Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 10

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 10
s.eeraaaMa?acL .^.auoA . DESEME""... 24. IBER 1992 Les Aspin tilnefndur varnarmálaráðherrá Bandaríkjanna Vill minnka herútgjöld- in um 91 milljarð dala Washington. Reuter. LES Aspin, sem Bill Clinton, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt sem varnarmálaráðherra, hefur átt í deilum við varnarmála- ráðherra, hershöfðingja og jafnvel flokksbræður sína í demókrata- flokknum í starfi sínu sem formaður hermálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann vill meðal annars minnka útgjöld rikisins til varnarmála um 91 miHjarð Bandarikjadala fyrir árið 1998. Aspin fæddist árið 1938 í Mil- waukee í Wisconsin og ólst þar upp. Hann er með meistaragráðu í hagfræði, stjómmálafræði og heim- speki frá Oxford-háskóla og dokt- orsgráðu í hagfræði frá Massachu- setts Institute of Technology. Aspin hefur verið formaður her- málanefndarinnar frá árinu 1985 og lengi deilt við Dick Cheney, frá- farandi vamarmálaráðherra. Chen- Bandarí kj astj órn stefnir flugfélögum Sökuð um óeðlilegt fargjalda- samráð ey hefur undanfar- in þrjú ár hótað að fá George Bush, fráfarandi Banda- ríkjaforseta, til að beita neitunarvaldi sínu gegn árlegum vamarmálafmm- vörpum sem Aspin kom í gejgnum þingið. Osætti þeirra náði há- marki fyrir tveim- ur ámm þegar Aspin sakaði vamar- málaráðherrann um að kreíjast of mikilla útgjalda til vamarmála þar sem hann ofmæti hættuna af Sovét- ríkjunum, sem liðu undir lok um ári síðar. Cheney svaraði þessu á blaðamannafundi daginn eftir og sagði að „sumir", að öllum líkindum Aspin þeirra á meðal, væm alltaf að kreijast minni útgjalda til vamarmála og hefðu jafnvel gert það í miðri heimsstyijöldinni síðari. Aspin átti einnig í eijum við bandaríska hershöfðingja fyrr á árinu þegar hann lagði til að fjöldi bandarískra hermanna yrði miðaður við að Bandaríkjaher gæti háð stríð í líkingu við Persaflóastyijöldina á tveimur stöðum í einu. Æðstu hers- höfðingjar allra deilda hersins bmgðust ókvæða við og andmæitu tillögunni opinberlega, sem er harla óvenjulegt. Þeir sögðu að ef tillagan næði fram að ganga myndu Banda- ríkjamenn aðeins hafa lágmarks- herafla til að heyja stríð á tveimur stöðum í stað hinna miklu hemaðar- yfirburða sem hefðu verið nauðsyn- legir til að leiða Persaflóastyijöldina til lykta. Aspen kvað ásakanir þeirra kjánalegar og sagði þá gera allt of mikið úr áhrifum niðurskurð- arhugmynda hans. Demókratar í fulltrúadeildinni snemst gegn Aspin árið 1987 þegar hann studdi beiðni Ronalds Reag- ans, þáverandi forseta, um fleiri langdrægar kjamorkuflaugar af gerðinni MX og aðstoð við kontra- skæmliða í Nicaragua. Þeim tókst að koma honum úr formannssætinu í hermálanefndinni en hann náði endurkjöri nokkmm vikum síðar. Aspin á erfíð verkefni fyrir hönd- um. Hann þarf að framfylgja þeirri stefnu Clintons að heimila samkyn- hneigðum að gegna herþjónustu, sem hefur mætt andstöðu innan hersins, draga úr útgjöldunum til vamarmála án þess að veikja stöðu Bandaríkjanna sem hemaðarstór- veldis