Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 6
>
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
FIMMTUPAGUR 24/12
SJONVARPIÐ
12.40 ►Táknmálsfréttir
12.45 ►Jóladagatal Sjónvarpsins - Tveir
á báti Lokaþáttur. Kemst séra Jón
til Stóru-litlu-Bugðuvíkur í dag?
13.00 ►Fréttir
13.20 ►Jólatréð okkar Teiknimynd eftir
Sigurð Öm Brynjólfsson. Áður á
dagskrá á aðfangadag ( fyrra.
13.30 ►Pappírs-Pési — Grikkir í þættin-
um fáum við að sjá Pappírs-Pésa og
vini hans gera prakkarastrik en það
á eftir að koma Pappírs-Pésa í koll.
Leikstjóri er Ari Kristinsson en með-
al leikara eru Magnús Ólafsson,
Högni Snær Hauksson, Kristmann
Óskarsson, Rannveig Jónsdóttir, Ing-
ólfur Guðvarðarson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir og fleiri.
13.50 ►Stundin okkar Endursýndur þátt-
ur frá sunnudegi.
14.20 ►Brúðurnar í speglinum (Dock-
orna i spegeln) Sænskur mynda-
flokkur fyrir böm, byggður á sögum
eftir Mariu og Camillu Gripe.
14.45 ►Töfraglugginn Jólaþáttur Pálu
pensils. Umsjón: Sigrún Halldórs-
dóttir.
15.40 ►Jólin hans bangsa Teiknimynd
um bangsa sem leggur á sig mikið
erfiði til að lítil stúlka fái óskir sínar
uppfylltar um jólin. Þýðandi: Edda
Kristjánsdóttir. Leikraddin Edda
Heiðrún Backman.
16.05 ►Ævintýri frá ýmsum löndum —
Frelsari er fæddur Flutt verður
saga úr biblíunni um fæðingu frelsar-
ans. Þýðandi er Óskar Ingimarsson
og sögumaður Hallmar Sigurðsson.
16.30 ►Jóladagatal Sjónvarpsins - Tveir
á báti Lokaþáttur endursýndur.
16.40 ►Hlé
21.30 ►Jólavaka 1992 Leikaramir Herdís
Þorvaldsdóttir og Róbert Amfmns-
son lesa ljóð og annað efni tengt jól-
unum, og Blásarakvintett Rcykjavík-
ur leikur nokkur verk. Umsjón:
Sveinn Einarsson. Stjóm upptöku:
Þór Elís Pálsson.
22.00 ►Aftansöngur jóla í Dómkirkjunni
Biskupinn yfir fslandi, herra Olafur
Skúlason predikar og þjónar fyrir
altari. Martin H. Friðriksson stjómar
Dómkómum í Reykjavík.
23.00 TflUI |PT ►Jólatónleikar i
lUnUðl Carnegie Hall
(Camegie Hall Christmas Concert)
Öpemsöngkonumar Kathleen Battle
og Frederica von Stade syngja jóla-
söngva við undirleik trompetleikar-
ams Wyntons Marsalis og hljóm-
sveitar. Kór- og hljómsveitarstjóri er
André Previn.
0.30 ►Nóttin var sú ágæt ein Sigríður
Ella Magnúsdóttir, Helgi Skúlason og
Kór Öldutúnsskóla undir stjóm Egils
Friðleifssonar flytja ljóð og lag séra
Einars Sigurðssonar í Eydölum og
Sigvalda Kaldalóns. Fyrst sýnt 1986.
0.45 ►Dagskrárlok
STOÐ TVO
9.00 ►Jólin koma Það em jól í bænum
og bæjarbúar em að leggja síðustu
hönd á jólaundirbúninginn.
9.25 ►Þegar Jóli var Irtill Teiknimynd
með íslensku tali.
9.50 ►Basil Talsett leikbrúðumynd.
10.15 ►Barnagælur Sagt frá því hvemig
fallegur jólasöngur varð til.
10.40 ►Spékoppar Teiknimyndaflokkur.
11.05 ►Litli tröllaprinsinn Ævintýri með
íslensku tali um lítinn tröllaprins sem
lendir í spennandi ævintýmm.
11.50 ►Óskajól Talsett teiknimynd um
munaðarlausa telpu.
12.15 ►Á þakinu Talsett teiknimynd um
náunga sem fínnst jólin leiðinleg.
