Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 34
seei aasMaea'
MORGUNBI “
■M
Aukið flugöryggi fæst
með meira samstarfi
flugrekenda og hönnuða
Ein helstu umræðuefnin á ráðstefnunni voru mál er tengjast mannin-
um sjálfum sem stjórnanda, þ.e. hvernig getum við gert flugmenn
enn hæfari til að gegna starfi sínu. Tæknin er orðin svo fullkomin
að einn veikasti hlekkurinn í fluginu sjálfu er flugmaðurinn enda
er vitað að mannlegi þátturinn er talinn eiga þátt í eða valda um
70% flugslysa, segja þeir Guðmundur Magnússon flugrekstrarsljóri
Flugleiða og Jón R. Steindórsson yfirflugstjóri sem sátu nýlega
ráðstefnu Flight Safety Foundation í Bandaríkjunum. Flugleiðir er
aðili að samtökunum en tilgangur þeirra er eins og nafnið bendir
til að stuðla að auknu flugöryggi með ýmsu rannsóknastarfi, upplýs-
ingasöfnun og ráðstefnuhaldi. Aðilar að samtökunum eru flugfélög,
framleiðendur flugvéla, flugvélahluta, þjálfunartækja, opinber fyrir-
tæki og tryggingafélög.
Meðal atriða á dagskránni að
þessu sinni auk mannlega þáttarins
sem minnst var á í upphafí var
umfjöllun um ýmis staðsetninga-
og viðvörunarkerfi, viðhaldsmál og
eftirlit, áhrif unihverfis á flugum-
ferð og veðurfarsupplýsingar. Þeir
Jón Ragnar og Guðmundur rekja
nánar nokkum ræðuefni ráðstefn-
unnar og eru spurðir um umræðu-
efnið áhrif umhverfis á flugumferð:
Erfitt að veijast eldfjallaösku
-Áhrif umhverfís á flugumferð
eru t.d. fuglar, gijótkast og annað
sem truflar umferðina og er bein-
línis hættulegt og í þessu sam-
bandi var einnig rætt um eldfjalla-
ösku. Við höfum dæmi um að fjög-
urra hreyfla þotur hafa orðið að
nauðlenda eftir að drapst á öllum
hreyflum þegar fíngerð askan barst
í þá. Það er erfitt að veijast eld-
fjallaöskunni því hún kemur ekki
fram í ratsjá á sama hátt og óveð-
ursský jafnvel þótt strókamir séu
þúsundir feta á hæð eða þykkt.
Flugmenn þurfa því að huga sér-
staklega að þessum þætti og vera
á verði ef þeir eiga leið framhjá
gossvæðum og eina vömin er að
fá fréttir af hugsanlegum gos-
mekki og leggja lykkju á leið sína.
I þessum kafla ráðstefnunnar
var líka rætt um ísingu. Eftir nýleg
óhöpp af völdum ísingar hefur
henni verið gefinn meiri gaumur
enda hefur komið í ljós við rann-
sóknir að stundum hefur verið stað-
ið illa að afísingarmálum. Þama
hafa mjög margir þættir áhrif
svo sem val á sjálfum afísing-
arvökvan- um, tíminn frá af-
ísingu til flugtaks, hitastig
og ýmislegt annað og fram kom
að eina leiðin til að vera viss í þess-
um efnum em bætt vinnubrögð og
betri tæki. Eins millimetra þykkur
ís getur dregið allt að 26% úr lyfti-
krafti og það getur skipt sköpum
eins og dæmin hafa sýnt okkur.
Geta má þess hér að Flugleiðir
hafa nýlega pantað nýja afísingar-
bíla í samræmi við ströngustu Evr-
ópustaðla og vinnubrögð við afís-
ingar hafa verið tekin til endur-
skoðunar.
Aukin afköst
Mjög hröð þróun hefur verið síð-
ustu árin í allri tækni í flugvélunum
og má segja að sjálfvirkni sé orðin
svo mikil að hlutverk flugmannsins
sé einkum eftirlit, það að fylgjast
með því að tækin vinni rétt. Þá
hefur mikið verið unnið að þróun
staðsetningar- og viðvömnartækja
og segja þeir félagar að með auk-
inni sjálfvirkni í fluginu hafi reynst
nauðsynlegt að búa flugvélar sér-
stökum jarðvara, þ.e. tæki sem
gerir flugmanni viðvart ef hann
nálgast jörðu of hratt sé vélinni
ekki ætlað að lenda.