og móta nýja stefnu í hermál- um, einkum hvað varðar friðar- gæslu. Beðið fyrir friði í Serbíu Pavle, yfirbiskup serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, á bænafundi sem haldinn var i kirkju hans í miðborg Belgrad í gær. Á meðal við- staddra var biskup kaþólsku kirkjunnar í Serbíu. Þarlend stjómvöld hafa kynt undir stríðinu í Bosníu-Herzegovínu sem hefur kostað tugþúsundir manna lífíð, auk þess sem hundrað þúsunda manna hafa flúið heimkynni sín. Washington. Reuter. Bandaríska dómsmálaráðu- neytíð sakaði á þriðjudag átta stór flugfélög um óedlilegt sam- ráð við ákvörðun fargjalda og stefndi sex þeirra fyrir alrikis- dómstól I höfuðborginni Wash- ington D.C. Eru flugfélögin sök- uð um að hafa brotíð reglur um hringamyndun og fyrir að nota tölvubókunarkerfi sín tíl þess að hagræða flugfargjöldum. í ákæm á hendur flugfélögun- um er því haldið fram að þau hafí notað tölvubókunarkerfi sín til þess að hindra eðlilega samkeppni í fargjöldum. Er ákæran lögð fram að lokinni þriggja ára rannsókn á verðlagningu flugfargjalda. Ráðuneytið hefur náð sam- komulagi við tvö flugfélaganna, United Airlines og USAir, um að bréyta um starfshætti við skrán- ingu fargjalda í bókunarkerfum sínum. Samkvæmt því er flugfé- lögunum m.a. bannað að hafa samráð um fargjöld eða skiptast á upplýsingum um fyrirhugaðar ráðstafanir sínar á því sviði. Verð- ur ríkisdómstóll að staðfesta sam- komulagið. Kemur það einnig í hlut dómstólsins að úrskurða hvort hinum sex beri að hlíta sömu nið- urstöðu en þar er um að ræða flug- félögin American Airlines, Delta Air Lines, Northwest Airlines, Continental Airlines, Trans World Airlines og Alaska Airlines. í ákæmnni er því haldið fram að margsinnis á tímabilinu frá apríl 1988 og að minnsta kosti þar til í maí 1990 hafí það verið sam- an tekin ráð flugfélaganna að hækka sum fargjöld og afnema afslætti á ferðalögum milli til- greindra borga. ■ ■■ \»/ ERLENT, Rúmenar feta sig áfram á braut efnahagslegra umbóta Hver hrein bílrúða í Búka- rest er talin skref í rétta átt Búkarest. The Daily Telegraph. ÞAÐ FÓR fyrst að bera á þeim í borginni, skítugum og illa til fara, síðastliðið sumar. Nú má sjá þá á hveiju götuhorni, hundruð- um saman með sköfurnar á loftí, vinnandi af atorku sem sjaldan sést á Balkanskaga. Bílrúðuþvottamennirnir, sem hafa nánast lagt Búkarest undir'sig, eru á margan hátt táknrænir fyrir þær breytingar sem átt hafa sér stað i Rúmeníu. Þótt þetta sé aðeins lítið skref í áttina að markaðshagkerfi eru þeir tákn um að bylt- ing einkaframtaksins er hafin í landinu. Reuter. Tveir Rúmenar bera grenitré á markað - enn eitt tákn þeirra breytínga, sem átt hafa sér stað í Rúmeníu. Þjóðin býr sig nú undir að halda jólin hátíðleg samkvæmt fornum hefðum réttrúnað- arkirlgunnar en á valdatíma Ceausescu var allt jólahald bannað. Byltingin gegn einræðisherran- um Nicolae Ceausescu árið 1989 gæti um margt hafa verið tekin úr einhveiju af ævintýmm Grimms-bræðra. Hún varð samt til að festa kerfískarlana úr kommúnistaflokknum í sessi. Þjóðfrelsisfylkingin, sem tók við völdum, glataði allri þeirri samúð, sem