12.35 ►( blíðu og striðu Teiknimynda-
flokkur um flölskyldu sem tekur sér
margt skemmtilegt fyrir hendur.
13.00 ►Skraddarinn frá Gloucester
Ævintýramynd sem gerist fyrr á öld-
um í breskum bæ. Bæjarstjórinn
hefur skipað klæðskera sínum að
sauma jakka og vesti fýrir brúðkaup
sitt sem á að fara fram á jóladag.
Brúðarfötin eiga að vera úr hinu
besta fáanlega efni og saumuð með
silkiþræði. Klæðskerinn verður frá
sér numinn vegna verkefnisins en svo
illa vill til að hann veikist heiftarlega
og er ekki vinnufær. Nú er úr vöndu
að ráða. Hver á að sauma brúðarföt-
in?
13.30 ►Fréttir Stuttar fréttir frá frétta-
stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
13.55 ►Fyrstu jól Putta Mynd um Putta
og hvolpana sem fara út í skóg til
að fínna jólatré.
14.20 ►Rauðu skórnir Þetta sfgilda ævin-
týri Hans Christians Andersens er
hér í nýjum búningi. Lísa og Jenný
eru ákaflega góðar vinkonur þar til
foreldrar Lísu vinna í happdrætti.
Lísa verður ákaflega merkileg með
sig og lætur sem Jenný sé ekki til
þar til par af rauðum töfraskóm kem-
ur til sögunnar.
14.50 ►Ævintýri íkornanna íkomamir
lenda í ótrúlegum ævintýrum í þess-
ari mynd fyrir alla fíölskylduna. Þeir
keppa í loftbelgjum, eru eltir af Rúss-
um, hákarlar ráðast á þá og þeim
er rænt. Ævintýri þeirra gerast um
allan heim, meðal annars í Ölpunum,
á Bermúda-eyjum og í Amazón-skóg-
inum.
16.00 ►Geimjól Þetta var ósköp venjuleg-
ur bær og sennilega hefðu þetta ver-
ið ósköp venjuleg jól ef geimverumar
hefðu ekki komið. í heil 2000 ár
hafa verumar verið á sveimi! geimn-
um í leit að skínandi bjartri stjömu.
Strákur í bænum áttar sig á að geim-
verumar eru að leita að Betlehem-
sijömunni og hann ákveður að hjálpa
þeim að fínna jólin.
16.10 ►Dagskrárlok
Stjórnandinn - Svanhiidur Jakobsdóttir er umsjónarmað
ur Jólalaga í nýjum búningi.
Alþekkt jólalög
í nýjum búningi
RÁS 1 KL. 13.80 Jólalög í nýjum
búningi heitir þáttur sem verður á
dagskrá Rásar 1 í dag kl. 13.30.
Svanhildur Jakobsdóttir er umsjón-
armaður þáttarins en tónlistar-
mennimir sem klæða jólalögin í
nýstárlegan búning og leika af
fíngrum fram eru Eyþór Gunnars-
son, Sigurður Flosason, Pétur Grét-
arsson og Tómas R. Einarsson.
Lögin sem þeir leika em m.a. Jóla-
sveinar ganga um gólf, Það á að
gefa bömum brauð, 1 skóginum
stóð kofí einn auk annarra al-
þekktra. og ómissandi jólalaga.
Þátturinn var áður á dagskrá á
aðfangadag árið 1990.
Nokkur íslensk
jólalög leikin af
fingrum fram
Leikið á upprunaleg
hljóðfæri í útvarpssal
Hljóðfærin eru
hlokkflauta,
barokkóbó,
barokkflauta,
barokkfagott,
gamba og
semball
RÁS 1 KL. 19.00 Það færist í vöxt
að leikið sé á uppranaleg hljóðfæri.
Með því fá hlustendur réttari mynd
af verkunum og hvemig þau hljóm-
uðu á þeim tíma sem þau vora sam-
in. Hljóðritunin, sem útvarpað verð-
ur undir dagskrárheitinu Jólatón-
leikar í útvarpssal, er með merkari
upptökum sem gerðar hafa verið á
íslandi með leik á uppranaleg hljóð-
færi. Á tónleikunum verða flutt
verk eftir þijá meistara, sem jafn-
framt era fulltrúar þriggja helstu
menningarsvæða Evrópu á sautj-
ándu og átjándu öld, þá Georg
Philipp Telemann, Louis Couperin
og Fancesco Xaverio Geminiani.