Þróun í stjómtækjum flugvéla
síðustu árin hefur einnig boðið upp
á meiri afköst og hagkvæmni í
flugumferð en hún strandar þó að
nokkm leyti á hægari þróun við
stjóm flugumferðar. Þar er átt við
atriði eins og aðskilnað flugvéla,
t.d. nálægt flugvöllum þegar um
blindflug er að ræða. Er nú til at-
hugunar að hanna tæki sem sýna
flugmanninum alla umferð í kring-
um hann í þvívídd og þannig gæti
flugmaður athafnað sig sem á degi
væri. Þetta myndi þýða aukin af-
köst við flugvellina.
Jafnframt því sem tækniþróun
hefur verið svo hröð beinist aukin
athygli flugrekenda að flugmönn-
um og þjálfun þeirra og á ráðstefn-
unni var varpað fram þeirri spum-
ingu hvort tækni flugvélaframleið-
enda væri á vissan hátt komin
framúr flugfélögum og yfirvöldum.
Hvað segja þeir félagar um þá
spumingu:
-Tölfræðin segir að „hin full-
koma áhöfn“ hefði átt að geta kom-
ið í veg fyrir 76% flugslysa síðustu
10 árin og spuming flugrekenda
er þvf alltaf þessi: Hvemig á að
skapa hina fullkomnu áhöfn? í
þessu sambandi hefur verið tekin
upp sérstök kennsla í stjómtækni
sem miðar að því að flugmenn vinni
saman að lausn vandamála sem
upp koma og nýti sér til fullnustu
allar upplýsingar sem tæki vélar-
innar láta í té. Einnig er lögð
áhersla á að kenna fljóta og örugga
ákvarðanatöku því rannsóknir hafa
sýnt að rangar ákvarðanir em
áhrifavaldar í 50% þeirra slysa sem
rekja má til mannlegra mistaka.
Villukeðjan
Fyrirferðamikill þáttur þessarar
þjálfunar beinist að því að bijóta
upp það sem kallað hefur verið
„villukeðja". Með þessu orði er ver-
ið að skýra þá rás atburða þegar
smávægileg yfirsjón eða bilun leið-
ir af sér aðra yfirsjón eða nýja bil-
un sem svo endar hugsanlega með
slysi eða óhappi. Ef hægt er að
þjálfa flugmenn í að koma auga á
þessi atriði og leiðrétta þau er talið
að koma megi í veg fyrir hluta flug-
slysa. Mörg flugfélög hafa þegar
tekið upp þennan lið í áhafnaþjálf-
un sinni og hjá Flugleiðum er einn-
ig hafinn undirbúningur að því.
-Það er að renna upp fyrir for-
ráðamönnum í öllum flugTekstri að
það eru tækin sem þurfa að henta
manninum en ekki öfugt. Mjög
miklar rannsóknir fara nú fram
beggja vegna Atlantshafsins á því
hvemig hanna megi stjómtæki í
flugvélar sem séu einföld og ömgg.
Eitt af því sem rannsóknimar hafa
þegar leitt í ljós er nauðsyn á mun
meira samstarfí þeirra aðila sem
viðriðnir em flugrekstur, þ.e. flug-
vélaframleiðendur, flugfélög, flug-
menn, flugvirkja, öryggisdeildir,
flugumferðarstjóm, loftferðaeftir-
lit, framleiðendur varahluta og olíu
og ekki síst sálfræðinga með sér-
þekkingu á flugi því maðurinn er
flóknasta tækið en við vitum einna
minnst um hann, sögðu þeir félag-
ar að lokum.
jt
Atli Vigfússon Hólmfríður Bjartmarsdóttir
Ponni og* fuglamir
eftirÁrna
Snæbjömsson
Bókin Ponni og fuglamir segir frá
ungum dreng í sveit sem fylgist með
fuglalífinu í næsta nágrenni og öðr-
um dýmm sem hann kynnist. Sér-
staklega er það æðarfluglinn sem
Ponni laðast að. Hann fylgist með
æðarkollunum frá því þær koma í
varplandið snemma vors og þar til
þær hafa komið ungum sínum til
sjávar. Hann kynnist á þessum tíma
kríunni, mávunum, krumma, refnum,
minknum og fleiri dýmm, innbyrðist
baráttu þeirra, ásamt hjálpsemi
kríunnar við að veija æðarvarpið. í
þessari baráttu skiptast á skin og
skúrir, gleði og sorg og ýmislegt
kemur fram um lifnaðarhætti þess-
ara dýra.
Hér er á ferðinni séstaklega
raunsæ og skemmtileg bamabók sem
tekur á raunverulegu og ramm-
íslensku viðfangsefni á einkar geð-
þekkan hátt. Auk þess að textinn
er einkar skýr og lipur. Þá eru mynd-
imar mjög góðar og fylgja textanum
vel og stuðla að því að koma efninu
betur til lesendans. Myndimar eru
jafnmiklar að vöxtum og textinn og
eykur það mjög gildi bókarinnar.
