Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 72
TVÖFALDUR |. vinningur MOKGVNBLABW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Henson Verksmiðja í Úkraínu HALLDÓR Einarsson eigandi Henson sportfatnaðar hf. hefur sett á fót fataverksmiðju í borg- inni Odessu í Úkraínu. Verksmiðj- an er byggð í samvinnu við þar- lent fyrirtæki, Odessa Portplant, sem hingað til hefur starfað við framleiðslu á áburði. Að sögn Halldórs Einarssonar er framleiðsla hafin í verksmiðjunni en bygging hennar hófst sl. vor. Sér- stakt hlutafélag, Ukris, var stofnað vegna framleiðslunnar og er Odessa Portplant með meirihluta í því. Hall- dór segir að Odessa Portplant sé stærsta fyrirtækið í borginni Odessu og rekstur fataverksmiðjunnar liður í áætlunum þess að færa út kvíarnar. Sjá nánar á bls. C1 -----»-»-4--- Fjöldi íslend- inga er við hjálparstörf Á SJÖTTA tug íslendinga er staddur erlendis við hjálparstörf um jólin á vegum Rauða krossins, Kristniboðssambandsins og Þró- unarsamvinnustofnunar íslands. Fólkið kann frá mörgu að segja af framandi umhverfi og lifnaðar- háttum, og síðast en ekki síst af jóla- haldi, sem oftast er gjörólíkt því sem við eigum að venjast á íslandi. Sjá nánar á miðopnu. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Úrjólaeldhúsi liðinna alda Snark eldsins undir hlóðum og hangikjötsilmurinn báru jólastemmning- son safnvörður endurbyggði hlóðaeldhúsið frá Hvolslæk í Fljótshlíð, una með sér í hlóðaeldhúsi Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum en unga konan sem er að færa upp hangikjötið heitir Helga Sif Svein- og ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði stemmninguna. Þórður Tómas- bjamardóttir frá Ystabæli undir Eyjafjöllum. Morgunblaðið/Kristinn Atvinnuleysisbæturnar voru greiddar út í reiðufé á skrifstofu Dagsbrúnar eftir hádegi í gær. Bótum atvinnu- lausra var stolið BROTIST var inn á skrifstofur Dagsbrúnar við Lindargötu i fyrrinótt og stolið þaðan 250-300 kg peningaskápi með 3-400 þúsund krónum í reiðufé og um 40 ávísunum fyrir milljónir króna. Um var að ræða atvinnuleysisbætur og des- emberuppbót til atvinnulausra Dagsbrúnarmanna, svo og jólastyrk til ellilífeyrisþega Dagsbrúnar. Bankareikningum félagsins var lokað strax og innbrotið uppgötvaðist en allar bæturnar voru greiddar út í gær í reiðufé, þannig að félagið gat staðið við sitt gagnvart félagsmönnum, að sögn Sigurðar Rúnars Magnússonar stjórnarmanns í Dagsbrún. ist sem staðið hafi verið þannig að innbrotinu að spennt hafí ver- ið upp hurð í Lindarbæ, þar sem Leiklistarskóli ríkisins er til húsa, og þaðan hafi verið farið inn á stigagang húss Dagsbrúnar upp á aðra hæð og sprengdar upp dyr. Sigurður Rúnar kvaðst að- spurður telja að 2-3 sterka menn þyrfti til að bera skápinn á brott. Fólk var við störf á skrifstof- unni fram til klukkan tvö í fyrri- íiótt en innbrotið uppgötvaðist þegar fyrstu starfsmenn mættu til starfa um klukkan hálfníu í gærmorgun. Níðþungur peningaskápur numinn brott Að sögn Sigurðar Rúnars virð- 254 hjartaaðgerðir gerðar á Landspítalanum í ár 27 milljónir spöruðust á 54 hj artaaðgerðum ÞAÐ sem af er árinu hefur verið gerð 251 hjartaaðgerð á þjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans. Þrjár aðgerðir eru fyrirhugaðar á milli jóla og nýárs og er því útlit fyrir 254 aðgerðir á árinu. Er það 58 aðgerðum fleira en á síð- asta ári. í fjárlögum var gert ráð fyrir að gerðar yrðu 200 hjartaaðgerðir hér á landi en á miðju ári var ákveðið að láta allar aðgerðir fara fram hér. Tók Landspítalinn þær að sér á hálfvirði miðað við kostnaðinn við að senda sjúkl- inga utan. Talið er að það hafi sparað ríkinu um 27 milljón- ir króna. Frá því byijað var að gera hjartaaðgerðir á Landspítalanum, í júní 1986, hafa 867 aðgerðir verið gerðar. Lengi vel voru sjúk- lingar einnig fluttir til útlanda til lækninga, einkum til Bretlands, en frá því að aðgerðum var fjölg- að í sex í viku um mitt þetta ár hefur enginn fullorðinn hjarta- sjúklingur verið sendur utan. Að sögn Grétars Ólafssonar, yfir- læknis hjarta- og lungnaskurð- deildar Landspítalans, voru alltaf um 70 manns á biðlista en frá því um mitt ár hefur deildin haft und- an og fækkað hefur á biðlista þannig að nú bíða 47 eftir því að komast í aðgerð. Góður læknisfræðilegur árangur Grétar segir að læknisfræðileg- ur árangur sé betri en í mörgum öðrum löndum. Þá sé öruggur fjárhagslegur sparnaður að því að gera hjartauppskurði hér. Dav- íð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkis- spítalanna, segir að samið hafi verið um að Tryggingastofnun greiddi Ríkisspítölum 450 þúsund kr. fyrir hveija hjartaaðgerð um- fram 200. Kostað hefði eina millj- ón að senda hvem sjúkling til Bretlands og því hefði ríkið sparað sér 27 milljónir í ár með því að láta gera þessar aðgerðir hér. Grétar Ólafsson sagði að stefnt væri að því að gera allar hjartaað- gerðir á fullorðnu fólki hér á landi á næsta ári. Þær gætu orðið á bilinu 260 til 290. Hann segir að ekki sé talið rétt að gera aðgerðir á bömum hér, tilfellin séu fá og betra að fela þær læknum sem hefðu reynslu í þessum sérhæfðu læknisaðgerðum. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðis- hersins Jólafagnaður Hjálpræðis- hersins og Verndar verður hald- inn í dag, aðfangadag, í Her- kastalanum, Kirkjustræti 2 og hefst með borðhaldi kl. 18. Allir þeir, sem ekki hafa tök á að dveljast með vinum eða vanda- mönnum á aðfangadagskvöld, eru velkomnir í jólafagnaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.