perla safnsins var íslenzkur
töfrasteinn frá Austfjörðum. Hún
varð jafnvel enn stoltari en ég, er
stór hópur námsmanna kom
skömmu seinna og leit ekki við
neinu nema íslenzka steininum, —
ljómaði öll, hnippti í mig og brosti
kankvís.
Þennan dag skoðuðum við
Prado-safnið, Del Retiro garðinn
og margt fleira og komum ekki
til baka fyrr en áliðið var. Þannig
var fyrsti sólarhringurinn minn á
Spáni fyrir fjörtíu árum ævintýri,
sem aldrei fymist fyrir.
Sá er hér les fer nærri um
hvemig minningamar sóttu á er
ferðalangurinn nálgaðist Madrid á
nýjan leik.
Aleitin var sú hugsun hvemig
hinar fögm litprúðu vinkonur
löngu týndra daga litu út, en sam-
bandið rofnaði fyrr en varði í
amstri dægranna og ber að fara
afar varlega að því sem liðið er.
Og hvernig þeim skyidi svo hafa
reitt af í lífínu er og verður hin
mikla óræða spum.
Við komum til Madrid eftir frek-
ar erfíða ferð frá Barcelona, en
með í för var sonur minn Símon
Jóhann og freyja hans Silja Dögg.
Tókum okkur leigubíl á Hótel
Madrid við Carretas 10, sem er í
næsta nágrenni við hið merka torg
Puerta del Sol (Hlið sólarinnar),
en þar skyldi dveljast næstu daga.
Þetta er vart til frásagnar ef ekki
hefðum við fljótlega komið auga
á mikla byggingu sem teygði sig
upp í himininn en hallaðist eitt-
hvað svo undarlega að minnti fyrst
á skakka turninn í Písa. En er nær
dró sáum við að hér var um að
ræða annan vænginn af tveim er
mynduðu mikið hlið er var í bygg-
ingu. Seinna komumst við að því
að um var að ræða svonefnt Evr-
ópuhlið.
Þannig tók strax á móti okkur
tákn stórhugar Spánveija, en þeir
eru alstaðar í mikilli sókn á menn-
ingarsviðinu. Svo mjög sem þeir
höfðu dregist aftur úr samtíman-
um á valdaárum Francisco Franc-
os, hefur orðið þeim tilefni ótak-
markaðs menningarlegs metnað-
ar, sem heimurinn hefur orðið
áþreifanlega var við á þessu ári.
Til þeirrar yfirbyggingar hafa þeir
lagt mikið af mörkum og fjárfest
óspart, trúir þeirri sannfæringu
gamalgróinna menningarþjóða, að
um sé að ræða burðarstoðir sjálf-
stæðrar þjóðmenningar.
Á aðeins einum áratug hafa
orðið markverðar breytingar á
spönsku þjóðfélagi sem er enn í
mikilli uppstokkun, en það hefur
einnig kostað miklar fómir og
ótakmarkað frelsi er fyrir margt
tvíbent.
Fyrrum er ég ferðaðist um land-
ið sá ég aldrei ölvaða menn, og
hvað þá eiturlyfjasjúklinga, og það
vakti mikla athygli innfæddra og
jafnvel geðshræringu er þeir sáu
drukkinn útlending. Sjálfír sátu
þeir löngum á krám og dreyptu á
Síðast var ég að teikna litla stúlku
Rósu að nafni, er eldri systir henn-
ar og gjafvaxta kom að sækja
hana í mat. Hún horfði á mig
teikna og hefur sennilega ekki séð
slík vinnubrögð áður, því að hún
spurði mig hvort ég vildi rissa upp
mynd af sér líka. Eg játti því, en
þá sagði hún að hún yrði að fara
heim með litlu systur, en spurði
mig hvort ég vildi ekki bara koma
með þeim og fá eitthvað í svang-
inn. Eg var til í það, þótt ég væri
úttroðinn af mat, enda stúlkan
guðdómlega fögur og ég ekki eins
til baka og venjulega vegna áður-
nefndrar máltíðar, þar sem það
hafði heldur ekki verið vanrækt,
sem er frekar mjúkt undir tönn.
Þetta reyndist stór fjölskylda og
ég teiknaði og teiknaði langt fram
á kvöld og varð vinur fjölskyldunn-
ar. Lúsí, en svo nefndist fallega
stúlkan og vann á spunaverkstæði
þar sem hún óf góbelínteppi
bauðst svo til að sýna mér borgina
daginn eftir, sem ég þáði með
þökkum enda engin skipulögð
dagskrá.
Á hvítasunnumorgni fórum við
um hálftíuleytið með sporvagni
niður til borgarinnar og hittist þá
svo á að allur Danaskarinn var í
sömu vögnum. Ráku menn upp
stór augu, er þeir sáu mig koma
með þessu undurfagra sköpunar-
verki, sem var í sínu fínasta pússi,
með hrafntinnusvart hár langt
niður á herðar, og yngri systur til
að gæta velsæmisins, svo sem sið-
Jusepe de Ribera (1591-1652):
„Heilagur Andrés“.
taka til starfa. Samdægurs kynnt-
ustum við ævafomum matarvenj-
um Spánveija, því að hátíð fór í
hönd og laugardagur fyrir hvíta-
sunnu, mun víða vera ígildi að-
fangadags hjá okkur. Við fengum
þrettánrétta máltíð á miðjum degi
og tók málsverðurinn rúma tvo
klukkutíma. Að óreyndu hefði ég
og flestir hinna 98 félaga minna
ekki trúað að þetta væri hægt, en
raunin var sú að okkur leið öllum
mjög vel eftir ósköpin og engum
varð meint af, að ég best veit.
Með matnum var fyrst borið fram
hvítt vín og seinna rautt og átti
mjög vel við réttina og stuðlaði
Menningarborg
Evrópu 1992
1