Höfundar texta og mynda, þau
Atli Vigfússon o g Hólmfríður
Bjartmarsdóttir, eiga hrós skilið fyr-
ir góða bók, en vonandi má vænta
fleiri bamabóka á svipuðum dúr.
Um bók þessa er e.t.v. best að
vitna til umsagnar sonar míns, sem
er sex ára, eftir að hafa lesið bókina
fyrir hann og síðan spurt hann álits:
„Þessi bók er frábær pabbi."
Bókin er 50 blaðsíður í stóru og
aðgengilegu broti.
Höfundur er
hlunnindarádunuutur.
Islenskir fiskar
í nýrri útgáfu
Thorlacius
Árið 1926 komu út hjá Bóka-
verslun Sigfusar Eymundssonar
Fiskarnir eftir Bjama Sæmundsson,
í senn almenn fiskafræði og lýsing
á þeim fiskum sem þá voru þekktir
við íslandsstrendur og í ám og vötn-
um landsins, samtals 130 tegundir.
Þetta var tímamótaverk sem mikill
fengur var að fyrir sjómenn og all-
an almenning. í formála Bjarna
fyrir bókinni stendur m.a.:
„Vér íslendingar höfum stundað
fiskveiðar í sjó og vötnum eins og
annan aðal-atvinnuveg vorn, síðan
landið bygðist, en samt hefír þekk-
ing manna, bæði lærðra og leikra,
á háttum nytjafiskanna lengstum
verið næsta lítil, eins og annarsstað-
ar, og tekið smáum framförum ...
Þeir sem unnu starf náttúrufræð-
ingsins, voru þeir sem fengust beint
við veiðamar, þ.e. fiskimennimir
sjálfír. Þeir kyntust högum og hátt-
um fiskanna að ýmsu leyti, og hin-
ir glöggvari og athugulli gjörðu
þrásinnis athuganir, sem hefðu haft
fult vísindalegt gildi, ef þær hefðu
verið skráðar jafnharðan, en það
var því miður sjaldan. Afleiðingin
var sú, að áreiðanlegar athuganir
og reynsla bygð á þeim, fóru oft
með hinum athugula manni í gröf-
ina — eða sjóinn — og urðu því
eftirkomendunum að litlu liði.“
Bók Bjama var gefín út að nýju
1957, 17 árum eftir lát hans. Meg-
intextinn var prentaður óbreyttur
en 17 tegundum sem bæst höfðu
við á 31 ári var lýst í viðauka.
Næsta fræðirit handa almenn-
ingi, þar sem lýst er öllum þekktum
íslenskum fiskum, var fyrsta útgáfa
íslenskra fiska eftir Gunnar Jóns-
son, 1983. Þar er lýst í máli og
myndum 232 tegundum. Viðbótin
á rúmum aldarfjórðungi, 85 tegund-
ir, verður ekki aðeins skýrð með
aukinni þekktingu á lífríkinu í sjón-
um, heldur einnig af því að Gunnar
leitaði fanga allt út að 200 sjómflna
mörkum íslenskrar fískveiðilögsögu
en Bjarni takmarkaði sig við 400
metra dýptarlínu.
Bók Gunnars fjallaði aðeins um
íslenska fiska, enda var, þegar hún
kom út, völ á ýmsum ritum um
almenna fiskafræði á íslensku, en
slík rit voru engin til þegar Bjami
Sæmundsson reit Fiskana.
Nú birtast íslenskir fiskar (útg.
Fjölvi) í nýrri útgáfu, löngu eftir
að hin fyrri seldist upp. Enn hefur
tegundunum að sjálfsögðu Qölgað
og eru nú tilgreindar 293. Þar af
eru tvær, vankjálkamir sæstein-
suga og slímáll, ekki eiginlegir fisk-
Örnólfur Thorlaeius
ar að mati höfundar og flestra dýra-
fræðinga annarra.
Þegar þetta er skráð hef ég að-
eins rennt augum yfir bók Gunnars
og verð raunar að játa að þekking
mín á fiskafræðum er tæpast næg
til þess að ég gæti gert á henni
gagnrýna úttekt þótt ég læsi hana
tíu sinnum. Engu að síður er mér
ljóst að hér er á ferðinni merkisrit
sem nýtast mun íslenskum sjó-
mönnum, náttúrufræðingum og
fróðleiksfúsum landkröbbum eftir
að rykfallin verða flest þau rit sem
hellast yfir okkur á þessari vertíð
jólabóka.
Þótt enn eigi því miður við í allt
of ríkum mæli formálsorð Bjama
Sæmundssonar að Fiskunum réttir
bók Gunnars Jónssonar að nokkru
við þá slagsíðu sem þar er lýst.
Höfundur er rektor.