hún hafði áunnið sér á Vest- urlöndum í byltingunni, þegar hún fékk vopnaða ribbalda til að beija á Stjómarandstæðingum fyrri hluta ársins 1990. Auknar fjárfestingar Eftir það hefur Rúmenía að mestu leyti verið hundsuð. Nú em hins vegar miklar breytingar að eiga sér stað á samfélaginu. Árið sem er að líða er það fyrsta frá því Ceausescu var steypt af stóli þar sem borgarlífíð í Búkarest hefur ekki einkennst af uppþotum og stjómleysi. Eftir þriggja ára hik em vestrænir viðskiptamenn famir að fjárfesta í Rúmeníu. Breytinganna verður ekki síst vart í verslunum nú fyrir jólin. Sítras-ávextir og bananar, sem varla fengust neins staðar fyrir ári, era nú boðnir til sölu á hveiju strái. Á öðm hveiju götuhomi er verið að opna nýjar verslanir í einkaeigu þar sem vestrænar merkjavörar eru á boðstólum. Á alþjóðavettvangi hefur Rúm- enum tekist að vinna sig í álit með því að framfylgja viðskipta- banninu á Serbíu röggsamlega með hertri gæslu á Dóná. Á Vest- urlöndum em menn í ríkara mæli teknir að gefa mikilvægri legu landsins, milli átakasvæðanna í Moldóvu og fyrrverandi Júgóslav- íu, gaum. Vestrænir eftirlitsmenn, sem fylgdust með þing- og for- setakosningum í september, sögðu að allt hefði þar verið með felldu. Lýðræðisvettvangurinn, flokkurinn sem flestar ríkisstjóm- ir Vesturlanda hefðu viljað sjá sigra, tapaði í kosningunum, en það var vilji kjósenda. Mikil breyting hefur einnig orð- ið á rúmenskum fjölmiðlaheimi undanfarið ár, sem eflaust á eftir að treysta aðrar þjóðfélagsbreyt- ingar. Nýtt dagblað, Evenimentul Zilei (Atburðir dagsins) hefur náð að höfða til lesenda með blöndu af fréttum, æsifréttum og bein- skeyttum pólitískum skrifum. Á einungis sex mánuðum hefur það skotið öllum keppinautum sínum ref fyrir rass og selst daglega í rúmlega þijú hundmð þúsund ein- tökum. Þjóðernisöfgar og atvinnuleysi Margir óvissuþættir einkenna samt enn lýðræðisþróunina í Rúmeníu. Ion Iliescu forseti, sem verið hefur við völd allt frá bylt- ingunni, er á Vesturlöndum talinn vera umbótasinni af nauðsyn fremur en sannfæringu. Allt rétt- arkerfí Rúmeníu er enn í höndum liðsmanna hins gamla ríkisvalds kommúnista. Þá hefur uppgangur öfgafullrar þjóðemishyggju valdið áhyggjum en hún beinist ekki síst gegn minnihluta Ungverja í Transylvaníu. Afturhalds- eða þjóðemissinnaðir flokkar eru með um helming þingsæta. Efnahagskerfíð er loks martröð eins og þær gerast verstar á Balk- anskaga. Framleiðsla hefur dreg- ist saman um fjórðung. Atvinnu- leysingjar em um milljón, sem samsvarar að 8% vinnufærra manna séu án atvinnu, en at- vinnuleysi var vart til staðar 1989. Þrátt fyrir það virðist hinn nýi forsætisráðherra, Nicolae Vacaro- iu, hika við að keyra efnahagsum- bætur hratt í gegn. „Það er lang- tímaverkefni að byggja upp mark- aðshagkerfí," sagði hann á dög- unum. Þegar þúsundir Rúmena hróp- uðu Ceausescu niður fyrir þremur ámm vonuðu margir að loks myndi samfélagið þróast í átt til lýðræðis. Það ætlar að taka sinn tíma. Hver bílrúða, sem þvegin er á götum Búkarest, er samt skref í rétta átt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.