Flytjendur era Camilla Söderberg
sem leikur á blokkflautur, Peter
Tompkins leikur á barokkóbó, Mart-
ial Nardeau á barokkflautu, Judith
Þorbergsson á barokkfagott, Ólöf
Sesselja Óskarsdóttir á gömbu og
Elín Guðmundsdóttir á sembal.
Jól og
bílar
Er líður að jólum hvarflar
hugurinn til baka. Núið hefur
misst sinn slagkraft og mað-
ur fylgist svona með öðra
auganu með hinu hversdags-
lega fjölmiðlastússi. Þannig
er galdur tímans og vissulega
eru fjölmiðlarnir ofurseldir
því stranga lögmáli er öllu
stýrir. Þeir eru að venju full-
ir af allskyns þáttum, spjalli
og músík en þessi mikla sin-
fónía er fremur knúin áfram
af skyldurækni. Jólaundir-
búningurinn fangar hugann.
En þegar horft er til baka
þá rifjast nú upp einhver stef
úr útvarps- eða sjónvarpssin-
fóníunni. Ekki eru þau samt
ýkja mörg. Það er helst að
nýmæli geymist í minni. En
er nokkuð nýtt undir útvarps-
eða sjónvarpssólinni? Jú, eitt
nafn kemur upp í hugann.
Öryggið
Ætli megi ekki segja að
Sigurður Helgason frá Um-
ferðarráði hafi komið mest á
óvart í fjölmiðlasinfóníu liðins
árs. Sigurður tók í nefíð (að
mér heyrðist) og drakk
hressilega morgunkaffi á út-
varpsstöðvunum allt síðasta
ár. Var svo komið að Sigurð-
ur og Óli Þórðar (og nýlega
Þuríður Sigurðardóttir) voru
nánast samgróin dagskránni.
Hlustandinn gat treyst því
að frétta af umferðinni jafnt
og veðrinu frá blessuðum
veðurspámönnunum sem líka
eru á sínum stað.
En eru þessar tíðu heim-
sóknir Sigurðar, Óla Þórðar
og spjall Þuríðar frá miðstöð
Umferðarráðs til einhvers
gagns? Um tíma slökkti ég
ætíð á þeim félögum en nú
í svartasta skammdeginu
legg ég oft eyrun við þessu
rabbi rétt eins og veðurfregn-
um. Vonandi dregur þetta
stöðuga upplýsingaflæði úr
slysum rétt eins og veðurspá-
in bjargar mörgu fleyinu frá
háskaför. Lokaniðurstaðan
er því sú að útvarpsspjallið
frá Umferðarráði sé merk
nýjung og góð jólagjöf. Gleði-
leg jól.
Ólafur M.
Jóhannesson.
UTVARP
RÁS 1
FM 92,4/93,5
6.S5 Bæn
7.00 Fréttir. Morgunþáttur Rásar t.
Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór
Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. Veður-
fregnir. 8.00 Fréttir. 8.30 Fréttayfirlit.
Úr menningartífinu
9.00 Fréttir.
9.03 Laufskálinn. Afþreying I tali og tón-
. um. Gestgjafi: Ragnheiður Asta Péturs-
dóttir. Meöal annars verður rætt við
Magnús Hallgrimsson verkfræðing
sem staddur er i fsrael, Jóhanna Linnet
syngur jólalög, Ragnar Aðalsteinsson
lögfræðingur flytur jólahugvekju, Elísa-
bet Brekkan les jólasögu eftir Jennu
Jensdóttur og börn koma i heimsókn.
Finnbogi Hermannsson verður i Lauf-
skálanum á (safirði og Haraldur Bjarna-
son á Egilsstöðum. Umsjón: Bergljót
Baldursdóttir.
10.00 Fréttir.
10.03 Laufskálinn. heldur áfram.
10.45 Veðurfregnir.
11.00 Fréttir.
11.03 Laufskálinn. heldur áfram.
12.00 Dagskrá aðfangadags.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.
12.55 Dánariregnir. Auglýsingar.
13.00 Jóladagskrá Útvarpsins. Bergþóra
Jónsdóttir kynnir.
13.30 Jólalög í nýjum búningi. Eyþór
Gunnarsson, Sigurður Flosason, Tóm-
as R. Einarsson og Pétur Grétarsson
leika. Umsjón: Svanhildur Jakobsdótlir.
14.00 — Jólarósimar", smásaga eftir
Selmu Lageriöf. Ingibjörg Stephensen
les eigin þýðingu.
