Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 15 Tyrkneska forræðismálið Sakamál gegn Halim A1 tekið fyrir í dag Gunnar Guðmundsson, lög- fræðingur Sophiu Hansen, segir að stefnt sé að því að forræðis- mál hennar gegn Halim A1 fyrr- um eiginmanni hennar verði tekið fyrir af hæstarétti í Ank- ara í febrúar eða mars. Saka- mál á hendur Halim vegna brota á umgengnisrétti Sophiu gagn- vart tveimur dætrum þeirra verður þingfest í undirrétti í, Tyrklandi kl. 13 að íslenskum tíma í dag. Þingfestingin felst í því að lögð verða fram gögn í málinu og Ha- lim verður gefinn kostur á að veija málstað sinn. Hann braut 11 sinn- um gegn dæmdum umgengnisrétti Sophiu gagnvart dætrum þeirra Dagbjörtu og Rúnu í sumar. Ekki er búist við að úrskurður þessa máls fáist fyrr en í vor. Um sakamál en ekki einkamál er að ræða og verður málið því hvorki tekið fyrir í sama dómshúsi né af sama dómara og forræðis- málið 12. nóvember sl. Var Halim þá dæmt forræði systranna. Lög- fræðingar Sophiu, þeir Hasíp Ka- plan og Gunnar Guðmundsson, hafa áfrýjað málinu og segir Gunnar að stefnt sé að því að það verði tekið fyrir af hæstarétti í Ankara í febrúar eða mars. Ahersla yrði lögð á að hraða mál- inu sem mesti í gegnum réttar- kerfið. Ef niðurstaða hæstaréttar verð- ur önnur en undirréttar verður að taka málið aftur fyrir í undirrétti og í beinu framhaldi í hæstarétti. Ekki er talið ólíklegt að málinu verði áfrýjað til mannréttindadóm- stólsins í Strassborg. Dekk skor- in á bifreið á Siglufirði UNNIN voru skemmdar- verk á bifreið merktri Morg- unblaðinu á Siglufirði um helgina. Skorin voru göt á tvö dekk þegar komið var að bifreiðinni að morgni sunnudagsins. Talið er að verknaðurinn hafi verið framin einhvern tíma á bilinu tvö um nóttina til klukkan 10 um morgunin. Önnur skemmdarverk voru ekki unnin á bifreiðinni eða í nágrenninu en verknaðurinn er ennþá óupplýstur og er til rannsóknar hjá lögreglunni. Þeir sem upplýsingar geta gef- ið um skemmdarverkið eru beðnir um að snúa sér þangað. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Að lokinni vígslu. A myndinni má sjá Ingileif Malmberg sóknar prest og herra Ólaf Skúlason, biskup íslands. Neskaupstaður Norðfjarðarkirkja end- urvígð eftir endurbætur Neskaupstað. Norðfjarðarkirkja var endurvígð þann 13. desember sl. Biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason, sem endurvígði kirkjuna og séra Ingi- leif Malmberg sóknarprestur Norðfjarðarprestakalls aðstoðaði við altarisþjónustu. Haukur Erlingsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, lék á orgel og Ágúst Ármann Þorláksson stjórnaði kirkjukórnum. Framkvæmdir við stækkun og endurbætur á kirkjunni hófust fyrir 15 mánuðum. Kirkjuskipið var lengt og breikkað, þá var kirkjan klædd að innan að nýju og smíðaðir í hana nýir bekkir fyrir kirkjugesti. Eftir stækkunina tekur kirkjan 180 manns í sæti í stað 100 áður. Við athöfnina var tekið í notkun nýtt sautján radda pípuorgel sem smíðað var í Danmörku og var orgel- smiðurinn, Carl August Bruhn, við- staddur athöfnina. Norðfjarðarkirkja var fyrst vígð 24. janúar 1897 en áður hafði kirkja Norðfirðinga verið á Skorrastað í Norðfjarðarsveit og eru enn nokkrir munir úr Skorrastaðakirkju í Norð- fjarðarkirkju þar á meðal predikun- arstóll frá því um árið 1700. Yfirsmiður við breytingarnar á kirkjunni var Ingþór Sveinsson, húsasmíðameistari og arkitektar þeir Stefán Örn Stefánsson og Grét- ar Guðmundsson. Framkvæmdirnar við breytingarnar á kirkjunni ásamt kaupunum á nýja orgelinu munu kosta um 50 milljónir. Formaður sóknarnefndar Norðfl'arðarpresta- kalls er Steinþór Þórðarsson, bóndi í Skuggahlíð. - Ágúst. ----» ».----- Dómkirkjan Messað á jólanótt UM ÞESSI jól verður messað klukkan 23:30 á jólanótt í Dóm- kirkjunni. Sönghópurinn Hljómeyki syngur, Gústaf Jóhannesson prestur leikur á orgelið og sr. Jakob Hjálmarsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ásamt öðrum helgiþjónum Dómkirkj- unnar. Á annan dag jóla kl. 14 býð- ur kirkjan til barnahátíðar. * G K Hib; -fr EYKJAVIK Skátabúðin, Snorrabraut 60 Hringbraut 119, gengt BYKO Glóbus, Lágmúla 5 Stilling, Skeifunni 11 Kaupstaður f Mjódd Skátaheimilið Arnarbakka 2 við Breiðholtskjör Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23 Bllaborgarhúsið, Fosshálsi 1 Landsbjargarhúsið, Stangarhyl 1 Skátaheimili Skjöldunga, Sólheimum 21 a Við Miklagarð við Sund Við Húsasmiðjuna, Skútuvogi ARÐABÆR Hjálparsveitarhúsið við Bæjarbraut, Við Frigg, Lyngási Við Sómasamlokur, Gilsbúð 9 Við Garðatorg Krakkakot, Álftanesi. ÓPAVOGUR Toyota, Nýbýlavegi 8, Hjálp * álparsveitarskemma, Hafnarbraut 1 Hvellur, Smiðjuvegi Teitur Jónasson, Dalvegur 14 (við Reykjanesbraut.) * ARÐASTROND Hjálparsveitin Lómfell ÍSAFJÖRÐUR Skátaheimilið LÖNDUÓS Hjálparsveitarhús, Efstubraut 3 V ARMAHLIÐ Flugbjörgunarsveitarhús við slökkvistöðina 'ALVÍK Hjálparsveitarhúsið, Sandskeiði 26 Akureyri Stór-flupeldamarkaður Lundi, Söluskur við Hagkaup, Norðurgötu 2, Við Hita, Draupnisgötu, Bílasalan Stórholt-Toyota * 'tyr Saurbæjar- HREPPUR í M EYJAFIRÐI -U Hjálparsveitin Dalbjörg >r'Vl Aðaldalur OG NÁGRENNI Hjálparsveit skáta Aðaldal GILSSTAÐIR Miðás 4, húsi Loðmundar V ESTMANNAEYJAR Skátaheimilið, Faxastfg 38 Hella 'yká; Flugbjörgunarsveitarhúsið, Dynskálum 34, Hellu ^ Flúðir Hjálparsveitin Snækollur, Hjálparsveitarhús s ELFOSS OG NÁGRENNI * Hjálparsveitin Tintron Austurvegi 24b Eyrarvegur 25, við Bleika fílinn VERAGERÐI Hjálparsveitarhús, Austurmörk 9. Hjarðvík Hjálparsveitahúsið, Holtsgötu 51 Söluskúr við Samkaup. 'tyf FLUGELDAMARKAfHR Jfy LANDSBJARGAR - FLUGELDAR ERU OKKAR FAG Landssamband björgunarsveita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.