Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
15
Tyrkneska forræðismálið
Sakamál gegn Halim
A1 tekið fyrir í dag
Gunnar Guðmundsson, lög-
fræðingur Sophiu Hansen, segir
að stefnt sé að því að forræðis-
mál hennar gegn Halim A1 fyrr-
um eiginmanni hennar verði
tekið fyrir af hæstarétti í Ank-
ara í febrúar eða mars. Saka-
mál á hendur Halim vegna brota
á umgengnisrétti Sophiu gagn-
vart tveimur dætrum þeirra
verður þingfest í undirrétti í,
Tyrklandi kl. 13 að íslenskum
tíma í dag.
Þingfestingin felst í því að lögð
verða fram gögn í málinu og Ha-
lim verður gefinn kostur á að veija
málstað sinn. Hann braut 11 sinn-
um gegn dæmdum umgengnisrétti
Sophiu gagnvart dætrum þeirra
Dagbjörtu og Rúnu í sumar. Ekki
er búist við að úrskurður þessa
máls fáist fyrr en í vor.
Um sakamál en ekki einkamál
er að ræða og verður málið því
hvorki tekið fyrir í sama dómshúsi
né af sama dómara og forræðis-
málið 12. nóvember sl. Var Halim
þá dæmt forræði systranna. Lög-
fræðingar Sophiu, þeir Hasíp Ka-
plan og Gunnar Guðmundsson,
hafa áfrýjað málinu og segir
Gunnar að stefnt sé að því að það
verði tekið fyrir af hæstarétti í
Ankara í febrúar eða mars.
Ahersla yrði lögð á að hraða mál-
inu sem mesti í gegnum réttar-
kerfið.
Ef niðurstaða hæstaréttar verð-
ur önnur en undirréttar verður að
taka málið aftur fyrir í undirrétti
og í beinu framhaldi í hæstarétti.
Ekki er talið ólíklegt að málinu
verði áfrýjað til mannréttindadóm-
stólsins í Strassborg.
Dekk skor-
in á bifreið
á Siglufirði
UNNIN voru skemmdar-
verk á bifreið merktri Morg-
unblaðinu á Siglufirði um
helgina. Skorin voru göt á
tvö dekk þegar komið var
að bifreiðinni að morgni
sunnudagsins.
Talið er að verknaðurinn
hafi verið framin einhvern
tíma á bilinu tvö um nóttina
til klukkan 10 um morgunin.
Önnur skemmdarverk voru
ekki unnin á bifreiðinni eða í
nágrenninu en verknaðurinn
er ennþá óupplýstur og er til
rannsóknar hjá lögreglunni.
Þeir sem upplýsingar geta gef-
ið um skemmdarverkið eru
beðnir um að snúa sér þangað.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Að lokinni vígslu. A myndinni má sjá Ingileif Malmberg sóknar
prest og herra Ólaf Skúlason, biskup íslands.
Neskaupstaður
Norðfjarðarkirkja end-
urvígð eftir endurbætur
Neskaupstað.
Norðfjarðarkirkja var endurvígð þann 13. desember sl. Biskup ís-
lands, herra Ólafur Skúlason, sem endurvígði kirkjuna og séra Ingi-
leif Malmberg sóknarprestur Norðfjarðarprestakalls aðstoðaði við
altarisþjónustu. Haukur Erlingsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, lék
á orgel og Ágúst Ármann Þorláksson stjórnaði kirkjukórnum.
Framkvæmdir við stækkun og
endurbætur á kirkjunni hófust fyrir
15 mánuðum. Kirkjuskipið var lengt
og breikkað, þá var kirkjan klædd
að innan að nýju og smíðaðir í hana
nýir bekkir fyrir kirkjugesti. Eftir
stækkunina tekur kirkjan 180
manns í sæti í stað 100 áður.
Við athöfnina var tekið í notkun
nýtt sautján radda pípuorgel sem
smíðað var í Danmörku og var orgel-
smiðurinn, Carl August Bruhn, við-
staddur athöfnina.