14.35 .....svohafaenglarumþaðrætt."
(slenskir einsöngvar og kórar syngja
inn jólin.
15.00 Jólakveðjur til sjómanna á hafi úti.
Margrét Guðmundsdóttir kynnir.
15.40 Til heiðurs keppendum um Tónlist-
anrerðlaun Ríkisútvarpsins 1992.
16.00 Fréttir.
16.10 Til heiðurs keppendum um Tónlist-
an/erðlaun Rikisútvarpsins 1992, frh.
16.30 Veðurfregnir.
16.40 Ljósið kemur. Um uppruna jólanna
og sitthvað fleira. Umsjón: Anna Mar-
grét Sigurðardóttir og Ragnheiöur
Gyða Jónsdóttir.
17.20 Húmarað jólum. HörðurÁskelsson
leikur á orgel Hallgrímskirkju. (Ný hljóð-
ritun Útvarpsins.)
17.40 Hlé
18.00 Aftansöngur i Dómkirkjunni. Prest-
ur: Séra Hjalti Guðmundsson. Dómkór-
inn syngur. (Einnig útvarpað á Rés 2.)
19.00 Jólatónleikar í Útvarpssal. Hljóð-
færaleikararnir Camilla Söderberg, Pet-
er Tompkins, Martíal Nardeau, Guðrún
S. Birgisdóttir. Judith Þorbergsson,
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Elin Guð-
mundsdóttir leika á upprunaleg hljóð-
færi, verk eftir Georg Philipp Tele-
mann, Louis Couperin og Francesco
Xaverio Geminiani.
19.30 Veðurfregnir. Jólatónleikar í Út-
varpssal halda áfram.
20.00 Jólavaka Útvarpsins. a. Jólalög frá
ýmsum löndum. Umsjón: Knútur R.
Magnússon. b. Kyrrð við kerti. Sagna-
stund á aðfangadagskvöld. Umsjón:
Friðrik Rafnsson.
22.00 Tónar úr Glerárkirkju. Kirkjukórar
Glerárkirkju og Akureyrarkirkju syngja.
Umsjón: Margét Erlendsdóttir.
22.30 Veðurfregnir.
22.40 „Með helgum hljóm." (slenskir kór-
ar syngja.
23.30 Miðnæturmessa í Hallgrímskirkju.
Prestur: Séra Karl Sigurbjörnsson.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur.
0.30 Tónlist. Fantasía um „Greenslee-
ves" eftir Vaughan Williams og „The
Walk to the Paradise Garden" eftir
Frederic Delius. Sinfóníuhljómsveit
Lundúna leikur; John Barbirolli stjórn-
ar, „The Lark Ascending" eftir Vaug-
han Williams. Hugh Bean leikur á fiðlu
með Nýju Fílharmoníusveitinni; Sir
Adrian Boult stjórnar.
1.00 Næturútvarp á samtengdum rás-
um til morguns.
RÁS2
FM 92,4/93,6
7.03 Morgunútvarpið. Vaknað til lifsins
Kristín Ólafsdóttir og Kristján Þorvalds-
son hefja daginn með hlustendum. -
Hildur Helga Sigurðardóttir segir fréttir
frá Lundúnum. Veðurspá kl. 7.30.
8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið
heldur áfram, meðal annars með pistli
llluga Jökulssonar. 9.03 9 - fjögur.
Svanfriður & Svanfríður til kl. 12.20.
Eva Asrún Albertsdóttir og Guðrún
Gunnarsdóttir. 9.30 Smákökuuppskrift
dagsins. Afmæliskveðjur. Veðurspá kl,
10.45. 12.00 Fréttayfirlít og veður.
12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Jólin
nálgast. Umsjón: Kristján Sigurjóns-
son. (Frá Akureyri). 15.00 Páskarnir
eru búnir. Endurteknir þættir Auðar
Haralds og Valdísar Gunnarsdóttur
Þorgefr
með blöndu af jólatónlist. 16.00 Frétt-
ir - Páskamir eru búnir heldur áfram.
17.30 Jólatónlist. Andrea Jónsdóttir
velur. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkj-
unni. Prestur: Séra Hjalti Guðmunds-
son. Dómkórinn syngur. (Samsending
með Rás 1.) 19.00 Jólatónlist. Andrea
Jónsdóttir velur. 0.00 Næturútvarp á
samtengdum rásum til morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
0.00 Næturtónar. 1.30 Veöurfregnir.
4.30 Veðurfregnir. Næturtónar
hljóma áfram. 6.00 Fréttir. Nætur-
tónar hljóma áfram. 6.00 Fréttir af
veðri.færðogflugsamgöngum. 6.01-
Morguntónar. Ljúf lög í morgunsárið.
