Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 72

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 72
TVÖFALDUR |. vinningur MOKGVNBLABW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Henson Verksmiðja í Úkraínu HALLDÓR Einarsson eigandi Henson sportfatnaðar hf. hefur sett á fót fataverksmiðju í borg- inni Odessu í Úkraínu. Verksmiðj- an er byggð í samvinnu við þar- lent fyrirtæki, Odessa Portplant, sem hingað til hefur starfað við framleiðslu á áburði. Að sögn Halldórs Einarssonar er framleiðsla hafin í verksmiðjunni en bygging hennar hófst sl. vor. Sér- stakt hlutafélag, Ukris, var stofnað vegna framleiðslunnar og er Odessa Portplant með meirihluta í því. Hall- dór segir að Odessa Portplant sé stærsta fyrirtækið í borginni Odessu og rekstur fataverksmiðjunnar liður í áætlunum þess að færa út kvíarnar. Sjá nánar á bls. C1 -----»-»-4--- Fjöldi íslend- inga er við hjálparstörf Á SJÖTTA tug íslendinga er staddur erlendis við hjálparstörf um jólin á vegum Rauða krossins, Kristniboðssambandsins og Þró- unarsamvinnustofnunar íslands. Fólkið kann frá mörgu að segja af framandi umhverfi og lifnaðar- háttum, og síðast en ekki síst af jóla- haldi, sem oftast er gjörólíkt því sem við eigum að venjast á íslandi. Sjá nánar á miðopnu. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Úrjólaeldhúsi liðinna alda Snark eldsins undir hlóðum og hangikjötsilmurinn báru jólastemmning- son safnvörður endurbyggði hlóðaeldhúsið frá Hvolslæk í Fljótshlíð, una með sér í hlóðaeldhúsi Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum en unga konan sem er að færa upp hangikjötið heitir Helga Sif Svein- og ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði stemmninguna. Þórður Tómas- bjamardóttir frá Ystabæli undir Eyjafjöllum. Morgunblaðið/Kristinn Atvinnuleysisbæturnar voru greiddar út í reiðufé á skrifstofu Dagsbrúnar eftir hádegi í gær. Bótum atvinnu- lausra var stolið BROTIST var inn á skrifstofur Dagsbrúnar við Lindargötu i fyrrinótt og stolið þaðan 250-300 kg peningaskápi með 3-400 þúsund krónum í reiðufé og um 40 ávísunum fyrir milljónir króna. Um var að ræða atvinnuleysisbætur og des- emberuppbót til atvinnulausra Dagsbrúnarmanna, svo og jólastyrk til ellilífeyrisþega Dagsbrúnar. Bankareikningum félagsins var lokað strax og innbrotið uppgötvaðist en allar bæturnar voru greiddar út í gær í reiðufé, þannig að félagið gat staðið við sitt gagnvart félagsmönnum, að sögn Sigurðar Rúnars Magnússonar stjórnarmanns í Dagsbrún. ist sem staðið hafi verið þannig að innbrotinu að spennt hafí ver- ið upp hurð í Lindarbæ, þar sem Leiklistarskóli ríkisins er til húsa, og þaðan hafi verið farið inn á stigagang húss Dagsbrúnar upp á aðra hæð og sprengdar upp dyr. Sigurður Rúnar kvaðst að- spurður telja að 2-3 sterka menn þyrfti til að bera skápinn á brott. Fólk var við störf á skrifstof- unni fram til klukkan tvö í fyrri- íiótt en innbrotið uppgötvaðist þegar fyrstu starfsmenn mættu til starfa um klukkan hálfníu í gærmorgun. Níðþungur peningaskápur numinn brott Að sögn Sigurðar Rúnars virð- 254 hjartaaðgerðir gerðar á Landspítalanum í ár 27 milljónir spöruðust á 54 hj artaaðgerðum ÞAÐ sem af er árinu hefur verið gerð 251 hjartaaðgerð á þjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans. Þrjár aðgerðir eru fyrirhugaðar á milli jóla og nýárs og er því útlit fyrir 254 aðgerðir á árinu. Er það 58 aðgerðum fleira en á síð- asta ári. í fjárlögum var gert ráð fyrir að gerðar yrðu 200 hjartaaðgerðir hér á landi en á miðju ári var ákveðið að láta allar aðgerðir fara fram hér. Tók Landspítalinn þær að sér á hálfvirði miðað við kostnaðinn við að senda sjúkl- inga utan. Talið er að það hafi sparað ríkinu um 27 milljón- ir króna. Frá því byijað var að gera hjartaaðgerðir á Landspítalanum, í júní 1986, hafa 867 aðgerðir verið gerðar. Lengi vel voru sjúk- lingar einnig fluttir til útlanda til lækninga, einkum til Bretlands, en frá því að aðgerðum var fjölg- að í sex í viku um mitt þetta ár hefur enginn fullorðinn hjarta- sjúklingur verið sendur utan. Að sögn Grétars Ólafssonar, yfir- læknis hjarta- og lungnaskurð- deildar Landspítalans, voru alltaf um 70 manns á biðlista en frá því um mitt ár hefur deildin haft und- an og fækkað hefur á biðlista þannig að nú bíða 47 eftir því að komast í aðgerð. Góður læknisfræðilegur árangur Grétar segir að læknisfræðileg- ur árangur sé betri en í mörgum öðrum löndum. Þá sé öruggur fjárhagslegur sparnaður að því að gera hjartauppskurði hér. Dav- íð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkis- spítalanna, segir að samið hafi verið um að Tryggingastofnun greiddi Ríkisspítölum 450 þúsund kr. fyrir hveija hjartaaðgerð um- fram 200. Kostað hefði eina millj- ón að senda hvem sjúkling til Bretlands og því hefði ríkið sparað sér 27 milljónir í ár með því að láta gera þessar aðgerðir hér. Grétar Ólafsson sagði að stefnt væri að því að gera allar hjartaað- gerðir á fullorðnu fólki hér á landi á næsta ári. Þær gætu orðið á bilinu 260 til 290. Hann segir að ekki sé talið rétt að gera aðgerðir á bömum hér, tilfellin séu fá og betra að fela þær læknum sem hefðu reynslu í þessum sérhæfðu læknisaðgerðum. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðis- hersins Jólafagnaður Hjálpræðis- hersins og Verndar verður hald- inn í dag, aðfangadag, í Her- kastalanum, Kirkjustræti 2 og hefst með borðhaldi kl. 18. Allir þeir, sem ekki hafa tök á að dveljast með vinum eða vanda- mönnum á aðfangadagskvöld, eru velkomnir í jólafagnaðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.