Norðfjarðarkirkja var fyrst vígð
24. janúar 1897 en áður hafði kirkja
Norðfirðinga verið á Skorrastað í
Norðfjarðarsveit og eru enn nokkrir
munir úr Skorrastaðakirkju í Norð-
fjarðarkirkju þar á meðal predikun-
arstóll frá því um árið 1700.
Yfirsmiður við breytingarnar á
kirkjunni var Ingþór Sveinsson,
húsasmíðameistari og arkitektar
þeir Stefán Örn Stefánsson og Grét-
ar Guðmundsson. Framkvæmdirnar
við breytingarnar á kirkjunni ásamt
kaupunum á nýja orgelinu munu
kosta um 50 milljónir. Formaður
sóknarnefndar Norðfl'arðarpresta-
kalls er Steinþór Þórðarsson, bóndi
í Skuggahlíð. - Ágúst.
----» ».-----
Dómkirkjan
Messað á
jólanótt
UM ÞESSI jól verður messað
klukkan 23:30 á jólanótt í Dóm-
kirkjunni.
Sönghópurinn Hljómeyki syngur,
Gústaf Jóhannesson prestur leikur á
orgelið og sr. Jakob Hjálmarsson
dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari
ásamt öðrum helgiþjónum Dómkirkj-
unnar. Á annan dag jóla kl. 14 býð-
ur kirkjan til barnahátíðar.
*
G
K
Hib;
-fr
EYKJAVIK
Skátabúðin, Snorrabraut 60
Hringbraut 119, gengt BYKO
Glóbus, Lágmúla 5
Stilling, Skeifunni 11
Kaupstaður f Mjódd
Skátaheimilið Arnarbakka 2 við
Breiðholtskjör
Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23
Bllaborgarhúsið, Fosshálsi 1
Landsbjargarhúsið, Stangarhyl 1
Skátaheimili Skjöldunga, Sólheimum 21 a
Við Miklagarð við Sund
Við Húsasmiðjuna, Skútuvogi
ARÐABÆR
Hjálparsveitarhúsið við Bæjarbraut,
Við Frigg, Lyngási
Við Sómasamlokur, Gilsbúð 9
Við Garðatorg
Krakkakot, Álftanesi.
ÓPAVOGUR
Toyota, Nýbýlavegi 8,
Hjálp
*
álparsveitarskemma, Hafnarbraut 1
Hvellur, Smiðjuvegi
Teitur Jónasson, Dalvegur 14
(við Reykjanesbraut.)
*
ARÐASTROND
Hjálparsveitin Lómfell
ÍSAFJÖRÐUR
Skátaheimilið
LÖNDUÓS
Hjálparsveitarhús, Efstubraut 3
V
ARMAHLIÐ
Flugbjörgunarsveitarhús við slökkvistöðina
'ALVÍK
Hjálparsveitarhúsið, Sandskeiði 26
Akureyri
Stór-flupeldamarkaður Lundi,
Söluskur við Hagkaup, Norðurgötu 2,
Við Hita, Draupnisgötu,
Bílasalan Stórholt-Toyota
*
'tyr
Saurbæjar-
HREPPUR í
M EYJAFIRÐI -U
Hjálparsveitin Dalbjörg >r'Vl
Aðaldalur
OG NÁGRENNI
Hjálparsveit skáta Aðaldal
GILSSTAÐIR
Miðás 4, húsi Loðmundar
V ESTMANNAEYJAR
Skátaheimilið, Faxastfg 38
Hella 'yká;
Flugbjörgunarsveitarhúsið,
Dynskálum 34, Hellu ^
Flúðir
Hjálparsveitin Snækollur,
Hjálparsveitarhús
s ELFOSS
OG NÁGRENNI
*
Hjálparsveitin Tintron
Austurvegi 24b
Eyrarvegur 25, við Bleika fílinn
VERAGERÐI
Hjálparsveitarhús, Austurmörk 9.
Hjarðvík
Hjálparsveitahúsið, Holtsgötu 51
Söluskúr við Samkaup.
'tyf
FLUGELDAMARKAfHR Jfy
LANDSBJARGAR
- FLUGELDAR ERU OKKAR FAG Landssamband björgunarsveita