- Veðurspá kl. 6.30 og 7.30.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
7.00 Gylfi Þór Þorsteinsson. 9.00 Katrin
Snæhólm Baldursdóttir. 10.00 Böðvar
Bergsson. 13.00 Sigmar Guðmundsson.
16.00 Blönduð jólalög. 18.00 Kór Lang-
holtskirkju flytur jólasöngva, stjórnandi Jón
Stefánsson. 19.00 Hvít jól með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, útsetningar og hljóm-
sveitarstjórn: Ed Welch, söngur: Sigrún
Hjálmtýsdóttir og kór Öldutúnsskóla.
19.45 Jól með Placido Domingo. 20.20
King's College Choir. 21.10 Canadian
Brass. 22.00 Kristján Jóhannsson og Sinf-
óníuhljómsveit Islands. 23.00 Sigrún
Hjálmtýsdóttir syngur með Þjóðarfíl-
harmóníunni I Litháen, stjórnendur: J.
Domarkas og Terje Mikkelsen, og með
Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn
Robins Stapletons. 24.00 Útvarp Lúxem-
borg.
kl. 8 og 19.
BYLGJAN FM 99,9
7.05 Þorgeir Astvaldsson og Eirikur Hjálm-
arsson. 9.05 Sigurður Hlöðversson og
Erla Friðgeirsdóttir. 13.10 Ágúst Héðins-
son. 16.05 Bjami Dagur Jónsson. 18.00
Hátíðartónlist.
Fréttir kl. 7, 8,12,13.30. íþróttafréttir
kl. 13.
BROSIÐ FM 96,7
7.00 Kristján Jóhannsson. 9.00 Grétar
Miller. 12.00 Rúnar Róbertsson. 16.00
Bráðum koma blessuð jólin. Jólastemmn-
ing í umsjá dagskrárgerðarmanna Bross-
ins. 18.00 Hátiðardagskrá.
FM 957
FM 95,7
7.00 Sigurður Salvarsson. 9.05 Jóhann
Jóhannsson. 12.10 Valdís Gunnars-
dóttir. 16.00 Ivar Guðmundsson og
Steinar Viktorsson. Umferðarútvarp kl.
17.10.18.05 Ragnar Bjarnason. 19.00
Vinsældalisti (slands. 22.00 Halldór
Backman. 24.00 Valdís Gunnarsdóttir,
endurt. 3.00 Ivar Guðmundsson, end-
urt. 6.00 Ragnar Bjarnason, endurt.
Fréttir kl. 8, 9, 10, 12, 14, 16, 18,
fþróttafréttir kl. 11 og 17.
ÍSAFJÖRÐUR FM 97,9
6.30 Samtengt Bylgjunni. 16.43 Sigþór
Sigurðsson. 18.00 Kristján Geir Þoriáks-
son. 19.30 Fréttir. 19.50 Eiríkur Björnsson
og Kristján Freyr. 21.30 Björgvin Amar
Björgvinsson. 23.00 Gunnar Atli Jónsson.
2.30 Næturdagskrá.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri FM 101,8
17.00-19.00 Þráinn Brjánsson og jólatón-
listin. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð
2 kl. 18.00.
SÓLIN FM 100,6
8.30 Kristján Jónsson. 10.00 Birgir
Tiyggvason. 13.00 Gunnar Gunnarsson.
16.00 Steinn Kári Ragnarsson. 19.00
Rokktónlist. 20.00 Rokksögur. Baldur
Bragason. 21.00 Hilmar. 1.00 Partýtónlist.
STJARNAN FM 102,2
7.00 Ragnar Schram. 9.05 Sæunn Þóris-
dóttir. 10.00 Jólasmásaga bamanna.
11.00 Sigga Lund Hermannsdóttir. 13.00
Ásgeir Páll spilar jólalög og styttir fólki
biðina. 16.00 Hátíðartónlist. 24.00 Dag-
skrárlok.
Bænastund kl. 7.15, 9.30,13.30. Fréttir
kl. 12.
Húmar að jólum á Rás 1 kl. 17.20.
Þorgeir Astvaldsson